Morgunblaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 28. DESEMBER, 1974
5
Gunnlauffur Jónasson:
Oft er þörfen
nú er nauðsyn
NU ERU ýmsar blikur á lofti I
íslenzkum efnahagsmálum, verð-
bólga geisar og undirstöðuat-
vinnuvegirnir eru reknir með
tapi. Orsakir þessa ástands eru
verðfall á helztu útflutningsvör-
um þjóðarinnar og stórfelldar
hækkanir á innfluttum reksturs-
vörum atvinnuveganna svo og
kauphækkanir innanlands. Einna
þungbærust af þessu er þó hin
ofsalega hækkun á innfluttri oliu,
sem bitnar einna harðast á sjávar-
útveginum, því fiskveiðar verða
alls ekki stundaðar hér á landi án
olíu. Þarf ég ekki að rekja þetta í
lengra máli, svo alkunnugt er
þetta öllum almenningi. Margir
telja, að þessir efnahagsörðug-
leikar séu timabundnir og fljót-
lega muni úr rætast. Betur að svo
reynist. Að því er varðar oliuna er
þó ljóst, að sáralitlar likur eru til
að verð á henni lækki fyrst um
sinn, enda þótt nýjar olíulindir
finnist öðru hvoru. Nú þegar hafa
ríkisstjórn og Alþingi þurft að
gera ráðstafanir til niðurgreiðslu
á olíu bæði til fiskiskipa og upp-
hitunar íbúðarhúsa þeirra, sem
fá ekki notið jarðhita
til upphitunar hýbýla
sinna. Olíuniðurgreiðsla
þessi kostar þúsundir millj-
óna króna sem aflað er nán-
ast með þvi, að taka fé úr einum
vasa og láta í annan. Ýmislegt
fleira þjakar nú þjóðarbúið, þótt
það verði ekki rakið frekar hér og
er nú, að þvi er virðist svo komið,
að einungis tveir kostir eru fyrir
hendi. Annar er sá, að þjóðin
leggi árar í bát og sætti sig við, að
lífskjör hennar rýrni alvarlega
um nokkurt skeið a.m.k. Hinn er
sá að skyrpa i lófana og hefja
lífróður til varðveizlu þeirra lífs-
kjara, sem henni hafa hlotnast á
undanförnum áratugum, samfara
sókn til enn betri og tryggari af-
komu. Enginn vafi er á þvi, að
þjóðin velur hiklaust síðari kost-
inn. En allur eða a.m.k. mestallur
almenningur mun væntanlega
láta sér skiljast, að það er ekki
nóg, að vilja varðveita lífskjör og
bæta þau, menn verða lika að
vilja það, sem leitt getur til batn-
andi þjóðarhags.
Þvi miður er langt frá þvi, að
almennur skilningur sé fyrir
hendi á því, hve alvarlega nú
horfir í efnahagsmálum landsins.
Almennt mega menn varla heyra
nefnt, að lífskjörin versni frá því
sem nú er. Menn vilja þvert á
móti, að þau batni stórlega. Sýna
má þetta með stuttri en langt frá
þvi tæmandi upptalningu: Menn
vilja mat sinn og hann góðan,
menn vilja klæðast dýrindisfatn-
aði, menn vilja búa i upphituðum
húsum af beztu gerð, eiga góð
heimili, maka og börn, menn vilja
aka um land sitt á gljáfægðum
skrautbílum, eftir fullkomnustu
vegum með varanlegu slitlagi,
menn vilja ferðast um loftin blá í
hraðfleygum flugvélum til sól-
rikra sumarlanda, menn vilja eiga
þess kost að stunda arðsama og
velborgaða atvinnu, menn vilja
tryggja sínu unga fólki beztu að-
stöðu til náms, iþrótta og kapp-
leikja bæði innan lands og utan
og veita því unga fólki, sem á þvi
þarf að halda, styrki og lán til
framhaldsmenntunar, menn vilja
tryggja öllu öldruðu fólki friðsælt
og áhyggjulaust ævikvöld, einnig
öllu sjúku og vanburða fólki
iækningu og sjúkrahúsvist, menn
vilja launa og styrkja allskonar
listamenn, skáld og rithöfunda,
jafnvel þótt menn skilji ekki
nokkurn skapaðan hlut i verkum
sumra þeirra, svo vilja menn helzt
hafa sjálfdæmi um kaup sitt og
kjör, menn vilja einnig lifa hinu
fjölbreyttasta félagslifi og eiga
aðgang að félagsheimilum, leik-
húsum, bókasöfnum, listgripa-
söfnum, og svo yilja menn njóta
margs fleira, sem of langt yrði
upp að telja. Nokkurra þeirra lífs-
gæða, sem hér hafa verið upp
talin hafa menn hér á landi notið,
að einhverju leyti á öllum timum,
allt frá landnámstið, en einkum
þó í seinni tíð á vegum þess vel-
ferðarríkis, sem nú er að risa á
legg hér á landi. En ef menn
kynnu nú að ætla, að þjóðin hefði
ekki frekari óskir fram að bera
um það sem til velsældar horfir,
þá fara menn villir vegar. Sumir
munu segja, að þetta séu ýkjur,
þjóðin geri ekki slíkar kröfur,
sem hér hefir verið um rætt. En
ég segi þá: farið bara á áheyr-
endapalla Alþingis, hlustið á um-
ræður, öll frumvörpin og tillög-
urnar, sem þar eru á dagskrá og
kynnið ykkkur ennfremur það
sem blöðin og fjölmiðlarnir bera á
borð fyrir þjóðina, þá hygg ég að
þið sannfærist um, að hér sé ekk-
ert ofmælt. Og víst er um það, að
þjóð, sem elur með sér slíkar ósk-
ir og þrár, er allt annað en lifs-
þreytt, og þeir sem halda, að is-
lenzka þjóðin sé nú farin að þrá
kyrrlátara lif, vilji hverfa
frá vélamenningunni, hagvexti
og hraðri uppbyggingu atvinnu-
vega sinna, þekkja ekki þjóð
sína. Annað mál er það, að
samtimis því sem menn óska
og vonast eftir því, sem upp var .
talið, vilja menn á stundum a.m.k.
eiga þess völ, að draga sig burt frá
skarkala þjóðlífsins, njóta ein-
veru, horfa út í himinblámann og
velta fyrir sér ráðgátum tilver-
unnar. Svo er einnig á það að lita,
að sumar óskir og þrár of mikils
fjölda manna, beinast því miður
að óæskilegum hlutum, svo sem
óhæfilega mikilli áfengis- og
tóbaksnautn, og sumir ein-
staklingar eru svo heillum horfn-
ir, að þeir sækjast jafnvel eftir
allskonar eiturlyfjum til lausnar
frá eðlislægum jarðneskum
vandamálum. Þess ber sannar-
lega að óska og vona, islenzku
þjóðinni til handa, að hún þræði
jafnan hinn gullna meðalveg er
hún leitar uppfyllingar óska
sinna og vona.
XXX
Vandkvæðin á þvi, að láta
áminnstar og margar fleiri óskir
almennings rætast, eru einfald-
lega þau, að þjóðin er ekki nógu
efnuð til þess að það sé fram-
kvæmanlegt. Verst er að fjöl-
mörgum mönnum er þetta alls
ekki ljóst. Menn gera því óraun-
hæfar og ótímabærar kröfur. For-
ustumenn þjóðarinnar reyna
samt, eftir föngum að uppfylla
þær, þrátt fyrir efnahagslegt
getuleysi þjóðarbúsins, og þarna
er vafalítið dýpsta rót verðbólg-
unnar og skuldasöfnunar þjóðar-
innar á erlendum vettvangi.
Margir sjá þetta og vilja að borgar
arnir leggi hinar óraunhæfu óskir
á hilluna, veri góðu börnin og bíði
betri tíma. En slíkt er öllum þorra
almennings afar ógeðfellt; menn
vilja, að því er virðist, bara fá
óskir sinar uppfylltar og helzt i
hvelli og sumir virðast halda, að
hér standi aðeins nokkrir vondir
menn i vegi og vilja helzt.gera þá
höfði styttri sem allra fyrst. Sú
aðferð hefir að visu verið reynd
víðsvegar um heimsbyggðina fyri
og siðar, en með vægast sagl
hörmulega litlum árangri. En
hvað skal þá taka til bragðs til
þess að bæta efnahag þjóðarinn-
ar, svo sem nauðsyn krefur? Auð-
lindir þær, þ.e. hinir „hefð-
bundnu atvinnuvegir“, sem þjóð-
in hefir hagnýtt sér til fram-
færslu og auðsældar til þessa, eru
augljóslega ekki nægilega gjöful-
ir til lausnar þessum vanda. Sem
betur fer er islenzka þjóðin ekki
alveg heillum horfin í þessu efni
og almenningi er smám saman að
verða það ljóst, að til eru hér á
landi þær auðlindir, sem gætu ef
hagnýttar væru, látið marga af
djörfustu framfaradraumum
þjóðarinnar rætast. A ég þar við
orku fallvatnanna og hitaorku
jarðlaganna, sem hin islenzka
náttúra býður fram af svo dæma-
lausu örlæti þjóðinni til bjargar
og auðsældar á komandi tímum,
að einsdæmi má telja.
Augljóst er nú orðið, að fallorka
þeirra stórfljóta hér á landi, sem
hagkvæmust eru til virkjunar,
svo og hitaorkan á háhitasvæðum
landsins er nú margfalt ódýrari í
notkun en hverskonar önnur
orka, sem nú er tiltæk í yeröld-
inni, svo sem olía, kol, jarðgas og
kjarnorka. Ég get ekki stillt mig
um það hér, að vitna til orða
skólastjóra garðyrkjuskólans i
Hveragerði; er hann viðhafði fyr-
ir skömmu í sjónvarpi, að útreikn-
ingar sýndu, að jarðhiti til upp-
hitunar á gróðurhúsum væri 30
sinnum ódýrari en olía i sama
skyni.
XXX
Vegna olíuhækkunarinnar ríkir
nú orkukreppa í nær því allri
veröldinni, ekki sizt i iðnaðarríkj-
um Evrópu og Ameríku. Af þess-
um sökum má ganga að því vísu,
að mikil eftirspurn verði eftir því
að fá að hagnýta hina ódýru fall-
orku stórfljótanna hér á landi,
sem eru svo til óvirkjuð ennþá.
Ástandið nú í hinum orkuþyrsta
heimi mun auðvelda íslenzku
þjóðinni að nýta þessar áminnstu
orkulindir. Þegar þær eru komn-
ar til nota, má segja að Islanding-
ar hafi stóraukið þekkingu sína á
þvi, hvernig á að búa á Islandi. Þá
þekkingu hafa þeir aðeins haft af
skornum skammti til þessa.
Það er því ekki áhorfsmál, að
forustumenn þjóðarinnar verða
án tafar að gera gangskör að þvi
að hagnýta þessar stórkostlegu og
ódýru orkulindir, að öðrum kosti
munu lifskjör islenzku þjóðarinn-
ar versna stórlega í náinni fram-
tið. Að hika nú er sama og að
tapa.
Nokkur byrjun hefir komið til
framkvæmda á undanförnum ára-
tugum, en þvi miður verið alltof
hægfara. Nokkur stórvirki hafa
þó verið unnin og eru hitaveitan i
Reykjavík, Búrfellsvirkjun og
Sigölduvirkjun hin helztu. Hagn-
aðinn af þessum stórframkvæmd-
um má nú telja í þúsundum
milljóna króna. Og er næsta
furðulegt hve þjóðinni hefir mið-
að hægt á þessari gæfubraut. Oft
hefir nú verið gelt hátt hér á
landi gegn Ihaldi og afturhalds-
semi, en hvenær hefur afturhald-
ið í þessum efnum verið gagn-
rýnt? Ég hefi ekki orðið var við
það. Þessi seinagangur verður
ljós þegar þess er gætt, að óvirkj-
uð vatnsorka i landinu er talin
nema u.þ.b. 30 milljónum kíló-
vatta. Erfiðara er að áætla hita-
orku jarðlaganna á hitasvæðum
landsins, en líkle_ga nemur hún
enn meiru.
XXX
Annars staðar á landinu en á
Suðurlandi hefir verið dreift smá-
virkjunum til að sjá fólkinu sem
þar býr fyrir rafmagni til brýn-
ustu þarfa. Það segir sig sjálft, að
orkudreifingarkostnaður slíkra
smástöðva er afardýr miðað við
orkuframleiðslu þeirra. Þessar
smávirkjanir og olíustöðvar hafa
því reynzt mjög illa. Orkuna, frá
þeim hefir orðið að selja langt
undir kostnaðarverði, enda
er fjárhagur Rafmagnsveitna
rikisins i kalda koli, sem
vonlegt er. Við . verðum þvi að
hætta því algerlega að peðra
smávirkjunum. út um allt
land, eins og gert hefir verið að
undanförnu. Að halda því áfram
er sama sem að dæma sig til að
búa i bráð og lengd við rándýrt
rafmagn. Við þurfum um fram
allt, að fá ódýrt rafmagn bæði til
almennra nota og atvinnu-
rekstrar. En verulega ódýrt raf-
magn fæst aðeins frá stórvirkjun-
um. Hér eftir eigum við þvi nær
eingöngu, að snúa okkur að virkj-
un stærstu fallvatna landsins.
Tvær nokkuð stórar virkjanir eru
nú þegar á Þjórsársvæðinu og tvö
stóriðjuver, álverksmiðjan í
Straumsvik og járnblendiverk-
smiðjan í Hvalfirði fá orku frá
þeim! Það getur þvi ekki talizt
nema eðlilegt, að næstu sórvirkj-
anir verði gerðar við stórvötnin á
Austur- og Norðausturlandi. Nán-
ar til tekið er þar um að ræða:
Jökulsá í Fljótsdal, Jökulsá á Dal
og Jökulsá á Fjöllum. Talsverðar
rannsóknir á skilyrðum til virkj-
unar á þessum/vatnsföllum voru
gerðar fyrir nokkrum árum, þeg-
ar viðreisnarstjórnin svokallaða
sat að völdum og má vissulega
minnast þess með þakklæti. Hins
vegar var slegið slöku við þessar
undurbúningsrannsóknir þau 3
ár, sem vinstri stjórnin sat við
stjórnvöl íslenzka rikisins, og
virðist sú vanræksla nú ætla að
verða þjóðinni dýr. Hér er ekki
rúm til þess að lýsa ráðagerðum
Framhald á bls. 31
JOLATRÉSSKEMMTUN
Hins íslenzka prentarafélags
verður að Hótel Borg í dag (laugardag) og hefst kl. 3.30.
Aðgöngumiðar seldir við innganginn.
Þegard bragðið reynir
notum við
T.d þegar vid steikjim hátídamatinn
Notfærum okkur eiginleika smjörsins til að
auka á bragðgæði safariks og Ijúffengs kjöts.
Smyrjum kjúklingana með smjöri, steikjum
þá í ofni eða á glóð og hið fína
bragð þeirra kemur einstaklega vel fram.
Nautalundir steiktar i smjöri með aspargus
og þernaissósu er einhver sá bezti
veizlumatur, sem völ er á. 'Allt nautakjöt
bragðast bezt steikt i smjöri.
Útbemum dilkalæri, smyrjum það að innan
með smjöri, stráum 2 tsk. af salti, V2 af pipar
og V2 af hvítlaukssalti yfir, vefjum lærið
og steikjum það í ofni eða á teini i
glóðarofni. Steikin verður sérlega Ijúffeng.
Smjör i hátíðamatinn.......mmmmm............