Morgunblaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER, 1974
Miðbœr í
Garðahreppi
Byggður á annan hátt en
tíðkast hefur hérlendis
með slíka þjónustukjarna
SVEITARSTJÖRN Garðahrepps
boðaði til blaðamannafundar
fyrir skömmu, þar sem kynnt var
nýtt miðbæjarskipulag sveitarfé-
iagsins, en áætlað er, að fram-
kvæmdir þar hefjist á næsta ári.
Er hinum nýja miðbæ Garða-
hrepps ætlað að rúma alla þá
þjónustu sem slíkir miðbæjar-
kjarnar eiga að bjóða upp á, en
skipulagningu hans verður á tölu-
vert annan veg háttað en tíðkast
hefur hérlendis hingað til.
Á blaðamannafundinum
greindi Garðar Sigurgeirsson,
sveitarstjóri í Garðahreppi, frá
því, að skipulag miðbæjarins
hefði verið unnið af Teiknistof-
unni Garðastræti 17, undir stjórn
arkitektanna og skipulagsfræð-
inganna Gests Ólafssonar og
Pálmars Ólasonar. Hann sagði, að
hinn nýi miðbær Garðahrepps
ætti að rísa í landi jarðarinnar
Hofsstaða, vestan Vífilstaðavegar,
gegnt hinu svonefnda Flata-
hverfi.
í höfuðatriðum verður skipulag
miðbæjar Garðahrepps þannig, að
sjálft athafna- og þjónustusvæóið
verður afmarkað og lokað allri
bifreiðaumferð. Við byggingar
svæðisins verða góð bifreiðastæði,
og frá þeim er gengið inn í yfir-
byggðar göngugötur eða göngu-
stíga milli bygginganna, en þær
eiga að rúma fjölbreytta verzl-
unarþjónustu, opinbera þjónustu,
almennar skrifstofur, léttan iðnað
og margs konar félagslega að-
stöðu. Auk þess er gert ráð fyrir
íbúðarhúsnæði á efri hæðum
bygginganna. Vörugeymslur og
vöruaðkoma veróa á hæð fyrir
neðan gönguleiðirnar og verzl-
anirnar því algjörlega aðskildar
frá þeim. Á jarðhæð bygginganna
er gert ráð fyrir margs konar
verzlunar- og þjónustufyrirtækj-
um, en á efri hæðum er ætlað
rými fyrir stofnanir, sem ekki
þurfa að vera i eins nánum tengsl-
um við gönguieiðirnar, skrifstof-
um og veitingastofum.
Ibúar Garðahrepps eru nú um
4000 og hefur þeim fjölgað um
7% á ári að undanförnu, enda
jafnan verið meiri ásókn í bygg-
ingarlóðir í hreppnum en hægt
hefur verið að anna. Samkvæmt
lauslegum áætlunum er talið að í
Garðahreppi fullbyggóum búi
milli 20.000 og 30.000 þúsund
manns. Hingað til hafa Garða-
hreppingar að mestu sótt þjón-
ustu til nágrannabyggðarlaganna,
en vaxandi íbúafjöldi hefur gert
þörfina á þjónustumiðstöð, slíkri
Lfkan af hinum nýja miðbæ f Garðahreppi. Svo sem sjá má verður hann þannig uppbyggður að húsin
verða samtengd með yfirbyggðum göngugötum og göngustfgum, og verður engin bifreiðaumferð leyfð
milli húsanna, en rúmgóð bifreiðastæði verða utan þeirra. Ætlunin er að byrja á þeim áfanga
miðbæjarins sem lengst er til hægri á myndinni, en þar er m.a. gert ráð fyrir einni stórri f jölverzlun.
sem fyrirhuguð er í hinum nýja
miðbæ mjög aðkallandi. Verður
höfuðáherzla lögð á að hinn nýi
miðbær Garðahrepps verði aðlað-
andi og þjóni kröfum íbúa
hreppsins sem bezt. Einnig er
ljóst, að staðsetning hans er
þannig, að hann verður i góðum
tengslum við nágrannasveitarfé-
lögin, og má t.d. benda á, að hann
verður í aðeins um 3 km fjarlægð
frá Hafnarfirði og Kópavogi. Með
tilkomu nýrra samgönguæða, eins
og fyrirhugaðrar Reykjanes-
brautar hjá Vífilsstöðum, tengist
miðbærinn einnig vel bæði Breið-
holtshverfinu i Reykjavík og allri
umferð sem verður frá og til
Suðurnesja. Verður lögð áherzla á
að tengja miðbæinn sem bezt við
aðalsamgönguæðarnar: Hafnar-
fjarðarveg og fyrirhugaða
Reykjanesbraut, og einnig hin
ýmsu byggðahverfi Garðahrepps.
Skipulag miðbæjarins gerir ráð
fyrir því, að hann rísi í sjálfstæð-
um áföngum. Af hálfu sveitar-
stjórnarinnar er lögð á það mikil
áherzla, að framkvæmdum verði
þannig hagað, að einstök hús
verði ekki lengi í byggingu.
Á blaðamannafundinum kom
fram hjá Garðari Sigurgeirssyni
sveitarstjóra, að nokkrir aðilar
hefðu þegar sýnt mikinn áhuga á
að fá lóðir fyrir hús í hinum nýja
miðbæ, og sagði hann að þær
gætu orðið byggingarhæfar á
næsta ári. Sagði Garðar, að
einkum væru það verzlunarfyrir-
tæki sem þarna ættu hlut að máli.
Kom það einnig fram hjá þeim
Gesti Ólafssyni og Páimari Óla-
syni, að væntanlegir byggjendur i
miðbænum yrðu hafðir með í ráð-
um, þegar endanlega yrði gengið
frá skipulagi hans og reynt yrði
að taka tillit til sérstakra óska
þeirra.
Mynd af líkani miðbæjarins séð frá hlið. Byggingin sem er í bakgrunni myndarinnar er hið nýja safnaðarheimili Bræðrafélags Garðahrepps, en bygging þess er þegar hafin.
Ein af Ijósmyndunum á sýningunni: Rústir Garðakirkju.
Garöahreppur íyrr og nú
Sýning opnuð 1 Asgarði
GARÐAHREPPUR FYRR OG
NÚ iiefnist sýning sem þjóð-
hátíðarnefnd Garðahrepps
gengst fyrir og opnuð verður í
dag f hinu nýja íþróttahúsi í
Garðahreppi, sem gefið hefur
verið nafnið Asgarður. Verður
íþróttahúsið jafnframt tekið
formlega 1 notkun 1 dag, en það
gjörbreytir til hins betra að-
stöðu til íþróttaiðkana í Garða-
hreppi, en þar hefur ekkert
íþróttahús verið til þessa.
Á sýningunni „Garðahreppur
fyrr og nú“ er brugðið upp
nokkrum svipmyndum af lífi og
starfi íbúa sveitarfélagsins,
þróun byggðar og skipulagi
miðbæjar hreppsins. Er sýning-
in byggð upp af ljósmyndum og
líkönum og var það Teikni-
stofan Garðastræti 17 sem
sá um uppsetningu sýningar-
innar, en sem fyrr greinir
er það þjóðhátíðarnefnd
Garðahrepps sem átti fum-
kvæðið að sýningunni, en
formaður hennar er Ólafur
Nilsson. Aðalþjóðhátíðarhöldin
í Garðahreppi fóru fram 17.
júní, og var ætlunin að efnt
yrói til sýningar þessarar mun
fyrr, en af því gat ekki orðið,
þar sem iþróttahúsið var ekki
tilbúið. Er sýningin í anddyri
hússins.
í sýningarskrá sem gefin hef-
ur verið út, er fjallað í fáum
orðum um land og landslag í
Garðahreppi, þróun atvinnu-
vega og atvinnuhátta í byggð-
inni, svo og þróun byggðarinn-
ar, fjallað um menntun og
félagslíf, og framtíðarhorfur.
Kemur fram í sýningaskránni
m.a. að fjölgun íbúa Garða-
hrepps hefur orðið mjög ör á
síðustu áratugum. Þannig voru
íbúar Garðahrepps 264 árið
1910, árið 1950 voru þeir 534,
en upp úr því tók fólki að fjölga
mjög ört i hreppnum, enda tóku
þá að byggjast ný hverfi. 1960
voru ibúar um 1000, og í árslok
1973 voru þeir liðlega 3.600.
Hefur fjölgunin numið 7—8%
á ári að undanförnu. Þá er þess
og getið, að aldursskipting sé
nokkuð önnur en í flestum öðr-
um sveitarfélögum, þar sem um
helmingur íbúa Garðahrepps sé
19 ára og yngri, og um 40%
allra Garðhreppinga stundi nú
skólanám.
Margar gamlar ljósmyndir
eru á sýningu þessari, sem gefa
góða mynd af þeirri gjörbreyt-
ingu þjóðfélagshátta sem orðið
hafa á siðustu áratugum.