Morgunblaðið - 10.11.1974, Page 15

Morgunblaðið - 10.11.1974, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1974 15 STOLIÐ OG SKEMMT hjá skátunum í Golfskálanum trommum sveitarinnar, og leika á þær þegar svo bar undir. Sfðan bað hann mig um að taka við merkishorninu, en í hreinskilni sagt hataði ég það hljóðfæri. Ég var vanur að standa í öftustu röð með þetta hræðilega hljóðfæri í munninum, og venjulega blés ég ekkert, — ég náði ekki tóni úr þvi. Þetta gekk f nokkrar vikur unz upp um mig komst og ég var aftur færður yfir á trommurnar. Kvöld eitt komu meðlimir hljómsveitarinnar „Johnny Tra- vall and the Vendor“ f klúbbinn okkar og báðu mig að spila á trommur með þeim, þar sem trommarinn var veikur. Ég var fús til þess og nokkrum vikum seinna keypti ég mitt fyrsta trommusett. Þar með var ég orð- inn skuldugur svo að ég varð að finna mér einhverja vinnu. Ég fékk vinnu f Iftilli málmsteypu, sem entist f rúmt ár eða þar til ég gerðist atvinnumaður með The Vendor. Skömmu seinna breyttum við nafninu f „The N Betweens“. Við urðum vinsælir og fórum m.a. til Þýzkalands þar sem við spiluðum í mánuð. Éftir heimkomuna frá Þýzkalandi ákvað bassaieikarinn að hætta og við auglýstum eftir nýjum. Þá mætti Jim til leiks, magnaralaus og allslaus en við réðum hann nú samt. Þá vantaði okkur ekkert nema söngvara og gítarleikara og þar sem Mavericks voru hættir báðum við Noddy að slást í hóp- inn sem hann gerði. . . DAVID JOHN HILL, SÓLÓGÍTAR: „Ég hef alltaf elskað tónlist, og má ef til vill rekja það til þess, að afi minn var mikill tónlistar- maður, — var með doktorsgráðu í tónfræðum. Ekki svo að skilja, að ég sé jafningi hans en ég heid, að ég hafi erft eitthvað frá honum. Skólaganga mfn var brösótt og ég gat aldrei einbeitt mér almenni- lega við námið. Heimilislífið var gott og pabbi reyndi alltaf að hjálpa mér við það sem mig lang- aði til að gera. Um tfma langaði mig til að læra á pfanó en það varð ekki neitt úr þvf. Vinur minn, sem bjó í sömu götu og ég, átti gítar og ég bað pabba um að kaupa einn handa mér, sem hann gerði. Við byrjuðum að spila saman inn á segulband, þessi vinur minn og ég, og hafði ég mikla ánægju af því. Seinna ákváðum við, ásamt tveimur öðr- um strákum í æskulýðsklúbbn- um, að stofna hljómsveit. Ég hætti í skólanum og mamma út- vegaði mér vinnu á skrifstofu. Seinna gekk ég f hljómsveit, sem kölluð var „Vendor", og þar hitti ég Ðon fyrst. Um þetta leyti var ég orðinn leiður á skrifstofustarf- inu og gerðist atvinnumaður í tónlistinni. Þá breyttum við nafni hljómsveitarinnar f „The N Betweens". Seinna komu svo Jim og Nod í spiiið. Velgengnin var svona upp og niður f fyrstu, eða þar til við vorum kynntir fyrir Chas Chandler en þá byrjaði hjól- ið að snúast fyrir alvöru . . . „EG var búin að taka saman lista yfir það helzta, sem stolið hefur verið," segir Kristrún og réttir fréttamanni SLAGSÍÐ- UNNARblað: Ryksuga, keypt af yngri deild pilta á 17 þús. kr. Kaf fikönnur. Gestabók. Gosdrykkjakassar. Ruslafötur. Hátalarakassar (ófullgerðir) að verðmæti 15—20 þús. kr. Peningar, andvirði seldra gosdrykkja á skemmtikvöldum. „Þegar ruslafötunum var stolið, var ruslinu dreift um svalirnar," segir Sigurbjörg. „Maður getur ekki skilið hvers vegna ruslafötum er stolið.“ „Sárast var þó kannski að sjá á eftir ryksuginni," segir Heiða. „Hún var búin að vera hér i mánuð. Strákarnir i yngri deildinni höfðu haldið hluta- veltu og safnað fyrir ryksug- unni og félagið síðan keypt af þeim. Svo var henni stolið." Þær voru að vonum óhressar, skátastúlkurnar í Hamrabúum, þegar þær sögðu Slagsíðunni frá þessum þjófnuóum. Þau fimm ár, sem skátafélagið hef- ur haft gamla Golfskálann á Öskjuhlíð til afnota fyrir starf- semi sina, hefur ekki linnt inn- brotunum, þjófnuðunum og skemmdarverkunum á skál- anum og svo til allir sjóðir, sem félagið hefur getað safnað, hafa farið í viðgerðir og kaup á nýjum hlutum í stað þeirra skemmdu eða stolnu. Þegar Slagsíðumenn bar að garði um síðustu helgi voru nokkrir piltar að gera við og endurnýja, setja nýjar rúður í stað brotinna o.fl. Nánast hver einasta rúða í húsinu hefur ver- ið endurnýjuð oftar en einu sinni á undanförnum fimm árum. Meira að segja var keypt sérstakt plast, sem sagt var nánast óbrjótandi, til að nota í SP,AtiSPUAH kynlegt nafn á hryssu, en visinda- legur grunnur er þar undir eins og í flestu hjá Austfirðingum Áður en við höldum lengra er rétt að geta þess, að eigandi Hreytu er Halldór Sigurðsson kennari, bóndi, lista- og hagleiksmaður í Miðhúsum. Þannig var, að engin sjáanleg nýt- ing varð út úr ,,hinu" hjá Brúnku mömmu Hreytu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þeir i hestamannafélaginu þarna á Egilsstöðum höfðu fengið það hlutverk að fylja Brúnku og tóku þeir það að sér með virktum eins og Við tókum þessa mynd af mæðgunum í úðarign- ingu seint í haust. Hreyta er til hægri og mamma hennar, Brúnka, til vinstri. Ljósmynd Mbl. árni j. vera bar. En það var sama þótt reynt væri ár eftir ár Ekkert gekk Þeir voru þó ekki af verra taginu, sem reyndu, flnustu graðhestar ættaðir frá Hornafirði, Borgarfirði, Eyjafirði og víðar, svo göfugir, að ættir þeirra vissu allir hugsandi bændur allt aftur á söguöld. Ekki er þó getið móðurættar þeirt'a, enda aldrei spurt undan hvaða hryssu alið er, heldur eingöngu hvaða fola „Det skal sko to til." sagði þó kellingin siglda. Þannig leið tíminn hjá Brúnku Unz Halldór í Miðhúsum keypti kornungan fola undan bannfærðum graðhesti, sem þó var af góðu kyni Vísindalegir sérfræðingar kynbótatil- raunanna höfðu bannfært graðhest- inn i suðaustan 10 vindstigum, en þá er erfitt að meta graðfola til góða, að sögn vísindamanna. Nú. Folinn varð hestur og það brást ekki, að þegar hann varð graður, gætti Halldór þess að hann kæmist ekki nærri neinni hryssu vorið, sem hann var tvævetur, því vegna litillar ættgöfgi átti að gelda gripinn, en nú er kominn timi til að geta nafns hans: Möðrudals-Blesi hét hann i stil við Burstafells-Blesa frá Vopnafirði, sem Jón i Möðrudal átti og var frægur vítt og breitt Svo leið að þeim tima að dýra- læknirinn var tilbúinn til þess að gelda Blesa og var það gert 1 6 júní 1 972 kl 14,40 Þá kom dýralækn- irinn ásamt einum aðstoðarmanni og Halldór var einnig til staðar ásamt aðstoðarmanni, sem hann hafði útvegað. Nóg var þvi um vitn- in og nú fer sagan að verða merkileg og slagkraftur i henni eins og vera ber i pússi Slagsiðunnar Verkið var framkvæmt laust fyrir kaffi umræddan 16 júni, en er hesturinn vaknaði af deyfingunni var honum sleppt í vel afgirt hólf þarna I túni Mrðhúsa. en i öðru hólfi á túninu, rammgirtu einnig, voru hryssur Miðhúsabóndans Leið nú dagur og fram eftir nóttu Eftir miðnætti vaknaði Halldór og gestur, sem hjá honum var, við hark mikið úti fyrir og gættu þeir að Hafði Möðrudals-Blesi þá stokkið yf- ir hina rammgerðu girðingu til Brúnku, sem var þá i feikna látum. Samkvæmt þvi, sem á undan var gengið, átti Blesi ekki að geta gert neitt að gagni, en dugði þó til að fylja Brúnku og hafa þvi hreyturnar dugað til Að eðlilegum tíma liðnum fæddi Brúnka siðan afkværhið, sem að sjálfsögðu var skýrt Hreyta Slagsíðan vill að lokum benda á þau gömlu sannindi. að varast ber að dæma um of menn og skepnur. þvi staðreyndin er sú, að á meðan aðrir fá fina og fræga fola til að fylja merar sinar, notar Halldór i Mið- húsum gelding á sinar með góðum árangri eins og sjá má á hnátunni Hreytu. -á.j. staðinn fyrir rúðuglerið, en skemmdarvörgununi tókst að vinna á plastinu lika. Útidyrnar eru orðnar ósjálegar eftir ótal innbrotstilraunir. Margoft er búið að skipta um lása og lokur og þegar það dugði ekki til, var hurðin hreinlega negld aftur með gildum nöglum. En slík var löngun hinna óboðnu gesta í að komast inn, að þeir brutu dyrnar upp þrátt fyrir alla nagl- ana. „Það virðist sennilegt, að krakkar eða unglingar i hverf- inu eigi einhverja sök á þjófn- uðunum og sk'emmdarverk- unum,“ sögðu stúlkurnar, „en það þarf sterka menn til að brjóta upp útihurðina, eins og gert hefur verið, og varla hafa unglingar farið að stela ryksug- unni, eða hvað?“ „Við vorum orðin svo þreytt á þessu,“ sagði Kristrún, „að við ákváðum að leita til Slagsið- unnar um aðstoð, að biðja hana að vekja athygli á þessum þjófnuðum og skemmdarverk- um, ef það mætti verða til að stuðla að lausn vandans." „Það virðist enginn hafa vit- að af þessu,“ segir Sigurbjörg, „og þótt við höfum kært þetta til lögreglunnar, þá hefur lög- reglan svarað því til, að húp gæti litið gert okkur til að- stoðar og skálinn væri of mikið út úr til þess að hún gæti komið í eftirlitsferð hingað á hverju kvöldi eða nóttu.“ „Það sama segja þeir lika hjá hreinsunardeild borgarinnar,“ bætir Heiða við. „Þegar við báð- um þá um að hreinsa sorpið hjá okkur eins og öðrum húsum i Kristrún Gröndal, Heiða Jó- hannsdóttir og Sigurbjörg Gröndal við Golfskálann. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.). Um sfðustu helgi voru tfu nýjar rúður settar f gluggana á skál- anum í stað þeirra, sem brotnar höfðu verið á undanförnum mánuðum. Skátarnir önnuðust fsetninguna sjálfir, en féð til glerkaupanna kom af félags- gjöldum. borginni, sögðu þeir, að þetta væri of mikið úr leið. Þó fara þeir framhjá hér rétt fyrir neðan, þegar þeir hreinsa sorp- ið hjá Veðurstofunni." „Við erum núna að vinna að stofnun foreldrafélags í tengsl- um við skátafélagið," segir Kristrún. „Okkur vantar aðstoð til að leysa þennan vanda og til að styrkja skátastarfið og við vonum, að foreldrarnir geti lagt okkur lið í þessu." — Þið ætlið ekki að gefast upp? „Nei, það kemur ekki til ntála að gefast upp.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.