Morgunblaðið - 21.12.1974, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974
5
Lionsmenn styrkja hjálpar-
sveit til bifreiðakaupa
Ytri-Njarðvfk, 18. des.
FORSVARSMENN Hjálparsveit-
ar skáta í Ytri-Njarðvík buðu
fréttamönnum að skoða nýja
frambyggða GAZ-bifreið af rúss-
neskum uppruna, sem sveitin hef-
ir nýlega fest kaup á og lokið við
að innrétta sem björgunar- og
sjúkrabifreið. Lionsklúbbur
Njarðvíkur veitti sveitinni
150.000 kr. styrk til kaupa á bif-
reiðinni, en áður hafði klúbbur-
inn gefið sveitinni talstöð í eldri
bíl sveitarinnar.
Samkvæmt upplýsingum Birgis
Olsen, formanns hjálparsveitar-
innar, var sveitin stofnuð 1968 og
voru félagar þá 14, en eru nú 43.
Hjálparsveitin skiptist í 3 deildir,
þ.e. leitarflokk, kvennadeild og
froskmannadeild.
Hjálparsveitin hefir nú yfir að
ráða tveimur frambyggðum tor-
færubilum og getur flutt alls 9
sjúklinga. Meðal annars tækja-
búnaðar sveitarinnar má nefna
fullkomna fjarskiptastöð, sem
getur þjónað öllum Suðurnesjum
þegar um leit er að ræða. Það
vakti furðu manna, að björgunar-
sveitir verða að borga skatt til
Póst- og símamálastjórnar af jafn
sjálfsögðum tækjabúnaði og tal-
stöðvar eru.
Auk fjarskiptabúnaðar er
björgunarstöð sveitarinnar búin
fullkomnum almannavarnabún-
aði, sem notaður yrði, ef til hóp-
slysa kæmi á svæðinu. Aðstaða
sveitarinnar til leitarstjórnar,
birgðavörzlu og sjúkramóttöku er
mjög góð.
Hjálparsveitin nýtur nokkurs
styrks frá Njarðvíkurhreppi til
starfsemi sinnar, en að öðru leyti
aflar hún fjár m.a. með flugelda-
sölu fyrir hver áramót.
Fæstir munu gera sér fulla
grein fyrir hvílíkt starf og fórn-
fýsi liggur að baki slfkri starf-
semi. Samkvæmt upplýsingum
Birgis Olsen þá hafa útköll leitar-
flokka verið allt að 20 á ári og
leitir staðið frá einum og upp í
sex daga. Þegar þar við bætist að
hjálparsveitarmenn fórna, auk
þess 2—3 helgum á ári í æfingar
auk ótal kvölda sem fara I ýmiss
konar þjálfun, þá er augljóst, að
félagsskapur eins og hjálparsveit-
irnar, ekki aðeins f Njarðvfkum,
heldur víðsvegar um landið, eiga
skilið að borgararnir létti þeim
starfið með nokkrum krónum,
þegar til þeirra er leitað. Enginn
veit hvenær hann sjálfur, eða
hans nánustu þurfa á aðstoð
hjáiparsveitar að halda. — BÞ.
NYSKIPAÐUR sendiherra Júgóslavfu hr. Gojko Zarkovié afhenti
forseta tslands trúnaðarbréf sitt 12. þ. mánaðar að viðstöddum við-
skiptaráðherra Ólafi Jóhannessyni.
Sfðdegis þá sendiherrann boð forsetahjónanna að Bessastöðum
ásamt nokkrum fleiri gestum.
Sendiherrann hefur aðsetur f Oslo.
15 manns leit-
uðu skjóls í
Fornahvammi
AÐFARARNÓTT fimmtudagsins
var gestkvæmt í Fornahvammi.
Frá miðnætti og fram undir morg-
un knúðu þar dyra 15 ferðalang-
ar, sem ýmist tókst að brjótast
þangað heim f ófærð og svartri
skafhrfð, eða komu gangandi frá
bílum sínum sem þeir höfðu orðið
að yfirgefa vegna hríðarinnar, en
þessa nótt var frostið þar efra 12
stig. A fimmtudaginn komust bíl-
arnir nær allir af stað strax um'
morguninn og gat fólkið þá haldið
ferð sinni áfram ýmist norður yfir
heiði eða suður á bóginn.
Ný bók um
Hönnu Maríu
eftir Magneu
frá Kleifum
KOMIN er út fjórða bókin um
Hönnu Marfu eftir Magneu frá
Kleifum. Nefnist hún „Hanna
Marfa og Viktor verða vinir“.
Hanna Marfa á heima í Koti hjá
afa sínum og ömmu. Á kápusíðu
segir m.a. um efni sögunnar: Tví-
burasystkinin Viktoría og Viktor
úr Reykjavík dvelja ennþá sumar-
langt f Koti og allir krakkarnir
lenda í ýmsum ævintýrum og
jafnvel mannraunum. Og nú skeð-
ur það skrýtna, að Hanna Marfa
og Viktor verða perluvinir, en það
hefði ekki þótt trúlegt þegar þau
kynntust fyrst. En allt er gott sem
endar vel.
Bókin er 153 bls. að stærð. Út-
gefandi er Bókaforlag Odds
Björnssonar.
Pompidou á
fund Kússa
Útsölustaðir:
Bjarni Halidórsson
Seyðisfirði,
Þórshamar,
Stykkishólmi,
Tónabúðin,
Akureyri
Hjólið,
ísafirði,
Verzl. Þórhöllu Sigurðardóttur,
Þórshöfn.
PIONEER
SX-300 hljómgóður
útvarpsmagnari,
PL-10
plötuspilari
og tveir
CS-R100
hátalarar.
VERÐ KR.
75.900.—
Útsölustaðir:
Eyjabær.
Vestmannaeyjum,
Eplið,
Akranesi,
Verzl. Elíasar Guðnasonar
Eskifirði,
Víkurbær,
Keflavik
Magnús Magnússon h.f .,
Selfossi.
í þessu setti eru eftirtalin tæki: SA-500A magnari með fjölda
möguleika og er vel byggður með tilliti til endingar, PL-10
plötuspilari, einfaldur í smíðum en sérlega sterkbyggður spilari og
tveir 20 watta CS — R100 hátalarar, sem hafa fengið góða
dóma hljómtækjanotenda, sem meðal annars hafa sagt um þá að
þeir séu meðal þeirra beztu í sínum flokki.
VERÐIÐ Á FRAMANGREINDU SETTI
ER AÐEINS KR. 66.900 -
PIOIXIEER
C-4500 sambyggt
tæki með
plötuspilara
og magnara
og tveir
CS-R100
hátalarar.
VERÐ KR.
69.800.-