Morgunblaðið - 21.12.1974, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974
Norðfirðingar
í Reykjavík
bjóða aðstoð
Norðfirðingafélagiö í
Reykjavík og nágrenni
sendir öllum Norðfirðing-
um dýpstu samúðarkveðj-
ur vegna þeirra hörmulegu
náttúruhamfara, sem átt
hafa sér stað, um leið og
félagið býður alla þá að-
stoð, sem það getur í té
látið.
Norðfjörður:
Flugumferð
óæskileg
Almannavarnaráð hefur
beðið Mbl. að koma þeirri
ósk á framfæri, að flugvél-
um verði ekki flogið yfir
Norðfjörð á næstunni
vegna hættu á, að hljóð úr
þeim framkalli enn fleiri
snjóflóð. Þá er þess einnig
óskað, að skip þeyti ekki
flautur á firðinum, því
tíðni þeirra er yfirleitt á
því bili, að þau gætu fram-
kallað snjóflóð.
Flugvélar brenna á
ELDUR kom upp í flug- I skýlinu voru tvær flug-
skýlinu á ísafirði um vélar, Piper Colt, 2ja sæta,
klukkan 22.30 í gærkvöldi. sem gjörónýttist og Piper
Norðvestanátt eyk-
ur hættu á snjóflóði
UNDANFARIÐ hefur norð-
vestanátt verið rfkjandi við
Norðfjörð, en maður, sem
kunnugur er þar um slóðir sagði
Morgunbiaðinu að það væri ein-
mitt í þannig átt, sem mest væri
hættan á snjóflóði. Þetta stafaði
af þvf að algengt væri að þá blæsi
yfir fjallgarðinn á milli Mjóa-
fjarðar og Norðfjarðar og að
hengjur mynduðust yfir Norð-
firði.
A miðnætti í nótt var búið að
snjóa stanzlaust í tvo sólarhringa
í Neskaupstað. Um það leyti sem
flóðið skall yfir var norðlæg átt,
ekki var vitað nákvæmlega um
veðurhæð, en á Dalatanga var
hún 6 til 8 vindstig.
Við heyrðum einnig þá
skýringu á snjóflóðinu að þar sem
veður hefði verið milt í haust
hefði snjór fallið á þýða jörð. Hiti
úr jarðveginum hefði brætt
neðsta snjólagið, svoaðfannir í
fjallshlíðum hefðu beinlínis misst
festuna og runnið af stað.
Mbl. bar þetta undir Pál Berg-
þórsson veðurfræðing, en hann
taldi þetta fremur ósennilega
skýringu. Sagði Páll að haustið og
fyrrihluti vetrar hefði ekki verið
hlýrri en í meðallagi, en síðasta
hálfa mánuðinn hefði verið frost.
Jörð hefði því verið gaddfreðin
þegar snjór fór að falla. Páll áleit
þess vegna að snjóflóðin væru
bein afleiðing hinnar miklu snjó-
komu undanfarna daga.
Veðurstofan sagði í gærkvöldi
að veður færi versnandi fyrir
austan og var spáð vaxandi norð-
anátt með éljagangi og snjókomu.
ísafirði
Aztec, 6 sæta, sem
skemmdist mikið af reyk.
Einnig voru f skýlinu
dráttarvél, tveir bfiar og
jeppabifreið. Hin sfðast-
nefnda gjöreyðilagðist.
Slökkviliðið. á ísafirói
brást skjótt við og þegar
það kom á staðinn tók
slökkvistarf skamman
tíma. Alls leið um hálf
klukkustund frá því er
slökkviliðið fór af stað og
unz eldurinn var slökktur,
en um 7 km leið er á flug-
völlinn.
Hörður Guómundsson
hjá Flugfélaginu Erni, er
átti stærri vélina, sagði i
viótali við Mbl. í gærkvöldi
að upptök eldsins hefðu
verið í vinnuskúr flug-
umferðarstjórnarinnar,
sem var inni í skýlinu.
3 meiriháttar snjóflóð síðustu 100 ár urðu 62 að bana
ÞRJU meiríháttar snjóflóð
hafa átt sér stað sfðustu 100 ár.
Mestur var mannskaðinn f snjó-
flóði, sem féll á Seyðisfjörð
árið 1885 og fórust þá 24 menn.
Féll flóðið úr Bjólfstindi og
sópaði 14 fbúðarhúsum út f sjó.
I þessum húsum bjuggu alls 85
maRns, og slösuðust margir
þeirra meira og minna.
Það var klukkan rúmlega 8
um morguninn hinn 18.
febrúar að flóðið féll úr Bjólf-
inum, sem er snarbratt fjall
rétt ofan við kaupstaðinn, en
gffurlegt fannfergi hafði verið
þann vetur á Norður- og Aust-
urlandi.
t Öldinni sem leið er eftirfar-
andi frásögn höfð eftir sjónar-
votti, sem skrifaði frá Seyðis-
firði:
„Þegar atburðurinn skeði,
voru menn ckki aimennt risnir
úr rekkju. Um leið og snjóflóð-
ið féll, dimmdi svo yfir, að sýni-
legur munur varð á birtu f
kaupstaðnum á eftir.
Ég var með þeim fyrstu, sem
komu þar að, og þvflfka sjón
hef ég aldrei séð á ævi rninni."
14 fbúðarhús hafði flóðið hrif-
ið með sér og ýmist gersamlega
sópað þeim út f sjó eða fram f
flæðarmál, þar sem þau lágu
mölbrotin. Einnig var margvfs-
legt brak úr fbúðarhúsum og
fjölda útihúsa vfðs vegar á
grundinni milli fjalls og fjöru.
Var hryllilegt að koma þarna
að. Ur öllum áttum heyrðust óp
og vein þeirra sem fyrir snjó-
flóðinu höfðu orðið. Margir
voru særðir og slasaðir. Menn
komu naktir hvaðanæfa,
vaðandi gcgnum snjó og fs.
Segir sjónarvotturinn enn-
fremur að grafið hafi verið f
húsarústunum dag eftir dag,
þegar fært hefði verið fyrir ill-
viðri, sem staðið hefði þá f 3
vikur með miklu fannfergi.
Atta þeirra, sem fórust, voru
börn.
20 FÓRUST
1 HNÍFSDAL
Föstudaginn 18. febrúar árið
1910 skall snjóflóð yfir Hnffs-
dalsþorp. Fórust 20 manns, en
margir slösuðust og eignatjón
varð mikið. Kom flóðið f kjöl-
far látlausrar stórhrfðar, sem
staðið hafði f um hálfan mánuð.
Höfðu geysilegar hengjuT
myndast f Búðarhyrnu, sem
stendur yfir þorpinu.
Það var stundarf jórðungi fyr-
ir klukkan 9 að hengja f Búðar-
hyrnu féll með miklum hvin og
ægilegum hraða niður yfir
þorpið og náði yfir nálega 150
faðma svæði. Sópaði flóðið
burtu fbúðarhúsum og sjóbúð-
um og flutti út f sjó. Enginn
hafði svigrúm til að forða sér.
Tvær heilar fjölskyldur fór-
ust f flóðinu og ein ung telpa
missti foreldra sfna og bróður.
Skörð voru höggvin f aðrar f jöl-
skyldur, og þrjú börn sem voru
á gangi á leið f skóla biðu bana
ásamt öldruðum manni, sem
fylgdi þeim.
Fjöldi manns vann við snjó-
mokstur og margir komu fót-
gangandi til hjálpar frá Isa-
firði, þvf sjór var ófær. Tvö lfk
fundust aldrei, en hinir 18
fengu eina gröf f kirkjugarðin-
um á lsafirði.
18 LÉTU LlFlÐ
VIÐ SIGLUFJÖRÐ
Um klukkan fjögur aðfara-
nótt laugardags 14. aprfl 1919
féll geysilegt snjóflóð úr
Staðarhólsfjalli austan Siglu-
fjarðar gegnt kaupstaðnum, en
á brún fjallsins hafði hlaðist
ógurleg hengja. Var flóðið um
1000 faðma breitt og fór með
geysilegum hraða til sjávar yfir
sfldarverksmiðju Evangers og
bæinn á Neðri-Skútum og sóp-
aði 7 húsum út f sjó. Snjórinn
féll f sjó m'eð svo miklu afli að
flóðbylgja tætti sundur
bryggjur hinum megin fjarðar-
ins og mölbraut nokkur timbur-
hús. Fórust þar nfu manns. Svo
mikill var fallhraði snjóskrið-
unnar að loftþrýstingurinn
einn sópaði burt 30 nótabátum,
sem allir brotnuðu f spón.
Um sama leyti féll snóflóð á
bæinn Engidal f Siglufjarðar-
dölum, þar sem allt heimilis-
fólkið, sjö að tölu, týndi Iffi, og
á bæina Vfk og Amá f Héðins-
firði, þar sem tveir fórust.