Morgunblaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER, 1974 Arásarmaðurmn íannst í jólaboði LAUST eftir kl. 16 ÍS aðfangadag var ráðizt á sendibflstjóra sem var að koma með jólapakka f hús innarlega við Suðurlandsbraut. Var bflstjórinn tekinn hálstaki svo hann missti meðvitund, en árásarmaðurinn stakk að svo búnu af á sendibflnum. Fannst hann sfðar um daginn í jólafagn- aði Verndar í Slysavarnafélags- húsinu á Grandagarði, og virtust atburðir dagsins ekki hafa dregið úr jólaskapi hans. Árásarmaðurinn var gestkom- andi í húsi því sem bílstjórinn kom í með pakkann, er þar stóé yfir gleðskapur. Vildi hann fá fai með bílnum en bílstjórinn taldi öll tormerki á því enda maðurinn — Þak féll Framhald af bls. 32 undir sólarhring, og í Breið- dalsvík þar sem rafmagnslaust var fram undir miðnætti að kvöldi aðfangadags. Á Fáskrúðs- firði var mjög ströng skömmt- un allt aðfangadagskvöld og einnig var skammtað á Reyðar- firði og Eskifirði, þó að ástandið þar væri þolanlegra. Erling Garðar kvað símasambandsleysið hafa gert allt skipulag skömmtunar á svæðinu illmögu- legt, þar sem ekki náðist milli staða til að samræma skömmtun- ina og nýta þannig orkuna til fullnustu. 2ja hæða hús f kaf Þráinn Jónsson, fréttaritari Mbl. á Egilsstöðum, kvað þar hafa gert ofsalegan byl á aðfangadag. Setti niður óhemjumikinn snjó, þanníg að tveggja hæða hús fóru í kaf í snjó og mátti renna sér á skíðum fram af þeim. Bfll sem stóð við elliheimilið hvarf einnig algjörlega undir snjó og taldi kunnugur maður um tvö fet af snjó niður á bílinn þar sem hann stendur. Er hin mesta ófærð í kringum Egilsstaði, svo að bænd- ur koma ekki mjólkinni frá sér og enginn mjólk berst niður á firð- ina. Að ,vísu var reynt að ryðja Fagradalinn í gær en töluverður skafrenningur var kominn þar efra, svö að vegurinn tepptist eiginlega jafnóðum og undir kvöld var farið að snjóa. Þá hafði verið unnið að þvf sleitulaust að hreinsa flugvöllinn á Egilsstöðum allt frá þvf á jóladagskvöld en í þann mund sem hann var að opn- ast í gær tók veður að versna og lokaðist völlurinn strax aftur. Daufleg jól Ibúar á Reyðarfirði urðu ekki eins illa fyrir barðinu á veðrinu á aðfangadag og nágrannar þeirra Norðfirðingar, en þar kyngdi þó niður miklum snjó. Rafmagns- laust var á Reyðarfirði frá því kl. 4—7 á aðfangadag og jólamatur- inn var þvf ekki tilbúinn fyrr en seint og um síðir, að sögn Grétu Friðriksdóttur, fréttaritara Mbl. á Reyðarfirði. Þótti því mörgum þetta heldur daufleg jól. Á Fáskrúðsfirði varð jólahaldið einnig fyrir barðinu á rafmagns- Guðmundur til Hastings GUÐMUNDUR Sigurjúnsson skákmeistari fékk f gærkvöldi skeyti frá Englandi, þar sem honum er boðið að taka þátt f hinu fræga jólaskákmóti, sem árlega er haldið f Hastings f Englandi. Þáði Guðmundur boðið, og fór hann utan f morg- un. Teffir Guðmundur f A- ftokki, og komst hann inn á sfðustu stundu vegna forfalla. A mótinu tefla margir stór- meistarar. ölvaður. Greip árásarmaðurinn þá til fyrrnefnds bragðs, og ók biln- um niður f Þverholt þar sem bíll- inn fannst síðar um daginn óskemmdur. Ur Þverholtinu fór maðurinn niður á Hlemm þar sem hann tók leigubil út á Granda. Sendibílstjórinn rankaði fljótt við sér og fékk lögreglunni málið í hendur. Hafði hún snör handtök, enda kannaðist hún við manninn af lýsingu. Játaði hann verknað- inn við yfirheyrslur. Árásarmaðurinn var úrskurðað- ur í 30 daga gæzluvarðhald, enda mun hann vera viðriðinn ýmis afbrotamál. Hann hefur oft kom- izt í kast við lögin. truflunum og ófærð f kjölfar glórulauss byls. Að sögn frétta- ritara Mbl. Alberts Kemp var rafmagnið skammtað allt aðfanga- dagskvöld og um tfma var jafnvel slæmt útlit með að þar yrði nokk- urt rafmagn. Síðustu dagana fyrir aðfangadag jóla var þokkalegt veður á Fáskrúðsfirði og var þá hafizt handa um að reyna að opna leiðina milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Það tókst og fór áætlunarbíll frá Fáskrúðsfirði og allt til Egilsstaða til að sækja fólk, sem þar hafði verið veðurteppt lengi. Á bakaleiðinni skall hins vegar á glórulaus bylur, þannig að gefizt var upp við að halda leiðinni opinni. Yfirgaf fólkið, sem var alls um sjö manns, bílinn við Vattarnes mitt á milli Reyðar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar og gisti þar á bænum um jólin eða þar til það var sótt á annan í jólum á snjósleða. Hópur manna frá Fáskrúðsfirði varð einnig veðurtepptur á Stöðvarfirði á aðfangadag en kom heim með bát á jóladag. Skemmdir í kringum Hornaf jörð Að sögn fréttaritara Mbl. á Höfn í Hornafirði skall þar á vonskuveður um sjöleytið að kvöldi Þorláksmessu og tveimur tímum síðar var komið ofviðri. Þak fauk af fbúðarhúsi Valdimars Filipussonar og allur pappinn af ráðhúsinu nýja. I Nesjahreppi urðu skemmdir einna mestar á Stapa, þar sem fauk vélageymsla, dráttarvél, heyvinnslutæki og ýmis verkfæri. Að Ási fauk nýr bíll og í Bjarnanesi, Miðskeri og Austurhóli fauk járn af húsum. Við Grænahraun fuku saman þrír bílar, tveir þeirra tvisvar, auk hluta af hlöðuþaki og gluggar úr ibúðarhúsi. 1 Sauðanesi færðist veggur í geymsluskemmu einn metra og stafn fór úr véla- geymslu. Þar fuku einnig saman tveir bílar og er annar mikið skernmdur. Þá fauk dráttarvél langan veg. — Fárviðri Framhald af bls. 32 vel, því að hann reyndist nánast einasta farartækið sem komst leiðar sinnar í fárviðrinu og þeim glórulausa byl sem þvi fylgdi. Var Sveinn Sigurbjarnarson í fólks- flutningum með snjóbíl sinum allt aðfangadagskvöidið og allt til þess að hann hreinlega sofnaði út af örþreyttur og svefnlaus eftir annir síðustu daga. Tók þá annar maður við stjórn bílsins, þannig að hann var í stöðugri notkun þar til ástandið skánaði að nýju. Auk þessa var Neskaupstaður eins og aðrir staðir á Austf jörðum algjörlega sambandslaus við um- heiminn yfir hátíðarnar, þar sem við sáum ekki sjónvarp né heyrð- um í útvarpi og símasambands- laust var vegna bilunarinnar í endurvarpsstöðinni á Gagnheiði Aftur á móti stóð rafmagnið sig i þessum átökum og var það mikií bót í máli. — Ásgeir. — Darwinbúar Framhald af bls. 1 Áður hafði Jim. Cairns, sem hefur gegnt embætti forsætisráð- herra í fjarveru Góugh Whitlams, sagt að borgin yrði reist aftur frá grunni á nyjum stað. Borgarstjórinn í Darwin, Har- old Brennan, sagði kjökrandi á blaðamannafundi: „Ég hef verið í Dárwin í fjörutíu ár. Ég hef séð borgina vaxa og nú hef ég séð hana hverfa.“ Whitlam forsætisráðherra, sem hefur verið á ferðalagi í Evrópu, er væntanlegur á morgun til Dar- win þar sem hann mun fylgjast meö víðtækustu björgunaraðgerð- um sem sögur fara af í Ástralíu. Sumir virðast andvígir heimsókn- inni: „Við þurfum ekki stjórn- málamenn. Við þurfum aðstoð,“ sagði borgarbúi. Flutningavélar ástralska flug- hersins hafa lent á nokkurra klukkutíma fresti á flugvellinum i Darwin í gær og i dag með ábreiður, matvæli, hjúkrunar- gögn og lyf. Fólk hefur staðið í löngum röðum á flugvellinum og beðið eftir því að komast burtu úr borg- ínni og langar biðráðir hafa verið við símaklefa þar sem fólk hefur viljað hafa samband við vini og ættingja í öðrum borgum. Darwin var sambandslaus við umheiminn eftir að fellibylurinn æddi yfir borgina með 200 kíló- metra hraða á klukkustund skömmu eftir miðnætti að staðar- tima á jóladag. Talsmaður lögreglunnar sagði að flest íbúðarhús í Darwin og nágrenni hefðu eyðilagzt í fár- viðrinu. Hann gizkaði á að 90% borgarbúa væru heimilislausir en sagði að vel gengi að koma fólk- inu fyrir í skýlum og öðru bráða- birgðahúsnæði. Drykkjarvatn mengaðist í fár- viðrinu og þrátt fyrir bráða- birgðaviðgerð á vatnsveitukerf- inu er enn skortur á vatni. Brennan borgarstjóri sagði að eftir fárviðrið hefði „fólk skriðið út úr rústum heimila sinna eins og rottur úr holum sínum“. Hann taldi að tjónið næmi einum millj- arði dollara (118.4 milljörðum ísl. króna). Átta skip sukku í höfninni en fimm er saknað, og sjö strönduðu og þrjú lögðust á hliðina. Lögreglustjórinn f Norður- héruðunum, W. J. McLaren, sagði að ekki væri um annað að ræða en að láta jarðýtur ryðja burtu rústum borgarinnar og reisa hana á nýjum stað. — Greiðsluhalli Framhald af bls. 1. hafi verið við, sumpart vegna þess að svissneski frankinn styrktist gagnvart dollarnum. Við það þurftu Svisslendingar að greiða minna fyrir innflutta oliu sem er greidd í dollurum. Greiðsluhalli Norðmanna minnkaði jafnmikið en það var ekki talið skipta miklu máli þar sem Norðmenn verða umfangs- miklir olíuframleiðendur frá og með næsta ári. 1.700 milljón dollara greiðsluaf- gangur Svia á síðasta ári breytist i nokkurn greiðsluhalla. I Washington var tilkynnt i dag að hallinn á viðskiptajöfnuði Bandaríkjanna í nóvember hefði numið 113 milljónum dollara miðað við 29,4 milljón dollara greiðsluafgang í október. En það var fyrsti afgangurinn í sjö mán- uði. Happdrœtti Krabbameins- félagsins DREGIÐ hefur verið I happ- drætti Krabhameinsfélagsins. Vinningar ( happdrættinu eru tveir, fyrsti vinningur bifreið af gerðinni Mercury Comet árg. 1974, sem kom á númer 102233 og annar vinningur Scout-jeppi árg. 1974, sem kom á númer 83192. — Persónu- frádráttur Framhald af bls. 32 krónur til 200 þúsund krónur, verður 151 þúsund krónur til 301 þúsund krónur og greiðast af tekjum innan þess þreps 30% í skatt. Allar tekjur umfram 302 þúsund krónur falla í 40% skatt. Skattafsláttur fyrir einhleyp- inga, sem var 11 þúsund krónur, verður nú 16.610 krónur. Fyrir hjón hækkar skattafsláttur úr 18.500 krónum í 27.935 krónur og skattafsláttur fyrir hvert barn hækkar úr 3.300 krónum 1 4.983 krónur. Aukaskattafsláttur fyrir einstætt foreldri hækkar úr 6.500 krónum í 9.815 krónur og fyrir hvert barn einstæðs foreldris hækkar skattafsláttur þess úr 600 krónum i 906 krónur. Skattafsláttur fyrir aldraða og öryrkja hækkar samsvarandi um 51%. Embætti ríkisskattstjóra mun að venju gefa út skattmöt fyrri hluta janúar, þar sem getið er um aðra frádráttarliði, sem enn hefur ekki verið tekin ákvöróun um, svo sem námsfrádrátt. — Byggingaár Framhald af bls. 2 lóðír byrjaöá 6 3 (eitt tilbúið) 1 2 (eitt tilbúið) 2 2 2 2 1 1 (eitt tilbúið) Bygginganefnd hefur úthlutað lóðum undir 18 bílgeymslur, og byrjað er á 17. Barnaheimili við Boðaslóð full- búið. Leikskóii við Bessahraun full- búinn. Vistheimili aldraðra við Bessa- hraun fullbúið. Sjúkrahús við Sólhlíð tekið í notkun. Einnig hefur mikið verið unnið að endurbótum á þeim húsum, er löskuðust í gosinu. Byggingar á vegum Bæjarsjóðs Vestmannaeyja 11.199.88 im — 65.895.39 m3 Byggingar á vegum einstakl- inga 17.025.12 mz —83.726.77 ms Alls 28.225.00 m2 — 149.622.16 m.3 — Vann málið Framhald af bls. 2 fékk vitneskju um stuld þennan þar til hann hóf mála- rekstur. Dómendur I málinu voru Jón Eysteinsson, fuHtrúi bæjarfógetans I Keflavfk, Knútur Hallsson, deildarstjóri I menntamálaráðuneytinu og Vésteinn Úlafsson, lektor við háskólann. Hljómplatan Mandala var gefin út á árinu 1972. Varð lagið „My friend and 1“ eitt vinsælasta lag plöt- unnar. Jóhann Hjálmarsson óskaði fljótlega eftir því, að Stef greiddi ekki höfundar- greiðslur fyrir textann á meðan málið væri í rannsókn og höfð- aði síðan mál, en því máli var vísað frá vegna formgalla. Höfðaði hann þá annað mál, og í því máli var dæmt á dögunum. Við upphaf máls þessa sagði Jóhann Hjálmarsson í viðtali við Mbl., að hann höfðaði málið fyrst og fremst til að staðfesta, að ekki eigi að vera hægt að ganga i verk skálda og nota án leyfis þeirra. Rúnar Júlíusson, sem á plötuumslagi var skráður textahöfundur, sagði við Mbl. um sama leyti, að hann væri lítt lesinn í íslenzkri ljóðlist og alls ekki i ljóðum Jóhanns Hjálmarssonar. Hefur hann haldið fast við þennan fram- burð. En við samanburð á ljóði og texta komust dómendur að þeirri niðurstöðu, að um þýð- ingu væri að ræða á „Skuggan- um“ yfir á ensku, og teldist Jóhann því höfundur og bæri að fá greiðsiur sem slíkur. Var Rúnar dæmdur til að greiða Jóhanni 80 þúsund krónur fyrir afnot af ljóðinu. — Bókmenntir Framhald af bls. 16 neina ákveðna konu, en þetta varð í vitund minni ímynd islenzku þjóðarinnar á vegferð hennar um hjarn nauðaldanna. Ég veit ekkert, hvað varð af þessari mynd, hún var horfin næsta dag, þegar ég hafði ásett mér að semja við málarann um kaup á henni upp á viðráðan- legar afborganir. En hvað. um það, — hún hefur aldrei horfið mér úr minni, heldur hef ég getað gengið að henni i mínum hugarfylgsnum og virt hana fyrir mér, þá er það hefur svif- ið að mér... Og allt frá þeim degi, sem ég leit hana fyrst, var ég þess viss, að Gunnlaugur Scheving væri mjög mikill lista- maður. Ég hef og siðan séð eftir hann margar myndir, sem hafa hrifið mig. 1 allri minni fávísi um myndlist hefur mér þótt það leitt, að islenzkir málarar hafa langflestir málað annað tveggja: landslag eða túlkað hugaróra sína í litum, oft þann- ig, að ég hef ekki getað notið myndanna og ekki heldur reynt að telja mér trú um, að ég gæti það. Erlendis hef ég reikað um sali og oft séð málverk, þar sem maðurinn að störfum er megin- atriði og náttúran virkur, en ekki yfirþyrmandi þátttakandi. Þó að slíkar myndir væru „stíl- íseraðar" hef ég notið þeirra og munað þær. Slikar myndir hafa sumir islenzkir listamenn mál- að stöku sinnum, en Gunnlaug- ur Scheving oft og á frábærlega hrífandi og eftirminnilegan hátt. Og svo les ég það í bók þeirra Matthíasar og Gunn- Iaugs, að hann segir sér það fyrst og fremst eðlislægt að velja slík verkefni og vinna þau án þess að bindast nokkurri tízkustefnu, hvað þá hálfgild- ings snobbklíku! Guðmundur Gíslason Hagalin — Minning Guðmundur Framhald af bls. 23 gömlu hjónin dóu, tóku börn þeirra við. Börn okkar Sólveigar átta að tölu, hafa öll átt sumargleði í Ljárskógum og eiga því þaðan þær minningar sem aldrei munu fyrnast. Bóndinn Guðmundur Jónsson, var kannski ekki eins atorkumikill og þurft hefði á svo góðri — gjöfulli nytja jörð sem Ljárskógar eru. — En vinsemd hans og skapgerð verður öllum þeim er honum kynntust ógleym- anleg. Hann var svo hugljúfur og vel gerður maður, sem allra vanda vildi leysa, ef hann aðeins gat. Á yngri árum var Guðmundur mikil refaskytta, lá á grenjum og lógaði þeirri „lágfættu".— Hann átti og rak eitt stærsta refabú landsins, og var um tíma ráðu- nautur Búnaðarfélags Islands á því sviði. Hann fór til Noregs og dvaldi þar einn vetur til að kynna sér refarækt, (silfurrefi) svo sem fóðrun og hirðingu, og sá um að hentugt fóður væri flutt til lands- ins handa dýrum þessum. — Þá var hann og all góður Ijósmyndari á fyrri árum og ferðaðist nokkuð um land i því sambandi. Á fullorðins árum kvæntist Guðmundur norskri stúlku Astrid. Hún fæddi honum tvö elskuleg börn — Jón og Önnu, sem væntanlega taka senn við rekstri ættaróðalsins — og halda því áfram í sinni tið. Guðmundur vinur minn var ekki líkamlega stérkur, en ótrú- lega seigur. Hann var vel greind- ur, mikið lesinn og skáldmæltur var hann vel, eins og þau Ljár- skóga-systkin hafa yfirleitt verið. Við hjónin kveðjum kæran vin og þökkum fyrir börnin okkar og allar þær gleðistundir sem við höfum átt i Ljárskógum og á Leifsgötu 32. Við óskum honum góðrar ferðar til hinna ókunnu heima, sem hann þráði svo oft að fá samband við. — Og við biðjum Guð að gefa eiginkonu hans og börnuih bless- un sína og hjálp á ókomnum ár- um. Sólveig og Páll Hallbjörnsson. Flatir ..... Heiðarvegur Strandvegur Friðarhöfn .. Hásteinn ....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.