Morgunblaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 13
MORGIUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER, 1974
13
Fjárlögin:
Reykjavíkurborg sniðgengin
Albert Guðmundsson (S) tók til
máls við 3ju umræðu fjárlaga.
Hann sagðist naumast hafa
ástæðu til að þakka fjárveitinga-
nefnd störf hennar sem þingmað-
ur Reykvíkinga. Erindi Reykja-
víkurborear og hagsmunir Reyk-
víkinga hefðu verið sniðgengir í
störfum nefndarinnar. Reykjavík,
stærsta og fjölmennasta kjör-
dæmi landsins, ætti engan full-
trúa í fjárveitinganefnd. Og það
sem verra væri: hann, sem þing-
maður Reykvíkinga, hefði naum-
ast getað fengið viðtal við fjár-
veitinganefndarmenn.
Albert bar síðan fram fyris-
spurn til fjármálaráðherra, þess-
efnis, hve mikill hluti tekna ríkis-
sjóðs kæmi frá borgurum, fyrir-
tækjum og stofnunum í Reykja-
vík og hve stór hlutur Reykjavík-
ur væri á móti í fjárfestingu rikis-
ins. Hann spurði og formann fjár-
veitinganefndar: 1) Hve miklu
ríkisfé verður varið, samkvæmt
fjárlögum ársins 1975, til málefna
aldraðra í Reykjavík, byggingu
elliheimila þar? 2) Hve miklu fé
er varið til B-álmu Borgar-
spítalans og annarra sjúkrahúss-
bygginga í borginni. Hann sagðist
raunar getasvaraðtveimur síðari
spurningunum sjálfur. Engu fé
ætti að verja til þessara mála-
flokka í borginni. Alag á þessar
stofnanir væri mjög mikið, ekki
síður úr nágrenni borgarinnar en
henni sjálfri, m.a. úr kördæmi
fjármálaráðherra.
Hann vakti athygli á tillögu
Sverris Bergman um 33 m.kr.
framlag til B-álmu Borgarspítal-
ans, sem dregin hefði verið aftur.
Að visu gerði tillagan ráð fyrir
þvi að fjármagninu ættu að verja
til hönnunar álmunnar. Hönnun
hennar væri lokið en fjármagnið
vantaði til framkvæmda. Hann
hefði gjarnan viljað fylgja tillögu
um slíka fjárveitingu og reiknað
með að hún kæmi til átaka.
Þá ræddi hann um erindi
Reykjavikurborgar til ríkisins um
útborgun launa og skattheimtu.
Lagt væri til að aldrei væri svo
mikið tekið af launum i skatt-
heimtu, að viðkomandi hefói ekki
eðlilegt lífsframfæri til næstu út-
borgunar. Vænti hann þess að
þetta erindi, sem sent hefði verið
fyrri ríkisstjórn yrði nú dregið
upp úr glatkistu hennar til vin-
samlegrar yfirvegunar.
Albert Guðmundsson,
þingmaður Reykvikinga.
Albert Guðmundsson, sat hjá
við endanlega atkvæóagreiðslu
um f járlögin.
AIÞinGI
Fjárlögin:
„ Útgjöldin of mikil
en ekki nœrri nógr
Fjármálaráðherra, Matthfas Á.
Mathiesen, benti á það við loka-
umræðu fjárlaga, að gagnrýni
stjórnarandstæðinga væri mót-
sagnakennd og tveir meginþættir
hennar stönguðust á. Annarsveg-
ar héldu þeir þvf fram, að fjárlög-
in væru alltof há, hinsvegar flyttu
þeir breytingartillögur um
milljarða hækkanir. 1 öðru orð-
inu segðu þeir fjárlögin boða
stóraukna efnahagsþenslu, f hinu
samdrátt, sem stofnaði atvinnu-
öryggi f hættu. Summan f mál-
flutningi þeirra væri: þetta er
alltof hátt en samt ekki nærri
nóg!
Fróðlegt væri að bera saman
hækkun frá fjárlagafrumvarpi til
fjárlaga, þ.e. hækkun fjárlaga-
frumvarps í meðförum Alþingis,
á undanförnum árum. Þessi
hækkun hefði numið 18.5% árið
1972, 10.8% árið 1973, 7.2% árið
1974 (og raunar 10%) ef allt
hefði verið tekið með í fjárlögin,
sem þar átti að vera. Hækkunin i
meðförum Alþingis nú næmi
hinsvegar 5.5%..
Fjármálaráðherra gat þess að
tekið hefði verið tillit til fjöl-
margra ábendinga stjórnarand-
stæðinga milli 2. og 3. umræðu
fjárlaga. Kæmi það m.a. fram i
breytingartillögum fjárveitinga-
nefndar, sem hefði vegið og metið
réttmæti tiilagna þeirra með hlið-
sjón af áætluðum ríkistekjum
næsta árs. Því væri ekki rétt að
allar tillögur þeirra hefðu verið
sniðgengnar. Það rétta væri að
eftirstöðvar tillagna þeirra,
endurfluttar við 3ju umræðu,
hefðu verið felldar, utan ein.
Tillaga sú, sem Lúðvik Jóseps-
son og Helgi Seljan fluttu um 10
m. kr. hækkun framlags til
Sjúkrahúss í Neskaupstað var
flutt þegar við 2 umr. fjárlaga,
nokkru áður en sorgaratburðirnir
þar áttu sér stað. Hún var sam-
þykkt með atkvæðum allra við-
staddra þingmanna við lokaaf-
greiðslu fjárlaganna.
Kjör í ráð
og nefndir
Á SlÐASTA starfsdegi Alþingis
fyrir jólahlé var kjörið í nokkur
ráð og nefndir. Morgunblaðið hef-
ur áður skýrt frá kjöri í stjórn
Framkvæmdastofnunar ríkisins,
stjórn atvinnuleysistrygginga-
sjóðs og fiskimálasjóðs. Hér á
eftir verður gerð grein fyrir öðru
nefndakjöri:
Tryggingarráð:
Ragnhildur Helgadóttir, Ingi
Tryggvason, Gunnar Möller, Þóra
Þorleifsdóttir og Geir Gunnars-
son. Til vara: Guðmundur H.
Garðarsson, Ingvar Björnsson,
Kjartan J. Jóhannsson, Theodór
A. Jónsson og Adda Bára Sigfús-
dóttir.
Stjórn Vfsindasjóðs:
Guðlaugur Þorvaldsson, Hall-
dór Pálsson, Magnús Magnússon
og Þorsteinn Vilhjálmsson. Til
vara: Július Sólnes, Guðmundur
Guðmundsson, Jónas Elíasson og
Guðrún Hallgrímsdóttir.
Yfirskoðendur ríkisreikninga:
Pétur Sigurðsson, Halldór
Kristjánsson og Haraldur Péturs-
son.
Landnámsstjórn:
Pálmi Jónsson, Jónas Jónsson,
Jónas Pétursson, Páll Lýðsson og
^tefán Sigfússon.
LandskjorS!jírn:
Björgvin
ur Jónsson, Gunnar Möller,
Sigurgeirsson og Árni Halldórs-
son. Til vara: Páll S. Pálsson,
Björn Þ. Guðmundsson, Axel
Einarsson, Jón Eysteinsson og
Arnmundur Bachmann.
Yfirkjörstjórn í Reykjavfk:
Páll Líndal, Jón A. Ólafsson,
Hjörtur Torfason, Guðjón
Styrkársson, Sigurður Baldvins-
son. Til vara: Guðmundur V.
Jósefsson, Þorsteinn Geirsson,
Hafsteinn Baldvinsson, Þorsteinn
Eyjólfsson og Jón Thor Haralds-
son.
Yfirkjörstjórn
Reykjaneskjördæmis: \
Guðjón Steingrímsson, Björn
Ingvarsson, TólTi2S TÓrnasson,
Jón Grétar Sigurðsson og Þormóð-
ur Pétursson. Til vara: Páll Ólafs-
son, Ólafur S. Hannesson, Ólafur
Sigurðsson, Bogi Hallgrimsson,
Hjörleifur Gunnarsson.
Yfirkjörstjórn
Austurlandskjördæmis
Erlendur Björnsson, Hjörtur
Hjartarsson, Margeir Þórorms-
son, Friðjón Guðvarðarson, Aðal-
steinn Halldórsson. Til vara:
Sveinn Guðmundsson, Magnús
Einarsson, Baldur Baldvinsson,
Framhald ð bls. 29.
Mösuleikar
® F f •
þmir
Nú fjölgar vinningum og heildarverömæti þeirra
hækkar um rúmlega 55.5 milljónir króna, og til
þess aö gefa hugmynd um þá stórfelldu breytingu
sem á sér staö, skal bent á aö fiöldi 10 þúsund
króna vinninga fiórfaldast, fjölai 100 þúsund króna
þrefaldast og fjöldi 200 þúsund króna vinninga tvö-
faldast, og nú eru tveir milljón króna vinningar í
staö eins áöur.
Teningunum er kastacV
Nú er aö vera með. Möguleikarnir
eru miklir og miðinn kostar aðeins
300 krónur.
Við drögum 10. janúar.
Happdrœtíi SÍBS
Auknir möguleikar allra