Morgunblaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER, 1974 Heilagar kýr Nokkrir menn hafa á undan- förnum árum farið sér að voða við að abbast upp á íslenzkan landbúnað og ýja að því að framleiðni hans væri ekki nægjanlega hagstæð þjóðinni. 1 rauninni hafa þeir ekki verið að uppgötva annað en þá löngu þekktu staðreynd, að Island væri á eilítið skökkum stað í heiminum og það þyrfti að kippa því svoldið sunnar. Bændur eru dugmikil stétt, sem er að berjast við óblíða náttútu, stutt sumur, langa innigjöf, ónóga bithaga og jarð- veg sumstaðar aðeins malar- blandaða moldarskán ofan á klöpp. Það er líkast til, að þeir hafi í baráttu sinni leiðst útí bruðl í vélvæðingu og hún nýt- ist þeim ekki nægjanlega, og sennilega er það vonlaus stefna frá hagrænu sjónarmiði að byggja hótel fyrir búpening. Is- land verður alltaf erfitt land- búnaðarland, en þó er enginn sá, að hann vilji ekki halda við búskap í landinu og að hér haldist mennileg og velstæð bændastétt. En þó að svo sé, að íslenzkur landbúnaður sé okk- ur jafnheilagur og landið sjálft og verði ekki frá því greindur, þá finnst mér fulllangt gengið að það skuli jafngilda sjálfs- morði að fitja upp á umræðum um hagkvæmni í landbúnaðin- um. Menn eru hreinlega hengd- ir án dóms og laga fyrir slíkt. Við eigum fleiri heilagar kýr en landbúnaðinn — og ein af þeim er „hraðfrystiiðnaðurinn" og þess vegna hef ég þennan formála, að ég þarf að taka lítil- lega i halann á þeirri kú — nykurkú. — En það má ekki skiljast þannig, að ég vilji slátra henni — það er nú eitt- hvað annað — ég vil ala hana betur og skynsamlegar. Líkast til kemur nú þessi yfirlýsing mín fyrir lítið, líkt og yfirlýsing Vísisritstjórans, sem hljóp framá völlinn nýlega og fór að gelta með hávaða að hinni alheilögu kú landbúnað- inum — sem hann sagði að hámaði í sig töðugresið en skil- aði lítilli mjólk og kjöti. Það var strax brugðið snöru um háls honum „maðurinn vill leggja niður íslenzkan landbúnað“ heyrðist hvaðanæva og það stoðar hann ekkert, þó að hann gefi yfirlýsingar í hverju blaði um að það vilji hann alls ekki. Morgunblaðið og Tíminn tóku að sér að hengja manninn, en það getur orðið honum til lífs að þau blöð þurfa að reyna með sér kraftana um leið. Það getur farið, eins og hjá Bolvíkingun- um, sem ætluðu að hengja kött- inn. Það var þannig, að tveimur ungum og hraustum strákum var falið að kála ketti. Þeir voru fúsir til þess, en datt í hug' að nota tækifærið og reyna með sér kraftana, og í því skyni brugðu þeir á það ráð að hengja köttinn og með dálitið óvenju- legum hætti. Þeir brugðu snæri um háls honum, settust siðan niður á bekk, spyrntu saman iljum og nú skyldi heldur betur herðast að um leið og reynt yrði, hvor sterkari væri. En bragðið um hálsinn á kettinum ókláraðist með einhverjum hætti og það hertist ekki að eins og ætlað hafði verið, og þar sem menn voru hraustir slitn- aði snærið, þeir ultu báðir aftur fyrir sig og útaf bekknum en kötturinn stökk burtu lagðist út og varð illvígur urðarköttur. Eg væri ekki hissa á, þó að heng- ingaraðferð Morgunblaðsins og Tímans endaði með einhverjum slíkum hætti. Fólk vill nefni- lega umræður um landbúnað- inn. Það er misskilningur að halda annað, þó að það tjói ekki, að þær .verði í æsifrétta- stíl Vísis. Ég held ekki að almenningur nú á timum kæri sig um svo heilagar kýr að ekki megi skoða þær. Þó að menn þreifi um hrygglengjuna ábeljunni, þá er ekki þar með sagt, að þeir ætli að slátra henni, heldur kannski eins og ég nú, vilja athuga, hvort ekki sé hægt að ala hana skár. Hin heilaga nykurkýr Fiskimið okkar eru frjósam- ari en þurrlendið og framleiðni íslenzks sjávarútvegs er svo mikil, að hann getur selt fisk sinn á nægjanlega lágu verði til að halda hér uppi svonefndum „hraðfrystiiðnaði" sem er þjóð- inni nauðsynlegur til atvinnu- bóta og jafnframt sjávarútveg- inum sjálfum til að geyma fisk- aflann fyrir fjarlæga en hag- kvæma erlenda markaði. Við deilum því ekki um það, að nauðsynlegt sé fyrir okkur að beinhreinsa og geyma í frysti- geymslum verulegan hluta af fiskafla okkar, en spyrjum okk- ur heldur nú, hvort það yrði ekki „hraðfrystiiðnaðinum“ til góðs, að meiri sveigjanleiki riki í sölukerfi okkar, þannig að þegar ferskfisksmarkaðirnir í nágrannalöndunum væru óvenjulega háir en lægð i hefð- bundnum og tryggum frysti- mörkuðum að þá væru fersk- fisksmarkaðirnir nýttir betur en nú er og verðjafnað á milli. Forsendan fyrir því, að slíkt væri hægt, yrði að vera sú, að við kæmum okkur upp hag- kvæmu ferskfisksflutninga- kerfi á vegum „hraðfrystiiðnað- arins.“ Áður en ég ræði það mál langar mig til að leiðrétta land- lægan misskilning. Vermætis- aukning Það var í haust snemma að í blöðum og fjölmiðlum var mik- ill hávaði um uppgötvun, sem hafnarstjórar hefðu gert á ein- hverju þingi sínu um 120% verðmætisaukningu á sjávar- afla við vinnsluna í sjávarpláss- unum og nefndu um það tölur um verðmæti afla uppúr sjó og síðan útflutningsverðmæti. Þetta vakti mikinn fögnuð fjöl- miðla, og ritstjórar blaða skrif- uðu um þetta leiðara. Þá varð ég hissa og það urðu fleiri. „Verðmætisaukningin er nefni- lega fengin með deilingu." Áætluð heildarútflutnings- verðmæti sjávarafurða er ein- faldlega skipt milli útgerðar- innar og fiskvinnslunnar. Ut- gerðin og fiskvinnslan leggja fram sina kostnaðarreikninga og verðlagsráð skiptir í fjöru. Þetta þarf útgerðin að fá og þetta fiskvinnslan. Ef áætlað útflutningsverðmæti er t.d. 20 milljarðar eins og nærri lá 1973, þá verður deilingin sem næst þvi, að fiskvinnslan fær 12 milljarða í sinn hlut en útgerð- in 8 milljarða. Það athugist, að hér er aðeins verið að sýna dæmi um aðferðina en ekki verið með raunverulegar tölur, þó að þær séu ekki alveg útí hött teknar. Ef uppgjörið milli kostnaðar þessara aðila hefði reynzt þannig, að útgerðin kæmist af með 4 milljarða en fiskvinnslan þyrfti 16 milljarða, þá mætti samkvæmt eftir ASGEIR JAKOBSSON fyrri fréttum vænta stríðsfyrir- sagna um 200% verðmætis- aukningu. Svona er nú þetta þvi miður, að dæmið er reiknað afturábak. Það er alkunn sósiölsk reikningsaðferð. Fólk gleymir stöðugt að við búum við sósíalska grautargerð i öll- um okkar atvinnuvegum, og það er langt siðan að nokkur maður reyndi að gera sér grein fyrir, hvað raunverulega borg- aði sig og hvað ekki. Ferskfisk- markáðirnir og frysti- markaðirnir Ferskfisksverð á næstu fersk- fisksmörkuðum hafa að undan- förnu, verið að jafnaði 60—70 kr. og nýverð allt að 100 krónur pr. kg. Nú er vitað, að mikið af þeim fiski, sem við seljum á fersk- fiskmarkaðinum brezka og þýzka, fer til frystingar og þá er eðlilegt að menn spyrji, hvern- ig það megi vera, að „hrað- frystiiðnaður" þessara landa geti gefið svo hátt verð fyrir ferska fiskinn, þegar okkar „iðnaður" er fullhertur með 25 króna meðalverð eóa svo. Að einhverju leyti er orsakanna að leita í sleifarlagi hérlendis, eins og jafnan verður, þar sem eng- in samkeppni ríkir, en megin- ástæðan er sú, að okkar „hrað- frystiiðnaóur" ræður ekki yfir dreifingarkerfinu, eins og „hraðfrystiiðnaður" markaðs- landanna. I smásöluálagning- unni, sem víða er geysilega mikil, ná frystihúsaeigendurnir upp kostnaðinum við bein- hreinsunina og geymsluna. Sölufyrirtæki okkar á banda- ríska frystimarkaðnum hjálpa mikið uppá sakirnar en ekki nóg, þar sem þau ráða ekki smá- söludreifingunni og ná ekki í þann ágóða. Það virðist nauð- synlegt til að standa undir þess- um kostnaðarlið að hreinsa beinin úr fiskinum og geyma hann í dýrum frystigeymslum að ná öllum ágóðanum af söl- unni. Það gerum við ekki, held- ur missum fiskinn úr höndum okkar á óhagkvæmasta stiginu, og aðrir njóta ágóðans af þessu puði okkar hér. Flutningur á ferskfisk- markaði Ef við, losnum einhvern tím- ann við þessa EBE tolla og fær- um í alvöru að nýta ferskfisks- markaðina eftir því sem Banda- ríski markaðurinn leyfði, þá hlytum við að verða að endur- skoða flutningsaðferðir okkar á þá markaði. Eins og olíukostn- aðurinn er nú orðinn, nær ekki svörum að láta hvern kopp sigla með eigin afla, kannski allt niður í 30 tonn. Það hefur lengi vakið furðu mina að söluhringarnir, S.H. og SlS, skuli ekki hafa fyrir löngu, þegar ferskfisksmarkaðirnir fóru að rjúka uppúr öllu valdi, skipulagt flutninga á þessa markaði og síðan komið upp verðjöfnunarkerfi milli fersk- fisksmarkaðanna og frysti- markaðanna. Ég hafði oft orð á þessu í fyrra, þegar Vestmannaeying- arnir voru í vandræðum með togbátana sina. Vinnslu- stöðvarnar voru tregar til að taka við þeim, skildist mér, þar sem fiskurinn, sem þeir komu með, féll ekki alveg saman við vinnslu á vertíðarfiski netabát- anna og loðnu frystinguna. Það hefði sýnzt eðlilegt að mennirn- ir hefðu fengið sér fiskflutn- ingaskip, þar sem ferskfisks- markaðirnir voru þá sérlega góðir. Á árunum fyrir síðari heims- styrjöldina og á styrrjaldarár- unum komu hingað fiskitöku- skip, sem tóku ferskan fisk af bátum til flutnings út. A þess- um árum var frysti- og kæli- tæknin miklu lakari en nú er og þess vegna urðu skipin oft að sigla hálftóm, ef frátafir voru frá veiðunum vegna ógæfta. Þau gátu ekki beðið með fisk- inn, ef hann átti ekki að skemmast. Þetta gerði fisk- flutninga með þessum hætti miklu stopulli og óvissari en nú þyrfti að vera. Nú er völ á skip- um með kældum gámum (containers), sem ver fiskinn miklu hnjaski i lestum, flutn- ingi og afskipun, og það ætti aó vera hægt að koma honum lítt skemmdum á markað. Ég er þeirrar skoðunar, að þegar við höfum mettað bandariska frystimarkaðinn, þá eigum vió að leggja áherzlu á ferskfisk- markaði Evrópu, með þeim hætti að sölusamtökin fái sér hentug flutningaskip og fisk- tökuskip og sinni báðum þess- um mörkuðum og verðjafni milli þeirra. Það getur ekki náð nokkurri átt að rembast við að leggja hér hvern bútung á land, oft umfram vinnslugetu frysti- húsanna og fyrir offulla frysti- markaði, þegar ferskfisksmark- aðirnir eru jafn góðir og þeir hafa verið undanfarin ár, svo góðir eins og að framan er sýnt, að við fáum hartnær jafnmikið fyrir kilógrammið af fiskinum með haus og sporði á þeim, eins og unnum í blokk fyrir okkar bezta frystimarkað. Sölukerfi, sem er svo ósveigjanlegt að það getur ekki nýtt sér slíka mögu- leika, sem í ferskfiskmörk- uðunum felast, ef skynsamlega er á málum haldið, þarfnast sannarlega endurskoðunar. Verð á Bandaríkjamarkaði er nú um 60 cent pundið (453 grömm) í blokkinni eða Isl. kr. 70.00, en það lætur nærri að eitt kg af fiski með haus sé eitt pund (libs) í blokk, og ef dæm; ið væri ekki reiknað ýtarlegar en þetta, þá væri hægt að segja, að við fengjum 10 kr. á kg fyrir að beinhreinsa fiskinn hér og geyma hann í frosti. En það kemur margt fleira inn í dæm- ið. Við búum nú við háa inn- flutningstolla á ferskfisksmörk- uðunum og mikinn löndunar- kostnað og aukinn olíukostnað við siglinguna. Eins er líklegt að miklar sigl- ingar fiskiflotans hafi í för með sér heildaraflarýrnun, veiði- tíminn styttist það mikið, en á móti kemur að togslóðirnar, sem oft eru þröngt setnar, ef allir togararnir veiða fyrir heimamarkað, hvílast meira ef hluti flotans er jafnan i sigl- ingu. A móti þessu kemur svo allur vinnslukostnaðurinn hér heima, flutningskostnaður til Bandaríkjanna og uppskip- unargjöld þar, og það er senni- lega sama, hvernig við veltum dæminu fyrir okkur að þjóð- hagslega margborgaði það sig um þessar mundir, ef aðeins væri horft til stundarinnar, að leggja miklu meiri áherzlu á ferskfisksmarkaðina en við ger- um, en til þess þyrfti að vera meiri sveigjanleiki í sölu- kerfinu en nú er. Rétt er að taka fram, að þó að þjóðin græddi nú peningalega á sölu á ferskfisksmarkaði, þá græðir útgerðin ekki ýkja mik- ið, ef nokkuð, vegna þess, að hún tekur þá á sig ýmis gjöld, sem frystiiðnaðurinn greiðir annars. Lesandi þessara lína er svo að lokum vinsamlega beðinn að taka það, sem hér hefur sagt, sem vangavelt- ur en ekki skoðanir. Dæmið er allt mjög flðkið, einkum hin félagslega hiið þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.