Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 18. tbl. 62. árg. FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kúrdískir stúdentar í átökum við tékknesk stjórnvöid: Yfirtóku sænska sendiráðið í Prag Prag 22. jan. Reuter. UM 30 kúrdískir stúdentar yfirtóku aó mestu sænska Sviss hlynnir að dollarnum Ziirich, Bern 22. jan. AP — Reuter SVISSNESKA ríkisstjórnin til- kynnti f kvöld afar strangar að- gerðir í bankamálum til að veita bandaríska dollaranum stuðning, sem féll mjög í dag gagnvart svissneska frankanum. Helzta at- riðið í aðgerðum stjórnarinnar er 40% árleg skattlagning „neikvæðra vaxta“, sem leggst þegar í stað á allt fjármagn út- lendinga i svissneskum frönkum, sem hefur verið flutt inn f landið eftir 31. október s.l. Svissneski seðlabankinn sagði enn fremur, að ekkert fjármagn f eigu útlend- inga, hvenær sem það yrði flutt inn f landið, myndi njóta venju- legra vaxtagreiðslna. Þessar að- gerðir Svisslendinga ollu þegar f stað mikilli ringulreið á evrópsk- um peningamörkuðutn, á meðan menn voru að átta sig á hversu strangar þær væru. Dollarinn hækkaði þegar úr 2,4870,4900 frönkum upp f 2,5080,5110. Þá var einnig talið, að seðlabankar Vestur- Þýzkalands, Frakklands og Hol- lands hefðu keypt allt að 50 milljónir dollara hver, gjaldmiðl- inum til stuðnings. Aðgerðir Svisslendinga eru taldar viðbrögð við vaxandi jafn- vægisleysi á alþjóðlegum gjald- eyrismörkuðum, þar eð fall doll- arans kynni einnig að veita veru- legu fjármagni i dollurum til Sviss. Sagði varaforseti svissneska seðlabankans í dag, að slíkt aðstreymi erlends fjármagns hefði verið farið að ógna útflutn- ingsatvinnuvegum landsins og ferðamannaþjónustu. sendiráðió í Prag um hádegió i dag og kröfðust þess, aö sendiherrann hjálpaði þeim til að fá leið- toga sinn lausan úr haldi hjá tékkneskum stjórn- völdum, auk þess sem tryggt yrði, að hann yrði ekki framseldur íraks- stjórn. Yfirgáfu stúd- entarnir bygginguna í kvöld friðsamlega eftir að þeir höfðu fengið loforð um að gengið yrði að kröf- unum. Stúdentarnir sögðu Reuter- fréttastofunni i kvöld, er þeir fóru út úr sendiráðsbyggingunni, að foringi þeirra, Fadil Rash, hefði verið handtekinn s.l. föstu- dag. Sagði Rash sjálfur, að hann hefði verið ákærður fyrir að dreifa bæklingum um deilu Kúrda og íraksstjórnar, þar sem sum sósíalísk riki væru sökuð um að hjálpa irökum til að fremja fjöldamorð á kúrdísku þjóðinni. Kvaðst Rash engan þátt hafa átt að þessum bæklingum. Kona hans fékk, að sögn, hins vegar þær upplýsingar hjá lögreglunni, að Rash yrði framseldur til írak, og ættu fleiri kúrdískir stúdentar slíkt yfir höfði sér. Var Rash sleppt í kvöld og kom hann til félaga sinna i sendiráðinu. i yfirlýsingu svonefnds Kúrd- íska lýðræðisflokksins í London í kvöld segir, að tékkneska lögreglan hafi enn fremur leitað sjö annarra Kúrda, sem eru við nám i Prag og Bratislava, til að framselja þá irökskum stjórn- völdum, og hefði einn stúdent þegar verið framseldur, en aðrir tveir sloppið með því að flýja til Vestur-Berlinar. Stúdentarnir í Prag sögðu i kvöld, að þeir hefði ekki óskað eftir pólitisku hæli í sænska sendiráðinu, né heldur vildu þeir fara frá Tékkóslóvakiu. Nú þurfa Norðmerai að manna sig upp í 50 mílna útfærslu Samkomulagið um togveiði- bannið umdeilt í Noregi Geir Hallgrímsson forsætisráðherra og Erna Finns- dóttir, kona hans, heilsa hér öldruöum vistmönnum á Betelelliheimilinu í Gimli í Minnesota í fyrradag. í gær voru ráðherrahjónin í heimsókn hjá Þjóðræknis- félaginu í Árborg. Amin boðar komu sína London 22. jan. — Reuter. IDl Amin, Úgandaforseti, hefur boðað Elísabetú Bretadrottningu komu sina til Bretlands 4. ágúst i sumar, og er tilgangur ferðar- innar sá að veita brezkum frelsis- hreyfingum góð ráð. Samkvæmt frétt Útvarps Úganda, þar sem vitnað er í orðsendingu Amins til drottningar, segir að forsetinn láti vita af ferðum sinum með góðum fyrirvara svo að drottn- ingin „hafi nógan tíma til að gera ráðstafanir til að tryggja þægi- lega dvöl mína i landi yðar“. Segir Amin, að hann hafi áhuga á að heimsækja alla hluta Bretlands. „Yðar hátign, þess er vænzt að þér munið, með milligöngu hinna ýmsu stofnana, sjá svo um að ég geti séð og heimsótt Skotland, Wales og Norður-irland. Ég vildi geta notað tækifærið til að ræða við þetta fólk sem er að reyna að brjótast til sjálfsforræðis og sjálf- stæðis frá stjórnmála- og efna- hagskerfi yðar.“ Amin hyggst einnig hitta Asíumenn, sem flutzt hafa frá Úganda til Bretlands, en brottvisun þeirra olli miklum deilum eins og menn muna. Hann segist munu láta þetta fólk vita, að þess sé ekki saknað i Úganda. Ösló, 22. janúar 1975, frá fréttaritara Mbl. Ágúst I. Jónssyni. • Meðal Norðmanna eru skoð- anir mjög skiptar um ágæti þess samkomulags, sem norska stjórnin gerði i London í gær við Breta, Þjóðverja og Frakka um bann við togveiðum á svæð- um undan ströndum Noregs. Finnst mörgum sem norska stjórnin hafi gefið of mikið eftir i þessu máli og friðuðu svæðin muni koma Norðmönn- um að takmörkuðu gagni. 0 Aðrir segja að með þessum samningum hafi Norðmenn gefið fordæmi um hve árangursrík samningaleiðin geti verið. Norðmenn hafi ekki viljað neina ævintýrapólitík i þessum málum eins og Is- lendingar hafi viðhaft er þeir færðu landhelgina einhliða út i 50 mflur og að með þessum samningi hafi þeir gert sér auð- veldara fyrir með að semja um útfærsluna i 50 mílur, þegar þar að kemur. „Ég er óánægður meó þessa samninga," sagði Birger Olsen formaöur i Fiskimannasam- bandi Finnmerkur. „Öll þróun i Framhald á bls. 18 Þetta kort sýnir togveiðibannsvæðin þrjú sem samkomulag náðist um f London f fyrradag. Gert er ráð fyrir. að samkonnilagið gangi f gildi 29. janúar, en bannið gildir í fimm mánuði á ári. Kaupmannahöfn 22. janúar. Frá fréttaritara Morgun- blaðsins, Gunnari Rytgaard: HIÐ nýkjörna þjóðþing Dan- merkur kemur saman á morgun, fimmtudag, i fyrsta sinn eftir kosningarnar 9. janúar. Poul Hartling, forsætisráðherra, mun þá gefa yfirlýsingu, en að henni lokinni verður kosinn þingforseti og skipað í nefndir. Engar breyt- ingar munu verða á rikisstjórn- inni. Hartling og Anker Jörgen- sen, fyrrum forsætisráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna. hafa átt með sér þrjá fundi eftir kosningarnar, en þrátt fyrir það að fundirnir hafi snúizt um möguleika á samstarfi og sam- ræmingu stefna flokkanna tveggja hafa þeir alls ekki færzt nær hvor öðrum. Samkvæmt þeim opinberu yfir- lýsingum sem jafnaðarmenn og Venstre-flokkur Hartlings hafa gefið, er helzti ásteytingarsteinn- inn tillögur ríkisstjórnarinnar um sparnað á sviði almannatrygg- inga. Stjórnin lagði til löngu fyrir kosningar, að fjölskyldubætur til tekjuhæstu fjölskyldnanna yrðu skornar niður, og við það sparað- ist 1 milljarður d. kr. Þessi sparn- aður yrði liður i fjármögnun þeirra skattalækkana sem gerðar voru í september, en til þeirra þarf alls um 7 milljaröa. Fjár- mögnun þessi var ekki afgreidd fyrir kosningarnar, og „reikning- urinn" liggur þvi enn hjá þing- inu. Spurningin er hvort Hartling tekst að afla henni meirihluta- fylgi á þinginu, sem nú kemur saman. Til þess þarf annaðhvort Jafnaóarmannaflokkurinn eða Framfaraflokkur Mogens Glistrups að styðja stjórnina. Glistrup á örðugt meó að veita stuðning sinn, þar eð hann krefst 10 milljarða d. kr. sparnað, og vill auk þess ekki aó hluti af fjár- mögnun skattalækkananna verði með auknum gjöldum á vörum eins og ísskápa, þvottavélar o.s.frv. Glistrup sagði þó í sjónvarps- Framhald á bls. 2 danska þjóðþingið í dag Hartling ávarpar nýja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.