Morgunblaðið - 10.11.1974, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. NÖVEMBER 1974
konungurlnn,
-- ég er
beztur!«
HÉR birtist síðari hluti greinar brezka blaðamannsins David
King um Muhammed Ali, hinn nýja heimsmeistara í þungavigt.
Greinin byggist á viðtöium við ættingja, vini, þjálfara og
aðdáendur heimsmeistarans. Heldur hér áfram frásögn vinar
hans og þjálfara, Fred Stoners.
VENJULEGUR unglingur nú tíl
dags vill verða stjarna strax.
Hann vill ekki þjálfa sig, þvf að
það kostar fðrnir. Clay hafði bæði
vilja og þrautseigju til að ná
leikni f hnefaieikum. Æfði stöð-
ugt það sem þurfti að læra. Hann
hefur það til að bera, sem þarf til
að sigra Foreman. Foreman er
ekki hnefaleikamaður, hann hef-
ur engan hraða. Hann er satt að
segja klaufi, en getur veitt mjög
þung högg. Clay þarf að vera
mjög vel fyrirkallaður. Ef hann
æfir sig rétt þá getur hann sigrað.
Hann verður að nota sinn gamla
stfl. Ilann verður að vera á stöð-
ugri hreyfingu þangað tii bjallan
hringir f sfðasta sinn. Hann verð-
ur að hafa allan hugann við efnið.
Ef hann getur haldið veili f sex til
átta lotur þá fer Foreman að
þreytast í handleggjunum og þá
getur Clay byrjað að þjarma að
honum.
Þegar um heimsmeistarakeppni
er að ræða, þá mega úrslitin ekki
vera of jafnteflisleg. Áskorand-
irm verður að vinna greinilega.
Þannig á það að vera, og ég er
ekkert fyrir gömlu aðferðina. Ég
held að það væri vitleysa hjá Clay
að reyna að rota hann, hann á að
halda keppninni gangandi í 15
lotur. Ég ætla ekki til Zaire. Mín
er þörf hér til þess að veita öðrum
unglingum möguleika á því að
komast þangað sem Ciay hefur
náð. Þar að auki hef ég horft á
hann keppa og það breytir engu
að nú er heimsmeistarakeppni.
Fyrir fyrstu þrjá atvinnuleiki
sína kom hann aftur hingað til að
æfa sig. Síðan gekk hann í kaup-
sýslumannasamtökin. Ég tel að
þar hafi hann gert rétt. Án þeirra
hefði hann ekki komist i heims-
meistarakeppnina. Þeir notfærðu
sér hann ekki. Vegna höfuðstóls-
ins, sem þeir settu á stofn fyrir
hann verður hann aldrei fátækur
eins og Sugar Ray Robinson. Eða
lítum á Joe Louis, þeir notuðu
hann — reyttu af honum hvern
eyri. Hann endaði félaus eftir að
hafa unnið sér inn miiljónir. Clay
er of skynsamur til að það geti
komið fyrir. Hvað hernum viðvík-
ur, þá sögðu þeir að hann væri
heimskur — ég mundi gjarnar
vilja vera heimskur á sama hátt.
Þeir útilokuðu hann frá atvinnu
sinni og tóku frá honum titilinn.
Þeir sviptu hann jafnvel vega-
bréfi sfnu svo hann gat ekki
keppt í öðrum löndum. Þeir mis-
beitu dómsvaldinu. Hvernig gátu
þeir gert það? Aðeins vegna þess
sem hann trúði í einlægni og vildi
ekki svíkja. Hann lét sig ekki og
dáðist að áræði hans. Hann hefði
getað unnið sér inn milljónir á
þessu tímabili. Þetta varð til þess
að fólk missti af að sjá hann þegar
var upp á sitt bezta.
Ég held ekki að hann sé orðinn
þreyttur, en árin skilja eftir sig
sín spor. Ég held að eftir þessa
keppni dragi hann sig í hlé hvort
sem hann vinnur eða tapar. Hann
mun leggja fé sitt i arðvænleg
fyrirtæki og koma aftur hingað.
Honum þykir mjög vænt um móð-
ur sína og mun ekki vilja vera of
lengi burtu frá henni. Þessi Joe
Martin — hann er af öðru sauða-
húsi. Þetta hlýtur að vera mjög
slæmt land þegar lögreglumenn
ganga alltaf með byssu, kylfu og
þess háttar, enda eru hvergi
framdir fleiri glæpir í heiminum
en hér.
UNGICLAY
Bili Faversham: Ég sá hinn
unga Clay fyrst keppa í Gullnu
hönzkunum og þegar hann byrj-
aði að vinna undankeppnir
Olympíuleikanna þá varð ég mjög
hrifinn. Það var kvöldverðarboð
heima hjá mér og Pat Calhoun og
ég vorum að spila bridge í sjón-
varpsherberginu þegar fréttin
barst um að Clay hefði unnið und-
ankeppnirnar. Við Pat sögðum
hvor við annan:
„Ef strákurinn vinnur Olym-
piuleikana þá getum við gert
eitthvað í málinu.“ Hann vann,
og þegar hann kom heim aft-
ur þá var hann að drukkna i
tilboðum. Ég gerði ráðstafanir til
aó hitta Clay og fjölskyldu hans.
Þau komu öll heim til min ásamt
Albertu Jones, sem er góður lög-
fræðingur. Við ræddum málin.
Þau hlustuðu af athygli. Ég sagði
að ég vildi ekki að einhver not-
færði sér hann til þess að græða
nokkra dollara og léti hann siðan
sigla sinn sjó. Ég sagði að við
skyldum taka hann að okkur
smátt og smátt og peningar skiptu
engu máli.
Cassius og Alberta Jones skildu
hvað ég var að segja. Heilmargir
umboðsmenn hugsa ekkert um
hagsmuni hnefaleikamanna
sinna. Við stofnuðum samtök 11
kaupsýslumanna. Þeir voru allir
milljónerar nema ég. Fjölskyldan
samþykkti þetta af þvi að við vor-
um réttir menn. Við sendum
Cassius til Archie Moore til
þrjálfunar, en eftir þrjár vikur
sagði Archie: „Ég get ekkert gert
fyrir hann því hann er svo þrár.
Þið eruð að eyða fjármagni ykkar
ina hafði hann hitt Malcolm
X oft. Angie og ég urðum
tortryggnir. Við vissum að Rudy
var þegar orðinn Muhamm-
eðstrúarmaður. Þegar verið
var að vigta þá Liston fór
Cassius að haga sér eins og brjál-
aður maður og vildi fara að slást
við Liston. Við þurftum þrfr að
halda honum. Það var í ráði að
hætta við keppnina vegna móður-
sýki Clays, svo við sendum dr.
Pacheco heim til hans seinna um
daginn til að skoða hann. Cassius
lá á gólfinu og var að horfa á
sjónvarp ásamt krökkum úr
nágrenninu. Pacheco sagði að
hann væri rólegasti maður í allri
borginni svo að keppnin var háð.
Cassiusi tókst mjög vel upp
gegn Liston. Hann var fyrsti
keppinautur Listons sem var
stærri en hann. Sonny var vanur
að stara nióur á andstæðinga sína
fyrir keppni til þess að hræða þá.
Hann gat ekki gert það við
Cassius, hann þurfti að líta upp.
Sonny var sú tegund hnefaleika-
manna, sem ekkert hefur á móti
því að lúskra á andstæðingnum,
en getur ekki tekið því að verða
fyrir höggi. Hann var útkeyrður í
sjöundu lotu og stóð ekki upp.
Cassius var alltaf i skuld við okk-
ur. Einu sinni, stuttu fyrir áríð-
andi keppni sagði hann við mig:
„Ég hef séð Cadillac sem ég vil
eignast. Þió eigið nóg af pening-
um, kaupið hann fyrir mig.“ Ég
sagði: „Allt I lagi“, vegna þess að
ég vildi ekki að hann færi til
keppni í vondu skapi. Við af-
greiddum bilinn sem óafturkræfa
skuld. Cassius hlýtur að eiga heil-
mikla peninga núna, en á hinn
bóginn gæti einhver verið að
mjólka hann.
Þegar Clay var upp á sitt bezta
hefði hann getað sigrað Joe Louis
og Marciano, en hann keppti
aldrei þegar hann var upp á sitt
bezta. Kaupsýslumennirnir hættu
að skipta sér af honum þegar
hann vildi vera meðal sinna eigin
manna, Múhammeðstrúarmanna.
Margir kaupsýslumannanna voru
að missa áhugann á honum um
þetta leyti hvort sem var. Cassius
hefði ekki getað komið betur
fram. Hann sagði okkur upp með
sex mánaða fyrirvara og þakkaði
okkur opinberlega í hnefaleika-
hringnum. Svo þetta endaði allt í
vináttu.
„ANDI ALIS“
Bundini Brown (félagi Alis):
Ég hef verið með Ali frá byrjun.
Við unnum keppnir saman. Ég er
andi hans. Guð talar gegnum mig.
Ég er Gyðingur en ekki
Múhammeðstrúar, en það er sami
Hvernig Muhammed Ali
endurheimti titilinn
í vitleysu." Eg sagði að það þyrfti
að taka I lurginn á honum og lét
senda hann til baka. Síðan sömd-
um við við Angelo Dundee, sem
þekkti Clay frá því er hann keppti
í Louisville. Angie er klár náungi.
Hann er sá bezti sem við hefðum
getað fegnið. Enginn hefur mikil
áhrif á Cassius nema Cassius. Eitt
skipti var Angie aó tala við frétta-
mann í íþróttahúsinu. Hann
sagði: „Þú færð að sjá nýtt högg,
sem Cassius er að þjálfa sig í.“
Cassius heyrði þetta eins og
Angie hafði ætlast til, og fór aó
æfa höggið af kappi og notaði það
í næstu keppni sinni. Ef Angie
hefði talað um það við hann sjálf-
an þá hefði hann aldrei fengist til
að nota það. Á þennan hátt var
það hans eigin uppfinning.
GEGN LISTON
1 febrúar 1964 létum við skrá
hann til kepnni við Liston. Eng-
inn vildi veðja á Clay, enginn
trúði á hann. Rétt fyrir keppn-
guðinn, og Ali trúir því. Angelo
gæti ekki gert það sem ég geri og
ég ekki það sem hann gerir, en ég
get bætt miklu við.
Fyrstu orðin sem Ali sagði við
móður sína voru: „G.G.“, það þýð-
ir guðs gjöf. Þessi pláneta er fyrir
fólkið — þig, mig og hana. Þú
setur fræ í magann og úr því
verður líf. Guð er faðir minn og
ég elska hann. Hann veit það.
Þess vegna fer hann vel með mig.
En hann er afbrýðisamur faðir.
Ef þú elskar hann ekki, þá kemur
hann ekki eins vel fram við þig og
hann gerir við mig.
Þetta veit ég og ég fékk ekki að
ganga I skóla. Hugsaðu um orðið
„wornan". Það inniheldur bæði
orðin. Ég held að guð hefði getað
verið kona. Þú ert sonur minn, þú
hefur aðeins verið á þessari
plánetu í 6000 ár. Maóurinn varð
til I Afríku, allt líf kemur þaðan.
Þetta eru klossarnir, sem Ali
var í í fyrstu keppninni við Frazi-
er. Þeir eru nr. 13 — það þarf