Morgunblaðið - 21.12.1974, Page 7

Morgunblaðið - 21.12.1974, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974 Jólin í Betlehem og Nazaret Talsmaður ferðamálaráðu- neytisins í ísrael hefur skýrt frá þv! að búizt sé við um 40 þúsund erlendum ferða- mönnum til Landsins helga um jólin, en kaupmenn í fæðingarborg Jesús eru ekki bjartsýnir á að þessi ferða- mannastraumur reynist þeim mikil tekjulind. „Viðskiptin voru mjög léleg ! fyrra . . . það komu svo fáir ferðamenn til Betlehem," sagði eigandi minjagripa- verzlunar við Jötutorg, við kirkjuna, sem markar fæð- ingarstað Krists. Að sögn ferðamálaráðu- neytisins komu 40.800 erlendir ferðamenn til ísraels í desember í fyrra þrátt fyrir spennuna, sem ríkti í landinu eftir októberstríðið. Aðeins örfáir þeirra tóku sér ferð til Betlehem um jólin. Að sögn talsmanns ráðu- neytisins komu 11 þúsund erlendir ferðamenn til ísraels fyrstu tíu daga desember í ár, El Al flugfélagið hefur selt 12 þúsund farmiða til lands- ins i jólavikunni, og um 1 5 þúsund ferðamenn eru vænt- anlegir milli jóla og áramóta. Fjögur þúsund gestir eru væntanlegir með skemmti- ferðaskipum um jólin, og bú- izt er við að fjöldi manns komi til landsins yfir Allenby- brúna frá Jórdaníu, að sögn ráðuneytisins. ,,Það er óhætt að fullyrða fyrirfram að meirihluti ferða- mannanna verður kristið fólk, ekki Gyðingar," sagði talsmaðurinn. Gyðingar hafa nýlokið við að halda upp á Hanukka-hátið sína, sem stendur í átta daga. ,,Við vonum að fleiri heim- sæki Betlehem í ár en í fyrra," sagði talsmaður ara- bísku yfirvaldanna þar. í Nazaret, þar sem Kristur ólst upp, hafa fulltrúar kaþólsku kirkjunnar ákveðið að jólamessan, sem venju- lega hefur hafizt á miðnætti á aðfangadagskvöld, hefjist að þessu sinni klukkan niu um kvöldið. Blaðið Jerusalem Post hefur það eftir einum af talsmönnum kaþólikka að þessi ákvörðun hafi verið tekin til að koma ! veg fyrir næturhávaða og ólæti, sem oft hafa fylgt miðnæturmess- unni. Segir blaðið að meðal messugesta hafi venjulega verið viss hópur hávaða- samra unglinga, og sumir þeirra drukknir. Með því að flýta messuhaldinu, verði komizt hjá drykkjulátum í kirkjunum. Nazaret á annars við mikla efnahagsörðugleika að striða um þessar mundir. Borgar- búar eru um 38 þúsund, og svo til allir Arabar. Borgar- stjórinn sagði nýlega af sér vegna stjórnmálaágreinings innan borgarstjórnarinnar eftir að kommúnistar fengu kjörna 7 fulltrúa af 15. Varð borgarstjórnin óstarfhæf, og ákveðið að skipa sérstaka utanflokkastjórn til að annast borgarstjórnina um óákveð- inn tíma. Borgarstjórinn heitir Ali Haidar, og er að sjálfsögðu Arabi. Á tímum Krists var Nazaret Gyðingaborg, og eftir að ísraelar endurheimtu borgina ! styrjöldinni 1948 varð Nazaret nokkurs konar óopin- ber höfuðborg Araba ! ísrael. Eru íbúarnir allir borgarar i ísrael. Fátt er það í Nazaret, sem rekja má til daga Krists. Borgin er aðeins nokkur hundruð ára, en þar úir og grúir af kirkjum og klaustr- um. Faðir Peter Eichelberger hefur búið ! Nazaret í 30 ár. Hann er munkur, og fluttist til borgarinnar frá Chicago. Ekki er hann ýkja hrifinn af Krists-dýrkuninni i sambandi við borgina. ,,Hér er hús, sem ferðamenn streyma að, kallað „Hús Jósefs smiðs". segir faðir Peter. „En húsið á ekki við nein söguleg rök að styðjast." Haidar borgarstjóri er ekki heldur alls kostar ánægður með það hlutverk, sem Nazaret gegnir í huga krist- inna manna. Allar kirkjurnar og klaustrin eru baggi á borgarsjóðnum. „Kirkjurnar eiga um þriðjung allra fast- eigna í Nazaret," segir borg- arstjórinn, „en þær borga enga skatta. Tekjur borg- arinnar nægja því engan veginn fyrir útgjöldum, og verður ísraelsstjórn því að leggja fram um 240 milljónir króna í ár til að endar nái saman. Við eigum ! miklum erfiðleikum. Okkur vantar til dæmis um 200 skólastofur, og vegakerfið er i molum. Eina umferðargatan í Nazaret er Vegur Páls páfa VI, og þar ríkir alltaf algjört umferðar- öngþveiti." En þrátt fyrir efnahags- örðugleika og stöðuga styrjaldarhættu, sem u fur minnkað ferðamannar inn til ísraels um ai 30%, segir faðir Peter að búast megi við þvi að kirkj- urnar í Nazaret verði yfirfullar á aðfangadagskvöld Segir hann að ákveðið hafi verið að gefa út aðgöngumiða að sumum messunum svo borg- arbúar fái aðgang að eigin kirkjum. Talið er að fáir ferðamenn heimsæki fæðingaborg Jesú ! ár 7 Chrysler New York 1973 Mjög glæsilegur bíll til sölu. Skipti koma til greina. Samkomulag með greiðslu. Sími 4321 2. Körfugerðin Ingólfsstræti 1 6 auglýsir: Barna- og brúðukörfur ásamt klæðningu i mörgum litum. Einnig teborð. Sími 12165. Springdýnur Gerum við notaðar springdýnur. Skiptum um áklæði ef þess er óskað. Tilbúnar samdægurs. Opið til kl. 7 alla daga. K.M. Springdýn- ur, Helluhrauni 20, Hafnarfirði, sími 53044. Jólatré rauðgrenitré — sáldfri og sígræn eðalgrenitré — eðalgreni — blaðtuja — fjallafura og silkifura. Jólatréssalan Drápuhlið 1. Innilegustu þakkir færi ég öllum þeim sem glöddu mig með gjöfum og heillaóskum á sextugsafmæli mínu þann 1 1. des. s.l. Sérstaklega vil ég þakka meðlimum hljómsveit- arinnar „Kjarnar" fyrir þeirra góða framlag. Valdimar J. Auðunsson, frá Dalseli Grenstanga, A-Landeyjum. Eiginmenn — Eiginmenn Gjöfin sem gleður er falleg grávara. Feldskerinn, Skólavörðustíg 18, sími 10840. fLONDON DÖMUDEILD — AUSTURSTRÆTI 14 Náttkjólar mikið úrval Undirkjólar Sloppar frotté Sloppar vattstungnir Tweedpils stutt og síð London dömudeild Austurstræti 14. VALIÐ ER VANDALAUST AEG RAFFIVEL IEÐA BRAUÐRIST BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.