Morgunblaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 260. tbl. 61. árg. LAUGARDAGUR 28. DESEMBER 1974 PrentsmiSja Morgunblaðsins. Darwinbúar fluttir burt Ný borg reist eftir fellibylinn Darwin, 27. desember. AP. Reuter. FJÖRÐUNGUR ibúa Darwin hafði verið fluttur á brott i dag til allra annarra fylkishöfuðborga Ástralíu, tveimur dögum eftir að fellibylurinn gekk yfir borgina. Stefnt er að því að flytja burt heiming borgarbúa fyrir sunnu- dagskvöld. Jafnframt lýstu ráðherrar stjórnarinnar þvi yfir að borgin yrði endurreist, en á nýjum stað. Yfirmaður björgunaraðgerð- anna. Alan Stretton hershöfðingi, sagði blaðamönnum að ekkert væri hæft i þrálátum orðrómi um að lögregla beitti skotvopnum gegn fólki sem ruplaði í borgar- rústunum. Hann sagði að björgunaraðgerð- irnar færu samkvæmt áætlun, engin skelfing hefði gripið um sig 9 fórust Lissabon, 27. des. AP. Reuter. TVÆR járnbrautarlestir rák- ust á skammt frá Lissabon í dag og a.m.k. niu biðu bana og 58 slösuðust. Önnur lestin var að koma frá Porto en hin var á leið frá Lissabon. og engin stórafbrot hefðu verið 'ramin. Hann bætti því við að engin yfirhilming ætti sér stað. Stretton sagði að enn væri talin hætta á taugaveiki, kóleru og blóðkreppusótt en enn hefðu engar fréttir borizt um faraldur. tbúar borgarinnar voru 41.000 og f dag höfðu 10.000 verið fluttir burtu. Embættismenn segja að þeir vilji alls flytja burtu helming jorgarbúa þar sem bæði er lítið rafmagn og vatn í borginni. Búizt var við að 6.000 í viðbót yrðu fluttir burtu á morgun og 5.000 á sunnudag eða um 20.000 alls. Að minnsta kosti 47 manns biðu bana i fellibylnum, allt að 300 slösuðust og 20.000 misstu heimili sin. Nægur matur er i borginni og vatnsveitukerfið kemst í lag um helgina að sögn Strettons hers- höfðingja. Margir borgarbúar voru enn hálfringlaðir í dag eftir náttúru- hamfarinar er þeir reyndu að hreinsa heimili sín sem flest eru að mestu rústir einar. Næstum þvi hvert einasta hús i borginni er þaklaust. Fólk kemst varla í þær fáu verzlanir sem eru opnar fyrir bíl- flökum, trjám, er slitnuðu upp með rótum í fárviðrinu og alls konar braki, sem liggur eins og hráviðri á götum Darwin. Benzín er fáanlegt en því verður að dæla með handafli úr neðanjarðar- geymum. Dómsmálaráðherra Ástralíu, Lionel Murphy, sagði í dag að borgin yrði endurreist. Murphy sagði að tjónið eins og það væri hæst metið yrði „ekki meira en kostnaðurinn af þátttöku Ástra- liumanna í Víetnamstríðinu i eitt ár“. Framhald á bls. 18 Eitt þeirra þúsunda fbúðarhúsa, sem eyðilögðust í fellibylnum í Darwin. Þannig var umhorfs við eina af aðalgötum Darwin eftir fellibylinn. Greiðsluhalli EFTA- landanna tvöfaldast Genf, 27. des., Reuter. HEILDARGREIÐSLUHALLI hinna sjö aðildarlanda EFTA, Frfverzlunarsamtaka Evrópu, hefur næstum þvf tvöfaldazt á þessu ári vegna hækkandi olfu- verðs og nemur nú um 10.000 milljónum dollara. Samkvæmt skýrslu bandalags- Lens, Frakklandi, 27. des. Reuter. FJÖRUTlU námumenn biðu bana f sprengingu í kolanámu f Lieven skammt frá bænum Lens í Frakklandi f dag samkvæmt opin- berri tilkynningu. Sex menn brenndust alvarlega og eins er saknað. Sprengingin varð fimmtán mfnútum eftir að verkamennirnir fóru niður f námuna til vinnu sinnar eftir jólafrf í morgun. Þetta er eitt mesta námuslys sem orðið hefur í Frakklandi og það mesta f 15 ár. Um 45 menn voru staddir í námugöngum 700 metrum fyrir neðan yfirborð jarðar þegar sprengingin varð. Lieven er 30.000 manna bær skammt frá belgísku landa- mærunum. Þegar fréttin barst um sprenginguna þyrptust um 500 ættingjar og vinir að námu- opunum. Björgunarmenn og bifreiðar sem voru sendar á vettvang með likkistur áttu fullt í fangi með að ins er ástandið einna bezt i Austurríki, sem ræður bæði yfir olíu og kolum. Greiðsluhallinn þar er aðeins sem svarar 150 milljónum dollara. Á íslandi og í Finnlandi hefur greiðsluhallinn hins vegar rúm- lega tvöfaldazt. Greiðsluhalii Portúgala jókst um tæp 50%. komast gegnum hóp grátandi kvenna og barna. Verið getur að neisti hafi kveikt í gasi eða kolaryki, en starfs- maður kolanámufélags rikisins sagði að enn væri ekki hægt að gefa skýringu á slysinu. 21 námuverkamaður beið bana i gassprengju í annarri námu á þessum slóðum 1963. Valery Giscard d’Estaing for- seti sendi Michel d’Ornano iðnaðarráðherra á slysstaðinn og fyrirskipaði nákvæma rannsókn. Konur i náttsloppum stóðu skjálfandi i rigningu og kalsa með börnum sinum við hliðin að námunum, hrópuðu til starfs- manna námufyrirtækisins og spurðu frétta. Ein konan gekk grátandi burtu þegar henni var sagt að maður hennar hefði farizt. Um átta klukkustundum eftir slysið hafði flestum líkunum verið bjargað upp á yfirborðið. Það bjargaði lifi eins námu- manns að hann vaknaði ekki við vekjaraklukku sína og mætti þvi ekki til vinnu. í skýrslunni segir að nokkrum aðildarlöndum samtakanna hafi tekizt að halda verðbólgunni það mikið i skef jum að hún hafi verið minni en meðalaukning verðbólg- unnar innan OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar. 1 Austurriki, Norégi, Sviþjóð og Sviss jókst verðbólgan um 10% á árinu en í Finnlandi eykst hún um 16,5%, í Portúgal um rúmlega 30% og á íslandi um 41%, segir í skýrslunni. Um viðskiptajöfnuðinn segir að í Sviss hafi hallinn aukizt um 33% en þó sé það minna en búizt Framhald á bls. 18 GuííæðT magnast London, 27. desember. AP. GULL SELDIST á nýju metverði í dag, 195,25 dollarar únsan. Ein gullúnsa er á stærð við sykurmola. Þetta jólagullæði á rætur að rekja til þeirrar yfirlýsingar Bandaríkjastjórnar að banda- rískir borgarar geti keypt gull með löglegum hætti frá og með 31. desember í fyrsta skipti f 41 ár. GuIIæðið magnaðist við fréttir um að Bandaríkja- stjórn ætlaði að selja 2 milljónir únsa af gulli á uppboði 6. janúar. Búizt var við að miklu meira magn yrði selt og greinilega er gert ráð fyrir að uppboðið leiði til kaupæðis. Þegar gullmarkaðnum var lokað fyrir jólin var gullverðið 192,50 dollarar únsan. 40 fórust í námuslysi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.