Morgunblaðið - 21.12.1974, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 21.12.1974, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974 Guðni Guðmundsson Hafnarfirði - Minning Fæddur 14.11.1912 Dáinn 14.12. 1974. Guðni Guðmundsson, Móabarði 20 B, Hafnarfirði, andaöist snögg- lega að heimili sínu laugardaginn 14. þ.m., aðeins 62 ára að aldri. Guðni var fæddur á Norðfirði 14. nóv. 1912, sonur hjónanna Guðmundar Eiríkssonar og Þór- unnar Kristjánsdóttur. Barnung- ur fluttist hann með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar, einn af mörgum systkinum. Rétt sloppinn af barnsaldri veiktist Guðni og varð að liggja á sjúkrahúsum um ára bil. Eftir að Guðni náði sæmi- legri heilsu stundaði hann sjó- mennsku, vann síðan um tíma hjá verzl. Gunnlaugs Stefánssonar í Hafnarfirði, en réðst síðar til Efnagerðar Hafnarfj. og síðan til bróður síns Guðmundar, en þeir voru mjög samrýndir. Upp úr því stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki í sælgætisiðnaði, er hann nefndi „Valsa". Lífsstarf hans var upp frá því bundið við það fyrirtæki. Seinni hluta vetrar 1951 urðu þáttaskil í lífi Guðna Guðmunds- sonar. Eignaðist hann þá lifandi trú á Drottin Jesú Krist sem sinn Sá harmur er kveðinn af fjöl- skyldu Guðna og Hafnarfjöðrur hefur misst einn af sínum beztu sonum. Drottinn sendi engla sina eftir því lífi sem lánað var. Við spyrjum ekki hvers vegna, því að við trúum að Hans ráðsályktun sé ávallt okkur fyrir beztu, enda þótt við skiljum ekki það sem gerist. Mætti Guð umvefja ástvini Guðna með náð sinni og eilífri miskunn. Páll Lúthersson. Genginn er Þórður Guðni Guðmundsson, Móabarði 20b, Hafnarf. Guðni er farinn í ferðina löngu, þá ferð sem eitt sinn liggur fyrir öllum að fara. Þegar Guðni talaði um þessa ferð, en það gerði hann oft, þá talaði hann um hana sem ferðina „heim“, hann sagði „heim“ því hann átti sér vonar- land á himni Guðs. Kynni mín við Guðna voru ekki löng, en þrátt fyrir það er óaf- máanlega grópuð í huga mér dýr- mæt minning um einstæðan mannkostamann og góðan dreng. Hann var að skapgerð og eðlis- fari gæddur þeim kostum, sem því miður eru of fátíðir í fari manna, kostum sem gera hann ógleymaniegan þeim er voru sam- ferðamenn hans hér. Guðni gekk að öllu með eldlegum áhuga sem hann tók sér fyrir hendur, í fari hans og lífsskoðu sstlri var ekk- ert til sem kalla mæai hálf- velgju, heldur þvert á móti. Heíi- indi hans við þau málefni er hann bar fyrir brjósti voru slik að hvergi bar skugga á. Það málefni sem átti hug hans og hjarta meginið af ævi hans, var málefni Guðs. Sú köllun að víðfrægja dáð- ir Drottins. Hann elskaði skapara sinn af öllu hjarta sinu, hann Sigmundur Jónsson kaupmaður, Þingegri persónulega freisara og endur- lausnara. Veitti trúin honum þann innri styrk og hjartafrið, er einkenndi líf hans upp frá því. Ef til vill hefur hann þar notið trúar móður sinnar og fyrirbæna. Leiddi þessi lifsreynsla hans til þess að hann tók niðurdýfingar- skírn inni Fíladelfíusöfnuðinn í Reykjavik 3. maí 1951. Glaður gekk hann til þessarar helgu at- hafnar, sem tákn þess að hann grefur sinn fyrri mann, sem Kristur var dáinn fyrir og vildi helga með blóði eilífs sáttmála, en ris upp úr vatninu sem frelsingi Krists leiddur af Anda Hans, með von upprisunnar i brjósti, og eilíft líf bak við dauða og gröf. Jafn félagslyndur, jákvæður og bjartsýnn maður sem Guðni var, hlaut að setja svip sinn á safnaðar lífið, og varð hann þar mörgum til huggunar og uppörfunar á erfið- um stundum, og jafnframt fagn- andi á gleðinnar stund. Guðni var gæddur ríkri tónlistargáfu, söng- urinn var hans annað lif. Gjarnan dreifði hann áhyggjum daglegs lifs við hljóðfærið heima hjá sér, hafði hann óvenju breitt raddsvið og fagra rödd. Guðni steig mikið gæfuspor, er hann kynntist Jóhönnu Karlsdótt- ur frá Valshamri í Geiradal. Settu þau bú sitt í Hafnarfirði og eign- uðust notalegt heimili að Móa- barði 20 B. Guðni var faðir átta barna elst þeirra er Astgerður gift Gísla Halldórssyni, Ingibjörg gift Gunnari Þorsteinssyni, Hrefna Norðfjörð gift Öskari Pálssyni, Þórey Borg, Guðmund- ur Karl, Loftur Sigurður, Sólveig og Sigríður; eru fjögur þau siðast töldu enn í æsku. *» Þegar Sigmundur Jónsson kaupmaður, Þingeyri, fluttist þaðan fyrir tveim árum, varð þar skarð fyrir skildi. Og lífið hefir nú gengið sinn gang. Hann and- aðist 88 ára að aldri 12. þ. m. að Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík. Þingeyri var starfsvettvangur Sigmundar Jónssonar. Hann stofnaði þar eigið verzlunarfyrir- tæki árið 1910 og rak það í 62 ár eða til ársins 1972. Allan þennan tíma var verzlun Sigmundar Jóns- sonar snar þáttur í viðskipta- og athafnalífi Dýrafjarðar á hverju sem gekk. Sigmundur var traust- ur í viðskiptum og reglusemi og snyrtímennska setti svip á starf- semi hans alla. Auk verzlunar- innar fékkst Sigmundur við út- gerð um skeið og kom vfðar við á athafnasviðinu. Sigmundur var félagslyndur maður og hafði lifandi áhuga á héraðs- og þjóðmálum. Hann gegndi ýmsum störfum fyrir hreppsfélag sitt, var um Iangt skeið formaður skólanefndar og endurskoðandi hreppsreikninga og Sparisjóðs Þingeyrar svo nokkuð sé nefnt. Hann starfaði mikið að slysavarnamálum og íþróttamálum. Var hann um skeið formaður slysavarnadeildarinnar Vörn og var heiðursfélagi íþrótta- félagsins Höfrungs. Hann var einn af forustumönnum Sjálf- stæðisflokksins á staðnum, sffellt áhugasamur og hvetjandi um allt, sem flokknum var til framdráttar. Sigmundur var kominn nokkuð á efri ár, þegar kynni okkar hóf- ust. Þó aldursmunur væri, tókst með okkur góð vinátta. Það var alltaf gagn og gaman að eiga sam- verustund með Sigmundi. Hann var fróður og athugull og hafði alltaf eitthvað markvert til mál- anna að leggja. En hann var einnig gleðinnar maður, þegar hann vildi við hafa. Og fáum hefi ég kynnst, sem betur hafa kunnað þá list að blanda geði á gieðinnar stund. Ég á margar góðar endur- minningar um Sigmund Jónsson. Sigmundur var fæddur 24. september 1886 í Viilingadal á Ingjaldssandi, þar sem foreldrar hans bjuggu búi. Faðir hans, Jón Jónsson, lézt af slysförum, þegar Sigmundur var ungabarn. Svein- fríður Sigmundsdóttir móðir hans lifði það lengi, að ég man hana á Sæbóli. Hún vék alltaf einhverju góðu að hverju barni, sem á vegi hennar varð, annáiuð sæmdar- kona. Minnisstætt er mér, þegar við Sigmundur fórum einn dag fyrir nokkrum árum út á Ingjaldssand elskaði sannletkann og vissi af eigin reynslu að sannleikurinn einn gerir mennina frjálsa. Guðni var lærisveinn Ktists og bar það með sér hvert sem hann fór, ekki einungis i orði og athöfn, heldur einnig með framkomu sinni og á hans bernskustöðvar. Þar var ég heldur ekki ókunnugur. Við rifjuðum upp örnefni og kenni- leiti i Hrauni, þar sem við höfðum báðir verið smalar, þótt áratugi bæri á milli. Hann sýndi mér og rústirnar af sjóbúðinni við Sæ- bólssjó, þar sem hann hafði verið, þegar hann, unglingur, var þar við róðra. Þegar komið var til Þingeyrar að kvöldi þessa dags, fannst mér, að ég hefði aukið við kynni min af Sigmundi. Ég hafði komist í snertingu við bóndann og sjómanninn i eðli hans og skap- gerð. 1 ungdæmi Sigmundar um sið- ustu aldamót taldist það til undantekninga fremur en reglu, að menn leituðu sér skólamennt- unar. En Sigmundur aflaði sér menntunar af eigin rammleik. Hann varð gagnfræðingur frá Flensborgarskóla árið 1907 og brautskráðist úr Verzlunarskóla Islands árið 1909. Þannig aflaði hann sér haldgóðrar menntunar fyrir lífsstarf sitt. Arið 1911 gekk Sigmundur að eiga Fríðu Jóhannesdóttur, hreppstjóra á Þingeyri og al- þingismanns Vestur-lsfirðinga. Sambúð þeirra hjóna hefir þvi staðið óvenjulega lengi eða ailt tii þess, að dauðinn skilur nú að. Voru þau hjón mjög samrýmd og hjónaband þeirra farsælt. Heimili þeirra á Þingeyri var með höfð- ingsbrag, þar sem gestrisni rikti og alúð við þá, sem að garði bar. Þeim hjónum var sjö barna auðið, svo að oft hafa umsvif verið mikil á því heimili. Sigmundur var mik- ill heimilis- og fjölskyldumaður og naut þar sinnar mikilhæfu og ágætu eiginkonu. Þegar Sigmundur Jónsson er nú kvaddur hinztu kveðju, minnast margir hins mæta manns og senda Fríðu og börnunum inni- legar samúðarkveðjur. Þorv. Garðar Kristjánsson. ijúfu viðmóti. Hann var trúr þeirri lífsskoðun sinni að sá sem stæði með sannleikanum, þrátt fyrir mótlæti og aðkast, stæði með pálmann í höndunum á degi reikningsskilanna. Heimili hans og fjölskylda er fagurt vitni um ástríkan fjöl- skylduföður og umhyggjusaman eiginmann. Að Móabarði 20b mætti gestkomandi slík rausn og myndarskapur að fátítt er. Allir fundu að á því heimili tengdi kær- leiksandi Krists fjölskylduna órjúfanlegum böndum. Börnin öll, sem nú eiga um sárt að binda, fylgja góðu fordæmi foreldra sinna og ganga á vegi Guðs. Ég sakna Guðna, ég sakna gleð- innar sem hann ætíð bar með sér, ég sakna bjartsýninnar sem ekk- ert fékk bugað, ég sakna hug- rekkisins sem sigraði alla erfið- leika. Styrkur minn i þeim sökn- uði er fullvissan um að eitt sinn muni ég fá að heyra hljómmiklu og fallegu röddina hans syngja lofgerðarsöng í hásal Himnanna. G.Þ. Haraldur Þorsteinsson Vestmannaeyjum Fæddur 5. janúar 1902. Dáinn 11. desember 1974. örfá kveðjuorð að leiðarlokum. Halli var mikil hetja í sinni löngu sjúkdómsraun. En alltaf var skap- ið óbilað, það var ógleymanlegt þeim sem náið þekktu. Hann kvartaði aldrei undan hlutskipti sinu við aðra. Það var hinn mikli húmor hans sem fleytti honum á lifsins öldum. honum hlotnaðist mikil gæfa í sínu einkalífi, hann var kvæntur mikilli mannkostakonu, Matthildi Gísladóttur, frá Norðurhjáleigu i Álftaveri, sem ásamt börnum þeirra stóðu trúan vörð um líf hans. Börnin voru fjögur: Þóra, Gunnar, Erla og Öskar. Nú er Haraldur kvaddur í birtu jólanna og það verður tekið á móti honum opnum náðarfaðmi. Samúðarkveðjur eru sendar öll- um ástvinum hans. Oiafur Guðmundsson. Minning - Eggert Framhald af bls. 35 háir og lágir, sem svo eru kallaðir, jafnt að vígi. Um dauðann dugir víst ekki að sakast við höfund lífsins, jafnvel þó að þær stundir geti komið, að manni blæði sú raun í augum, þá er tápmiklir menn eru burtkvaddir á hádegi ævinnar. Þann 11. þ.m. lézt á sjúkrahúsi I Reykjavík Eggert Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður, frá Dag- verðareyri við Eyjafjörð, f. 16. marz 1922. Hann var af eyfirzku bergi brotinn langt í ættir fram. Foreldrar hans voru Kristján Sigurðsson, bóndi á Dagverðar- eyri og kennari á Akureyri, og Sesilía Eggertsdóttir, bónda á Möðruvöllum i Hörgárdal, Daviðs- sonar. Við fráfall Eggerts setjast að manni fjölmargar minningar, en þau ár eru nú orðin býsna mörg, sem við áttum að einhverju leyti saman að sælda. Við urðum kunn- ugir þegar í æsku, þá er öll sönn vinátta verður til. Við áttum síðan samleið í barnaskóla á Akureyri, þá Menntaskólanum á Akureyri og siðast lagadeild háskólans. Þar á ofan bjuggum við saman tvo vetur á háskólaárum okkar hjá ágætum hjónum innarlega við Bergstaðastræti, að auki vorum við sambýlingar í London um eitt skeið. Loks átti það fyrir okkur að liggja að vera samvistum á sömu sjúkradeild nokkrar vikur meðan hann háði dauðastriðið. Eitt atvik er mér minnisstæðast allra frá þessum árum. Dag nokkurn áttum við tal saman á sjúkrahúsinu, en ég fann hann svo til daglega um þær mundir. Ekki gat hjá þvi farið, að hann leiddi í tal við mig ráðgátur lífs og dauða, af því að honum bauð í grun hverja ferð hann ætti fyrir höndum. Enginn er þess megnug- ur að varpa Ijósi yfir slíka leyndardóma, ég veit það eitt, að efasemdirnar eru sifellt reiðu- búnar að læðast inn i hugskotið. Hitt er aftur víst, að við samtal okkar urðu mér Ijós þau sannindi, að það verður stundum, að mönnum verður harms síns að léttara, ef um er rætt. Tæpast þarf að geta þess, að Eggert brást karlmannlega við forlögum sínum, hann var fullkomlega við þvi búinn að standa einn frammi fyrir skapara sínum. Þess er enginn kostur að freista heildarlýsingar Eggerts Krist- jánssonar i svo stuttu máli. Hér verður aðeins drepið á einn þátt í lífi þessa mikilhæfa manns. Af störfum lögmanna er mál- færslan merkilegust. Mikill hluti allrar málfærslu er framar öllu eljuverk, þolinmæðisverk, lög- menn safna gögnum, vinna úr þeim, draga af þeim þær álykt- anir, sem ósjaldan þarf til bæði glöggskyggni og dómgreind. Mál- flytjandinn leggur steina í hleðslu, býr í haginn fyrir dóm- endur. Stundum eru slík störf ekki nema fálmandi viðleitni, en stundum geta þau lika borið glæsilegan árangur. Eggert var gæddur leiftrandi hæfileikum sem málflytjandi, enda harðskyn- samur og vel menntur og lét aldrei þoka sér frá því, sem hann vissi sannast og réttast. Hann flutti aldrei neitt mál, án þess að hafa kynnt sér það frá rótum. Honum gátu allir treyst til að halda einarðlega og fast á þeim málstað, sem hann tók að sér að sækja eða verja. Hann hafði svo frábærlega hæfileika til þessara hluta, að hann hefði helzt aldrei átt að sinna öðru. Sá, sem þetta ritar, var svo metnaðargjarn fyrir hans hönd, að hann taldi honum ekkert fullkosta, nema dómstörf í æðsta rétti þjóðarinnar. Þann 17. júlí Í954 kvæntist Eggert Björgu Valgeirsdóttur hafnarstjóra Björnssonar. Hann unni henni allt frá ungum aldri og aldrei annarri konu. Sambúð þeirra hjóna var óvenjulega ástúðleg, þau voru tryggðavinir og félagar, sem héldu saman í blíðu og stríðu, og mátti hvorugt af öðru sjá. 1 hinum þungbæru veikindum, sem Eggert mátti þola, annaðist Björg hann af tak- markalausri ástúð og afburóa- þreki. Ekki kann ég á svona stundu þau orð að mæla, er til huggunar mættu verða. Það mun samt alveg óhætt að biðja þann guð, sem öllum gaf lífið og engum bregst, að blessa eiginkonu hans, ástvini og ættmenn alla. Megi birtan frá ævi hans fylgja þeim og lýsa á veginn fram. Kristján Eiríksson. Mannkostir voru aðalsmerki Eggerts Kristjánssonar hæstarétt- arlögmanns, sem nú er horfinn úr hópnum á besta starfsaldri. Við lögmenn nutum réttsýni hans og starfshæfni, mannúðar og einstöku framkomu, hvort sem hann vann að lögfræðistörfum sem lögmaður eða sem meðdóm- ari i vandasömum dómsmálum. Við þökkum fórnfúst starf hans sem félagsmanns i Lögmannafé- lagi islands, en hann átti um skeið sæti í stjórn félagsins. Við blessum minningu hans og færum eiginkonu hans, frú Björgu Valgeirsdóttur, innilegar samúðarkveðjur. Stjórn Lögmannafélags Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.