Morgunblaðið - 10.11.1974, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1974
Aðdáendur brezku popphljóm-
sveitarinnar SLADE geta nú loks
varpað öndinni léttar eftir erfitt
tímabil mikillar óvissu um það,
hvort hljómsveitin kæmi eða
kæmi ekki hingað til lands. Nú er
u.þ.b. ár síðan fyrst var rætt um
að fá SLADE hingað til hljóm-
leikahalds og hefur gengið á
ýmsu. Ámundi umhoðsmaður
Ámundason tryggði sér endan-
lega samninginn um komu hljóm-
sveitarinnar eftir samningsrof
brezka umboðsfyrirtækisins í
Nazareth-málinu sællar minn-
ingar. Hljómleikarnir verða f
LaugardalshöIIinni á þriðjudags-
kvöldið n.k. og hefjast kl. 20.30.
Þar munu SLADE, sem að margra
dómi er ein hressilegasta rokk-
hljómsveit f heimi, leika í hálfa
aðra klukkustund. Hljómsveitin
er væntanleg til landsins á morg-
un ásamt 12 aðstoðar og tækni-
mönnum. Farangur hljómsveit-
arinnar vegur um 11 tonn og er
þar innifalinn umfangsmikill
ijósaútbúnaður eins og nú virðist
tilheyra öllum meiri háttar popp-
hljómleikum.
Ekki eru aliir á einu máli um
tónlistarflutning SLÁDE, en eitt
er þó vfst, að hljómsveitin er nú
ein þekktasta popphljómsveit
veraldar og hafa þeir félagar
einkum fengið lof fyrir hljóm-
leika sína, sem þykja hressilegir
og frumlegir enda er sviðsfram-
koma þeirra með eindæmum.
Nýjasta lag hljómsveitarinnar
„FAR FAR AWAY“ er nú f fyrsta
sæti brezka vinsældalistans, en
lagið, sem hefur fengið lofsverða
dóma gagnrýnenda, þykir um
margt ólfkt og talsvert íburðar-
meira en fyrri lög þeirra félaga.
1 tilefni af hljómleikunum
þótti SLAGSÍÐUNNI rétt að
kynna hljómsveitarmeðlimi lítil-
lega og er þar stuðst við ummæli
þeirra sjálfra, sem síðan hefur
verið snarað lauslega yfir á móð-
urmálið.
JAMES WHILD LEA, BASSI:
„Ég fæddist á bjórkrá f Wolver-
hampton, en í þeirri borg bjó ég
fyrstu fimm ár ævinnar. Þá
fluttist fjölskyldan í lítið sveita-
þorp á landsbyggðinni þar sem ég
óx upp fram á unglingsár. Mér
gekk fremur vel f skóla, sérstak-
lega í öllu er laut að listum, eins
og t.d. teikningu. Ég var nfu ára
þegar móðir mfn spurði mig hvort
ég vildi læra á hljóðfæri. 1
hennar ætt eru og voru margir
atvinnuhljómlistarmenn t.d. var
faðir hennar fiðluleikari. Eg
valdi fiðluna og hóf nú æfingar af
fullum krafti. Eg var mjög áhuga-
samur og æfði mig alltaf í minnst
klukkutfma á dag enda náði ég
ágætum árangri á skömmum
tíma. Áhugi minn sveigðist þó
fljótlega að dægurlagatónlist og
þegar ég var 15 ára var hugurinn
allur bundinn við gítar og The
Shadows, — fiðlan vék til hliðar.
Eg var fljótur að ná tökum á
gítarnum og gekk í hljómsveit,
sem kölluð var „Nick and the
Axemen". Allt snerist um þessa
hljómsveit og öllu öðru var fórn-
að. Þetta olli foreldrum mínum
talsverðum vonbrigðum, einkum
að ég skyldi hafa gefið fiðluna
upp á bátinn. Um þetta leyti lék
ég á bassa, en átti þó engin tæki
sjálfur enda náðu The Axemen
engum vinsældum. Þegar hljóm-
sveitin „The N Betweens", sem
var vinsælasta hljómsveitin í
þessum landshluta, auglýsti eftir
bassaleikara sótti ég um. 1 þá
daga voru meðlimir hljómsveit-
arinnar átrúnaðargoð mín og ég
varð mjög undrandi og glaður
þegar þeir buðu mér starfið.
Þetta var f rauninni upphafið að
SLAIIE . . .
NEVILLE JOHN HOLDER,
SÖNGVARI/GlTAR:
„Fyrstu hugsanir mfnar um
framtfðarvinnu og framavonir
voru í sambandi við kennslustörf
og ég var ákveðinn f að verða
kennari. Mér gekk ágætlega f
barna- og unglingaskóla, — tók
öil tilskilin próf og fór f mennta-
skóla. Fyrstu þrjú árin lagði ég
hart að mér við námið og hafði
mikinn áhuga á landafræði, jarð-
fræði og líffræði. En sfðan dofn-
aði áhuginn á náminu og ég fór að
slæpast um með hljómsveitar-
strákum. Eg komst sjálfur yfir
gítar og fór að fylgjast með
nokkrum hljómsveitum og
þannig lærði ég að spila.
Eftir að hafa unnið um skeið á
skrifstofu gerðist ég átvinnu-
hljóðfæraleikari með hljómsveit,
sem hét „Steve Brett and the
Maveriks“, en þar lék ég á gítar
og söng. Um þetta leyti var hljóm-
sveitin „The N Betweens" mjög
vinsæl f Wolverhampton. I Þýzka-
landi kynntist ég tveimur með-
limum hljómsveitarinnar, þeim
Don og Dave, og tveimur mán-
uðum seinna, er ég hitti þá aftur f
Wolverhampton, var ákveðið að
ég gengi f hljómsveitina. Okkur
gekk ekkert vel f fyrstu, þvf að
gamlir aðdáendur hljómsveit-
arinnar voru ekkert hrifnir af
breytingunni. Allir sögðu, að
hljómsveitin yrði búin að vera
eftir sex mánuði. Við fórum til
Bahamaeyja og urðum þar fyrir
áhrifum frá amerfskri soultón-
list og þau áhrif leiddu okkur á
þá braut, sem við erum á f dag.
DONALD GEORGE
POWELL, TROMMUR:
„Það var skátaforinginn minn,
sem vakti fyrst áhuga minn á
trommuleik. Mér var falið það
starf að hreinsa og halda við
Hreyta á Egilsstöðum:
Geldur foli
hló síðast
svo um munaði
Á bænum Miðhúsum við Egils-
staði var Slagsíðan á röltinu fyrir
skömmu og hitti þá óvænt I þoku-
hrúgaldinu forkunnarfagra hryssu
og mömmu hennar, sem bar sig vel
eftir aldri Slagsíðan tók hryssuna
tali og spurði tíðinda úr tlð hennar.
t' i-
Hreyta, en svo heitir hryssan, á
sérstæða sögu að baki þótt ung sé
að árum, en þær hafa heldur ekki
alltaf, blessaðar, verið umfram unga
aldurinn, til þess að eiga rósótta
sögu og margur situr með syndir
feðranna fram úr öllu. Hreyta er