Morgunblaðið - 10.11.1974, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1974
7
STRAUMAR
Allt þar til hann lézt fyrir um
þremur árum var Igor
Stravinsky hinn óumdeilan-
legi meistari nútíma tónlist-
ar. Hann ríkti sem kóngur 1
ríki sínu, virtur og dáöur af
allri alþýóu tónlistarmanna
og unnenda nútíma tónlistar,
og svo altækur í áhrifum sín-
um, að í obbanum af nýklass-
ískri tónskáldun nú siöari
hluta 20. aldar má á einhvern
hátt sjá móta fyrir
Stravinsky á bak við verkin.
Þaö er því ekki aó furða, þó að
Stravinsky skildi eftir sig
töluvert tómarúm i tónlistar-
heiminum, þegar hann féll
frá. Svo albjört sem veldi
hans var, gátu menn í fljótu
bragði ekki komið auga á
neinn þann mann, er fyllti
skarðið, sem Stravinsky
skildi eftir sig og stendur svo
enn. Á hinn bóginn stóð i
skugga meistarans þyrping
mikilhæfra tónskálda, sem
mönnum hefur orðið star-
sýnna á nú en áður en meist-
arinn hélt yfir landamærin
miklu, og það hefur verið
vinsæl dægradvöl gagnrýn-
enda að flokka úr þessum
hópi þá er næstir þykja
standa meistaranafnbótinni.
Nú síðast tók Christopher
Ford, hinn kunni gagnrýn-
andi brezka blaðsins The
Guardian (sem hér var á
listahátíð í sumar), sig til og
stillti upp þeim sex tónskáld-
um, er hann telur verðuga
meistaratitilsins. Þessi tón-
skáld eru Benjamin Britten,
Hans Werner Henze, Olivier
Messiaen, Dmitry
Skjostokovich, Karlheinz
Stoekhausen og Michael
Tippett. Ford rökstyður þetta
val sitt í itarlegu máli, segir
deili á tónskáldunum, grein-
ir frá helztu verkum hvers og
eins og segir kost og löst á
hverjum. Ekki er hér rúm til
að glugga að neinu ráði í
grein Fords en engu að síður
skal stiklað á fáeinum atrið-
um.
Hann getur i upphafi hinna
gífurlegu áhrifa Stravinsky á
alla tónskáldun á þessari öld
og aö þeirra gæti mjög hjá
öllum fyrrgreindum tón-
skáldun nema einu. Það er
Shostokovich en Ford full-
yrðir, að einnig hann hefði
talið sér til tekna að hafa átt
þess kost að kynnast verkum
Stravinsky i heimalandi sínu
meðan hann var þar að mót-
ast sem tónskáld. Raunar
heldur Ford því fram, að
áhrifavald Stravinsky hafi
orðið svo algjört, að verk
hans séu eins konar forskrift
fyrir allar síðari tíma tón-
smíðar, líkt og á við um
Schönberg eða öllu heldur
lærisvein hans, Webern, er
hafi fágað svo tæknibrögð og
kenningar meistara síns, að
jafnvel Stravinsky hafi talið
það göldrum næst. Þetta eigi
við enn þann dag í dag nema
hvað nú upp á siðkastið hafi
gægzt fram enn annar meiri-
háttar áhrifavaldur — Mahl-
er, sem greina megi að hafi
umtalsverða þýðingu fyrir
helftina af hinum sex út-
völdu: Henze, Britten og
Shostokovich.
Um landa sinn Britten (fædd-
ur 1913) segir Ford, að hann
eigi frægð sina fyrst og
fremst að þakka óperuverk-
um, stórum og smáum og
nefnir sem dæmi Billy Budd,
Dauða í Feneyjum og Peter
Grimes. Hann telur Britten
byggja á fremur hefðbundn-
um grundvelli i verkum sín-
um — samhljómun — og það
eigi eins við þegar Britten
hefur spreytt sig á 12-tóna
stiganum. Styrkur Brittens
sé fólgin í geysilegu tækni-
legu valdi á yrkisefnum sin-
um en veikleiki hans liggi
eftir BJÖRN VIGNI
SIGURPÁLSSON
einna helzt í vöntun á tilfinn-
ingalegri vídd.
Annar í röðinni er Henze
(fæddur i Þýzkalandi 1926)
og um hann segir Ford, að
þegar árið 1968 — eftir fimm
sinfóníur og sex meiriháttar
óperur — hafi hann skipað
sér á bekk með tónsnillingum
hinnar þýzk-austurrísku tón-
listarhefðar. Um það leyti
hætti Heinze tönsmíðum af
pólitískum ástæðum og frétt-
ist af honum þar sem hann
vann við að skera sykurreyr á
Kúbu. Á síðasta ári stormaði
hann þó hljómléikahallir
Vesturlanda að nýju með
tónaljóði sínu „Heliogabalus
Imperator“, sem Ford telur
geta gefið til kynna, að tón-
skáldið sé tekið að endur-
skoða afstöðu sína. Af öðrum
tónsmíðum Henze tilgreinir
Ford sérstaklega Annan
píanókonsertinn, sem sé
e.t.v. magnaðasta verk þeirra
tegundar allt frá því að
Brahms samdi annan píanó-
konsert sinn. Að dómi Fords
er styrkur Henze ekki sizt
fólginn í því hversu ótrúlega
frjór hann er og útsjónar-
samur við endurlífgun
gamalla forma. Aftur á móti
sé hann hvað veikastur fyrir
þegar kemur að því að hann
þarf að greina á milli tak-
marka og leióa í tónsmíðum
sinum.
Um Olivier Messiaen (fæddur
í Frakklandi 1908) segir
Ford, að sennilega hafi ekki
komið fram á tónlistarsviðið
sérkennilegri Frakki en
hann frá þvi að Berlioz var
uppi. Ford getur þess, að
verk Messiaen séu gjarnan af
trúarlegum toga og nefnir
tryggð hans við orgelið í því
sambandi. Frægð Messiaen
byggist ekki sízt á viðamikl-
um tónsmíðum svo sem
„Turangalila“ — tíu þátta
sinfónísk Kama Sutra með
flóknu hljóðfalli og allt að
þvi hollywoodskri laglínu, ef
menn eru einhverju nær.
Þekktasta hljómsveitarverk
Messiaen telur Ford „Et
Exzpecto Resurrectionem
Mortuorum" og í því sam-
bandi nefndi Ford einmitt,
að meginstyrkur Messiaen
liggi ekki sizt í því hversu
eftirminnileg verk hans
verði; „Et Exspecto“ gleym-
ist ekki þeim er eitt sinn hafi
á hlýtt. Veikleiki hans sé
hins vegar tilhneiging til að
ofgera hugmyndir sinar.
Dmitry Shostokovich (fæddur
í Rússlandi 1906) mun lifa í
tónlistarsögunni fyrir
sinfóniur sinar, að dómi
Fords, en þær eru nú orðnar
fimmtán. Einnig telur hann
strengjakvartettana Shosto-
kovich til tekna. Tvívegis
hefur Shostokovich farið út
af spori því, sem listaráð-
endur Sovétrikjanna hafa
markað listamönnum sínum,
en í bæði skiptin hefur
Shostokovich brugðið skjótt
við og samið sínar „höfuð-
lausnir" að fordæmi Egils.
Hann hefur þá verið tekinn 1
sátt að nýju en erlendis
hefur einatt verið hnýtt i
þessar „höfuðlausnir" hans í
ljósi þess hvernig þær eru til
orðnar. Ford tekur aftur á
móti upp hanzkann fyrir
þessi verk og minnir á, að
Fimmta sinfónían, er samin
var sem „svar sovézks lista-
manns við réttmætri gagn-
rýni“, er víða erlendis talið
meðal hans beztu verka. Ford
telur líka, að styrkur Shosto-
kovich sé ekki sizt i því fólg-
inn hversu farsællega honum
hefur tekizt að leysa einn
höfuðvanda nútíma tón-
skálda — að semja háalvar-
leg og inntaksrík tónverk,
sem njóti um leið hylli alls
þorra tónlistarunnenda.
Veikleiki hans sé aftur á
móti tilhneiging til útjösk-
unar á hugmyndum sinum og
eitthvað muni hann skorta á
sjáifsgagnrýni.
Ford er lítt hrifinn af mannin-
um Karlheinz Stockhausen
(fæddur 1928), segist af
gæzku sinni geta kallað hann
„síðari tíma Wagner" og að
erfitt sé að kyngja staðhæf-
ingum Stockhausens um
„heilaga köllun“ hér á jörðu.
Ekki viil hann þó hafa það af
Stockhausen að þar fari tón-
skáld með meira en góðar
meðalgáfur. Af verkum hans
nefnir Ford „Gruppen“ sem
fremur aðgengilegt verk og
frábærlega samið á alla lund,
enda hafi það vakið athygli
Stravinsky á Stockhausen.
Einnig getur Ford framlaga
Stockhausens til elektrón-
iskrar tónlistar og þá sérstak-
lega „Gesangder Junglinge"
sem sé e.t.v. fegursta verk
þessa unga tjáningarmiðils
fram á þennan dag. Styrkur
Stockhausen er að mati
Fords fólginn í óbifandi
sjálfsöryggi hans og þeim
eiginleika „aó komast í gegn-
um ólíklegustu hluti betur en
nokkur dirfðist að vona“.
Veikleiki hans er auðvitað
gegndarlaust sjálfsálit og
hvimleið æsimennska.
Val Fords á sir Michael Tipp-
ett (fæddur 1905) er kannski
hvað umdeilanlegast og ein-
hverjir kynnu að saka hann
um að hafa þar um of látið
stjórnast af þjóðerniskennd.
Greinilega kemur fram í
skrifum Fords, að hann dáir
mjög mannkosti Tippetts,
hann er í stuttu máli algjör
andstaða Stockhausens — en
um leið „hugsjónamaður og
takmarkalaus húmanisti“. Af
verkum Tippetts nefnir Ford
sérstaklega óperuna The
Midsummer Marriage, er
geymi hafsjó af ljóðrænni,
uppgötvan, en einnig konsert
fyrir hljómsveit og Aðra
píanósónötu hans, sem Ford
segir skyld að þema, og óper-
una „The Knot Garden“, þar
sem fram komi ást Tippetts á
blúsnum og birti um leið hin
miklu áhrif, er Tippett hafi
orðið fyrir frá Beethoven.
Sex meistarar
Tilboð óskast í Toyota Special árg. 1 972 í úrvals- standi. Möguleiki að taka Cortinu NL '72 upp í, lítið keyrðan. Upplýsingar á matartímum í sima 8-35-64 næstu daga. M. Benz 250 1970 mjög fallegur bill, til sölu. Sam- komulag með greiðslu. 2ja—5 ára skuldabréf kemur til greina. Einnig skipti. Simi.,1 6289.
Brotamálmur KauDÍ allan brotamálm lanqhæsta verði. Staðgreiðsla. NÖATUN27 sími 25891. Mustang '68 6 cyl sjálfskiptur. Einstaklega fal- legur sportbíll til sölu. Samkomu- lag með greiðslu. Skipti koma til greina. Sími 1 6289.
Menntaskólakennara (móður með 5 ára son) vantar 2—3ja herbergja íbúð í Hlíðunum eða nágrenni til langs tima sem fyrst og helst fyrir áramót. Simi 2-67-6 1 eftir 6. Vélvirki óskar eftir vinnu, helst úti á landi. Tilboð merkt: vélvirki 964 sendist afgr. Mbl.
Tilfærsla á sparifé 3% greiðist strax aukalega fyrir að leggja inn á ársbók i banka. Algjörri þagmælsku heitið. Nafn og simanúmer leggist inn á afgreiðslu Mbl. merkt: 8764. íbúð óskast Einhleypan mann vantar sem fyrst 1 til 2 herb. eldhús og bað. Uppl. í síma 86566 á daginn kl. 9 — 17.
Veggmyndir Gunnhildur kóngamóðir, (Sofðu rótt) i góbelini og flosi. Ný sending klukkustrengjajárna og bjöllur. Hannyrðaverzlunin Erla, Snorrabraut. Ungur maður óskar eftir að komast i rafvirkjun. Hefur 2ja ára reynslu. Upplýsingar i sima 38341.
47 mismunandi tegundir af saumuðum klukku- strengjum, púðum, stólum, mynd- um, pianóbekkjum, skemmlum og á borð. Hannyrðaverzlunin Erla, Snorrabraut. íbúð óskast Ung hjón, hjúkrunarkona og smiður með eitt barn óska eftir íbúð. Reglusemi og góðri um- gengni heitið. Upplýsingar í síma 32712.
Scout II '73. til sölu 6 strokka, beinskiptur, afl- stýri og hemlar. Skipti á ódýrari bil koma til greina. Uppl. i sima 92-6556. Keflavík 4ra—5 herb. ibúð óskast-i Kefla- vik. Góðri umgengni heitið. Upplýsingar i sima 2945.
Falleg 4ra herbergja enda- íbúð með 5. herb. og sér snyrtingu i kjallara, til sölu og laus. Uppl. næstu daga i sima 13243 og 41 628. Herbergi óskast Herbergi með eldunaraðstöðu óskast i Reykjavik. Upplýsingar i sima 92-2945.
Flosmyndir Margar tegundir m.a.: Þingvalla- mynd, Bær i Hrútafirði og sjó- mannamyndir. Erum alltaf með okkar vinsælu flosnámskeið (fyrir bæði grófu og finu nálina). Handavinnubúðin, Laugavegi 63. Akranes Vil taka 2ja—3ja herb. ibúð á leigu á Akranesi. Upplýsingar i sima 25236. Reykjavik.
Höfum Gobelínteppið Gunnhildi kóngamóðir (Sofðu rótt) á þrem verðum. Seljum einnig stakt munstrið. Handavinnubúðin Laugavegi 63. Stúlka óskar eftir atvinnu sem fyrst vön vélabókhaldi og almennum skrif- stofustörfum. Margt kemur til greina. Upplýsingar i sima 28373 næstu daga.
Úrval af jólavörum Sérlega ódýrar áteiknaðar myndir. Púðar og klukkustrengir. Tilvalið til jólagiafa. Handavinnubúðin, Laugavegi 63. Jeepster árg. '68 með V 6 vél., i mjög góðu ástandi er til sölu strax. Þeir sem hafa áhuga, geta leitað nánari uppl. i s. 36917 milli kl. 12 og 13 (i hádegi).
Margir þjóðlegir klukkustrengir Islandsstrengur, Grettissögu- strengur, Reykjavíkurstrengur, Akureyrarstrengur, Hornafjarðar- strengur, Vestmannaeyjastrengur, baðstofustrengur, sjómanna- strengur, búningastrengur o.m.fl. Handavinnubúðin, Laugavegi 63. Mótatimbur einu sinni notað 1 "X5" til sölu. Uppl. i sima 26856 eftir 7 á kvöldin. Keflavík — Suðurnes Til sölu i Keflavik 5 herb. einbýlis- hús. Verð 4,8 millj. Bila- og fasteignaþjónusta I Suðurnesja, Hafnargötu 50. Simi 92-2925
Grindavík Til sölu fokhelt raðhús. Skipti koma til greina á íbúð á Suður- nesjum. Sérstök kjör. Bíla- og fasteignaþjónusta Suðurnesja. Simi 92-2925. Keflavík Til sölu 5 herb. fallegt raðhús i byggingu. Bila og fasteignaþjónusta Suðurnesja, Hafnargötu 50. Simi 92-2925.
íbúð í Fossvogi 4ra—5 herb. 1 28 fm til sölu eða i skiptum fyrir sérh., raðh. eða ein- býlish. Tilb. sendist Mbl.fyrir 15.11. merkt: ,,8763 '. Prjónakonur takið eftir j Kaupum lopapeysur, allar gerðir I og stærðir fullorðinna. Hækkað verð. Móttaka 1—4. Unex, Aðalstræti 9.