Morgunblaðið - 21.12.1974, Side 18

Morgunblaðið - 21.12.1974, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974 Unnið við rækjuflokkun/ Sigurjón Guðbjartsson skipstjóri, Skagaströnd: Margt og mikið hefur nú á síð ustu vikum verið rætt og ritað um svonefnt rækjustríð við Húna- flóa. Nú síðustu daga hafa spjótin mjög beinst að Sjávarútvegsráðu- neytinu, og þá einkum Matthíasi Bjarnasyni ráðherra, eftir að ráðuneytið svipti tvo báta, sem kenna sig við Blönduós, veiðileyfi til rækjuveiða, þá er þeir hófu að leggja upp afla sinn á Blönduósi, en ieyfi þeirra höfðu verið bundin þeim skilyrðum að þeir legðu upp afla sinn á einhverjum þeim stað við Húnaflóa, þar sem atvinnulíf byggðarlaganna hvílir að miklu leyti á útgerð og fisk- vinnslu og í lítið annað að hlaupa fyrir fólkið, ef út af bregður. Gammar miklir hafa geyst fram á ritvöllinn með stóryrði og fullir af „rökum“ fyrir réttmæti þess að brjóta settar reglur og hafa forystumenn Særúnar h.f. á Blönduósi verið þar fremstir í flokki og ósparir á gífuryrðin, hvort heldur hefur verið í blöðum eða útvarpi. Hafa lögfræðingarnir í Reykjavík, sem að verksrniðj- unni standa, greinilega átt mjög annríkt síðustu daga við að stappa stálinu í sfna menn fyrir norðan og leggja á ráðin um, hvernig að málum skuli staðið þar nyrðra, hvenær skuli róa, hver skuli telj- ast skipstjóri í það og það skiptið o.s.frv., svo að ekki sé minnst á öll skrif þeirra um málið, greinar- gerðir og fréttatilkynningar í stórum stíl og nú upp á síðkastið er lögð áherzla á það af einhverj- um ástæðum að telja fólki trú um, hversu Iítinn hlut Hörður Einars- son og Óttar Ingvason eigi í Sæ- rúnu h.f. og er sagt að það nemi alls 9% og hefði þeim köppum einhverntíma þótt það lítið, en líklega verður að áætla út frá þessum upplýsingum, að þeir séu aðeins að aðstoða lftilmagnann úti á landsbyggðinni og er það út af fyrir sig góðra gjalda vert. Lítum nú þessu næst á tvær greinar, sem birst hafa i Morgun- blaðinu og eru eftir Óla Aadne- gard á Blönduósi og fyrrnefnd an Hörð Einarsson hrl. í Reykjavík. I byrjun greinar Óla fer hann að segja frá því, þegar þeir „Særúnar" menn á s.l. vetri voru að reyna að fá leyfi fyrir einn bát „frá Blönduósi" og segir frá þvf, að ekki var fullnægt öllum skil- yrðum sem þurfti. Síðan segir hann orðrétt. „Nú þessum málum var kippt í liðinn . . .“ og þarna kemur Óli einmitt inn á éitt atrið- ið í þessu máli sem sé það, að þeir hjá „Særúnu h.f.“ hafa frá upp- hafi staðið mjög höllum fæti í sambandi við blessaða „Blönduós- bátanaV og hafa frá því fyrsta verið að reyna að „kippa í Iiðinn" og er í raun furðulegt hvað látið hefur verið eftir þeim á því sviði. Vandræðin eru þau, að það eru ekki Blönduósingar sjálfir, sem ætla að stunda sjóinn, og þeir hafa heldur enga báta átt til þess- ara vciða svo að þeir hafa orðið að grípa til þess ráðs að „kaupa" báta og flytja áhafnir þeirra hing- að og þangað af landinu inn á íbúaskrá Blönduóss þó svo að þeirra raunverulega heimili sé al.lt annars staöar og þeir og fjöl- skyldur þeirra þiggi alla þjónustu og fyrirgreiðslu í öðrum sveitarfé- lögum. Þetta hafa þeir orðið að gera til þess að freista þess að RœkjumáUð í Húnafkki Einkum með tilliti til skrifa Harðar Einarssonar og Óla Aadnegard fullnægja ýmsum þeim skilyrð- um, sem Sjávarútvegsráðuneytið hefur til margra ára sett til veiða með rækjuvörpu, en það er ekkert að gerast I dag að þau séu háð ströngum fyrirmælum og reglum. M.a. er kveðið á um það, að eigendur og skipstjórar þeirra báta sem leyfí fá þurfi að hafa haft raunverulega búsetu á við- komandi svæði í a.m.k. 1 ár, en ekki sé bara um gerfi- lögheimilisflutning að ræða. Ástæða þessi er auðvitað sú, að það hefur lengi verið viðurkennt að eðlilegt sé að heimamenn við- komandi svæða, sem byggja af- komu sína á veiðunum hafi þar nokkurn forgang, en að ekki geti allir hrúgast þangað og uppurið miðin á skömmum tíma. Eins og að framan getur hefur forráðamönnum Særúnar h.f. gengið fremur illa að uppfylla ofanrituð skilyrði og skyldi enginn ætla, að aðeins hefði verið sótt um leyfi fyrir þá tvo báta, sem nú eru mest umtalaðir. Nei, þeir voru töluvert fleiri og geta t.d. íbúar Reykjavlkur skoðað suma þeirra, þar sem þeir liggja í Reykjavíkurhöfn, sumir með fal- lega máluð HU númer en öðrum hefur ekki þótt taka því að mála HU á báta sína, heldur eru með sína gömlu einkennisstafi þótt hjá opinberum skráningaryfir- völdum hafi þeir látið skrá sig með HU einkennisstafi jafnvel fyrir mörgum mánuðum síðan. Þannig er nú ástandið með þessa svokölluðu „heimabáta" á Blönduósi. Nokkru seinna í grein sinni segir Óli: „Ein af ástæðum þess að ráðherrann hefur barist á móti rækjuverksmiðjunni á Blönduósi er tilgreind eins og áður er minnst á: Verndun stofnsins og nógu margar vinnslur fyrir.“ Og enn segir: „Skoðum framkvæmd- ina. Á sama tíma og Blönduós- vinnslan á að drepa niður allt og alla við flóann þá samþykkir Framkvæmdastofnunin lánveit- ingu til rækjuvinnslu á Djúpuvík að upphæð kr. 1.500.000.-“ H ér lýkur tilvitnun og skulum við nú athuga þetta nánar. Tökum fyrst Djúpuvik, sem er smáþorp þar sem byggð er nánast að devja út, en vilji fyrir hendi hjá því dugmikla fólki, sem þar býr enn, til að berjast áfram. Þeir hafa nú fengið litla vél, sem áður var notuð á Drangsnesi og hyggjast vinna aflann af þeim eina bát. sem þeir eiga og hafa gert út til margra ára og ávallt hefur haft rækjuleyfi, enda var rækja unnin á Djúpuvík til skamms tlma. Fólk- ið á Djúpuvík er ekki að flytja báta sunnan af landi hingað norð- ur I stórum stil á mjög vafa- sömum forsendum, heldur eru þeir að reyna að treysta sitt fá- breytta atvinnulíf svo að þeir geti haldist við þar norður frá, og er ákvörðun Framkvæmdastofn- unarinnar um lánveitingu I sam- ræmi við þá stefnu stjórnvalda nú og fyrir að vernda beri útverði þessa lands og gera þeim mögu- legt að byggja staði sína á þann hátt, að þeir hafi þar nokkuð við að vera. Það er því algjörlega rangt, að væntanleg lítil verk- smiðja á Djúpuvík, sem vinnur afla af 1 báti sem alltaf hefur haft leyfi sé eitthvað sambærileg við nýja stóra vinnslu á Blönduósi, sem jafnframt reynir að „flytja" báta í stórum stíl hingað inn á Húnaflóa, þó að I fyrstu atrennu hafi aðeins tekist að koma 2 inn, með því að „kippa ýmsum hlutum I liðinn“ eins og Óli orðaði það svo léttilega. En víkjum nú þessu næst að nokkrum atriðum I grein Harðar Einarssonar hrl. I Reykjavík. 1 einum kafla greinarinnar, sem ber fyrirsögnina Er rækjustofn- inn I hættu? verða fyrir manni tvær töflur. Sú fyrri sýnir afla- aukningu frá 1970—1973 og sú seinni afla á togtlma sömu ár. Hvað snertir fyrri töfluna, þá er það rétt að allmikil aflaaukning hefur átt sér stað, enda bátum fjölgað um meira en helming á þessu tímabili og auk þess komið til mjög stórvirkar rækjupillunar- vélar I stað þess að fyrstu árin voru á sumum stöðum afkastalitl- ar gamlar vélar og jafnvel I sum- um byggðarlögum handpillun, og því tiltölulega mjög lítið magn, sem hægt var að vínna I Iandi, og voru bátunum því settar veru- legar hömlur hvað aflamagn snerti, en þetta breyttist svo þegar nýjar vélar komu til sög- unnar. Og i sambandi við afla- aukninguna er svo eftir að minnast á stærsta atriðið, sem jafnframt skýrir aflaaukninguna á togtíma, sem fyrrnefnd seinni tafla greinir frá, að hafi aukist umrætt árabil úr 169,8 kg I 460,5 kg. A árunum 1971 og 1972 taka bátarnir upp stærri gerð veiðar- færa, sem gjörbreyttu aflamagni á togtlma og er það samdóma álit þeirra sem rækjuveiði stunda að I núverandi gerð rækjutrolls veið- ist a.m.k. þrisvar sinnum betur en I hina eldri gerð við sömu aðstæð- ur. Auk þess eru þeir möguleikar ómetanlegir sem sköpuðust þegar settir voru bobbingar á þessi troll og má segja að hægt sé að draga yfir nær hvað sem er og veiða rækju þar sem óhugsandi hafði verið að ná henni áður en þeir komu til. Ef bera ætti saman möguleika þessara veiðarfæra væri helst að líkja saman nýjum skuttogara og togbát. Síðan kemur nú að kafla I grein Harðar þar sem hann heldur því fram að það vanti vinnslugetu á Húnaflóasvæðinu. Þar kom nú að því, að hæstaréttarlögmaðurinn i Reykjavík sagði okkur íbúum við Húnaflóa aldeilis fréttir. Orðrétt segir Hörður: „Staðreyndin er hins vegar sú, að það vantar vinnslugetu I rækjuverksmiðjum á Húnaflóasvæðinu. Þó að I þeim verksmiðjum, sem þar eru fyrir, sé unnið dag og nótt hafa þær venjulega ekki undan að vinna þann afla, sem að landi berst og hefðu alls ekki undan, ef þær ekki takmörkuðu það aflamagn, sem bátarnir mega koma með að landi á hverjum degi. Af þessum sökum hafa rækjuverksmiðjurnar á Hólmavík og Drangsnesi báðar nýlega aukið vélakost sinn, og rækjuverksmiðjurnar á Hvamms- tanga og Skagaströnd hafa báðar ákveðið að tvöfalda afkastagetu slna.“ Og enn segir: „Þrátt fyrir þessa væntanlegu aukningu á af- kastagetu og þó að Blönduósverk- smiðjan bætist I hópinn verður vinnslugeta rækjuverksmiðjanna á Húnaflóasvæðinu ekki meiri en svo, að hún mun rétt duga til þess að vinna áætlaðan rækjuafla á vertíð 2.300—2.500 tonn miðað við 14 klst. daglegan vinnutima (kl. 08.00—24.00).“ Hér lýkur til- vitnun og athugum nú sannleiks- gildi frásagnar lögfræðingsins. í fyrsta lagi skal það tekið fram, að á Drangsnesi var sett upp ný vél I stað 2ja gamalla véla og sem fyrr segir fór önnur þeirra til Djúpuvíkur. Hvað snertir það að aðrar vinnslur séu að fá nýjar vélar til viðbótar þá táknar það alls ekki tvöföldun afkasta. Höfuðmarkmiðið með þessum kaupum er að auka nýtinguna úr þvl hráefni sem tekið er á móti en þegar tvær vélar eru til staðar þá eru þær „keyrðar" miklu hægar og fæst þá mun betri nýting. Þetta atriði er það sem fyrst og fremst ræður kaupum verksmiðj- anna á nýjum vélum, þvl að það þekkja allir sem fiskverkun stunda, að þar veltur mikið á nýt- ingunni. Þessu næst ber að velta fyrir sér fullyrðingum Harðar hér að framan um að ekki hafist und- an að vinna aflann þótt tvöföldun verði á þeim stöðum, sem fyrir eru og Blönduós bætist við með 2 vélar. Hörður byrjar á að gefa sér þá forsendu, að ávallt verði leyft að vinna 2.300—2.500 tonn, en um þetta er engu hægt að slá föstu, því að þar ræður ákvörðun Haf- rannsóknastofnunarinnar að fenginni rannsókn á ástandi stofnsins á hverjum tíma og t.d. hefur nú á þessari vertíð aðeins verið leyft að veiða 1.500 tonn. Skemmst er frá því að segja, að á s.l. vertíð voru unnin 2.200 tonn á Húnaflóasvæðinu með 5 vélum og tók það aðeins tímann frá 1. okt. til 20. marz, og t.d. hér á Skaga- strönd voru unnin 660 tonn I 1 vél á þessu tímabili, þó féll niður timinn 12. des. — 12. jan. og svo ætlar Hörður að telja okkur trú um að 9 vélar dugi ekki. Rétt er svo I þessu sambandi að geta þess, þar sem Herði virðist mjög I mun að ljúka vinnslu aflans á sem skemmstum tíma, að hér þurfum við að hugsa um fleiri atriði held- ur en lögfræðingurinn. Hvað á að gera við 40—50 manns á hverjum stað sem vinna við rækjuvinnsl- una ef t.d. búið væri að veiða og vinna aflamagnið I janúar? 1 þessum smærri kauptúnum er það ekkert smáræðis vandamál að standa uppi með allt þetta fólk atvinnulaust. Akjósanlegast væri að veiðarnar gætu staðið til 30. apríl eins og leyfilegt er, því að þá fer að gæta þeirrar eftirspurnar eftir fólki sem sumarið hefur I för með sér, en þessu vandamáli þarf Hörður auðvitað ekki að hafa áhyggjur af. 1 einni af fjölmörgum fréttatil kynningum Særúnar h.f. segir svo: „Megin grundvöllur rækju- vinnslu Særúnar h.f. á Blönduósi er sá, að nú skortir vinnslugetu á Húnaflóasvæðinu.” Mér sýnist nú út frá augljósum staðreyndum um það aflamagn, sem vélarnar 5 við flóann unnu I fyrra, að þessi megingrundvöllur sé ails ekki fyrir hendi. Raunar er það alveg ljóst. Enn skal komið við I grein Harðar þar sem hann gerir mikið úr þvi að afkoma rækjuvinnslu- stöðvanna við Húnaflóa og sjó- manna sé betri en annars staðar og talar um milljónagróða á árinu 1973 hjá rækjuvinnslunum. Vissulega var árið 1973 gott ár, enda hlaut ríkissjóður sinn hluta af góðri útkomu þess árs, en hafa ber í huga að þegar komnar eru of margar vinnslur og of margir bát- ar þá er útkoman sú að enginn hefur neitt, hvorki heimaaðilar né ríkissjóður. Hins vegar ber einnig að líta á afkomu þessa árs, sem er miklu lakari bjá vinnsl- unum, og þannig er þetta ávallt I sjávarútvegi að það skiptast á skin og skúrir. Og við íslendingar höfum líka oft séð það að allir hrúgast þangað sem sæmilega gengur I það og það skiptið unz ekkert er til skiptanna nema vandræðin. Það er tími til kominn að fara að læra af þeim mistökum og forðast þau, og þar hefur ein- mitt sjávarútvegsráðuneytið tekið rétta afstöðu I þessu máli. Byggðarlögin sem fyrir eru í þess- ari atvinnugrein hér við flóann þarfnast þess, að þessi þýðingar- mikla grein atvinnulífs þeirra verði ekki skert. Svo mætti skilja á grein Harð- ar Einarssonar að Sjálfstæðis- flokkinn I heild eða a.m.k. ráð- herra, sem flutningsmann fram- komins frumvarps um „sam- ræmda vinnslu sjávarafla og veiðar sem háðar eru sérstökum leyfum“, hafi borið af leið. Eg tel þvert á móti að svo sé ekki. Hér er aðeins verið að takast á við vanda- mál, sem lengi hefur verið til staðar og skapað erfiðleika oft á tíðum. Aldrei má láta kennisetn- ingar, hversu góðar sem þær kunna að vera, taka af manni ráð- in. Hinn lifandi maður, sem skynjar ástandið á hverjum tíma verður að taka ákvarðanir af þvi sem hann sér og þar kemur skyn- semin og hugsunin honum að gagni. Það er fráleitt að halda þvl fram að Sjálfstæðisflokkurinn setji ofan við það að láta raun- hyggjuna ráða. Það er að endingu von min að þingmenn standi fast með sjávar- útvegsráðherra og rikisstjórn þegar umrætt frumvarp kemur til umræðu og atkvæða á Alþingi. Þeir geri það vegna þess að mörg dæmi I tímanna rás sýná okkur hvaða áhrif skipulagsleysi á þessu sviði getur haft I för með sér. Þetta frumvarp er skynsam- legt. Það lýsir skilningi á stór- felldu vandamáli og það tekst á við vandann. Þess vegna ber að fylgja því. Skagaströnd, 18. des. 1974. Sigurjón Guðbjartsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.