Morgunblaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGÚR 28. DESEMBER, 1974 Þegar húsálfamír fóru í frí Leikrit furir börn eftir karl erik JOHANSON Amma: Hvað segir þú? Tókstu matinn frá hús- álfunum? Nú þá er það ekkert undarlegt þótt allt gangi á afturfótunum hérna í húsinu. Pabbi: Hvað var nú þetta? Kalli: Æ, Mamma: Kalli, hvað er að? Kalli: Ég meiddi mig. Ég rann á ísnum á stéttinni. Það hefur gleymzt að setja sand á hana. Pabbi: Jú, víst fór ég út með sand. Mamma: Það hefur varla verið mikið. Veslings drengurinn. Pabbi þinn hefði nú vel getað... Pabbi: Ég fór víst út með sandinn. . . margar fötur meira að segja. Lóa: Já, ég sá það að pabbi fór með margar fötur. Mamma: (ávítandi) Lóa á ekki að grípa fram í þegar fullorðið fólk talar. Pabbi: Hún sagði bara eins og satt er. (Samtalið snýst í rifrildi og allir tala hver Upp í annan? Sögumaður: Já, þannig fór, að á sjálft aðfanga- dagskvöldið upphófst rifrildi á heimilinu, þar sem litlu góðu húsálfarnir höfðu tekið sér frí. En amma gengur út úr hávaðanum í eldhúsinu. Hana grunar hvernig komið sé og nú ætlar hún að taka til sinna ráða. Þótt hún sé orðin gömul og þreytt, klifrar hún upp háaloftströppurnar. Uppi á háaloftinu er allt kyrrt og hljótt. Enginn húsálfanna er þar á sveimi. Amma: Nei, ég skil ekki hvað hefur gripið húsálf- ana... og það núna á sjálft aðfangadagskvöld (kallar) Hvað er orðið að ykkur, litlu greyin mín? Ef þið hagið ykkur svona bara vegna þess að grautar- skálin var óvart tekin af ykkur, þá set ég ekki fyrr Hvernig kemst unga- mamma til unganna sinna? Þaö er ekki efnilegt, — en ungamamman fann leiðina til ung- anna sinna því þeir voru svo vitlausir og gáfust upp. Lausnin er á næstu síðu. DRÁTTHAGI BLÝANTURINN Skák eftir JÓN Þ. ÞOR FYRIR skömmu lauk í borginni Kraguev í Júgóslavíu sterku fjöl- þjóðlegu skákmóti. Úrslitin urðu sem hér segir: 1. R. Vaganjan (Sovétríkin) 11,5 v., 2. Tringov (Búlgaría) 10 v., 3. Zeitlin (Sovét- ríkin) 9.5 v., 4. Matulovic (Júgó- slavía) 9 v., 5. — 6. Janosevic (Júgósl.) og Padevsky (Búlgaría) 8,5 v., 7.— 8. Bilek (Ungverjal.) og Ciocaltea (Rúmenía) 8 v., 9. Jansa (Tékkósl.) 7,5 v. o.sv. frv. Þátttakendur voru alls 16. Hér kemur nú ein skemmtileg skák frá mótinu. Hvftt: R. Vaganjan Svart: V. Jansa Drottningarpeðsby r j un 1. d4 — Rf6, 2. Bg5 (Leikur Benónýs hefur öðlast miklar vinsældir eftir að Kortsnoj beitti honum í 19. einvígisskák- inni gegn Karpov. Karpov lék hér 2. — e6, en Jansa velur tví- eggjaðri leið). 2. — c5, 3. d5 — Db6, 4. Rc3 — Dxb2? (Þetta peð á svartur aldrei að þiggja í byrjun tafls, en samt gera jafnvel reyndustu skákmenn sig seka um það). 5. Bd2! — Db6, 6. e4 — d6, 7. f4 — g6? (Nú nær hvítur óstöðvandi sókn. Nauðsynlegt var 7. — 36). 8. e5 — Rfd7, 9. Rf3 — Bg7, 10. Hbl — Dd8, 11. e6 — fxe6, 12. Rg5 — Rf8. (Eða 12. — Rf6, 13. Bb5+ — Kf8, 14. dxe6 — Dc7, 15. Bc4 — a6,16. f5 með vinnandi sókn). 13. Bb5+ — Bd7, 14. dxe6 — Bxb5, 15. Rxb5 — Dc8, 16. 0-0! — a6, 17. Bc3 — axb5, 18. Bxg7 — Hg8, 19. Bxf8 — Hxf8. 20. Rxh7 — Hg8, (Eftir 20. — Hh8 hefði hvitur unnið með 21. Dg4 og ef 20. — Hf5 þá 21. g4). 21. f5 — gxf5, 22. Dx5+ — Kd8, 23. Df7 — He8, 24. Hxf5 — Dc6, (Hvítur hótaói Dxe8 ásamt Hf8 mát). 25. Hel — Hxa2? (Nú vinnur hvítur skiptamun og þar með er baráttan vonlaus fyrir svartan). 26. Rf6 — Hxc2, (26. — exf6 gekk ekki vegna 27. e7+ og hrókurinn á a2 fellur) 27. Dxe8+ — Dxe8, 28. Rxe8 — Kxe8, 29. h4! — Hc4, 30. h5 — Rc6, 31. Hef 1 — Kd8, 32. H5f4 — Rd4, 33. Kh2 — Rxe6, 34. Hxc4 — bxc4, 35. h6 — Rg5, 36. Kg3 — b5, 37. Kh4 — Rh7, 38. g4 — c3, 39. g5 og svartur gafst upp. $ f/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.