Morgunblaðið - 21.12.1974, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974
Minning:
Guðmundur Þórðar-
son frá Skarfsstöðum
Fæddur 28. okt. 1898.
Dáinn 14. des. 1974.
Svalur vetrarmorgunn en heiö-
skýrt loft. Tveir menn leggja af
stað frá heimili sínu með fyrir-
ferðarmiklar byrðar á bökum.
Báðir hafa þeir broddstafi I hönd-
um og halda upp bratta kleif.
Hálka tefur umferð, en með
traustri hugarró er gætt vandlega
að hverju spori. Þegar kleifinni
lýkur, blasir við vítt útsýni af
lágri klettabrún. Vetur konungur
hefur breitt snjóa- og svellalög
yfir jörðina svo vítt sem augu
eygja. Ferðamennirnir stöðva um-
ferð á klettabrúninni litla stund
og laga byrðar. 1 bakpokum
þeirra eru gamlir kunningjar,
sem þeir eru báðir vanir að hand-
leika. Þar geymast hamrar, sagir,
öxi, heflar, hjólsveif o.fl. Haldið
er af stað og stefnt að sveitabæ,
sem er í þeirri fjarlægð, að það
tekur gangandi vetrarferðamenn
tvo klukkutíma á fyrirhugaðan
leiðarenda.
Þessir umgetnu ferðamenn eru:
Þórður Sigmundsson, bóndi að
Ketilsstöðum í Hvammssveit, og
Guðmundur, sonur hans. Feðgana
skilur fullur hálfur fjórði tugur
æviára, og þó að faðirinn sé orð-
inn meira en miðaldra maður,
kemur það ekki fram, þegar þeir
brjótast í gegnum vegleysu og
ófærð þar sem byrðar þyngja
sporin. Meðfætt glaðlyndi föður-
ins leiðir léttan hlátur í hvert
sinn sem skel snjóskaflanna gefur
sig með þeirri afleiðingu, að eng-
inn aldursmunur hindrar torveld
skref. Þá hlægja faðir og sonur
eins og ungir drengir. A fyrirhug-
uðum áfangastað bíða ákveðin
verkefni. Búist hefur verið við
komu feöganna. Farið hefur verið
á verslunarstað og vissar viðar-
birgðir fluttar á sleða heimleiðis.
Alvörublær hvílir yfir staðnum.
Gestir taka tafarlaust til starfa
við að smíða seinasta hvílurúm
fyrir genginn heimilismann. Alúð
og vandvirkni er lögð I starfið, og
eftir 2—3 daga er verkinu lokið
en ekki skilið við staðinn fyrr en
viðkomandi hefur gist rúm sitt
með hátíðlegri heimilisathöfn.
Þórður Sigmundsson á Ketils-
stöðum, seinna á Skarfsstöðum,
var líkkistusmiður í nágrenni slnu
f mörg ár. Þegar aldur færðist
yfir, tók hann Guðmund son sinn,
sér til aðstoðar við það starf.
Fljótlega leið svo að því, að Guð-
mundur tók að inna það starf af
hendi upp á eindæmi. Þau skiptu
mörgum tugum seinustu hvílu-
rúmin, sem hann útbjó fyrir
gengna samferðamenn þar til
hann tæplega fimmtugur að aldri
flutti burtu úr átthögum sínum.
Guðmundur Þórðarson fæddist
að Ketilsstöðum I Hvammssveit
28. október 1898. Foreldrar hans,
Þórður Sigmundsson og Ólöf Guð-
mundsdóttir bjuggu þar til vors-
ins 1916. Þá fluttu þau að Skarfs-
stöðum í sömu sveit og bjuggu þar
til æviloka. Þórður féll frá 23.
desember 1935 en Ólöf 23. sept-
ember 1948. Systkini Guðmundar
voru þrjú: Aðalsteinn, Sigurlaug
og Sigmundur. Sigmundur dó á
unga aldri, Aðalsteinn er dáinn
fyrir nokkrum árum, en Sigur-
laug er nú ein eftir af þeim systk-
inum. Fjölskyldan á Skarfsstöð-
um var samhent og rak gott bú
með hófsemi og snyrtimennsku.
Snemma kom I ljós, að Guðmund-
ur hneigðist að trésmíðastörfum
eins og faðir hans. Hann hóf ung-
ur nám á þeim grundvelli og öðl-
aðist réttindi sem húsasmiður.
Hann vann að þeirri iðn í áratugi
samhliða aðstoð við fjölskyldubú-
ið á Skarfsstöðum. Oft var starf
Guðmundar I því fólgið að veita
heimilum I umhverfi sfnu aðstoð
við endurnýjun og viðhald gam-
alla mannvirkja. Eru ótalin þau
heimili, sem nutu handtaka hans
á þann hátt. Að sumarönnum
loknum mátti hann búast við að
til hans væri leitað til margvís-
legra starfa, sem jafnan voru I því
fólgin að gera heimili kunningj-
anna vistlegri, þægilegri og
hlýrri. Starfsævi Guðmundar var,
að miklu leyti, liðin, þegar nútíma
tæknin var að fullu tilkomin. Má
segja, að hann væri í hópi þeirra,
sem höfðu hlutverkið að tengja
þar saman ólík tímabil. Eftir að
foreldrar hans voru fallin frá
fluttist Guðmundur til Reykavík-
ur. Vann hann þar fyrst að húsa-
gerðariðn en seinna kom að inn-
heimtustörfum. Fljótlega tók þó
heilsa hans að bila, og sá dagur
kom, að kraftarnir gáfu sig snögg-
lega. Hann hné að velli á götu í
borginni, þar sem hann var á ferli
I þágu starfs þess, sem hann hafði
á hendi. Hann var fluttur á
Heilsuverndarstöðina, og þar
dvaldi hann nokkurn tlma. Eftir
það hlaut hann vist á Hrafnistu.
Þar háði hann baráttu við vax-
andi þrautir þar til yfir lauk þann
14. þ.m. Þeir eru sennilega ekki
margir, sem vissu til fulls hversu
mikið hann tók út öll þau ár, sem
hann var á Hrafnistu og beið byrj-
ar til þeirrar ferðar, sem hefur nú
loks verið farin. Dagarnir liðu,
vökunæturnar liðu, árin liðu,
þrautirnar fóru vaxandi og urðu
að kvölum. Heilbrigðisfræði-
mennirnir fylgdust með, og deyfi-
lyfin voru tiltæk. Lffið lék á blá-
þræði, sem vildi ekki slitna. Skap-
ró hins þjáða manns var athyglis-
verð. Trúin, allt frá bernskuárum
og fram á erfið elliár, virtist hald-
ast ómenguð. Tryggð og virðing I
þágu bernskuheimilisins rofnaði j
ekki. Þegar hann minntist föður
síns við gesti þá, sem heimsóttu
hann sjúkan, var líkt og þrautirn-
ar dofnuðu við endurminninga-
brosið sem þá lék um andlitið. Við
móðurbarminn lýsti ljós bernsk-
unnar þjáðan öldungshuga og
kallaði fram hagyrðingsgáfuna,
sem þó jafnan var rík hneigð til
að dylja, jafnvel fyrir nánustu
vinum.
Stundum má heyra sagt um
aldraða menn, að þeir séu orðnir
börn I annað sinn, og þeirri stað-
hæfingu fylgir oft takmörkuð
virðing. Það var athyglisvert,
hvað Guðmundur Þórðarson hafði
mikið yndi af því að umgangast
börn. Betri gesti á elliheimilið gat
hann ekki fengið. En hann var
þar ekki barn í annað sinn. Hann
hafði að þessu leyti verið barn
alla ævina. Hann virtist varðveita
trúlega barnið I eigin sál. Einn af
vinum hans sagði eitt sinn við
hann, að hvergi hefði hann notið
sín betur á starfsbrautinni held-
ur en ef hann hefði þjálfað krafta
sfna til kennslu I tæknináms-
greinum barnanna. Hann bar
ekki á móti þvl.
Nú hefur verið búið um Guð-
mund Þórðarson I samskonar
rúmi, sem hann sjálfur bjó fjöl-
mörgum vinum og samferða-
mönnum um áratugi. Skipulag og
tækni nútímans hafa létt störfin
við útbúnað slfkra rúma. Yfir
freðinn fjallveg er nú ferðin farin
að leita að þeim stað, þar sem
langþreyttur ferðamaður gr lagð-
ur til varanlegrar hvíldar I návist
ástvina þrem sólarhringum fyrr
en jól þjóðhátíðarársins ganga I
garð.
G.S.
spariskór
Þetta er skótískan fyrir árið 1975. ítalska línan. Vandaðir
skór, sniðnir eftir hinu eiginlega fótlagi. Gott yfirleður og
sterkur þriggjalaga sóli. Stærðirnar 40—46, Litir-. Svart, rið-
rautt og leirljóst. Póstsendum samdægurs.
SKÓBÚÐIN SUÐURVERI Stigahlíð 45 simi 83225
Hinn 3. maf 1916 andaðist
bændaöldungurinn Sigmundur
Grímsson að Skarfsstöðum I
Hvammssveit. Hann bjó þar með
síðari konu sinni, Sigurbjörgu
Jónsdóttur, og yngstu dóttur
sinni, Jónu. Sigmundur var mikill
búmaður og með afbrigðum dug-
legur til allrar vinnu og fram-
kvæmda. Hann var barnelskur,
svo á orði var haft, og prúðmann-
legur I öllum heimilisháttum.
Um þetta leyti bjó Þórður sonur
hans af fyrra hjónabandi að
Ketilsstöðum í Hvammssveit. Nú
varð það að ráði að Þórður tæki
við Skarfsstöðum en yfirgæfi bú-
jörð slna, Ketilsstaði.
Þórður bóndi hélt búi sínu mjög
I sama horfi og faðir hans. Hann
var fornbýll og góðbýll, hagur og
söngvinn og smíðaði m.a. nokkur
langspil.
Kona Þórðar var Ölöf dóttir
Guðmundar Pantaleonssonar,
Ketilsstöðum. Pantaleon faðir
hennar lenti I miklum sjóhrakn-
ingum frá Rifi að Barðaströnd
1841 og var kveðið um atburðinn.
Þau hjón Þórður og Ölöf voru
náskyld.
Við þessi skilyrði ólst Guð-
mundur Þórðarson upp. Hann var
fæddur að Ketilsstöðum hinn 28.
okt. 1898 en flutti síðan með for-
eldrum sínum að Skarfsstöðum.
Voru þau systkini 4 og dvöldu þar
meðan foreldrarnir bjuggu. Einn
bróðir, Sigmundur, var búfræð-
ingur frá Hvanneyri en lést skjót-
lega eftir það eða 1. júni 1924.
Annar bróðir, Aðalsteinn, var þá
við búskapinn, og systir þeirra
Sigurlaug var þá fyrir búinu með
móður sinni en hún lést háöldruð
1947. Þriðji bróðirinn var Guð-
mundur.
Guðmundur stundaði mjög
smíðar meðan hann var að Skarfs-
stöðum. Fór hann með smíðar
sínar víða um hérað og var hvar-
vetna aufúsugestur. Má sjá merki
handaverka hans á mörgum
bæjum vestra.
Guðmundur Þórðarson var
einkar reglusamur, svo að orð var
á gert. Gætti þess jafnt í verkum
hans sem orðum. Var hann því
bæði þarfur þjónn og snjall til að
segja fyrir verkum.
Þannig leið ævin fram að þau
systkini héldu áfram búskap á
Skarfsstöðum uns móðir þeirra
dó. Þá varð það að samkomulagi
að þau hættu búskap á Skarfs-
stöðum og fóru þau þá sitt að
hverju starfi.
Guðmundur fékkst I fyrstu við
smíðar sem fyrr, en þar kom að
hann gat ekki aðstaðið erfiði það
er þeim fylgdi. Réðst hann þá til
starfa hjá Olíufélaginu Skeljungi
og var þar I nokkurn tíma.
Síðustu ár ævinnar dvaldi hann
á Hrafnistu. Þar leið honum vel
og þar andaðist hann hinn 14. des.
1974. Hann hafði gert ráð fyrir að
hann fengi leg í sínum forna
ættargrafreit I Hvammi I Dölum.
Guðmundur Iét margt til sln
taka svo sem gamlan fróðleik og
visnagerð sem honum var einkar
hugleikin. Hann fylgdist og með
söfnun minja um gamlan búskap í
Dölum og studdi að stofnun
minjasafns þar. Hann fylgdist vel
með mönnum og málefnum í
heimahéraði. M.a. sem hann
fylgdist með af áhuga var stofnun
dvalarheimilis á Fellsenda i
Dölum. Það heimili var eins og
kunnugt er reist fyrir dánargjöf
Finns Ólafssonar, stórkaupmanns
frá Fellsenda. Guðmundur
minntist þessa heimilis með því
að gera það að einkaerfingja
sínum.
Laugardaginn hinn 21. des.
1974 verður hann lagður til
hinstu hvíldar I kirkjugarðinum
að Hvammi I Dölum.
R.J.
ATHYGLI skal vakin á þvl, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á I
miðvikudagsblaði, að berast 1
slðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera 1 sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
meðgóðu línubili.
JÓLANIÐURSUÐAN
Niðursoðnir ávextir til
jólanna: 1/1 dl. y2 d.
Ananas 206,- 149,-
Perur 161,- 102,-
Ferskjur 165,- 108,-
Bl. ávextir 191,- 122,-
Jarðaber 218,- 98,-
Bláber 276,- 162,-
Hangikjöt á gamla verðinu.
Ódýrir grill kjúklingar.
Forðist örtröð og verzlið
tímanlega, því það er opið
til kl. 22 í kvöld.
Kaupgaróur
Smiöjuvegi 9 Kópavogi