Morgunblaðið - 21.12.1974, Side 26

Morgunblaðið - 21.12.1974, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974 Uthlutun viðbótarritlauna: 42 höfundar hlutu 285 þúsund hver (JTHLUTUNARNEFND viðbótar- ritlauna hefur lokið störfum, en menntamálaráðherra skipaði nefndina hinn 21. nóvember síð- astliðinn f samræmi við reglur um viðhótarritlaun frá 11. nóvem- ber. Nefndin auglýsti eftir upp- lýsingum frá höfundum um rit- verk útgefin eða flutt 1973 og bárust henni 98 umsóknir. Nefnd- in hefur nú veitt 42 aðilum við- bótarritlaun og nemur f járveiting til hvers þeirra 285 þúsund krón- um, en greiðsla fjárins hefst eftir áramótin. I úthlutunarnefndinni áttu sæti Rannveig G. Ágústsdóttir B.A. og Bergur Guðnason lögfræðingur, tilnefnd af Rithöfundasambandi Islands, og Þorleifur Hauksson cand. mag. tilnefndur af kennur- um í íslenzkum bókmenntum við Háskóla tslands, og var hann jafn- framt formaður nefndarinnar. Hér fer á eftir skrá yfir þá höf- unda, sem viðbótarritlaun hlutu: Viðbótarritlaun 1974. Armann Kr. Einarsson, Baldur Óskarsson, Birgir Sigurðsson, Björn Th. Björnsson, Björn Þ. Guðmundsson, Björn Magnússon, Björn Teitsson, Einar Bragi, Elín- borg Lárusdóttir, Guðbergur Bergsson, Guðjón Sveinsson, Guð- mundur G. Hagalín, Gunnar Benediktsson, Gunnar Gunnars- — Grófu 9 ára son sinn úr snjóflóði Framhald af bls. 48 að grafa nær allt féð upp — aðeins vantaði um 9 kindur. Um 70 kindur grófust lifandi úr fönn- inni af 130, sem flóðið féll á. Aðein? ein kind var særð, en annað fé, sem úr rústunum kom var dautt. Ofan á fjárhúsinu var lítil hlaða og hefur heyið úr þvf fokið út um allar trissur. Hefur bóndinn á Selstöðum, Kristján Eyjólfsson, orðið fyrir miklum skakkaföllum af völdum snjó- flóðsins, en Svandfs húsfreyja kvað þau hafa önnur fjárhús rétt fyrir innan í firðinum og sagði hún að reynt yrði að hýsa féð úr ónýtu fjárhúsunum þar. Einnig myndu þau losa hesthúsið og hýsa þar fé. Morgunblaðið spurði Svan- dísi, hvort snjóflóð hefði nokkurn tíma áður fallið á þessum stað. Hún svaraði: „Nei, ég hefi aldrei heyrt talað um að snjóflóð hafi fallið á þess- um stað, en hins vegar hér dálftið utar hefur oft komið snjóflóð. Faðir minn, sem er látinn, hafði áður átt heima hér í 78 ár og hafði hann aldrei heyrt talað um snjó- flóð hér og sögðu það honum gamlir menn.“ Strax og fréttist af snjóflóðinu á Selstöðum kom slysavarnadeild- in á Seyðisfirði til Selstaða á tveimur bátum og bændur af næsta bæ komu einnig. Voru því margir, sem unnu að mokstri á Selstöðum í gær, en gjörsamlega ófært er þangað vegna snjóa nú. Sfðastliðna viku hefur verið stanzlaus snjókoma á Seyðisfirði og hefur snjóað geysilega mikið. Ofan við Selstaði er allbrött hlíð og hafði safnazt f hlíðina mikið snjómagn, sem svo hljóp fram f gær. — Bókmenntir Framhald af bls. 10 kvæmni, þá er hann lýsir hinum ýmist bitru eða ljúfsáru minning- um hins einförula tryggðatrölis á siglingunni yfir flóann, en marg- ur lesandi mun vissulega njóta þess að fylgja gamla manninum á hans hinztu siglingu og setja sér hann fyrir sjónir, þá er hann legg- ur leið sína upp á Álfhól til móts við æskuást sína og hin slynga sláttumann. Hafi svo skáldið og útgefandinn þökk fyrir þessa eftirminnilegu hók son, Gunnar Gunnarsson, blaðam., Gunnar M. Magnúss, Hannes Pétursson, Hrafn Gunn- laugsson, Indriði G. Þorsteinsson, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Jó- hann Hjálmarsson, Jón Gunnars- son, Jón Óskar, Jónas Guðmunds- son, Jökuil Jakobsson, Kári Tryggvason, Kristján frá Djúpa- læk, Lýður Björnsson, Magnús Þór Jónssorí, Njörður P. Njarðvfk, Oddur Björnsson, Ólafur H. Sím- onarson, Óskar Clausen, Sigurður Guðjónsson, Stefán Júlfusson, Steinar J. Lúðvíksso.i, Thor Vil- hjálmsson, Yngvi Jóhannesson, Þóra Vigfúsdóttir v/Kristins E. Andréssonar, Þorgeir Þorgeirs- son, Þóroddur Guðmundsson. Þingdeildar- fundum lauk 1 GÆR lauk sfðustu fundum þing- deilda fyrir áramót. Efri deild afgreiddi sem lög frá Alþingi frumvarp um lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar, sem gerir ráð fyr- ir eiiftilli stækkun þess. Neðri deild afgreiddi sem Iög frá Al- þingi frumvarp um Hótel- og veit- ingaskóla Islands. Deildarforsetar, Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Ragnhild- ur Helgadóttir, þökkuðu þing- mönnum og starfsliði Alþingis samstarf á Ifðandi ári og árnuðu þeim gleðilegra jóla og velfarnað- ar á nýju ári. Fundir voru f sameinuðu þingi f gærkveldi og voru þar m.a. fjár- lög ársins 1975 á dagskrá. „Auður á Heiði” — ný skáldsaga eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur KOMIN er út ný skáldsaga eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur, „Auð- ur á Heiði". Er það 17. bók höf- undar. Sögunni er skipt í marga kafla og eru kaflaheitin sem hér segir: Þá skein sól í heiði á Heiði, Skýja- far, Dregur upp bliku, Syrtir í lofti, Skammvinn skýjarof, Syrtir í lofti á ný, Uggvænlegar horfur, örþrifaráð, A bersvæði, Flutt bú- ferlum, Braggaævi, Heimsókn frá Heiði, Glataði sonurinn, Heim- koman, Friður, Um sumarsól- stöður og Sól skfn f heiði á Heiði. Sagan er 128 bls. að stærð. Utgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar. Þessi mynd er úr miðstöð Almannavarna f iögreglustöðinni I Reykjavfk, og þar sjást t.v.: Guðjón Petersen, sem stjórnaði aðgerðum Almannavarnaráðs, Guðrún Valdimarsdóttir og Guðrún Gfsladóttir (Ljósm. Ól.K.M.) — Umfangsmikið björgunarstarf Framhald af bls. 48 um kl. 12.30 í nótt. Áttu þessir menn að hvfla örþreytt björg- unarsveitarlið heimamanna, sem hafa verið að störfum í allan dag. Irafoss var f Neskaupstað, þegar snjóflóðið féll, og fór til Reyðarfjarðar til að sækja ýtur og gröfur þar, en aðeins eitt moksturstæki var tiltækt í Nes- kaupstað eftir að snjóflóðið féll. Eimskipafélag Islands bauð fram fleiri skip sfn til hjálparstarfsins og kom það sér mjög vel, þar eð sjóleiðin var ein fær til Neskaup- Ölívuvopnahlé í Suður-Líbanon Beirut, Tel Aviv, 20. desember — AP. ISRAELSSTJÓRN og Palestínu- skæruliðar hafa gert með sér „ólfvuvopnahlé" f Suður-Lfbanon til þess að leyfa bændum þar að vinna að uppskeru sinni, að þvf er dagblöö f Bcirut sögðu f dag og fsraelska herstjórnin staðfesti sfðdegis. Hafa Israelar gefið óformlegt samþykki um að gera ekki sprengju- eða skotárásir á bændur f hlfðum Hermonfjalls, en svæði það gengur undir nafn- inu Fatahland eftir stærsta skæruliðaflokki Frelsishreyfing ar Yasir Arafats, AI Fatah. Varir vopnahlé þetta á meðan bændur eru að skera upp, — svo framar- lega sem skæruliðarnir á þessu svæði hefja engin hermdarverk. Hafa skæruliðarnir samþykkt að draga sig í hlé og fara frá ólívulundunum á meðan uppsker- an stendur yfir. Herma dagblöð í Líbanon, að ríkisstjórnin í Beirut hafi átt frumkvæði að þessu sam- komulagi vegna þess að bændur á þessum slóðum eigi á hættu að missa algerlega Iffsviðurværi sitt vegna undangenginna átaka og hermdarverkastríðs Israela og skæruliða í Fatahlandi. staðar. Þannig var Lagarfoss á Fáskrúðsfirði og fór þaðan í gær- kvöldi með björgunarmenn áleið- is til Norðfjarðar. Selfoss var á Akureyri og fór þaðan rétt fyrir miðnætti með 3 dieselrafstöðvar — tvær 20 kw. og eina 100 kw., en mikill rafmagnsskortur er innar- lega í Norðfirði. Skipið er væntanlegt til Neskaupstaðar í dag. Það mun einnig taka frystar fiskafurðir úr frystihúsinu í Nes- kaupstað og flytja á hafnir suð- vestanlands, þar eð allar frysti- vélar hússins eru ónýtar. Varðskipið Ægir var statt út af suðurströndinni, þegar atburður- inn gerðist, og var því þegar stefnt til Neskaupstaóar. Um borð I varðskipinu eru súrefnisbirgðir, en fyrirsjáanlegt var að súrefnis- birgðir sjúkrahússins dygðu ekki nema fram undir morgun. Ægir var væntanlegur til Neskaupstað- ar um kl. 10 I morgun. Súrefnis- birgðir voru til í Irafossi, en skip- ið var væntanlegt aftur til Nes- kaupstaðar í morgun. Tveir læknar eru starfandi í sjúkrahúsinu í Neskaupstað, en þriðji læknirinn var væntanlegur þeim til aðstoðar með vb. Sæberg I nótt. Aukin strandgæzla við Færeyjar og Grænland EIDEN Muller, fréttaritari norska sjávarútvegsblaðsins „Fiskeren“ í Færeyjum, segir I grein f hlaðinu 9. des. s.l., að á næstu árum standi til að herða mjög landhelgisgæzluna við Færeyjar og Grænland. Ástæðurnar á bak við þessa ákvörðun dönsku stjórnarinnar eru í fyrsta lagi þörf fyrir að veita færeyskum og grænlertzkum fiskimönnum aukna vernd gegn áreitni erlendra togara og í öðru lagi nauðsyn þess að hert sé á eftirliti með ferðum óviðkomandi skipa, sem gera sér orðið tíðari ferðir inn á flóa og firði i þessum löndum. Vegna ferða ókunns kaf- báts innan grænlenzkrar land- helgi fyrir skömmu, þurftu dönsk stjórnvöld að senda herskip á vettvang. I frétt sinni segir Eiden Muller, að s.l. tvö ár hafi sovézki flotinn aukið mjög umsvif sín i Norður- Atlantshafi, og jafnan hafizt stór sovézk flotadeild við á hafsvæð- um, er liggja ekki fjarri Færeyj- um og Islandi. Af og til verða Færeyingar varir við ókunna kaf- báta inni á fjörðum og sundum i Færeyjum. Hafþór Jönsson f kortaherbergi Almannavarna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.