Morgunblaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 19
MORGUfígLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER, 1974
19
Hættið alveg
að reykia
ÞAÐ getur veriö erfitt að koma
sjúklingum I skilning um að
sjúkdómurinn sem þeir eru
með versnar af völdum tóbaks-
notkunar. Margir taka slíkri
ábendingu sem persónulegri
móðgun og neita hreinlega að
trúa henni. Þetta væri auðveld-
ara ef maður gæti sannað þetta
með því að segja t.d. vió sjúkl-
inginn: Reyndu að reykja ekki í
eina eða tvær vikur, og þú
munt taka greinilega eftir þvi,
að sjúkdómseinkennin verða
veikari eða hverfa með öllu.
Flestir þeirra sjúkdóma, sem
krefjast þess að sjúklingurinn
reyki ekki ef hann vill fá bata,
læknast þó ekki svo skyndilega.
En þetta á hins vegar við lang-
vinnt lungnakvef (króniskt
bronkitis). Ef miklir reykinga-
menn sem eru með þennan
sjúkdóm hætta að reykja er
stundum hægt að merkja hreint
og beint undraverðan bata.
Sjúklingarnir geta næstum alv-
eg losnað við sjúkdómseinkenn-
in á einni eða tveimur vikum.
Langvinnt lungnakvef er tíð-
ur sjúkdómur, einkum hjá eldri
og miðaldra karlmönnum. Það
kemur fram sem langvinnur
eða tímabundinn hósti, samfara
mæði, — í vægum tilfellum að-
eins við likamlega áreynslu en i
þeim alvarlegri einnig þegar
líkaminn er vei hvíldur. Berkl-
ar, lungnakrabbamein, ákveðn-
ir hjartasjúkdómar og aðrir
sjúkdómar geta komið fram
með svipuðum einkennum,
þannig að menn ættu ekki að
slá þvi föstu að þeir séu með
lungnakvef fyrr en eftir lækn-
isrannsókn, og læknirinn hefur
kveðið upp þann úrskurð.
Lyfjameðferð á langvinnu
lungnakvefi býður ekki upp á
sérlega marga möguleika. Not-
uð eru lyf sem ýta á eftir
hreinsun lungnapipanna og
losa um slim. Hins vegar er það
skaðlegt að taka inn hóstastöðv-
andi lyf, er læknir hefur ekki
ráðlagt það í sérstöku tilviki.
Þau vinna á móti hreinsuninni,
sem einmitt á sér stað við hósta
og getur leitt til sköddunar á
lungnaverjunum.
Þessi lyf sem losa um slím og
útvikka lungnapípurnar ber að
nota samkvæmt læknisráði. En
ef það er ekki nauðsynlegt að
nota þau stöðugt, er smám sam-
an hugsanlegt að takmarka
notkun þeirra við tilvik þegar
menn eiga erfitt með innöndun,
t.d. á morgnana eða i röku
veðri.
Mikilvægasta meðhöndlunin
á langvinnu lungnakvefi er fal-
in sjúklingum sjálfum og felst í
breytingu á lifnaðarháttum.
Hann verður fyrst og fremst að
forðast allt sem ertir slím-
himnu lungnapípanna.
Ég hóf greinina á þessu, en
ég ætla að undirstrika það enn
einu sinni: Hættið að reykja!
Reykurinn ertir gífurlega hina
næmu slimhimnu barkans, og
margir lungnakvefssjúklingar
fá umtalsverðan bata ef þeir
hafa nægan viljastyrk til að
leggja tóbakið á hilluna.
Annar reykur í andrúmsloft-
inu verkar jafn ertandi og tó-
baktsreykur, og sama er að
segja um ryk, raka, kulda og
mikinn hita. Til er fólk með
lungnakvef sem virðist vera
algerlega heilbrigt á hlýjum
sumardögum, en verður að
hósta og mása i þoku og rign-
ingu. Þess vegna er það ekki
gott mál að flest tilfelli af
lungnakvefi skuli finnast i
Bretlandi, þar sem loftslagið er
rakt og þokukennt.
Af ofannefndum orsökum
getur það reynzt nauðsynlegt
fyrir lungnakvefssjúklinga að
skipta um atvinnu og stundum
jafnvel flytjast búferlum.
Miðaldra verkamaður sem
hafði það að lifibrauði að skera
sef meðfram nokkrum stöðu-
vötnum fannst hann þannig
vera endurfæddur þegar hann
skipti um vinnu og fór að vinna
I birgðageymslu. Sama er að
Fjölmargir sjúkdómar versna af völdum tóbaks og hverfa oft
alveg ef sjúklingar hætta að reykja
segja um mannn sem flutti úr
röku húsi, sem stóð i dæld, í
ofarlega hæð fjölbýlishúss inni
í miðborginni.
Lungnakvefssjúklingar sem
eru langt leiddir ættu að forð-
ast vinnu sem krefst mikillar
líkamlegrar áreynslu, of hraðar
gönguferðir og annað sem
krefst aukinnar öndunarstarf-
semi. Feitt fólk ætti að reyna að
léttast. Aukakílóin leggja á
hjarta og lungu aukin verkefni,
Sumarfríum ber að haga
þannig að menn forðist ferðir
til staða með óhentugt loftslag.
Beztu staðirnir eru fjalllendi
með tempruðu loftslagi.
Næstum því ógerlegt er að ná
algjörum bata á langvinnu
lungnakvefi. Þrátt fyrir það að
sjúkdómseinkennin hverfi er
sjúkdómurinn sjálfur alltaf á
næsta leiti og bíður færis á að
brjótast út við fyrsta tækifæri.
Sýkingar í barka, — t.d. kvef,
hálsbólga og inflúensa —, eru
oft orsök þess að lungnakvefið
brýst fram á ný. Þess vegna er
það mikilvægt að lifa lífinu
þannig að þessum sjúkdómum
sé ekki boðið heim. Menn verða
að klæða sig vel, en hvorki of
mikið né of litið. Menn ættu
einnigt að fá nógan svefn, forð-
ast ofreynslu, borða breytilega
fæðu og taka inn daglega víta-
min. Líkamann þarf að stæla en
þó má hann ekki komast f snert-
ingu við t.d. kvefað fólk
o.fl.þ.u.l. Þegar innflúensa
gengur ber mönnum að láta
bólusetja sig.
Læknar eru viljugri á að gefa
lungnakvefssjúklingum peni-
cillin og aðrar tegundir mót-
efna en öðrum sjúklingum. I
alvarlegri tilvikum er það gefið
mánuðum eða jafnvel árum
saman i töfluformi í fyrirbyggj-
andi augnamiði. En þessa með-
höndlun mega menn ekki
leggja út í upp á eigið eindæmi
með því að nota lyf sem öðrum
sjúklingí hefur verið ætlað að
taka inn. Læknir verður að
skera úr um málið i hverju ein,-
stöku tilfelli. Peniciliintöf 1 ur
eru ekki bara venjulegar töfl-
ur, sem menn skella í sig.
Einnig verður að berjast
gegn ýmsum öðrum kvillum
samhliða, t.d. í munninum
tannhirðu. Rækileg tannburst-
un og heimsóknir til tannlækn-
is tvisvar á ári eru lungnakvefs-
sjúkiingum mikilvægar. Sýkt
tannrót nægir til að halda
lungnakvefi við.
I sumum tilvikum geta sér-
stakar öndunaræfingar orðið
lungnakvefssjúklingum til
góðs, þær felast I slökun sam-
fara innöndun með þindinni og
rólegri útöndun, fyrst I hvíldar-
stellingum, síðan í hægum takti
við hreyfingar.
Æfingarnar þarf læknir að
skipuleggja, og til að byrja með
þurfa þær að fara fram undir
leiðsögn sjúkraþjálfara. Þegaf
sjúklingurinn er búinn að ná
tökum á þeim, getur hann gert
það einsamall dag hvern heima
hjá sér.
EfflK
Matsvsiii og háseta
Vántar á 150 lesta bát, sem stundar
netaveiðar frá Þorlákshöfn. Uppl. í símum
99-3619 og 99-3744.
Byggingafræðingur
Byggingafræðingur með sex ára starfs-
reynslu við byggingaeftirlit og teiknistofu-
störf, óskar eftir atvinnu.
Tilboð sendist Mogunblaðinu merkt
„8940"
Góð
framtíðaratvinna.
Ef þú hefur gaman af vélum og ert
laghentur, ungur og frískur á aldrinum
30—45 ára, er gott starf í boði í
Tropicana-verksmiðjunni frá og með ára-
mótum.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu
okkar mánudaginn 30. desember frá
1 0 — 1 2 fyrir hádegi.
SÓL H/F
Þverholti 19—21.
Stúlka vön
afgreiðslustörfum
óskast strax. Uppl. á Sæla Café Brautar-
holti 22 kl. 10—4. Sími 19480 og
19521.
Barngóð stúlka
óskast
til vors á reglusamt isienzkt heimili, til að gæta 2ja ára telpu á
meðan móðirin er i skóla á daginn. Sér herbergi. Uppl. í síma
51195 i dag og næstu daga.
Gjaldkeri:
Óskum eftir að ráða nú þegar, eða sem
fyrst, ábyggilegan mann til gjaldkera-
starfa o.fl.
Verzlunar- og/eða Samvinnuskóla-
menntun æskileg. Skriflegar umsóknir
sendist oss fyrir 5. janúar n.k.
usta- og sm/örsalan s.f.,
Snorrabraut 54,
Reyk/avík.
Tæknifræðingur
óskast.
Samband málm- og skipasmiðja öskar að ráða framleiðslu-
tæknifræðing eða véltæknifræðing til ákveðins hagræðingar-
verkefnis.
Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu Sambands málm-
og skipasmiðja að Garðarstræti 38 eða í síma 25531.
Sjómenn
Vanir hásetar
og matsveinn
óskast
á m/b Reykjaröst, Grindavík til neta-
veiða. Símar 30048 og 92 8086.
Stýrimann,
matsvein
Oy liáseta
vantar á 200 lesta bát sem gerður verður
út á netaveiðar frá Þorlákshöfn. Uppl. í
símum 99-361 9 og 99-3794.