Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1975 A \ -'i Grenivík: Mokað af mann- virkjum án afláts Grenivík, 16. jan. 1975. STÓRTJÓN varð á frystihúsi Kaldbaks h.f. á Grenivík í óveðrinu á dögunum. Söltunar- hús, sem áfast er frystihúsinu, fór gjörsamlega á kaf í snjó og er þó ekki um neinn smákofa að ræða. Húsið er um 40 m langt, vegghæð er um 5 m og hæð undir ris um 7 m. A mánudag- inn var þakið farið að sligast undan snjóþunganum og voru 15—20 manns að moka af þvi i stórhríðinni meðan birta entist. Það dugði þó skammt, því að morguninn eftir var snjórinn á þakinu oróinn jafnþykkur og áður. Hér varð sem sagt ekki við neitt ráðið og fór þriðj- ungurinn af austurhlið þaksins inn. Þar undir brakinu eru salt- fiskbirgóir hússins — sem betur fer litlar — og töluvert af salti. 1 dag hefur verið unnið að því í góðu veðri að moka ofan af húsinu og bjarga því sem Myndina tók Björn Ingólfsson fréttaritari Morgunblaðsins 1 Grenivík af mönnum að moka ofan af þaki söltunarhússins, sem er 40 metra langt og 1800 rúmmetrar að stærð. Hluti þaksins var farinn að síga vegna snjóþungans. bjargað verður. Ekki er enn búið að fullkanna skemmdirnar á vesturhlið þaksins, þar sem ekki er innangengt í þann hluta hússins, en með því að grafa niður á glugga og lýsa inn mátti sjá, að þar höfðu orðið tölu- verðar skemmdir líka. 1 vestur- hlutanum er m.a. verkstæði og standa vonir til, að sá hluti sé ekki eins illa farinn Björn. Vinnustofa Kjarvals: Brezkur sérfræð- ingur dómkvaddur LEITAÐ hefur verið til brezks listaverkasérfræðings Stanczyk að nafni, til þess meta hvort unnt er að flytja og gera við máiverk Kjarvals sem meistarinn málaði á veggina I vinnustofu sinni við Austurstræti. Mun Stanczyk koma hingað á næstunni. Samkomulag varð um það miili menntamálaráðuneytisins og erf- ingja Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals að æskja þess að dóm- kvaddur verði hæfur, óvilhallur maður, eins og segir í dómskýrslu, til þess að kveða upp úr um það hvort og þá hvernig unnt verði að fjarlægja málverk þau sem eru á veggjum vinnustofunnar í Austurstræti, hvað það muni kosta, og hvað kosti að gera við þau ef þau verða áfram í Austur- stræti eða þá hins vegar eftir að þau hafa verið tekin þaóan. Þeir sem sátu i dóminum, sem kvaddi til þennan brezka sérfræðing voru: Hrafn Bragason borgardóm ari, sem var formaður dómsins Stefán Már Stefánsson borgar dómari og Björn Th. Björnsson listfræðingur. Stanczyk starfar í umhverfis- málaráði Breta, en hann er sér- fræðingur í viðgerðum á lista- verkum og hefur meðmæli British Museum og Victoria Al- bert safnsins. SHI hætti við aðild að IUS Færeyingar borga yfír 4 kr. fyrir loðnukílóið — EF lSLENZKIR loðnubátar koma hingað með afla gætum við greitt þeim 20 aura færeyska fyrir hvcrt kg — 4,18 kr. — sem er 1,38 kr. hærra verð en nú er greitt hér heima, á meðan loðnan er þetta feit, en eftir þvf sem fitan minnkar þá verðum við einnig að lækka kaupverðið, sagði D. Eldvik framkvæmdastjóri Síldarverksmiðjunnar Havsbrún Magnús Kjartans son til starfa á Þjóðviljanum MAGNUS Kjartansson, fyrrum ráðherra, er á ný byrjaður að skrifa í Þjóðviljann. Magnús Kjartansson sagði f samtali við Morgunblaðið í gær, að það hefði orðið að samkomulagi, að hann tæki á ný upp störf við blaðið. Hann sagðist hafa viljað láta á það reyna, hvort hann treysti sér til að starfa þar jafnframt þing- mennskunni. Magnús sagðist þó gera ráð fyrir, að hann myndi einkum skrifa í blaðið í þinghlé- um. Hann mun ekki taka við rit- stjórastarfi á nýjan leik, en hann hafði sem kunnugt er verið rit- stjóri Þjóðviljans í aldarfjórðung, er hann tók við ráðherraembætti 1971. Nokkrar forystugreinar Þjóðviljans hafa að undanförnu verið merktar Magnúsi Kjartans- syni. f Fuglafirói f Færeyjum þegar við ræddum við hann f gær. I viðtali við Morgunblaðið sagði hann, að þeir ættu við samskonar sölutregðu að etja og Islendingar, enda seldu þeir sfnar afurðir á sömu markaði. Sagði Eldvik, að hann vissi ekki um ástæðuna fyrir þvf, að færeyskar verksmiðj- ur gætu borgað hærra verð fyrir loðnuna, en þær íslenzku — kerfið hlyti að vera meira á Is- landi. Af færeysku nótaveiðiskip- unum hafói hann það að segja, aó stærri skip F"æreyinga eru nú á brislingsveiðum. Krúnborg land- aði t.d. 800 lestum i Fuglafirði i fyrradag, og þá lönduðu ennfrem- ur Nordborg 600 lestum og Polar- is 500 lestum. Brislingsveiðar Færeyinga hafa gengið vel í haust og vetur, en helzta veiðisvæðið er nú um 20 sjómilur úti af New- castle i Englandi og vegalengdin milli Færeyja og veiðisvæðisins er um 390 sjómilur, þannig að skipin ná ekki nema einni ferð á viku. Fyrir brislinginn er borgað 0,40 aurar fyrir hvert kg. — 8,35 kr. ísl. — Að endingu sagði Eldvik, að hann væri sama sinnis og aðrir. Utlitið væri ekki bjart framund- an, en menn yrðu að vona, að úr rættist. Þá höfóum við samband við Pál Guðmundsson, skipstjóra og út- gerðarmann, og spurðum hann hvort hann héldi, að það borgaði sig fyrir íslenzk skip að sigla með loðnuaflann til Færeyja. Hann taldi þaó engan veginn borga sig sem stæði, því ofan á islenzka verðið, sem er kr. 2,80 fyrir hvert kg, mætti bæta við framlagi úr flutningasjóði og þar að auki yrði að greiða útflutningsgjald og önnur gjöld þegar landað væri erlendis. A STÚDENTARAÐSFUNDI 18. janúar sl. var samþykkt tillaga um aó falla frá aðildarumsókn að svonefndum „Alþjóðasamtökum stúdenta", I.U.S., sem hafa að- setur í Prag. Samtök þessi eru að mestu fjármögnuð af Rússum og þykja fylgja þeim dyggilega í al- þjóðamálum. Vinstrimenn höfðu samþykkt að sækja um aðild að samtökunum fyrir ári siðan, en mættu harðri andspyrnu Vöku- manna. Nú báru þeir hins vegar fram tillögu um að fallið yrði frá aðild, en tekið upp „gagnkvæmt samstarf" Stúdentaráðs og I.U.S., sem fæli í sér viðurkenningu á störfum og stefnu hvors um sig. Vökumenn gagnrýndu þessa viðurkenningu og röktu þætti úr sögu I.U.S., en þessi „stúdenta- samtök" neituðu m.a. að fordæma innrás Rússa i Ungverjaland og Tékkóslóvakfu. Til allsnarpra orðaskipta kom um I.U.S. Vinstrimenn héldu uppi vörnum fyrir þessi samtök og töldu þau einu heildarsamtök Vestmannaeyjar: Mikið tjón hjá Breiðholti h.f. MIKILL austansjór gekk upp á hið nýja land Heimaeyja’- í gær og stórskemmdi þar mannvirki, sem Breiðholt h.f. hafði reist þar í nóv. s.I. til malarnáms vegna framkvæmda fyrirtækisins í Eyjum. Sigurður Oddsson hjá Breiðholti í Eyjum sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöidi, að hér væri um hundruð þúsunda kr. tjón að ræða, en þó væri erfitt á þcssu stigi að gera sér fulla grein fyrir því. Menn voru að vinna þarna í gærmörgun við að harpa grjót, en í hádeginu á flóðinu gekk sjórinn þarna yfir i fárviðrinu og kastaði stórri ljósavél um 30—40 metra. Þegar slotaði lá vélin á hliðinni hálfgrafin i sand, en í gærkvöldi var búið að koma henni á þvotta- plan í Eyjum til hreinsunar. Þá skemmdust nokkuð ýmis önnur tæki Breiðholts í sambandi við malarnámið, en Sigurður kvað þá geta gert við það. Bjóst hann við að það tæki 2—3 vikur að koma malarnáminu i samt lag aftur, en þó kvað hann þetta öhapp ekki eiga að tefja neitt framkvæmdir Breiðholts í Eyjum, því þeir hefðu verið búnir að harpa það mikið efni. — Danmörk Framhald af bls. 1 umræðum milli hans, Hartlings og Jörgensens i gærkvöldi, þriðju- dagskvöld, að nú riði á að koma sér saman um ákveðna stefnu, og hver flokkur mætti ekki vera of ósveigjanlegur á eigin stefnumál- um. 1 sömu umræðum tóku bæði Glistrup og Jörgensen skýrt fram, að Hartling yrði nú að velja um hvorum megin hann ætlaði að vera. Eins og Glistrup sagði: „Hann verður að velja jafnaðar- menn, og þá verður ekki mikið sparað, eða velja Framfaraflokk- inn, og þá verður mun meira sparað." Anker Jörgensen kvaðst sammála Glistrup um að Hart- lings væri valið. Hartling sjálfur lauk umræðun- um með að segja að hann myndi mæta á þinginu með tiilögur sinar. „Ef fyrir hendi er meiri- hluti á þjóðþinginu fyrir þessum tillögum, þá hlýtur sá meirihluti að koma i ljós. Og sá meirihluti verður að mynda ríkisstjórn. Þessi stjórn getur ekki setið augnabliki lengur en þjóðþingið getur samþykkt." Hartling mun þó ekki strax setja fram fyrri heildarlausn sina i efnahagsmálunum, sem m.a. gerði ráð fyrir kaupgjaldsstöðvun og afnámi hluta af dýrtíðareftir- litinu. Hann hyggst bíða þess, að aðilar vinnumarkaðarins komi sér saman í yfirstandandi viðræðum eða ekki. Þetta þýðir að nokkur tími kann að líða unz einhverjar þýðingarmiklar tillögur verða lagðar fyrir þingið af stjórninni. Þó verður að gera ráð fyrir að ekki myndist meirihluti gegn til- lögum stjórnarinnar, þar eð Glistrup vill tæpast fella hana. Umræður um yfirlýsingu Hart- lings eiga að fara fram á þriðju- dag, og þá kunna að koma fram svonefndar dagskrártillögur til að fella stjórnina. M.a. hefur Radikale venstre sagt að bola verði stjórn Venstre frá völdum aðeins til að skapa „opið ástand“ fyrir viðræður um stjórnarsam- starf. stúdenta í heiminum og að í „viðurkenningu" fælist eingöngu viðurkenning á stofnskrá I.U.S., sem kveður m.a. á um baráttu gegn heimsveldisstefnu og fas- isma. Þeir sögðu að ein helzta ástæðan fyrir fráhvarfi sínu frá aðild væri, „að aðild myndi færa utanríkisstarfsemi Stúdentaráðs í svo þröngan stakk“. Þá var á þessum fundi sam- þykkt tillaga frá Vökumönnum, sem Kjartan Gunnarsson laga- nemi bar fram, um að þeir pen- ingar, sem stúdentum yrðu greiddir vegna skattaafsláttar, rynnu óskiptir til þess að auka barnaheimilisrými námsmanna í samráði við Barnavinafélagið Sumargjöf og Félagsstofnun stúdenta. Tilefni þessarar tillögu, sem er ítrekun á fyrri samþykkt- um Stúdentaráðs um þessi efni, er, að fram hafa komið tillögur þess efnis, að fé þessu verði varið til þess að greiða fyrir vistun barna námsmanna á einkaheim- ilum. Skoðun stúdenta hefur hins vegar verið sú, að stofnun nýs barnaheimilis væri mun skynsam- legri og til frambúðar. Kjartan minnti á, að hann hefði hafið um- ræður um hinn brýna vanda í barnaheimilismálum stúdenta með tillögu um fjármögnun barnaheimila, sem hann flutti á fundi Stúdentaráðs 31. júlí sumar. Og hefði sá tillöguflutn ingur hrundið af stað umfangs miklum aðgerðum i þessu máli Hafa þær aðgerðir nú borið þann árangur, að P'élagsstofnun stúdenta stendur um þessar mundir til boða að kaupa stórt hús, sem talið er henta fyrir barnaheimili. I þessu húsi, er kosta á 13—15 milljónir króna, sem er svipuð upphæð og talið er að skattaafslátturinn nemi, mundi væntanlega vera rými fyrir um 70 börn. Má þvi segja að nú hilli undir lausn þessa erfiða máls. Hannes Gissurarson sagnfræði- nemi bar fram tvær íillögur á þessum stúdentaráðsfundi. Önnur var um fordæmingu á dreifingu fikniefna, en henni vis- uðu vinstrimenn frá. Hin tillagan fól í sér fordæmingu á skattsvik- um og smygli, sem hvort tveggja væri „þjófnaður úr sameigin- legum sjóðum landsmanna". Nokkrar umræður urðu um tillög- una, sem að lokum var samþykkt. Rennirí í Siglufjörð Siglufirði 22. jan. ALLS hafa komið 214 farþega- c vöruflutningaskip til Siglufjarð; á s.l. ári. Erlendir togarar voru erlend fiskiskip önnur en togar; voru 100 og íslenzkir fiskibát; aðrir en heimabátar voru 612. — Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.