Morgunblaðið - 10.11.1974, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NÖVEMBER 1974
Vélsetjari
óskast
Upplýsingar í Félagsprentsmiðjunni,
Spítalastíg 1 0.
Nemi óskast á sama stað.
Verkamenn
í byggingavinnu
Vantar nokkra verkamenn í bygginga-
vinnu. Mötuneyti á staðnum.
Upplýsingar á daginn í síma 86431, og á
kvöldin í síma 35478.
Bifreiðastjóri
með meirapróf
vanur akstri á stórum bifreiðum óskar eftir atvinnu, hvort sem
er á vöru- eða fólksflutningabifreið.
Upplýsingar i sima 31287.
Múrarameistari
getur tekið að sér verk, helzt utan Reykja-
víkur. Upplýsingar í síma 71195 kl.
1 —3 e.h. næstu daga.
______________________________
Staða
leiklistarstjóra
við Ríkisútvarpið er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt kjarasamningum opin-
berra starfsmanna.
Umsóknareyðublöð eru afhent í aðalskrif-
stofu Ríkisútvarpsins, Skúlagötu 4,
fimmtu hæð.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf sendist útvarpsstjóra fyrir
1 0. desember n.k.
Ríkisútvarpið.
Staða
tónlistarstjóra
við Ríkisútvarpið er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt kjarasamningum opin-
berra starfsmanna.
Umsóknareyðublöð eru afhent í aðal-
skrifstofu Ríkisútvarpsins, Skúlagötu 4,
fimmtu hæð.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf sendist útvarpsstjóra fyrir
10. desember n.k.
Ríkisútvarpið.
Norræni tækni- og
iðnþróunarsjóðurinn
Nordisk Industrifond —
(Pohjoismainen Teollisuusrahasto)
óskar að ráða
starfsmann
Með samningum milli Danmerkur, Finnlands, (slands, Noregs
og Svíþjóðar var, frá og með 1. júlí 1 973, stofnaður sérstakur
tækni- og iðnþróunarsjóður. Hlutverk sjóðsins er að efla
tæknileg rannsóknar- og þróunarverkefni á sviði iðnaðar, sem
hafa sameiginlega þýðingu fyrir tvær eða fleiri Norðurlanda-
þjóðir.
Starfsemi sjóðsins annast sérstök stjórn, sem heyrir undir
Norrænu ráðherranefndina.
Stjórn sjóðsins, sem hefur aðsetur í Stokkhólmi, þarf með
haustinu að ráða starfsmann til að kanna aðsendar tillögur um
verkefni sjóðsins. Hann þarf að eiga frumkvæði að samstarfs-
verkefnum og fylgjast með þeim viðfangsefnum, sem sjóður-
inn styrkir. Almennar kröfur um starfsmenntun eru, að um-
sækjandi hafi próf frá tækniháskóla og reynslu á sviði iðnaðar-
starfsemi I einhverri eftirtalinna greina: véltækni, raftækni eða
framleiðslutækni. Miklar kröfur eru gerðar til samstarfshæfi-
leika. Finnskukunnátta væri talinn kostur. Starfsmaðurinn
mun þurfa að ferðast nokkuð í sambandi við starfið, eínkum
milli Norðurlandanna.
Umsóknir, ásamt kröfum um launakjör, sendist í síðasta lagi
10. október 1974 til Nordisk Industrifond, Box 5103, 102
43 Stockholm 5.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri sjóðsins, Rut
Bácklund-Larsson, sími 141450 eða 615267 í Stokkhólmi
— eða Árni Snævarr, ráðuneytisstjóri, sími 2 5000, Reykja-
vík, og Dr. Vilhjálmur Lúðviksson, sími 1 6299, Reykjavik.
Kristinn Sveinsson.
Atvinna
í Borgarfirði
Vetrarmaður óskast til skepnuhirðingar og annarra bústarfa.
Röskur unglingur kemurtil greina.
Upplýsingar hjá undirrituðum (simi um Siðumúla) eða í sima
19291 Reykjavik eftir kl. 7 á kvöldin.
Magnús Sigurðsson,
Gilsbakka.
Skrifstofustúlka
Heildverzlun óskar að ráða skrifstofu-
stúlku. Góð vélritunar- og málakunnátta
nauðsynleg.
Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri
störf, sendist skrifstofu Félags íslenzkra
stórkaupmanna, Tjarnargötu 14.
Afgreiðslumaður
Viljum ráða afgreiðslumann í verzlun
okkar að Nýbýlavegi 8.
Upplýsingar á staðnum.
Bygginga vöru verz/un
Kópavogs.
Blikksmiðir
Vantar blikksmiði og vana aðstoðarmenn.
Einnig vanan mann á höggpressu.
Breiðfjörðs blikksmiðja h. f.,
Sigtúni 7,
sími 35557.
Verkamenn
óskum eftir verkamönnum. Mikil vinna.
Frítt fæði.
Upplýsingar í síma 33395 á kvöldin.
Tölvari
Óskað er eftir starfsmanni til starfa við
tölvu, gagnameðferð í vélasal o.fl.
Tungumálakunnátta og góð almenn
menntun er nauðsynleg. Æskilegur aldur
umsækjanda er 20—25 ár.
Umsóknareyðublaða má vitja á skrifstofu
vorri að Háaleitisbraut 9.
Skýrsluvé/ar ríkisins
og Reykjavíkurborgar.
Verkamenn
Verkamenn óskast í byggingavinnu að
Höfðabakka 9.
Upplýsingar í síma 83640 og á vinnu-
stað.
Stúlka óskast
hálfan daginn.
Brauðgerðin,
Barmahlíð 8.
Verkamenn
óskast
Sambandið óskar að
ráða verkamenn
í byggingarvinnu.
Upplýsingar veitir starfsmannastjóri í
síma 28200 og verkstjóri í síma 35751.
Samband íslenzkra samvinnufé/aga.
Sauðárkrókur
atvinna
Vegagerð ríkisins óskar að ráða mann
með trésmíðaréttindi að áhaldahúsinu á
Sauðárkróki.
Umsóknir með upplýsingum um fyrri
störf þurfa að berast fyrir 30. nóvember
n.k.
Vegagerð ríkisins,
Sauðárkróki,
Sími: 95-5290.
Rafvirkjar
Fyrirtæki okkar óskar að ráða mann á
aldrinum 23—30 ára með rafvirkja-
menntun til lagerstarfa sem fyrst.
Þeir, sem áhuga hafa á starfi þessu, sendi
eiginhandarumsókn með upplýsingum
um aldur og fyrri störf fyrir 22. þ.m. í
pósthólf 519.
SMITH & NORLAND H/F
Verkfræðingar — Innf/ytjendur
Pósthólf 519 — Reykjavík.