Morgunblaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER, 1974
21
Gjafir til Hólmavíkur-
kirkju og Drangsneskapellu
Hólmavik 27. des.
ÞRÁTT FYRIR allmikla ófærð
var jólahátíðin hér friðsæl og
ánægjuleg. Margt fólk kom heim
síðustu dagana fyrir jól, einkum
skólafólk, og naut jólanna með
fjölskyldu og vinum.
Jólaguðsþjónustur voru vel
sóttar, svo og barnaskemmtanir á
annan dag jóla. Við aftansöng í
Hólmavíkurkirkju á aðfangadags-
kvöld voru kirkjunni færðir að
gjöf tveir veglegir kórstjakar úr
onyx-steini, — hinir veglegustu
kirkjugripir. Gefendurnir eru
séra Ingóifur Ástmarsson, nú
prestur að Mosfelli í Grimsnesi,
og kona hans, frú Rósa B.
Blöndals. Séra Ingólfur þjónaði
Staðarprestakalli í Steingríms-
firði á árunum 1942—48. Kerta-
stjakana gefa þau hjónin „Guði til
þakklætis fyrir árin í Staðar-
prestakaili og fyrir alla hans varð-
veizlu, svo og til minningar um
ástvin Guðs, Guðmund hinn góða
Hólabiskup."
Hljómburðartæki
1 Akranesskirkju
KIWANISKLUBBURINN Þyrill
ákvað nýlega að færa Akranes-
kirkju að gjöf hljómburðartæki.
Afhending tækjanna fór fram I
kirkjunni 19. desember s.l. að við-
stöddum nokkrum félögum f
Kiwanisklúbbnum, sóknarpresti
og sóknarnefnd.
Tæki þessi eru: Magnari, 3
hljóðnemar og 4 hátalarar og
hefur þeim verið komið fyrir í
kirkjunni.
Formaður sóknarnefndar,
Sverrir Sverrisson, veitti hljóm-
burðartækjunum viðtöku og
færði hann, ásamt sóknarprest-
inum, séra Jóni M. Guðjónssyni,
þakkir til gefendanna. Sögðu
þeir, að þessi gjöf kæmi sér vel,
sérstaklega þeim kirkjugestum,
sem búa við skerta heyrn.
Forseti Kiwanisklúbbsins
Þyrils er Bjarni Arnason.
(Fréttatilkynning).
Bandarískir
blaðamenn
og kennarar
í kynnisferð
til íslands
TVEIR HÖPAR Bandaríkja-
manna nota hluta af jólafríinu
sfnu til kynnisferðar til Islands;
eru það annarsvegar 26 kennarar,
sem komu til landsins f gær-
morgun á vegum .bandarfska
kennarasambandsins og verða til
31. desember, hinsvegar tíu
blaðamenn á vegum hins kunna
blaðamannaklúbbs í Washington,
National Press Club. Þeir koma á
sunnudaginn og dveljast hér yfir
áramótin, halda heimleiðis 2.
janúar nk.
Ferðir beggja hópanna hafa
verið skipulagðar af ferðaskrif-
stofunni American Travel
Association í Washington í sam-
vinnu við íslenzka aðila, þ. á m.
Ferðaskrifstofu ríkisins, skrif-
stofu P’lugleiða, utanríkisráðu-
neytið og samtök íslenzkra kenn-
ara.
Tilgangur ferða beggja hóp-
anna er að kynnast landi og þjóð
og starfsfélögum íslenzkum. Þeir
munu skoða ýmsar stofnanir í
Reykjavík og ferðast um nágrenni
borgarinnar.
Sóknarpresturinn, séra Andrés
Ölafsson, afhenti gjöfina fyrir
hönd gefenda, og þakkaði hana.
Við guðsþjónustu í Drangsnes-
kapellu á jóladaginn þakkaði séra
Andrés góða gjöf til kapellunnar,
en það er fagur ljósahjálmur úr
kristalli, sem þá var tekinn í notk-
un, ásamt tveimur samsvarandi
veggljósum. Þessir góðu gripir
eru gefnir til minningar um Guð-
mund Ragnar Guðmundsson,
bónda í Bæ á Selströnd, er lézt á
síðasta ári. Gefandinn er Margrét
Ólöf Guðbrandsdóttir, eftirlifandi
kona hans.
— Andrés.
— Umbætur
Framhald af bls. 14
stæðari en gerist í nágrannalönd-
um. Að finna sanngjarna og hag-
kvæma skatta i stað tollanna, að
tryggja samkeppnisstöðu
Islenskra atvinnuvega, hvað
skatta áhrærir, og að gera al-
menna beina og óbeina skatta
sanngjarnari, hagkvæmari og bet-
ur failna til hagstjórnar er megin-
viðfangsefni skattamálanna á
næstunni.
Skattkerfisbreytingar
Að þessu sinni gefst ekki tæki-
færi til þess að fara ýtarlega yfir
svið skattamálanna, en ég held að
óhætt sé að fullyrða að eftirtalin
12 atriði gefi góða hygmynd um
það mikla verkefni, sem fram-
undan er. — Ekki þarf að taka
fram, að hér eru aðeins nefnd
nokkur lykilorð til að minna á
mál, sem ekki er ætlunin að lýsa
nú til hlitar. — Helstu verkefni
og athugunarefni á sviði tekjuöfl-
unar eru að minni hyggju þessi.
1. Athuga þarf frá sjónarmiói
löggjafar og framkvæmdar þá til-
högun að steypa öllum skattalög-
um rfkisins I einn lagabálk, til
þess að tryggja yfirsýn, samræmi
og gott skipulag. I þessu sam-
bandi kæmu tengsl tekjuöflunar
ríkis og sveitarfélaga til skoðun-
ar.
2. Við þessa athugun þarf að
kanna, hvort og í hvaða mæli
æskilegt telst að afnema mörkun
tekjustofna til sérstakra þarfa.
3. Þörf er á grundvallarendur-
skoðun laga um tekju- og eignar-
skatt m.a. að því er tekur til al-
mennra ákvæða um skattskyldu,
skilgreiningu skattskyldra tekna
og eigna. Að þessu hefur verið
unnið að undanförnu og liggja
fyrir drög að frumvarpi, sem
sprottið er úr starfi nefndar um
tekjuöflun ríkisins, þeirrar, sem
fyrrverandi fjármálaráðherra
skipaði.
Þessi frumdrög þarf að vinna
frekar. Markmiðið er hér i senn
afnám ýmiss konar undanþága og
einföldun gjaldstofna.
4. Sérstaka athugun þarf að gera
á reglum um alla skattlagningu
fyrirtækja, m.a. meðferð afskrifta
til skatts og söluhagnaðar í þvi
sambandi.
5. Athuga þarf hvort setja skuli í
skattalög sérstök hagstjórnar-
ákvæði sem gæfu stjórnvöldum
ákveðnar heimildir — svigrúm —
til breytinga ákveðinna skatta i
hagstjórnarskyni inni á fjárlaga-
ári.
6. Sameining tekjuskatta og
helstu tryggingabóta í einu tekju-
jöfnunarkerfi, er stórmál á sviði
skattanna. Jafnframt yrði hugað
að möguieikum til þess að lækka
jaðarskatta yfirleitt án þess að
rýra skatttekjur ríkisins með þvi
að hverfa að „meira brúttó“
tekjum sem skattgjaldstekjum.
Athuga þarf, hvort ekki ætti að
stefna að sama stofni fyrir útsvör
og tekjuskatt.
7. Forgangsverkefni á sviði
skattamála er endurskoðun sölu-
skattsins f átt til skatts með
virðisaukasniði. Einkum til að
tryggja skattastöðu íslenskra fyr-
irtækja. Skoða má þá tillögu um
að heimila niðurfellingu eða
endurgreiðslu aö hálfu á sölu-
gjaldi af vélum til iðnaðar sem ég
hefi flutt f.h. ríkisstjórnarinnar á
þingskj. 235, sem mikilvægt spor í
þessa átt og er tillagan flutt til
þess að bæta stöðu samkeppnis-
iðnaðarins vegna EFTA-aðildar
okkar, en á undanförnum árum
hefur staða þeirra versnað til
muna. Heildartillögur um þessar
breytingar þurfa helst að liggja
fyrir lok ársins 1975.
8. Sameining atvinnurekenda-
gjalda vegna launþega i eitt
gjald, er athugunarefni, sem taka
þarf á næstunni.
9. Sameining bflaskatta og ein-
földun þeirra, er nauðsynja- og
hagræðingaratriði.
10. Lækkun tolla skv. viðskipta-
samningum við önnur ríki felur í
sér þörf fyrir endurskoðun og
samræmingu annarra tolla en
þeirra, sem við höfum skuldbund-
ið okkur til að lækka.
11. Loks er þess skattamálaverk-
efnis að geta, sem e.t.v. hefur
oftast komið til umræðu á undan-
förnum árum, sem er staðgreiðsla
skatta. Taka þarf ákveðna afstöðu
um framkvæmd þess máls, að
undangenginni ýtarlegri skoðun.
Þetta er langur listi, en þó
hvergi nærri tæmandi. Ég tel eðli-
legt að skipta þessum verkefnum
i 5 meginverksvið:
I. Atriði 1 til 5, sem eru heildstæð
og almenns eðlis, eins konar
Heildarendurskoðun tekjuöflun-
ar rfkisins.
II. Atriði 6 Tekjujöfnunarkerfið.
Alveg sérstakt mál.
III. Atriði 7 og 8. Virðisaukaskatt-
ur og sameining atvinnurekenda-
gjalda eru verkefni, sem vel fara
saman í athugun.
IV. Atriði 9 og 10. Tollamál og
bílaskattar, sem að mestu eru i
höndum sömu framkvæmdaaðila,
fara saman.
V. Atriði 11. Staðgreiðsla skatta
er svo sérstaks eðlis, að rétt virð-
ist að gera það að sérstöku áthug-
unarverkefni.
— 0 —
Þingmannanefndinni er ætlað
að fylgjast með og ná yfirsýn yfir
þessar athuganir, en eðlilegt virð-
ist setja þá embættismenn og sér-
fræðinga, sem best til þekkja á
hverju sviði, til athugunar- og
undirbúningsstarfa i starfshóp-
um, skv. ofangréindri skiptingu. I
sumum dæmum gæti jafnvel
verið um það að ræða að fela
einum manni slikt sérfræðistarf.
Það er skoðun min, að þannig
þurfi að standa að þessu, að þegar
á vorþingi skili þessir starfshópar
fjármálaráðuneytirra ákveðnum
niðurstöðum, tillögum eða val-
kostum, ekki þó endilega i frum-
varpsformi, en þannig úr garði
gerðum, að hægt sé að taka af-
stöðu til þeirra í flestum greinum
á þessu og næsta þingi.
Ég hefi gert ráð fyrir að verk-
efnum þessum verði sinnt á næst-
unni.
Þjóöfélagslegt
hlutverk
skattkerfisins
Skattakerfi hafa ekki þann til-
gang einan að afla tekna til að
standa undir útgjaldaþörf ríkis og
sveitarfélaga, heldur hefur sjálf
skattálagningin og framkvæmd
hennar margvisleg áhrif á sköpun
og skiptingu þjóðartekna. Skatta-
kerfið er því stjórntæki, sem nota
má til að breyta tekjuskiptingu,
ná félagslegum markmiðum og
hafa áhrif á dreifingu fram-
leiðsluþátta, svo að' nokkuð sé
nefnt. Skattakerfi, sem á full-
nægja því þjóðfélagslega og
stjórnmálalega hlutverki, sem því
er ætlað, verður að búa yfir nægi-
legri fjölbreytni skattategunda,
til þess að ná megi mismunandi
markmiðum. Jafnframt er æski-
legt, að það sé sem einfaldast og
áhrif hvers skatts eins skýr og
fyirsjáanleg og unnt er. Það er að
mestu tæknilegt verkefni að
smiða skattakerfi, en verkefni
stjórnmálamanna að ákveða,
hvernig því skuli beitt, í hvaða
hlutföllum einstökum sköttum
skuli beitt og hve þungir þeir
skuli vera.
Engum, sem til þekkir, mun
blandast hugur um það, að hið
íslenska skattakerfi sé ófullkomið
tæki frá þessu sjónarmiði. Það
hefur þróast á löngum tíma og
oft með það farið af handahófi,
þar eð nýir skattar hafa þráfald-
lega verið teknir upp eingöngu til
að mæta aðkallandi tekjuþörf, en
án tillits til heildarhlutverks
kerfisins, eða samræmis. Skatt-
arnir eruafþessum sökum orðnir
alltof margir og flóknir, verka-
skipting milli þeirra óljós eða
jafnvel mótsagnakennd. Þörfin á
almennri endurskoðun og sam-
ræmingu er því orðin ærið brýn.
Það er ætlun rikisstjórnarinnar
að vinna að umbótum I skattamál-
um með þessi sjónarmið i huga.
Allt sem til framfara horfði í
starfi fyrri ríkisstjórna á þessu
sviði verður að sjálfsögðu nýtt i
þessu verki. Það er von min, að
gott samstarf takist i þessu máli
milli þingmanna, embættismanna
og ráðuneytisins.
©
cn
'O
n^/\AC
stPimli
<>v o©'
Í5>' Ha
ELEKTRONISKAR
geymsluverki,
REIKNIVÉLAR reikna, hljödJa^
minni ec5a minnum, sjálfvin^. ^
■f
c
~ ‘0
Hj n
® m
E u
ra
íi
ra
0) ®
fE
.t 0
c. .Y
4- J
H-
ro
U C
C J
JMD
ö) >
(U
p C
_'ö)
ra ui
> >
L L
D*3
L
P Q)
£ cn
ra
— -p
ro £.
O) ra
Q) c
■i>
Æ c
■>£
c E
j °
L =
d) J
H—
L
ra ö)
■œ o
> .
c J
'Q)
0) >
L C
_Y
□ 'QJ
< ^
^ra
R-y
□ ra
ra |
MJ ®
© ©
|Ȏr
r
ai
notai
Kynn'Kf oss verkefnid -
vér rácS’leggjum rSttu RICOMAC elektronisku reiknivélina.
X
SKRIFSTOFUVELAR h.f.
%
+ — -ý-
X
r. ., Hverfisgötu 33
Sími 20560
x
rx ©
r ®
l!
I!
J -
p.c
o f
3]
~t>
■ o
< 0
j -
j •
ra
c œ
Q) Q
ra =
Q.
C^Q
Q
ct C
J -
ra i
ct
Q) _
3-fi
ra •
o n
~h
ra'S
I £
< 2
(B'ci
í
1 -
u
p
fflB
Q. Q
ra <■
j J
ra
30
TÍ^
□ J>
ö"0
•K©
tJ !PIBC|piA i uuaujuepjeBjpiA epeq.uuaujuas pauu ‘=j'H
wgqeipgf|q 'ueqsneuq ‘ueiqiiepua^uiuA^ nua ue|aA|u>|!au
í*0
ó .O-