Morgunblaðið - 21.12.1974, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 1974
Spáin er fyrir daginn f dag
Hrúturinn
21. marz.—19. aprfl
Ró og friður einkerína þennan dag og þú
skalt færa þér f nyt, hversu málin hafa
þróazt vel og elskulega upp á sfðkastið.
Nautið
20. aprfl -
■ 20. maf
Dagurinn býður upp á mikla möguleika,
en þér er bent á að viðhafa nokkra still-
íngu og nauðsynlegt er að kynna sér
málin.
h
Tvíburarnir
21. maf — 20. júnf
Bogmaðurinn hefur ekki alltaf jákvætt
viðhorf til tilverunnar. Það er ástæðu-
laust að gera sér eilffa rellu út af smá-
munum.
m
Krabbinn
ij 21. júní—22. júlí
Þú færð margar góðar hugmyndir f dag,
sem þér finnst nauðsynlegt að hrinda
tafarlaust f framkvæmd.
Ljónið
23. júlí — 22. ágúst
Þú ert að komast f miklu betra form bæði
gagnvart vinnu og heimili. Gerðu þó hóf-
legar kröfur til sjálfs þfn.
Mærin
23. ág.úst — 22. sept.
Loksins fara að ráðast úrslit í máli, sem
er f þfnum augum mjög þýðingarmikið.
Vertu ekki of óþolinmóður.
m
W/iTr4
Vogin
'9'- 23. sept. •
-22. okt.
t dag æltl flest aA ganga I haglnn á
vinnustað, svo fremi þú sýnlr ekki ðþarfa
stirfni f framkomu. Gættu þess að of-
metnast ekki.
Drekinn
23. okt. — 21. nóv.
Svo kynni að fara að þú yrðir að breyta
einhverjum áformum þfnum, og á það
illa við þig, svo vanafastur sem þú ert. En
það er skynsamlegra þegar á allt er litið.
Bogamaðurinn
22. nóv. — 21. des.
Það er ekki greindarvottur að vísa á bug
tillögum, sem þú hefur ekki kynnt þér
nægjanlega. thugaðu það f dag.
Steingeitin
22. des.— 19. jan.
Reyndu að Ifta tilveruna bjartari augum
og gerðu ekki alltaf úlfalda úr mýflugu.
Sérhlffni sumra krabba er stundum erfið
fyrir þá sem næstir standa.
Vatnsberinn
20. jan. — 18. feb.
Stjörnurnar hvetja þig til að sýna fyllstu
aðgát f dag og flana ekki að neinu, enda
þótt þú teljir þig hafa dottið niður á góða
lausn.
^ Fiskarnir
19. feb. — 20. marz.
Jómfrúnni hættir til að vera of rellin og
smámunasöm. Taktu f hnakkadrambið á
sjálfum þér — það kemur sér vel f dag.
X-9
SMÁFÚLK
50MEH0U) I FEELTHAT I
HAVE M0RE 0F THE REAL
5PIRIT 0F CHKI5TMA5 THI5
H'EAR THAH EVER &EF0RE!
(BECAUSEISAID,
SOJHATSWHV!
Mér finnst ég vera breytt
manneskja þetta árið...
Einhvern veginn finnst mér
ég hafa meira af hinni raun-
verulegu jólagleði inni f mér
núna fyrir þessi jól en fyrir
nokkur önnur jól á undan.
Hvers vegna heidurðu að það
sé?
AF ÞVl AÐ ÉG SAGÐI ÞAÐ
— OG HANANO!!
KOTTURINN FELIX