Morgunblaðið - 21.12.1974, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974
María Hróðmunds-
dóttir Aalen - Minning
F. 14. 11. 1902
D. 11. 12. 1974
Kveðja frá fóstursystur.
„Hún mamma er dáin.“
Þegar fóstursonur minn bar
mér þessa sorgarfregn var sem
syrti að í herbergi mínu, þar sem
ég ligg nú rúmföst og næstum
ósjálfbjarga, orðin 86 ára gömul.
Ég hef haft nægan tíma til þess
að rifja upp endurminningar frá
liðnum árum, og margt kemur í
huga minn. Ég man þegar komið
var með þessa litlu stúlku á
heimili foreldra minna, Jóhönnu
Jónsdóttur og Jörundar
Jóhannessonar, að Ketilshliði á
Alftanesi, þá aðeins 1 árs, og
henni komið í fóstur hjá ökkur,
en þá voru þar fyrir fleiri börn og
þar á meðal hálfbróðir hennar,
Engilbert. Þau systkinin ólust
upp hjá okkur til fullorðinsára og
kom það að mestu leyti i minn
hlut að annast uppeldi hennar,
þar sem ég var þá orðin 14 ára
gömul og margt um manninn í
litla bænum á Hliði.
Það er margs að minnast og
verður ekki allt rifjað upp hér, en
ég geymi endurminningarnar í
huga mér og mun rifja þær upp
með sjálfri mér á kvöldi æfi minn-
ar. Mig langaði aðeins til þess að
færa Mægu minni þakklæti mitt
fyrír ástúð hennar og það, að hún
skildi eftirláta mér, elsta barnið
sitt, sem ber nafn föður míns, til
uppeldis, þar sem mér varð sjálfri
ekki barna auðið.
Ég veit að góður Guð tekur á
móti Mæju minni i ríki sitt og
munum við þar aftur hittast
fóstursysturnar og vera saman í
landinu eilífa. Ég harma það að
geta ekki fylgt henni til grafar, en
hugur minn er hjá þeim Alberti,
börnunum tengdabörnunum og
barnabörnunum og sendi ég
ykkur öllum mínar innilegustu
samúðarkveðjur og bið góðan Guð
að blessa ykkur öll.
„Á hendur fel þú honum“ —
sálmurinn, sem hún mamma söng
svo oft fyrir okkur börnin sín í
litlu baðstofunni á Hliði, mun
hljóma yfir líkbörum Mæju minn-
ar, og hún mun taka á móti henrii
með þann sálm á vörum í landinu
eilífa. Guð blessi minningu
hennar.
Margrét Jörundsdóttir.
Þegar dauðann ber að höndum
hjá þeim sem er manni kær þá
eru orð svo innihaldslaus og túlka
svo lítið miðað við þá sorg sem
fyllir hjarta manns.
Fáeinar línur segja ósköp litið
um alla þá hlýju ástúð og um-
hyggju sem maður var umvafinn I
návist Maríu Hrómundsdóttur. Þó
að okkar kynni hafi ekki spannað
mörg ár er hugur minn fullur af
góðum endurminningum og þakk-
læti fyrir þá umhyggju sem hún
sýndi mér og minu heimili, sér-
staklega litla Baldvin Albert sem
nú missir ömmu sína aðeins 6
mánaða gamall. Aldrei gleymi ég
þegar hún sagði; þá orðin mjög
sjúk: „Ég ætla að lifa það að sjá
barnið ykkar.“ Og Guð gaf henni
þann frest.
En einhvern veginn trúðum vió
því að henni myndi batna eitt-
hvað,þessa 4 daga sem hún var á
Borgarspitalanum hresstist hún
svo ótrúlega mikið og var svo glöð
og kát.
María Hrómundsdóttir Aalen
fæddist 14. nóv. 1902 að Breiða-
bólstað. á Álftanesi og var 72 ára
er hún lézt. 72 ár eru kannski
ekki langur hluti af mannkyns-
sögunni en ef þau eru notuð fyrst
og fremst til að hlúa að og hjálpa
öðrum þá verður miklu áorkað á
þeim tima. Líf hennar var ekki
alltaf dans á rósum, en alltaf gat
hún staðið upprétt og búið manni
sinum og börnum gott heimili,
allt lék í höndum hennar hvort
sem voru hannyrðir eða önnur
störf á heimilinu.
Þeir tímar sem hún var að koma
upp börnunum sinum 6 voru
erfiðir tímar og ekki alltaf úr
miklu að moða en þau María og
Albert hjálpuðust að og þetta
gekk allt.
Eftirlifandi manni sínum Al-
bert B. Aalen giftist María 18. 4.
1942 og hafa þau því verið gift í
32 ár og var umhyggja þeirra
hvors fyrir öðru til fyrirmyndar.
Á Albert nú um sárt að binda og
vona ég að góður Guð gefi honum
styrk til að halda áfram með
stuðningi barna sinna, því að síð-
ustu orð Maríu þegar hún fór á
sjúkrahúsið við börnin sin voru:
„Verið þið góð við hann pabba
ykkar.“ Svona var hún, hugsaði
ekki um sjálfa sig, heldur fyrst og
fremst um aðra.
Ef eitthvað bjátaði á á minu
heimili hringdi hún oft á dag til
að spyrja hvort hún gæti hjálpað
og gaf góð ráð.
Hennar skarð verður aldrei
fyllt, en við verðum að sætta
okkur við það sem lífið færir
okkur þó að það sé ekki alltaf það
sem okkur finnst best. Við þökk-
um henni allt og biðjum góðan
Guð að launa henni allt sem hún
var okkur.
I.K.
Helgi Asgeirsson
— Minningarorð
Helgi hafa fengizt við tónsmíðar,
en fór dult með.
Við, kona mín og ég, komum í
Borgarnes um 1930. Nýkomin á
þesnnan stað (Borgarnes) áttum
við því láni að fanga að eignast
vináttu þessara ágætu hjóna,
Helga og Svövu. Entist sú góða
kynning meðan þau lifðu.
Helgi lézt að heimili dóttur
sinnar 13. des. s.l. — Við munum
ávallt geyma í þakklátum huga
minningu þessara góðu hjóna,
alla þeirra velvild og ástúð í okk-
ar garð.
Ásgeir Þ. Ölafsson.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Einu sinni heyrði ég yður segja: „Ég ámargavini meðal
skemmtikrafta." Og stundum sé ég yður 1 skemmtiþáttum
sjónvarpsins. Fólkið 1 skemmtanaiðnaðinum lifir hvorki f
hreinleika, réttlæti eða guðhræðslu né afneitar girndum
heimsins. Hin fjölmörgu hjónabönd þessa fólks staðfesta
þetta. Ein af þeim er Debbie Reynolds. Þér voruð einu sinni
gestur á heimili hennar. Hún er fráskilin. Billy, eruð þér
lélegur leíkari? Bibllan segir: „Vinátta við heiminn er fjand-
skapur gegn Guði“ (Jakobsbréf 4,4).
Þér hafið óvart hrósað mér, þó að ég eigi það ekki
skilið. Þér hafið borið á mig sömu sakir og Drottinn
varð að þola af hálfu faríseanna: „Hví etur meist-
ari yðar með tollheimtumönnum og syndurum?“
Nei, ég er ekki lélegur leikari. Konan mín og vinir
mínir segja, að enginn maður hafi eins litla leikara-
hæfileika og ég, og ég held, að þau hafi rétt fyrir
sér. Það er aðeins eitt, sem fyrir mér vakir, þegar
ég kem fram í skemmtiþáttum og sit stöku sinnum
veizlu í Hollywood, og það er að heiðra og vegsama
hann, sem hefur kallað mig að vera predikari og
boðið mér að flytja fagnaðarerindið öllum þeim,
sem á vegi mínum verða.
Þér dragið alla í sama dilkinn: „Fólkið í
skemmtanaiðnaðinum lifir hvorki í hreinleika,
réttlæti eða guðhræðslu“. Þetta eru ósmekkleg
ummæli. Ég þekki margt kristið fólk i þessarastétt
manna, fólk eins og Roy og Dale Rogers, Cliff
Riehard og Dick VanDyke. Það er hrópleg ósann-
girni að skipa öllu Hollywood-fólki í flokk fráskil
inna og óþokka.
Einstigið milli Hafnar-
fjarðar og Reykjavíkur
Athugasemd við grein Gísla
Sigurðssonar í Mbl. 10. þ.m.
1 grein sinni bendir G.S. rétti-
lega á, að fráleitt væri að leggja
Minning:
Karl
Guðmundsson
i
Helgi Ásgeirsson fæddist 23.
nóv. 1893 að Knarrarnesi á Mýr-
um. Foreldrar hans voru hjónin
Ásgeir Bjarnason í Knarrarnesi
og Ragnheiður Helgadóttir frá
Vogi. — Helgi ólst upp hjá for-
eldrum sínum í Knarrarnesi en
fór ungur til náms í hinn almenna
Menntaskóla í Reykjavik, en lauk
þar ekki námi.
1921 gekk Helgi að eiga frænd-
konu sína Svövu Jónsdóttur frá
Álftanesi. Hófu þau hjónin bú-
skap á ökrum á Mýrum og bjuggu
þar í nokkur ár. Síðar fluttust þau
Helgi og Svava til Borgarness og
rak Helgi þar verzlun um skeið
ásamt öðrum störfum. 1939 flutt-
ust þau Helgi og Svava til Reykja-
vikur og stundaði Helgi þar skrif-
stofustörf meðan honum entist
heilsa.
Þau Helgi og Svava eignuðust
eina dóttur barna, Ragnheiði Ásu.
Ragnheiður er gift Árna Waag.
Helgi Asgeirsson var glæsilegur
maður, rifur meðalmaður á vöxt,
mjög þrekinn um herðar, fríður
sýnum, þrekmenni og karlmenni
að burðum. Helgi var fjölhæfur
gáfumaður. Hann hafði mikið
yndi af tónlist, lék á píanó og
orgel, undi hann sér timum sam-
an við hljóðfærið. Nokkuð mun
dag er til moldar borinn kær
vinur. Okkur skilur þá að fjar-
lægðin og gröfin. En þá vináttu,
sem milli okkar hefur myndast
gegnum árin, fær ekkert rofið,
ekki einu sinni dauðinn. Ég trúi
því statt og stöðugt, að við eigum
eftir að hittast aftur hinum megin
og jafnvel ganga þá suður Laufás-
veginn sem áður fyrr.
En tómt er nú eftir að hann er
farinn, því að það eru menn eins
og hann, sem gefa manni trú á
lífið, svona sterkir og heilsteyptir
menn, sem aldrei bregðast i raun.
Svo margoft hefur hann staðið við
hlið mér í erfiðleikum, og ég vildi
að ég gæti gefið aðeins örlítið upp
í það i staðinn. Ég er áreiðanlega
ekki einn um að syrgja hann og
sakna, þvi að vafalaust hafa ótal-
margir aðrir fengið að kynnast
mannkærleika hans, en jafnframt
einbeitni einurð og hreinskilni.
Minningarnar leita á, ljúfar,
angurblíðar minningar. Yfir þeim
öllum er ljómi. Þær eru mér allar
heilagar, minningar um þann
besta vin, sem nokkur getur eign-
ast. Ég ætla ekki að rekja æviferil
hans, sem ekki var alltaf dans á
rósum. Þetta er aðeins örlitil
kveðja frá vini til vinar, en þó
ekki kveðja, vegna þess ég finn,
að hann er ekki farinn svo langt.
Hann biður eftir okkur hinum og
heldur starfinu áfram hinum
megin, óþrjótandi, ósigrandi.
Ég hið guðina að vaka yfir hon-
um og gefa honum styrk og einnig
börnunum hans og konunni hans,
Dísu, og föður og systkinum og
öllum öðrum, sem sakna hans.
Sundsvall, 6. desember
1974.
Björgvin M. Oskarsson.
+ Þakka hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug þeirra er styrktu okkur t Faðir okkar, fósturfaðir og bróðir
við fráfall og minningarathöfn eiginmanns mlns. FRIÐMAR SÆDAL
GUÐMUNDAR GÍSLASONAR, MARKÚSSON
Aðalstræti 15, ísafirði. sem andaðist 8 des. verður jarð-
Sérstakar þakkir færi ég útgerðarfélaginu Hrönn h.f., útgerðarmanni sunginn I Fossvogskirkju mánu-
þess, skipstjóra og skipsfélögum öllum daginn 23. des kl. 13.30.
Fyrir hönd barna okkar, móður hins látna og systkina. Friðmar M. Friðmarsson Tryggvi S. Friðmarsson
Ragna Sólberg. Ragnhild ísaksen Ingibjörg Benjamlnsdóttir.
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreínar
verða að berasi blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast f
sfðasta iagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera véiritaðar og
mcð góðu linubili.
fjármuni í gerð Reykjanesbrautar"
áður en ráðist yrði í verulegar
endurbætur á Hafnarfjarðarvegi,
ef Reykjanesbraut létti ekki
nema um 18% umferðar af Hafn-
arfjarðarvegi.
Að visu kemur stærðargráðan
18% fram í viðtali Margrétar
Bjarnason við undirritaðan í
Morgunblaðinu 17. nóv. s.l., en er
þó I miðri umræðu um óformlega
breytingartillögu Garðahrepps
við tillögur svæðisskipulags-
nefndar um legu hins nýja vegar
og á einungis við dreifingu um-
ferðar miðað við breytingartillög-
una. Breytingartillögu Garða-
hrepps var hafnað einmitl á þess-
um grundvelli.
Sé hins vegar miðað við tillögur
svæðisskipulagsnefndar er áætlað
að um 40% umferðar Hafnar-
fjarðarvegar flytjist á hina nýju
Reykjanesbraut, þegar hún hefur
verið tengd milli Breiðholts og
Hafnarfjarðar og væntanlega enn
meiri hluti, þegar byggð Garða-
hrepps og einkum Hafnarfjarðar
þróast lengra til austurs eins og
fyrirhugað er.
Fyrirsögn greinar G.S. bendir
ótvirætt á kjarna málsins. Meðan
Hafnarfjarðarvegurinn er eina
tengingin milli fjölmennra
byggða er öryggi vegakerfisins
geysilega ábótavant og raunar
óþolandi. Þess vegna hefur verið
lagt til að leggja eina akbraut
Reykjanesbrautar, áður en hafist
erhandaum endanlega gerð Hafn-
arf jarðarvegar, þótt æskilegt væri
að sjálfsögðu, að fjármagn fengist
til hvorutveggja samtímis.
Reykjavík, 11.12.74
Sigf. Ö. Sigfússon.