Morgunblaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.12.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. DESEMBER, 1974 Umbætur í skattamálum Upphafleg tekjuáætlun frum- varpsins var sem kunnugt er í aðalatriðum reist á verðlagi og kaupgjaldi eins og það var í septembermánuði s.l. Meginfor- senda þess um magnbreytingar helstu veltustærða á árinu 1975 var sú, að almenn þjóðarútgjöld héldust svipuð á næsta ári og spáð var, að þau yrðu í ár, og að nokk- uð drægi úr innflutningsmagni á næsta ári. Nú liggur að sjálfsögðu fyrir nánari vitneskja um ýmsa þætti þjóðarbúskaparins og um inn- heimtu ríkistekna í ár en menn höfðu þegar frumvarpið var sam- ið. Enn ríkir þó veruleg óvissa um ytri skilyrði þjóðarbúsins og þró- un verðlags- og launamála innan- lands á næsta ári. Horfur í efnahagsmálum 1975 Þjóðhagsstofnunin hefur ný- lega sett fram frumdrög þjóðhags- spár fyrir næsta ár, og eru þau lögð til grundvallar við endur- skoðun tekjuáætlunar. Helstu niðurstöður þessara frumdraga, sem skoða má e.t.v. fremur sem undirstöðu fyrir skoðanamyndun á þjóðhagshorfum og lýsingu við- fangsefna á sviði efnahagsmála á næsta ári en sem beina spá um niðurstöður, eru þessar: Að vænta megi þess, að þjóða- framleiðslan geti aukist nokkuð — VA til 214% að magni á næsta ári — en jafnframt að vegna versnandi viðskiptakjara muni þjóðartekjur fremur minnka en aukast að raunverulegu verðgildi, e.t.v. svo nemi 1%. Að í þessu felist, að nokkuð muni draga úr eftirspurnarþrýst- ingi á vinnumarkaðnum í heild, þó ekki þannig að atvinnuástand bili. Að draga muni verulega úr verðhækkunum innanlands á ár- inu, en það er aftur á þvl byggt, að heldur hægi á alþjóðlegri verð- bólgu og að kjarabreytingar inn- anlands verði hóflegar. Að viðskiptajöfnuður við út- lönd verði áfram all óhagstæður og að horfur um þróun gjaldeyris- stöðunnar séu nokkuð tvísýnar, þó megi ætla, að ekki gangi frekar á gjaldeyrisvarasjóðinn. Þetta sið- asta mat er þó ýmsu háð. Þannig setti stofnunin fram í greinargerð til fjármálaráðherra og fjár- veitinganefndar tvær meginhug- myndir um minnkun inn- flutningsmagns, (4 eða 6% minnkun almenns vöruinn- flutnings) sem undirstöðu toll- spár næsta árs.) I frumvarpinu eins og það liggur nú fyrir, er reiknað með 4% minnkun. Óvissa ríkir einnig um getu okkar til að afla nægilegs lánsfjár erlendis á næsta ári, m.a. til að mæta olíuverðhækkun, svo ekki sé minnst á óvissar aflahorfur og útflutningsverðlag á fiskafurð- um. Vonandi getur þó úr öllu þessu ræst fremur betur en miður en menn þora nú að ætla. Þessi spá, eins og allar slíkar, er að sjálfsögðu ekki eingöngu háð óvissum ytri aðstæðum heldur einnig því, hvernig við hér heima bregðumst við þeim. En i heild verður hún að skoðast reist á varkárnislegri bjartsýni. Breytingar á tekjuhliö frumvarpsins Niðurstaða endurskoðaðra tekjuhliða frumvarpsins fói að mati Þjóðhagsstofnunar í sér 1470—2096 m. kr. hækkun al- mennra tekna frá upphafle°” frumvarpi, eins qj íram he“fur KCIT.io. Þá er í reynd miðað víð, sem næst óbreytta fjárhæð tekju- skatts einstaklinga 1975 frá upp- haflegri áætlun þrátt fýrir það, að nú liggi fyrir áætlun um 51% í stað 45% hækkunar tekna milli 1973 og 1974. Þessu er náð með því að hækka skattvísitölunar í 151 — til jafns við tekjur — og auka hina sérstöku lækkun í sam- bandi við fyrirhugaða skattkerfis- breytingu úr 500 i 700 m. kr. Hér er tekið mið af því, að bein skatt- byrði einstakline^ |).e. álagning íékju- og eignarskatts, útsvars og fasteignaskatts, verði sem hlutfall af tekjum liðins árs svipuð þvi sem reiknað var með í fjárlaga- frumvarpi. Bein skattbyrði ein- staklinga er í ár áætlúð 16,6% af tekjum ársins 1973 en yrði á næsta ári samkvæmt framan- sögðu 16,0 til 16,5% af tekjum ársins 1974 eftir því hvort miðað er við álagningu útsvars með álagi eða ekki á næsta ári. Munurinn á þessum tveim dæmum liggur þannig eingöngu í óbeinum sköttum og ekki síst í tollum, og þar innan í tollum af bílum. Til þess að gefa hugmynd um þær breytingar, sem hér er um að ræða, má geta þess, að í ár er búist við, að bílainnflutningur verði milli 10 og 11 þúsund bílar í tekjuáætlun, eins og hún liggur hér fyrir, er reiknað með 6000 bilum 1975 en í dæminu sem nefnt var 5000 bíla innflutningi. Hér er því um mikla sveiflu í hátollavöruinnflutningi að ræða í spám fyrir næsta ár, sem auðvitað dregur úr rikistekjum. Eftir at- vikum þótti rétt að reikna með 2096 m. kr. hækkun almennra tekna, þótt það skuli fúslega ját- að, að þar kunni að vera um nokkra bjartsýni að ræða. En hér er þó á því byggt, að breytingar á næsta ári verði mun hófstilltari en verið hefur. Bregðist þessi tekjuáætlun verður við því brugð- ist eftir því sem efni standa til, þegar þar að kemur, því ekki er rétt að tefla á tæpasta vaðið. Vegna þessarar endurskoðunar tekna þótti rétt, eins og ég hafði raunar lýst yfir við 1. umræðu frumvarpsins, að auka fjárveit- ingu til þess að innleysa fyrstu spariskírteini ríkissjóðs (frá 1964) um 215 m. kr., í 715 m. kr., þannig að fé sé ætlað fyrir öllu andvirði útgáfunnar með vöxtum og verðbótum. Aukin framlög til orkumála I framsögu formanns fjar- veitinganefndar hefur þegar ver- ið gerð grein fyrir breytingum milli umræðna. Ég ætla aðeins að fara nokkrum orðum um þá aukn- ingu útgjalda, sem orðið hefur i meðförum frumvarpsins frá þvf það var lagt fram. Fjárlagagerðinni voru af hálfu rikisstjórnarinnar í upphafi sett þrjú meginmarkmið: I fyrsta lagi að sporna við út- þenslu ríkisbúskaparins miðað við önnur svið efnahagsstarfsem- innar í landinu. 1 öðru lagi að stilla opinberum framkvæmdum svo í hóf, að ekki leiði til óeðli- legrar samkeppni um vinnuafl án þess að atvinnuöryggi sé stefnt i hættu eða það komi niður á þjóðarhagslega mikilvægustu framkvæmdunum. í þriója lagi að styrkja fjárhag ríkissjóðs og stuðla jafnframt að efnahagslegu jafnvægi í viðari skilningi, en það verður eitt meginviðfangsefnið á næsta ári. Fjárlögin eru að þéssu sinni samin við erfiðar aðstæður í þjóðarbúskapnum og öra verð- bólgu og bera þess óhjákvæmi- lega merki. Öli viðleÞ"; tl| hægja á f"7Ólnnj á örðugt upp- uráttar og geysistór hluti útgjalda er bundinn með lögum öðrum en fjárlögum. I meðförum frum- varpsins hefur komið i ljós, að m.a. vegna hins knappa tíma, sem til stefnu var við undirbúning frumvarpsins hafa fjárveitingar og fjáröflun til orkumála ekki verið áætlaðar nægar i upphafi. Eins hefur mönnum orðið æ ljósari sá mikli vandi, sem við er að glíma á sviði orkumála, og hafa komið fram nýjar áætlanir, sem brýna nauðsyn ber til að knmj frSITi. öryggisleysi í orkumálum í stórum landshlutum er ekki við- unandi ástand og úr því verður að leysa. Gjörbreyttar aðstæður í orkuverðlagi i heiminum gera það að verkum, að það sem fyrr var talið þörf er nú nauðsyn í þessum efnum. Þessi sókn til nýtingar innlendra orkugjafa vatnsafls og jarðvarma og umbætur í dreifi kerfinu, setur því svip sinn á við- bótarframkv. frá upphaflegu fjár- lagafrumvarpi og rýmkaðar lán- tökuheimildir i 6. gr. frumvarps- ins. Æskilegt hefði verið, að á þessu sviði lægi fyrir skipuleg heildar- áætlun með röðun verkefna í for- gangsröð fyrir næstu 3—5 árin, en því er því miður ekki enn að heilsa. Því verðum við að bjargast sem best við getum og megum ekki stöðva þjóðþrifaframkvæmd- ir af þessu tagi. En hér er margt óvisst enn. Auðvitað hefði verió æskilegast að aðrar framkvæmdir vikju fyrir orkuframkvæmdum, en þess hefur ekki reynst kostur, því alls staðar kalla þarfirnar þessum endur^G*unum hefur Itltt, að afla þarf lánsfjár til orku- mála eins og formaður fjár- veitinganefndar hefur gert grein fyrir. Alls er með tillögum fjár- veitinganefndar svigrúm orku- málanna aukið um nálega 1000 m. kr. frá upphaflegu frumvarpi, sem endurspeglar vel þann for- gang, sem þessu sviði er nú gef- inn, þótt á þessari stundu sé auð- vitað ekki hægt að sjá fyrir, hversu heimildirnar verða nýttar, enda verði nýting þeirra háð ríkisstjórnarsamþykki hverju sinni. Auk þess hefur formaður fjárveitinganefnð2r —r; grein t’yrir öðrum viðbótar lántöku- heimildum. í meðförum þings og nefndar hækkuðu framkvæmdafjárveit- ingar til skóla um 270 m. kr. og til sjúkrahúsa um 276 m. kr. svo helstu framkvæmdaliðir séu nefndir. Aukið framkvæmdafé Niðurstaða þessa verður sú, að framkvæmdaframlög aukast bein- línis úr 7634 m. kr. í um 9000 m. kr., þar með er hækkun frá fjár- lögum 1974 um það bil 58%, sem með tilliti til verðbreytinga felur i sér ivið minna magn fram- kvæmda en ætlað var fé til með fjárlögum 1974. Sé þetta borið saman við liklega niðurstöðu 1974 er um mun meiri magnminnkun að ræða. Þegar þess er gætt, að í heimildargrein eru veittar 770 m. kr. auknar lántökuheimildir til framkvæmda er Ijóst, að ekki er nægjanlega dregið úr opinberum framkvæmdafyrirætlunum á fjár- lögum. Hér er þvf ástæða til að fara að öllu með gát og mun fjár- málaráðuneytið beita sér fyrir því, að framkvæmdir, á hvaða sviði sem er, fari ekki af stað fyrr en fullkominn tæknilegur og fjár- hagslegur undirbúningur verka liggur fyrir. Þetta er um breytingar fram- kvæmdaliða að segja. Hækkun rekstrarliða frá upphaf legu frumvarpi er aðallega á sviði almannatrygginganna. 1 fyrsta lagi hækka framlög til lifeyris- trygginga um 260 m. kr. frá upp- haflegu frumvarpi. Hér er um að ræóa hækkun til samræmis við 3% grunnkaupshækkun launþega 1. des. 1974 og um 3% 1. júni 1975, sem eðlilegt og sjálfsagt er að reikna nú með. Sjúkra- tryggingaútgjöld hækka um 355 m. kr., vegna hækkunar dag- gjalda og vegna langlegudeildar Landspitalans við Hátún i Reykja- vik. Þá er gert ráð fyrir 37 m. kr. auknu framlagi til lánasjóðs sveitarfélaga og 74 m. kr. aukningu framlaga til Lánasjóðs ísl. námsmanna frá upphaflegum áætlunum, en auk þess er reiknaó með 100 m. kr. lántöku sjóðsins, þannig að ráðstöfunarfé hans eykst um 174 m. kr. frá fjárlögum 1974. Loks hefur þótt nauðsynlegt að hækka fjárveitingu til niður- greiðslna um 90 m. kr., vegna hækkana, sem orðið hafa frá fyrri áætlun. 1 heild hækka rekstrarlið- ir frumvarpsins um in»2 7n. jcr. Niðurs^Ooutölur gjaldahliðar fjárlagafrumvarpsins hækka þvi um 2.448 m. kr. Lánahreyfingar inn hækka um 717 m. kr. eins og að ofan greinir, en lánahreyfing- ar út um 215 m. kr. vegna fullrar endurgreiðslu spariskírteina frá 1964. Styrkja á fjárhagsstöðu rfkissjóðs Ég vil ekki draga dul á það, að ég hefði kosið að hafa greiðsluaf- gang á fjárlögum hærri en hér er stefnt að, en hins vegar eru út- gjaldaþarfir á ýmsum sviðum framkvæ^ at'ar brýnar. Heildarútgjöld fjárlagafrum- varps munu vera áætluð 47,2 milljarðar króna, sem er rúml. 28% áætlaðrar þjóðarframleiðslu ársins 1975. Þannig er stefnt að ívió lægra hlutfalli af líklegri þjóðarframleiðslu 1975 en í frumvarpinu í upphaflegri gerð, þrátt fyrir hækkun talna. Hér kemur að sjálfsögðu til sú þjóð- hagsendurskoðun, sem frá var greint hér að framan. Allt orkar tvímælis þá gert er, og gildir það ekki síst um fjár- málaákvarðanir ríkisins. Frum- varpið eins og það er nú flutt, hlýtur að byggjast á bjartsýni um framtiðina og þeirri trú, að hyggi- legt sé að leggja í mikilvægar framkvæmdir ekki sist á sviði orkumála, þótt á móti blási um sinn. Vafalaust er, að sú lánsfjáröfl- un, sem gert er ráð fyrir, mun reynast örðug i framkvæmd vegna þrengsla á lánamarkaði bæði heima og erlendis. Til þess gæti komið, að afla yrði fjár alveg sérstaklega til framfara í orku- málum í landinu, ekki sist til að flýta fyrir nauðsynlegri aðlögun að nýjum verðhlutföllum á orku- markaði heimsins. Öll þessi mál verða tekin til náinnar athugunar á næstunni, ekki síst hagkvæm- asta nýting fjármagnsmarkaðar- ins, frá sjónarmiði almannahags- muna. Þróun rikisfjármálanna á þessu ári hefur verið alvarleg og fyrir- sjáanlegur er verulegur greiðslu- halli á árinu. Þessa þróun verðum við að stöðva og snúa henni við, án þess að svo harkalega sé brugðist við, að of þungar byrðar séu á landsmenn lagðar. Með frumvarpi þessu höfum við reynt að rata þennan meðalveg. Brýnasta verkefnið í fjármálum ríkisins á næstu mánuðum er að styrkja fjárhagsstöðu ríkissjóðs. Innan ramma þessa frumvarps verður þetta aðalmarkmið fjár- málastefnunnar. Tekjuöflun rfkisins 1 fjárlagafrumvarpi, eins og það liggur ný fyrir, er ekki gert ráð fyrir verulegum breytingum á tekjuöflunarkerfi ríkisins. I ræðu minni við 1. umræðu um fjárlaga- frumvarpið var nokkuð vikið að nauðsynlegum umbótum á sviði skattamálanna, sem ríkisstjórnin hygðist beita sér fyrir. Þar voru rakin meginsjónarmið í skatta- málum og gerð grein fyrir skatta- stefnu ríkisstjórnarinnar í al- mennum atriðum. 1 samræmi við þessa stefnu og á grun<j,velli þess starfs, sem fyrir liggur á þessu sviði hef ég óskað eftir, að þing- flokkarnir nefni menn í nefnd, eins og áður hefur verið gert, til þess að vinna með ráðuneytinu og embættismönnum að "Duirbúm ingi skatta^\alastarfs þjngsjns á pessu og næsta þingi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, þrátt fyrir stöðuga þörf á endur- skoðun og umbótum skattheimt- unnar, þá eru nú sérstaklega rík- ar ástæður til þess að vinna að umbótum á sviði skattamála, ekki sist til að laga skattakerfið að þeim breyttu aðstæðum, sem við- skiptasamningarnir við EFTA og EBE fela i sér. En í þeim er fólgið svo veigamikið fráhvarf frá toll- um sem einni meginuppsprettu ríkistekna, að endurskipuleggja þarf tekjuöflunarkefið í heild á næstu árum og finna trausta, al- menna skattstofna í stað tollanna. Jafnframt verður þörfin stöðuet þrýnm, síiir pví sem lengra líður á aðlögunartímann að EFTA- og EBE-viðskiptasamningunum, að tryggja skattalegt jafnræði með íslenskum atvinnuvegum og at- vinnuvegum i öðrum löndum, sem við eigum i samkeppni við. Skatt- ar af íslenskri framleiðslu hvort sem er til útflutnings eða innan- landssölu mega ekki vera óhag- Framhald ð bls. 21. Ræða fjármálaráðherra við þriðju umræðu fjárlagafrumvarps 1975

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.