Morgunblaðið - 28.12.1974, Síða 15

Morgunblaðið - 28.12.1974, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER, 1974 15 AUt var með kyrrum kjörum I Bretlandi yfir hátíðarnar, enda höfðu hryðjuverkasveitir IRA lýst yfir vopnahléi. Nú má búast við nýrri ógnaröld, en svo er komið t.d. f Lundúnum að fólk getur hve^gi verið öruggt, eins og þessar myndir frá hinum frægu verzlunarhúsum Harrods og Selfridges bera með sér. Á annarri myndinni sjást logar út um gluggana á 1. og 2. hæð í Harrods, eftir að sprengja sprakk og á hinni sést hvernig umhorfs var í Selfridges eftir að sprengja sprakk þar. 1 báðum tilfellum var lögreglunni gert viðvart og tókst henni með naumindum að koma fólki í burtu, en þó særðust 15—20 manns. Fundur Fischers, Karpovs og dr. Euwes á næsta leiti? Manila, Filipseyjum 27. desember. AP. .JEINS og stendur er útlitið fyrir heimsmeistaraeinvlgi milli Bobby Fischers og Anatolys Karpovs ákaflega svart,“ sagði einn af stjórnarmönnum alþjóða- skáksambandsins FIDE I samtali við fréttamenn við lok Asluskák- mótsins, sem fram fór I Penang I Malaslu og lauk fyrir jólin. Farar- stjóri skáksveitar Filipseyja, Florencio Campomanes, er jafn- framt varaforseti FIDE og Flokkur Hartlings stærstur? Kaupmannahöfn, 27. desember. NTB. SAMKVÆMT skoðanakönnun AIM-stofnunarinnar I dag vinna borgaraflokkarnir stór- sigur I kosningunum 9. janúar og Venstre, flokkur Poul Hart- lings forsætisráðherra, verður stærsti stjórnmálaflokkurinn. Flokkurinn fær 27,4% I stað 12,3% nú. Samkvæmt könnuninni tapa mið-dcmókraíar 5,6% og fá 2,2%. Róttækir tapa 4,4% og fá 6,8%, Ihaldsflokkurinn tap- ar 4,1% og fær 5,1%, Réttar- sambandið fær rúmlega 1% og kemur engum að, þTamfara- flokkur Glistrups fær rúmlega 13% I stað 16%. Kristilegi flokkurinn tapar 0,7% og fær 3,3%. Jafnaðarmenn bæta við sig rúmlega 1% og fá 26,7 að sögn AIM, Kommúnistar bæta við sig 2,6%, Sósialistlski þjóðar- flokkurinn bætir við sig 2,5% en vinstri jafnaðarmenn koma ekki að manni. FYRRVERANDI einræðisherra Thailands, Thanom Kittikachorn marskálkur, var settur I stofu- varðhald skömmu eftir að hann kom til landsins I dag úr útlegð sinni I Bandarlkjunum til að heimsækja sjúkan föður sinn. Hernum var skipað að vera I viðbragðsstöðu af ótta við bylt- ingu og stúdentar höfðu uppi við- búnað. Kosið verður I janúar. tjáði hann fréttamönnum að stjórnarfundur I FIDE hefði verið haldinn I sam- bandi við mótið og þar hefði hann borið fram tillögu um að gerð yrði skoðanakönnun um málið innan FIDE, en sú tillaga verið felld með 5 atkvæðum gegn fjór- um. Hins vegar var samþykkt til- laga um að halda sérstakan fund aðildarríkja FIDE I mars á næsta ári, en ekki hefur verið ákveðið hvar hann verður haldinn. Sem kunnugt er hefur FIDE ákveðið að einvigið verði með þeim hætti, að hámarksfjöldi skáka verði 36, en sá er fyrstur verði til að vinna 10 skákir verði meistari og jafntefli ekki talin með. Fischer vill hinsvegar að engar takmarkanir verði á skáka- fjöldanum, en að öðru leyti fellst hann áfyrirkomulag FIDE. Campomames sagði að Fischer hefði haft samband við sig og lýst yfir vilja til að hitta Max Euwe, forseta FIDE, og Karpov til að ræða málin. Hins vegar neitaði hann að svara, er fréttamenn spurðu hann hvort rétt væri, að hann væri búinn að ganga frá flugfarseðlum fyrir þessa aðilia. þannig að >essi fundur væri ákveðinn. Fari svo, að Fischer haldí fast við þá ákvörðun sína að tefla ekki, nema reglunum verði breytt, eins og hann vill, verður Karpov sjálfkrafa heimsmeistari. Bobby Fischer Jack Benny látinn Hoilywood 27. des. AP. HINN frægi bandaríski gaman- leikari Jack Benny lézt á heimili sínu í Hollywood í gær 80 ára að aldri. Banamein hans var krabba- mein. Jack Benny var einn af vinsæiustu skemmtikröftum Bandaríkjanna og spannaði ferill haris 60 ár í útvarpi, á leiksviði, revýum, sjónvarpi og kvikmynd- um. Um hann var einu sinni sagt, að hann væri grínlistinni það sem Arthur Rubenstein var tónlist- inni. Alþjóðadóm- stóllinn vísar máli Frakka frá BREZKA blaðið The Times skýrði frá því um jólin, að Alþjóðadóm- stóllinn í Haag hefði vísað frá máli Nýja-Sjálands og Ástralíu gegn Frakklandi vegna kjarn- orkutilrauna Frakka í háloftun- um yfir S-Kyrrahafi. Frakkar hafa sem kunnugt er neitað að viðurkenna lögsögu dómstólsins i málinu og ekki sent fúlltrúa við málflutninginn frá því að Nýsjá- lendingar og Ástralíumenn kærðu málið fyrir dómstólunum 1973. í greinargerð með -frávísun- inni segir, að tilgangurinn með kærunni hafi verið að fá Frakka til að hætta þessum tilraunum og þar sem franska stjórnin hafi i sumar og haust gefið út yfirlýs- ingar, þar sem sagt var að tilraun- irnar yrðu framvegis fram- kvæmdar neðanjarðar, sé þeim tilgangi náð og því óþarfi að fjalla frekar um málið af hálfu dóm- stólsins, þar sem deila landanna hafi niður fallið. Stonehouse kúgaðnr til fj ár af fimm aðiljum London 27. desember. Reuter. EINKARITARI brezka þing- mannsins og fyrrverandi ráð- herra, Johns Stonehouse, sem handtekinn var I Ástraiíu á að- Frægur götu sópari látinn Róm — AP GÖTUSÓPARINN Nello Zannotti 1 Róm varð fyrir bíl og beið bana skömmu fyrir jól. Út af fyrir sig er sllkt vart I frásögur færandi, en Nello var svolftið sérstæður persónuleiki, sem átti kvik- myndastjörnur og kóngafólk að vinum. Sor Nello, eins og vinir hans kölluðu hann, sópaði gang- stéttir f Via Condotti sl. 15 ár og eins og hann sagði sjálfur frá: „Eg hreinsaði upp vindlinga og vindlastubba frá kóngafólki og skilaði til drottningar dýrindis- hálsfesti, sem hún hafði tapað." Þegar þessar frægu persónur áttu leið um, heilsuðu þær alltaf upp á Nello og röbbuðu stuttlega við hann. fangadagskvöld, eftir að hans háfði verið saknað í um 6 vikur, skýrði fréttamönnum í .Lundún- um frá þvf f dag, að Stonehouse hefðí verið undir hæl 5 fjárkúg- ara. Einkaritarinn, frú Sheila Buckley, vildi ekki segja frekar um málið, annað en það, að þessir menn væru allir í útflutnings- fyrirtækjum Stonehouse. Stonehouse, sem handtekinn var af lögreglunni í Melbourne i Astralíu með falsað vegabréf, skýrði lögreglunni þar frá því; að hann hefði á sl. tveimur árum legið undir stöðugum þrýstingi, sem hefði orðið sér ofviða og hann því ákveðið að láta sig hverfa. Hann sagðist hafa byggt upp svo flókið fyrirtækjakerfi, að hann hefði undir lokin ekki ráðið við neitt. Stonehouse hvarf í Flórída í nóvember, er hann fór frá hóteli sínu til að fá sér sundsprett, að sögn. Var talið að hann hefði drukknað, en málið vakti mikla furðu og athygli, er tékkó- slóvakískur leyniþjónustumaður, sem flúði til Vesturlanda fyrir 5 árum, sagði að Stonehouse hefði verið njósnari fyrir leyniþjónustu Tékkóslóvakíu og einnig fyrir bandarisku leyniþjónustuna CIA. Mikil blaðaskrif urðu um þetta mál i Bretlandi, en því var neitað af brezkum yfirvöldum, að hann hefði nokkuð verið viðriðinn njósnir. Þá voru einnig uppi sagnir um, að hjálparsjóður, fyrir Bangladesh, sem Stonehouse var formaður fyrir, væri tómur og því hefði hann flúið, en því var einnig vísað á bug, en hins vegar varð efnahagskreppan í Bretlandi til þess, að ekki tókst að selja hlutabréf í bankanum. Stonehouse hefur farið fram á að fá að dveljast áfram í Ástraliu og byrja nýtt líf og virðist ekkert vera því til fyrirstöðu, eftir að innflytjendaráðherra landsins Clyde Cameron, lýsti því yfir, að sem brezkur þingmaður þyrfti Stonehouse ekki vegabréf til að koma til Ástalíu. Hann þyrfti að- eins að sanna hver hann væri og það gerði hann í dag, er kona hans Barbara kom flugleiðis til Mel- bourne til fundar við mann sinn. Forseti neðri málstofu brezka þingsins, Edward Short, krafðist þess í dag, að Stonehouse segði af sér, sem væri eina leiðin út úr þessu furðulega máli og jafn- John Stonehouse framt hefur verið krafist opin- berrar rannsóknar á málinu. Stonehouse fór til Ástraliu á fölsku vegabréfi og notaði til þess nafn manns, sem nýlátinn var, Joseph Markhams, en Markham þessi bjó i N-Walshall, kjördæmi Stonehouse. Fann hann nafn hans i sjúkraskýrslum yfir látna og heimsótti ekkju hans og spurói hana um ýmislegt í fari mannsins og fékk siðan falskt vegabréf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.