Morgunblaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER. 1974 3 Jakob Benediktsson tekur við verðlaununum úr hendi Sturlu Friðrikssonar, formanns sjóðsstjórnar. Jakob Benediktsson hlýt- ur verðlaun úr Ásusjóði Sölugjald af vél- um til iðnaðar lækkar um 50% MATTHlAS A. Mathiesen, fjár- málaráðherra, gerði við þriðju umræðu fjárlaga grein fyrir til- lögu rfkisstjórnarinnar um að fella niður eða endurgreiða að hálfu sölugjald af vélum til sam- keppnisiðnaðarins vegna aðildar að Friverslunarbandalaginu. Á aðfangadag jóla var gefin út sér- stök reglugerð hér að lútandi, en samkvæmt henni hefur sölugjald verið feilt niður af hálfu af ákveðnum vélum og tækjum sam- kvæmt tollskrá. Þorsteinn Ólafsson, deildar- stjóri í fjármálaráðuneytinu tjáði Morgunblaðinu í gær, að hér væri um að ræða svokallað sölugjald, sem samanstæði af söluskatti, við- lagasjóðsgjaldi og sérstöku gjaldi til að draga úr áhrifum olíuhækk- ana. Niðurfellingin næði til ákveðinna véla og tækja svo og varahluta. Þorsteinn sagði, að með þessu væri komið til móts við þær iðngreinar, sem sættu sam- keppni erlendis frá. Ákvæði þessi ná m.a. til véía við sælgætisgerð, kexframleiðslu, drykkjagerð, vefjar- og prjónaiðnað, prent- iðnað, skinnaiðnað og trésmiðar. Sölugjaldið verður fellt niður í tolli, ef um innflutning er að ræða, en þegar um innlenda fram- leiðslu er að ræða verða notaðar heimildir til endurgreiðslu. Gert er ráð fyrir, að þessi niðurfelling á sölugjaldi nemi 100 millj. kr. á ári. Þá hefur verið ákveðið að lækka tolla af hráefnum til sæl- gætisgerðar. Ástæðan er sú, að ýmis ríki og þá einkum EBE-rikin hafa greitt niður útflutningsverð á sykurvörum vegna hækkunar á sykurverði á heimamarkaði. Tollalækkunin á hráefnum til sælgætisgerðar á að styrkja sam- keppnisaðstöðu innlendrar sæl- gætisgerðar. Allar þær breytingar, sem greint er frá hér að framan taka gildi 1. janúar n.k. JAKOB Benediktsson, forstöðu- maður Orðabókar Háskólans, hlaut f gær heiðurslaun úr Verð- launasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Verðlaunin eru að fjár- hæð 100 þúsund krónur og hlýtur Jakob þau fyrir fjölþætt störf á sviði íslenzkra fræða og sérstak- lega fyrir könnun sfna á Land- námu. Þetta er I sjötta sinn, sem verð- laun eru veitt úr sjóðnum, en áður hafa hlotið verðlaun úr honum Sigurður Nordal, Sigurð- ur Þórarinsson, Ingimar Óskars- son, Baldur Lindal og Þorbjörn Sigurgeirsson. Sjóðurinn var stofnaður árið 1968, en þá barst Visindafélagi Islendinga peninga- gjöf frá frú Ásu Guðmundsdóttur Wright, sem búsett var í Trinidad í Vestur-Indium. Vöxtur af stofn- fé sjóðsins skyldi varið til fjár- veitingar og viðurkenningargjaf- ar til Islendinga, sem unnið hefðu veigamikil visindaleg afrek á Is- landi eða fyrir Island. Stjórn sjóðsins skipa: Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, dr. Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri, og dr. Sturla Friðriksson, sem er formaður sjóðsstjórnar. Afhendingin í gær fór fram í Norræna húsinu að viðstöddum forsetahjónunum og fleiri gestum. SAMNINGAR tókust í gærmorg- un milli Rithöfundasambands ts- lands og Rlkisútvarpsins um greiðslur til rithöfunda fyrir verk, sem tekin eru til flutnings I útvarpi eða sjónvarpi. Hækkunin til rithöfunda er um eða yfir 100% en er nokkuð misjöfn eftir flokkum. Mest er hún til rithöf- unda fyrir frumsamin leikrit, sem sýnd eru eða leikin í rfkis- f jölmiðlunum. Staðið hefur í tveggja mánaða samningsstappi milli Ríkisút- varpsins og rithöfunda, en engir 35-36% hækkun á þjón- ustu Pósts og síma PÓST- og símamálastjórnin hefur fengið heimild til að hækka gjald- skrár fyrir síma- og póstþjónustu frá 1. janúar n.k. Nemur hækkun- in að því er varðar flest aðalgjöld 35—36%. Helstu breytingar á gjaldskrá fyrir símaþjónustu eru, að afnota- gjald síma hækkar úr kr. 1.500.- á ársfjórðungi i kr. 2.040.-, eða um 36%. 1 afnotagjaldinu eru innifal- in 525 teljaraskref á ársfjórðungi, nema þar sem notendafjöldi er yfir 20.000 á sama stöðvargjald- svæði, þar verða 300 skref innifal- in í fastagjaldinu. Gjald fyrir um- fram símtöl hækkar úr kr. 3.90 í kr. 5.30 fyrir hvert 'teljarskref, Eldur í mann- lausum bát SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík og í Ilafnarfirði átti óvenju róleg jól að þessu sinni. Að kvöldi jóladags var slökkvi- liðið í Reykjavik þó kvatl að Hafnarbergi RE 404, sem lá I Reykjavfkurhöfn, en eldur var þá laus I bátnum. I Ijós kom að kviknað hafði ( út frá ijósavél, en báturinn var mannlaus þegar eldurinn kom upp. Fljótlega tókst að slökkva eld- inn og urðu skemmdir á bátnum litlar. eða um 35.9%. Gjald fyrir sim- keyti innanlands hækkar úr kr. 5.30 i kr. 6.00 fyrir hvert orð, eða um 13.2%, minnsta gjald er fyrir 7 orð, en til viðbótar kemur kr. 50.- grunngjald fyrir hvert sím- keyti. Stofngjald fyrir síma, sem tengdur er við sjálfvirka kerfið, hækkar úr kr. 10.000,- i kr. 13.600.-, eða um 36%. Af framan- greindum gjöldum er innheimtur söluskattur, sem nú er 19%. Að honum meðreiknuðum verður t.d. afnotagjald síma 2428 krónur, hvert teljaraskref 6,30 krónur, hvert orð i símskeyti 7,15 krónur og stofngjald fyrir síma um 16.185 krónur. Sem dæmi um breytingar á gjaldskrá fyrir póstþjónustu má nefna, að burðargjald fyrir 20 gr bréf innanlands og til Norður- landa hækkar úr kr. 17.00 i kr. 23.00 og til annarra landa úr kr. 20.00 í kr. 27.00. Póstkröfugjald hækkar úr kr. 30.00 í kr. 40.00, póstávisanagjald úr kr. 37.00 i kr. 50.00, ábyrgðargjald úr kr. 30.00 i kr. 50.00 og giróþjónustugjald úr kr. 20.00 í kr. 27.00. Burðargjöld fyrir innrituð blöð og tímarit breytast ekki. Gjöld fyrir telex-tæki flytjast í sérgjaldskrá og hækka þau og annar sérbúnaður nokkru meir. í undirbúningi er lækkun- gjalda fyrir langlínusamtöl með því að lengja skreftima, segir i frétt frá Póst- ög símamálastjórn- inni. Fagurt jólaveður á Akureyri: Ljós í 1-2 gluggum þar sem allt er venjulega uppljómað Samkomulag milli útvarps og rithöfunda: 100% hækkun til rithöfunda samningar hafa verið í gildi milli þessara aðila frá því 1. marz 1972. Nýju samningarnir verða undir- ritaðir hinn 30. desember nk. en gilda frá 1. janúar. Þó fá þeir leikritahöfundar, sem lögðu inn frumsamin verk vegna flutnings útvarpsins nýverið á íslenzkum leikritum frá öndverðu — þeir Agnar Þórðarson, Jökull Jakobs- son og Oddur Björnsson, greitt samkvæmt nýju samningunum. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Sigurður A. Magnús- son, formaður Rithöfundasam- bandsins, að hann væri mjög ánægður með þessa samninga. „Ég held að útkoman sé eins góð og við gátum gert okkur vonir um í ljósi rikjandi efnahagsástands i þjóðfélaginu, en ég er þó glað- astur yfir því, að þeir, sem báru skarðastan hlut frá borði áður, fái nú mestu hækkunina. Ég trúi ekki öðru en rithöfundar verði mjög ánægðir með þessa niður- stöðu.“ „AÐFANGADAGSKVÖLD var að því leyti óvenjulegt hér á Akur- eyri, að víðast voru ekki Ijós nema ( einum til tveimur glugg- um en venjulega eru öll hús og fbúðir bæjarbúa uppljómuð þetta kvöld“, sagði Sverrir Pálsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Akureyri I samtali við blaðið I gær. Hann sagði, að menn hefðu greinilega lagzt á eitt um að spara rafmagnið sem mest með þvf að takmarka lýsingu, en fyrr um daginn hafði orðið að grfpa til skömmtunar um tíma, þar sem bilun varð f rist í inntaki Laxár- virkjunar með þeim afleiðingum, að mikið krap barst inn á vél- arnar og dró úr afköstum. „Á aðfangadag gerði mikla snjókomu og var rafmagns- skömmtun þannig hagað, að stór svæði, um þriðjungur bæjarins, voru tekin út i tvær klukkustund- ir í senn en höfðu síðan rafmagn í fjórar stundir. A jóladag lagaðist þetta og hefur ekki út af borið siðan. En þetta var allt i lagi — við getum nú ekki kvartað eftir þau ósköp, sem hafa dunið yfir fyrir austan." Talsverður Akureyri um fagurt veður snjór var hér á jólin, og ákaflega í gærkveldi, þykk 600 manna íslenzk jóla- hátíð á Kanaríeyjum Gran Canaria 25. des. ÞÓTT jólahátfðin hér á Spáni sé með talsvert hóflegra sniði en al- mennt gerist heima á Islandi brugðu lslendingar, sem hér dveljast ekki útaf vananum og héldu aðfangadagskvöld hátíð- legt. Ferðaskrifstofurnar efndu til sameiginlegrar hátfðar og sóttu hana nær 600 manns, en alls munu vera um 700 lslendingar hér á Gran Canaria-eynni. Hátiðin hófst klukkan 6 með því að lesið var úr jólaguðspjall- inu, sungið Heims um ból og setzt að borðum. Meðan á borðhaldi stóð voru leikin islenzk jólalög af plötum, og það eina, sem vantaði til að gera stemninguná al- íslenzka var hangikjötið. Þess i stað var borin fram ljúffeng nautasteik að undangengnum mjallarbreiða yfir öllu og tungl- skin en kalt, — frostið komst upp í 14 stig, sagði Sverrir Pálsson að lokum. Nýjung: tveimur forréttum og eftirréttur- inn var logandi ísterta. Fljótlega eftir að borðhaldi lauk birtist Bjúgnakrækir öllum að óvörum en hann hafði gerzt laumufarþegi með einhverri flug- vélinni. Hann dansaði með krökk- unum i kringum jólatréð, sem var að sjálfsögðu íslenzkt, og var Þyrnirós kyrjuð ásamt fleiri jóla- lögum. Hátiðinni lauk síðan meó því, að fullorðnir fengu sér snún- ing við undirleik spænskrar hljómsveitar. í dag, jóladag, liggja menn á ströndinni eóa við sundlaugar og gleypa i sig sólina í-25 stiga hita. Tilhugsunin um að vetur sé í al- gleymingi á íslandi verður hálf óraunveruleg við þessar aðstæð- ur. — Fréttaritari. Barnagæzla fyrir kirkjugesti VIÐ nýársmessuna í Bústaða- kirkju f Reykjavfk verður gerð tilraun með nýja þjónustu við kirkjugesti. Verður þá starf- rækt barnagæzla fyrir þá for- eldra, sem gjarnan vilja njóta guðsþjónustunnar f ró og næði en samt taka börnin með sér í kirkju. Verður barnanna gætt f sér- stöku herbergi og annast það ungt fólk úr æskulýðsfélagi safnaðarins, en leikföng til þess að stytta þeim stundirnar hefur Heildverzlun Ingvars Helgasonar, Vonarlandi, gefið kirkjunni af rausnarskap og velvilja. Er fyrirhugað að bjóða þessa aðstoð við kirkjugesti við næstu messur til að kanna undirtektir, og verður örugg- lega framhald þar á, ef fólk vill hagnýta sér þessa nýjung. Nýtt barna- verndarráð SAMKVÆMT fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu hefur verið skipað á ný f Barna- verndarráð tslands og eiga þar sæti: Olafur Jónsson, lögfræð- ingur, formaður, Guðrún Jóns- dóttir, læknir. sr. Gunnar Arna- son, fv. sóknarprestur, dr. Simon Jóh. Agústsson, fv. prófessor, og Guðmundur Magnússon, skóla- stjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.