Morgunblaðið - 21.12.1974, Side 45

Morgunblaðið - 21.12.1974, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1974 45 Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jöhanna v Kristjönsdöttir þýddi , 81 honum. Hann leit á farseðilinn, sem lá fyrir framan hann á afgreiðsluborðinu. — Hún bað mig að segja yður að hún myndi koma á eftir yður eins fljótt og hún gæti og að hún bæði yður að halda ferðinni áfram og biða sín. Hún bað mig lika fyrir ástarkveðjur til yðar. Stúlkan brosti uppörvandi til hans, þvi að hún hafði fundið innilega til með honum, þegar hún sagði að ungfrú Cameron hafði afpantað sinn miða. Kannski þau ætluðu til Mexico í brúðkaupsferð og svo hafði eitthvað komið upp á. — Hér er miðinn yðar, sagði hún. — Gerið svo vel að koma með farangurinn og gangið síðan inn i Braniffbiðsalinn. Keller tók við miðanum. — Þakka yður fyrir, sagði hann. — Ég er ekki með neinn farangur. Þau Elizabeth höfðu farist á mis. Hann hikaði augnablik og velti fyrir sér, hvort hann ætti enga möguleika á þvi að finna hana í tæka tið og flugvélin til Mexico gat farið fjandans til. Hún móður hennar i Cuernavaca. Hann minntist þess sem hún hafði sagt um húsið. — Þar yrðum við örugg. Hún elskaði þetta hús.... og arfleiddi mig . að þvi... við verðum hamingjusöm þar. Hún hafði skilið eftir farseðil- inn og komið skilaboðum til hans. Hún hafði sent honum ástar- kveðjur. Hann var ekki að flýja frá neinu. I fyrsta skipti á ævinni var einhver tilgangur í þvi sem hann var að gera og þetta var eina tækifærið sem hann hafði til þess að byrja nýtt líf. Ef hann tæki vélina til Mexico myndi hann verða á undan bandarískulögregl- unni og samsærismönnum Eddi King. Ef hann tæki ekki vélina en færi að leita að Elizabethu gæti hann verið viss um að frelsi sínu héldi hann ekki nema kannski fáeinar klukkustundir til viðbót- ar. Hann fór inn i brottfarar- salinn. Nú var verið að kalla far- þegana út i siðasta sinn. Elizabeth heyrði tilkynninguna lesna I hátalarann þegar hún var komin yfir i hinn enda byggingar- innar. Hún hafði gengið hratt og vissi að Mathews var á hælum hennar. Nú var henni mest I mun að leiða hann sem legst frá Keller. Hún gekk að barnum og leit á úrið. Eftir fáeinar minutur færi vélin i loftið. Hún hallaði sér að afgreiðsluborðinu og beið eftir þjóninum. — Heyrðuð þér um morðið? sagði maður við hlið hennar. — Nei, sagði hún og sneri sér snögglega að honum. — Hvaða morð? Henni fannst hún vera að kafna. — Jackson, sagði maðurinn Hann fékk sér bjórsopa og bauð henni sígarettu. — Hann var skotinn i dómkirkj- unni í morgun ... Þjónninn kom nú aðvífandi. — Já, sagði hann þurrlega við Eliza- bethu. — Hvað var það fyrir yður? — Ég held að frökenin vilji koniak. Hafðu hann tvöfaidan. Peter Mathews stóð við hlið hennar og manninn sem stóð við hlið hennar. — Viljið þér gera svo vel að sýna mér skilríki yðar. Hér er skírteini mitt. Elizabeth hafði ekki mælt orð af vörum. Hún sá að hann hafði vinstri höndina í vasanum og gat sér til um að hann væri með byssu. Maðurinn hafði nú náð sér eftir mestu hindrunina og steytti sig nú þvermóðskulega. — Ég heiti Harry Wienserstein og bý í New Jersey. Hvað á þetta að þýða. Hér er ökuskírteinið mitt og hér er farmiðinn minn til San Antonio. — Tvöfaldur koníak, veskú, Hálfur annar dollar. Elizabeth greip glasið og bar að vörum sér. Mathews hafði ekki litið á hana fyrr en nú. — Hvað i andskotanum gengur hér á, sagði maðurinn og hækkaði röddina. Elizabeth hristi höfuðið sein- lega. — Þetta er ekki hann, Peter minn. Þú ert bara að gera þig að fifli.... Þegar Peter leit á hana vissi hann að hún var að segja satt. Hann skoðaði skilríki mannsins og farmiðann. Það munaði minnstu hann þrifi af henni glas- ið og skvetti innihaldinu framan í hana. Peter greip um handlegg Eliza- bethar. — Leary vill tala við þig. Hún gekk samsiða honum og ýmsir gutu forviða á þau augum eftir að hafa fylgst með atvikinu við barborðið. — Svo að hann gabbaði þig þá eftir allt saman, sagði Mathews, — Hann ætlaði aldrei að halda loforðið. — Þú hélzt ekki þitt loforð heldur, sagði Elizageth rólega. Þau voru komin að útgöngudyr- unum og hún nam staðar andar- tak. Við enda flugbrautarinnar var Mexicovélin að hefja sig til flugs. — Þú ætlar ekki að segja okkur hvar hann felur sig, sagði Mathews. — En þú átt aldrei eftir að fara til fundar við hann. Þú ætlaðir aldrei að hitta hann hér.... það var bara til að gabba okkur. En við finnum hann, vertu viss um það. Þegar Elizabeth sá að vélin var komin í loft og byrjuð að klifra leit hún á úrið. Klukkan var tvær mínútur yfir eitt. Svo leit hún á Peter. — Er er alveg sama, hvað hann hefur gert, sagði hún einbeitt. — Þú finnur hann aldrei. Meira segi ég þér ekki, Peter. Og nú skulum við fara og hitta Leary. Viku síðar fór jarðarför John Jackson fram I heimariki hans. Eftirmæli um hann voru blönduð. Ihaldssinnar og öfgamenn hörm- uðu andlát hans, vinstri menn fögnuðu, svertingjar sögðu ekkert. Richard Smith lögreglu- þjónn var látinn á geðveikrahæli og ekki fær um að svara til saka fyrir morðið á Jackson og Patrick Jameson, ritara Regazzi kardi- nála. Sögusagnir sem komust á kreik þess efnis að kúlan sem drap Jameson voru miskunnarlaust barðar niður. Utanríkisráðu- neytið hafði gefið linuna. Ekkert pólitiskt hneyksli skyldi komast í hámæli, enda samskiptin við Sovétrikin á viðkvæmu stigi, þar sem forsetinn var í óða önn að undirbúa vináttuheimsókn til Moskvu. Smith var úrskurðaður geðklofi og lýst yfir að hann hefði framið morðin. Aftur á móti vöktu réttar- höldin yfir Edward King ekki siður athygli. Hinn þekkti útgef- andi og samkvæmismaður var dreginn fyrir rétt og ákærður fyrir morð á ástkonu Huntleys Cameron. Ein af stúlkunum á Freemont staðfesti að hún hefði séð Dallas fara inn í herbergi hans snemma um morguninn sem stúlkan var myrt. Öttinn við að vera beittur kúgun stýrði gerðum hans, og fyrirmæli frá hans eigin mönnum og þrýstingur frá Leary gerði það að verkum að King játaði á sig verknaðinn og var dæmdur i lifstiðarfangelsi. Ekki löngu síðar fann hreingerningar- kona futtugu og fimm þúsund dollara falda bak við salernisofn á litilli kafistofu á Madison Avenue. I lok mai stimplaði Leary skýrsluna um Eddi King og lagði hana til hliðar. Hann kvaddi Elizabeth á sinn fund og skýrði henni frá þvi að hún væri frjáls allra sinna ferða. Hún ætti ekki i vændum að hitta hann né Peter Mathews framar. SÖGULOK. Jólamessur Siglufirði Siglufjarðarkirkja. — Messurnar um jólin: Þorláksmessa: Nátt- söngur með unglipgum kl. 11 síð- degis. Aðfangadagur jóla: Aftan- söngur kl. 6 sfðd. Jóladagur: Hátiðarmessa kl. 2 síðd. I sjúkra- húsinu kl. 4.30. Annar I jólum: Skirnarmessa kl. 2 siðd. Sr. Bragi Ásgeirsson. „Korn” Ljóðabók eftir Álf- heiði Kristveigu Lárusdóttur KOMIN er út fyrsta ljóðabók ungrar skáldkonu, Alfheiðar Kristveigar Lárusdóttur. Nefnist hun „Korn“. Helgafell gefur bókina út, og segir Kristján Karlsson um höf- undinn og bókina á kápusíðu: „Alfheiður Kristveig Lárusdóttir er fædd 31. marz 1956. Um ferm- ingu dvaldist hún eitt ár í Banda- rikjunum; sat siðan I öðrum bekk Hlíðaskóla, en veiktist og lá ár- langt á sjúkrahúsi.Hún tók lands- próf við héraðsskólann á Skógum, en stundar nú nám í 2. bekk menntaskólans við Tjörnina. Þessi ljóð hennar, sem mörg eru ort um fimmtán ára aldur, bera vott um sérkennilega hug- kvæmni, sjálfstæða tilfinningu og ótvíræða skáldskaparhæfileika." Virkjun Bessa- staðaár ákveðin FRUMVARPIÐ um virkj- un Bessastaðaár í Fljóts- dal, stjórnarfrumvarp, var afgreitt sem lög frá alþingi á fundi efri deildar í fyrra- dag. VELVAKAIMDI . ■ — -n Velvakandi svarar i síma 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi , til föstudags. v__:_________________________/ % Fréttabréf úr Heimunum „Samvizkulaus húsmóðir" skrifar: „Velvakandi minn. Mér datt svona i hug, að þú hefðir gaman af að fá eitt litið lettersbréf um það hvernig jóla- undirbúningurinn gengur fyrir sig I ósköp venjulegri blokk hér inni I Heimahverfinu. Eins og vera ber er allt á öðrum endanum á öllum hæðum, nema hjá mér, en í byrjun desember ákvað ég að haga þessum undir- búningi dálítið öðru visi en venju- lega. Sú nábýliskonan, sem ég er kunnugust, kom núna rétt áðan og spurði hvort ég ætti nokkur egg aflögu — hana vantaði nefni- lega sex stykki svo hún gæti drifið sig í að baka tertubotnana og lokið þannig við jólabakstur- inn. Áður er hún búin að baka sex tegundir af smákökum, hnoðaða tertu, formkökur og laufabrauð. Henni var velkomið að fá eggin þvi að ég er nefnilega full mót- þróa og ætla ekkert að baka. Sem hún snaraðist sigri hrósandi út frá mér með eggin spurði hún hvort mér væri virkilega alvara með að baka ekkert í ár. Já, ég sagðist vera alveg ákveðin. 1 fyrsta lagi væri ég á þvi að fólk æti sér til óbóta á jólunum og hefði yfirleitt alls ekki lyst á kök- um því að alltaf væri verið að borða steikur og aðrar kræsingar og i öðru lagi þá hreinlega nennti ég þessu ekki. Einhver orð hafði hún um að þetta væri náttúrlega alveg rétt hjá mér og sér væri líklega nær að fara að mínu dæmi, en það væri nú svona — þetta tilheyrði. % Hreingern- ingarnar Jólahreingerningarnar hér í húsinu eru blessunarlega af- staðnar, en fyrst i mánuðinum voru þær í algleymingi. Ég held að það sé búið að rifa niður hverja einustu gardinudulu í húsinu, mála á öðru hverju heimili, a.m.k. þar sem ekki var málað i vor, og svo stóð til að fá ný teppi á stigaganginn, en því miður var það athugað of seint, en eftir áramót verður látið til skarar skriða. Konan á hæðinni hér fyrir ofan var miður sín i marga d?ga um daginn af því að hún þurfti að láta gera við sirennslið í klósett- kassanum fyrir jól en kassinn hafði verið bilaður siðan í vor. Svona gæti ég haldið áfram að telja upp, en segja má með sanni, að hér hafi allt verið í hers höndum síðan um mánaðamót. Þetta er nú allt gott og blessað, þvi að ekki er fólki of gott að sinna hugðarefnum sinum, hafi það tíma og tækifæri til. Hins vegar blöskrar mér þegar konur sem vinna fulla vinnu utan heimilis ætla að fara að standa i því sama og þær, sem hafa heimilisstjórnina að fullu starfi. Þetta hef ég a.m.k. tvö dæmi um úr þessu húsi. Báðar eru þessar konur með börn á sinum vegum og önnur er þar að auki með eiginmann á sinum vegum. Eigin- maðurinn sá dífir aldrei hendi i kalt vatn, þvi að hann er víst alinn upp í þvi að ákveðin verk séu verk húsmóðurinnar og enginn annar geti leyst þau af hendi. % Fyrir hverja eru jólin? Það er hefðbundinn hugs- unarháttur að jólin séu hátið barnanna. Ekki skal ég verða til þess að draga úr þvi, börnin eiga allt gott skilið. En mér ofbýður stundum að horfa upp á allt til- standið fyrir jólin og allar þreyttu húsmæðurnar, sem eru að gefast upp á þessu öllu, en eru svo um leið að ala börnin sin upp í sömu vitleysunni. Á mörgum heimilum er sá siður að börnin láti skóna sina út í glugga allan desember- mánuð. Þeim er ætlað að trúa þvi að jólasveinninn birtist á skjánum og láti sælgæti í skóinn. Það þarf ekki tiltakanlega viti borið barn, sem orðið er svona fjögurra til fimm ára, til að sjá i gegnum þessa fáránlegu blekk- ingu. En afleiðingin er sú, að allan jólamánuðinn er verið að borða sælgæti, þvert ofan í þau boð og bönn, sem gilda aðra tima ársins. En nú hugsa kannski sumir að ég, sem þetta skrifa, hljóti að vera önug og leiðinleg kerling, sem vilji draga úr jölagleði annarra með úrtölusemi og fýlu. Sá er ekki tilgangurinn — þvert á móti vildi ég óska að fólk gæfi sér betri tíma lil að hugsa um þessa hátið, sem senn gengur i garð, og velta þvi fyrir sér hvað þau geti gefið þvi af friði og gleði. Þetta er hátið ljóssins og friðarins, en stundum sýnist mér sem þetta sé að verða hátíð þeirra, sem stiga hvað tryllt- astan dansinn í kringum gullkálf- inn. Að lokum óska ég þér, Velvak- andi minn, og öllum, bæði hús- mæðrunum og öðrum gleðilegra jóla. Samvizkuiaus húsmóðir“.“ Við skiljum nú ekki alveg undirskriftina, — það er fremur eins og samvizka húsmóðurinnar sé þung á metunum. En ætli hver og einn finni ekki bezt sjálfur hvernig hann vill haga sínum jólaundirbúningi? Sumir telja líklega tímanum bezt varið með þvi að baka kynstur af kökum og aðrir með þvi að hyggja að sálarheill sinni og annarra. % Vandfundin frímerki Maður hringdi og kvartaði sáran undan því hve erfitt væri að fá keypt frímerki eftir lokun sölu- búða. Hann sagðist hafa verið að ganga frá jólapóstinum um helgi og hefði sig vantað nokkur frí- merki, en illa hefði gengið að ná í þau. Hann vildi koma þeirri uppá- stungu á framfæri hvort ekki væri hægt að selja þau i sjoppum. Þetta hefur vist oft verið orðið áður, en kannski úr rætist fyrir nldamót. Nú er i ráði að flytja gamla söluturninn, sem áður var við Arnarhól, á Lækjartorg, og væri vel til fallið að selja þar frímerki. OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD JOLAGJOF HÚSMÚBURINNAR LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL PÓSTSENDUM LJÓS & ORKA Sii(lurlandsbraut 12 simi S4488

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.