Morgunblaðið - 23.01.1975, Page 22

Morgunblaðið - 23.01.1975, Page 22
22 MORGUNBLAÐIT), FIMMTUDAGUR'23. JANUAR 1975 Þórir G. Tryggva- fion — Minnlngarorð Fæddur 26. september 1929 Dáinn 14. janúar 1975. Þaó er skammt bilið milli lífs og dauóa. Samstarfsfó’k Þóris Tryggva- sonar fékk áþreifanlega sönnun á því, er Þórir varð bráðkvaddur víð vinnu sina, þriðjudaginn 14. þ.m. Þórir Tryggvason fæddist í Reykjavík 26. 9. 1929 og var því í blóma lífsins, aðeins 45 ára gam- all er hann lézt. Foreldrar hans voru þau hjónin Sólveig Hjarta. dóttir og Tryggvi Árnason, fyrrv. yfirverkstjóri hjá Agli Vilhjálmssyni h.f., en hann lézt af slysförum fvrir nokkium árum. Þórir stundaði nám í Verzlunar- skóla Islands og orautskráðist þaðan árið 1948. Að loknu námi hóf Þórir störf hjá Samvinnutryggingum, en sneri sér síðar að leigubilaakstri frá Borgarbílstöóinni, en hin síð- ustu ár sá hann um rekstur stöðv- arinnar, eða þar til hann hóf störf á s.l. sumri áskrifstofu Breiðholts h.f., en þar starfaði hann er hann lézt. Þórir fékk hjartaáfall fyrir nokkr'- i árum og náði hann sér aldrei fyllilega eftir það, þó stundaði hann jafnan fulla vinnu milli þess, sem hann dvaldi á sjúkrahúsum. Áríð 1955 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sina, Bergþóru Víylundsdóttur. Var það hans mesta lífslán, en Bergþóra stóð jafnan traust við hlið manns síns í blíðu sem striðu, enda mat hann hana ávallt mikils. Þau hjónin eignuðust tvö börn, Sólveigu og Snorra, og eru þau bæði í for- eldrahúsum og stunda nám við Meuntaskólann við Hamrahlíð. Leiðir okkar Þóris lágu saman fyrir um það bil 25 árum er við hófum að stunda handknattleik hjá Knattspyrnufél. Vikingi og kepptum við saman í ýmsum flokkum félagsins um áraraðir. Var Þórir jafnan traustur og góð- ur félagi og ágætur iþróttamaður. Jafnan er það miklum erfiðleik- um bundið að fá menn og konur til starfa í íþróttafélögum nú til dags, enda hér um mjög tímafrekt áhugastarf að ræða, er fáir vilja gefa kost á sér í, og vill því gjarn- an leggjast mikið starf á fáar hendur. Er við í handknattleiks- deild Víkings leituðum fyrir nokkrum árum eftir aðstoð hans var hún fúslega veitt og má segja að jafnan síðan hafi hann verið vakinn og sofinn yfir velgengni deildarinnar, en hann var gjald- keri í mörg ár með slíkum ágæt- um, að fjárhagur deildarinnar, blómgaðist með hverju árinu sem leið. Var það mjög til eftir- breytni, hversu nákvæmur og reglusamur hann var um fjárreið- ur deildarinnar. Er Þórir lézt var hann formaður deildarinnar og sinnti hann því starfi af sömu umhyggjusemi og öðru gagnvart félaginu. Handknattleiksdeild Vikings stendur í mikilli þakkarskuld við hinn látna forystumann sinn. Sjálfur vil ég þakka hinum látna vini mínum margra ára ánægju- Iega samvinnu í félagi okkar og nú siðast sem samstarfsmanni hjá Breiðholti h.f. Konu hans, börnum og móður votta ég mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning Þóris Tryggvasonar. Sigurður Jónsson. Kveója frá Víkingum. 1 dag kveðjum við einn okkar ágætasta samferðarmann og félaga, Þóri Tryggvason. Ungur að árum gekk hann í Knatt- spyrnufélagið Víking og lék knattspyrnu og handbolta með félaginu í nokkur ár. Það kom fljótt í ljós, að Þórir var mikill félagshyggjumaður og valdist þvi ungur til starfa hjá félaginu. Hann hefur um tuttugu ára skeið verið einn af þeim Vík- ingum sem mestum tíma hefur eytt og umhyggju hefur sýnt sínu félagi nú síðasta áratuginn sem gjaldkeri handknattleiksdeildar og síðasta ár sem formaður deild- arinnar. Það verður vandfyllt það skarð sem höggvið er i raðir okkar Vikinga. Þórir var einn af þessum hægu, vel yfirveguðu mönnum, sem skila sínu starfi með hógværð og hlýju. Þórir skildi vel þá köllun + Sonur minn, INGI HARALDSSON, Frakkastíg 1 9, andaðist á Borgarspitalanum þann 2 1. janúar F h vandamanna, Ulfhildur Hannesdóttir. + Móðir okkar. SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, lézt af slysförum 1 7 janúar sl. Jóna Sörladóttir, Ásdís Sörladóttir, Guðríður Sörladóttir, Erna Sörladóttir, Ágúst Sörlason, Guðmundur Sörlason, Ragnheiður Sörladóttir. Kristin Sörladóttir. + Útför þeirra: INDRIÐA HELGA EINARSSONAR, verkfræðings, Sólheimum 25, SIGURBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, húsmóður, Vesturbergi 81, STEFÁNS ÓLAFS ÓLAFSSONAR, verkfræðings, Sporðagrunni 14, °9 TÓMASAR SIGURÐSSONAR, verkfræðings, Arahólum 2. er létust af slysförum þann 17 janúar sl fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 25 janúar n.k kl 10.30 Aðstandendur. sina að starfa að félagsmálum, það var honum svo hugstætt að starfa með og fyrir íslenzkt æsku- fólk, og sjá þaó þroskast og verða að góðum og gjaldgengum þjóð- félagsþegnum í hinni hörðu lífs- baráttu sem við heyjum i okkar harðbýla landi. Það skilur enginn nema sá, sem reynt hefur, hversu mikill timi og fyrirhöfn fer í að hafa með hendi forustu í fjöl- mennri félagslegri hreyfingu eins og Þórir hefur gert um áratug. Um leið og ég vil þakka Þóri hans störf hjá félaginu, sem aldrei verða fullþökkuð langar mig að senda hans ágætu eigin- konu Bergþóru Víglundsdóttur og tveimur börnum þeirra, Sólveigu og Snorra, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ég þakka Bergþóru fyrir hönd félagsins þá miklu hvatningu, sem hún hefur haft á störf Þóris fyrir Víking. Þvi sá mikli tími, sem Þórir fórnaði félaginu, gerist ekki nema með hvatningu og skilningi eiginkonu á hugstæðu starfi manns síns. Guð blessi ykkur og styrki í sorg ykkar. Hvíl í friði kæri félagi, með þökk fyrir samfylgd- ina. Fyrir hönd VlKINGA Jón Aðalsteinn Jónasson. Kveðja frá handknattleiks- deild Víkings. I dag fimmtudaginn 23. janúar 1975 verður til grafar borinn Þór- ir Tryggvason formaður hand- knattleiksdelldar Víkings. Félag- ar og samstarfsmenn kveðja hann með söknuði. Ungur að árum gerðist hann liðsmaður Víkings, er hann lék knattspyrnu með félaginu. Hin seinni ár var Þórir á meðal framtakssömústu stjórnenda handknattleiksdeildarinnar og vann þar mikið og óeigingjarnt starf. Hann var vinsæll af félögum sínum, og átti !:pur og prúðmann- leg framkoma drjúgan þátt í því. Þekking 'hans á félagsmálum Víkings var mikil, því verður sæti hans vandskipað. Fyrir hönd handknattleiks- deildarinnar vottum við eigin- konu hans og börnum okkar dýpstu samúð. Stjórn handknattleiksdeildar. Héðinn Friðriksson — Minningarorð Fæddur 13. maí 1925 Dáinn 14. janúar 1975 „Dáinn, horfinn!** — Harmafregn! Hvílfkt orð mig dynur yfir! En ég veit, að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. (Jónas Hailgr.). Hann elsku „frændi" minn er( dáinn. Það er svo ótal margt sem kemur upp í huga minn, þegar ég lit yfir farinn veg. Fallegar minningar frá barnsárunum þegar ég, 4 ára gömul, dvaldist hjá þeim frænku og „frænda“ vetrariangt og frá helgarheim- sóknum til þeirra eftir það. Varla hefði nokkur faðir getað verið barni sinu betri en frændi var mér og gildir það um öll börn er urðu á lífsleið hans. Hann átti alltaf huggunarorð og lífsgleði að miðla öðrum. Enda fundu allir, er kynntust honum, strax þá hlýju og þann góðleika er streymdu frá honum og þó sér- staklega börnin. Litli sonur minn sem er 2ja ára kunni eins vel að meta frænda og ég, og ekki var til það „fýlukast“ + Systir mín, VALGERÐUR INGIBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR, fædd HRAUNDAL varð bráðkvödd að heimili sínu, Grjótagötu 14 b, sunnudaginn 20 þessa mánaðar. Jarðarförin auglýst síðar Fyrir hönd barna hennar og annarra vandamanna, sem frændi gat ekki læknað ef hann leit inn. Þetta á ekki að vera minningar- grein, heldur aðeins fátækleg þakkarorð til frænda fyrir allt það sem hann var mér og mínum á meðan hann lifði. Elsku frænka, Jóhann og Helga og aðrir aðstandendur; við Ási biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni og megi bjartar og hlýjar minningar um frænda milda hana „Sælireru hjartahreinir þvl þeir munu ííuö sjá.** Það mun hafa verió sumarið 1951 sem systir mín kynnti mig fyrir unnusta sínum, Héðni F’riðrikssyni. Reyndar fannst mér ég þekkja hann þá þegar, því hann var Akureyringur og á leið minni i skólann dag hvern hafði ég oftast mætt honum er hann var á leið til vinnu sinnar. En þegar ég kynntist mági mín- um nánar varð mér ljóst, að það hafði verið harla lítið sem ég vissi um manninn Héðin Friðriksson. Hann reyndist nefnilega við frekari viðkynningu engum líkur sem ég hafði áður þekkt og þann- ig er það enn þann dag í dag þegar hann hefur lokið dvöl sinni hér á meðal okkar. Ég á óteljandi minningar um hann sem allar eru bjartar og fullar af gleði, ástúð og hlýju. 1 Héðni mági minum fannst mér ég eignast þann bróður sem ég hafði saknað. Tíl hans var alltaf hægt að leita með vandamál sin stór og smá. Hann var svo greiðvikinn og hjálpsamur að hann taldi ekki eftir sér að leggja á sig auka erfiði og snúninga ef það gat orðið öðrum að liði. Og hann ætlaðist ekki til endurgjalds þó hann gerði fólki greiða. Ein af fallegustu endur- minningum minum um Héðin er sú að sjá hann í barna- hóp. Það var undravert það lag sem hann hafði á börnum, hann lék sér sjálfur mitt í hópn- um eins og eitt af þeim, og það var ekki til það misklíðarefni í þeirra hópi sem hann gat ekki jafnað, og glaðir hlátrar barnanna sýndu best hve vel þau skemmtu sér. Elstu dóttur okkar tóku þau hjón- in Birna og Héðinn að sér einn vetur, því maðurinn minn var við nám. Síðan hefur hann verið „frændi" allra barnanna okkar, hvert af öðru tóku þau að kalla hann þessu nafni og hafa ekki hætt því þótt þau yrðu fullorðin og nú síðast voru tvö lítil barna- börn mín farin að þ< ,yja „frænda" líka. Héðinn átti tvö barnabörn sjálfur og hafa þau sannarlega misst mikið nú, aö fá ekki að njóta afa sins lengur. Héðinn var mikill tónlistarunn- andi. Hann spilaði sjálfur mjög vel á píanó og átti margar yndis- stundir við hljóðfærið sitt, og miðlaði einnig þar öðrum er á hlýddu. Dóttur mína litla studdi hann með ráðum og dáð þegar hún sjö ára tók sín fyrstu reikulu skref á tónlistarbrautinni. En hin síðari ár eða allt frá því að þau hjónin fluttu að Goðatúni 21 í Garðahreppi, mun þó garður- inn hans hafa átt mest ítök í hon- um og þar eyddi hann öllum sín- um frístundum hin siðustu sum- ur, og ber garðurinn fagurt vitni um næman smekk hans og natni við að hlúa að og rækta. Það óx allí og blómgaðist í höndum hans og garðurinn hefur undanfarin sumur verið sannur unaðsreitur. Þannig var líka heimili þeirra, þangað var hægt að sækja frið, hlýju og gleði. Héðinn reyndist systur minni ástríkur eiginmaður og veit ág að á sambúð þeirra féll aidrei nokkur skuggi frá fyrsta til siðasta dags. Tengdaforeldrum sinum, sem nú eru bæði háöldruð, reyndist Héðinn ætið sem besti sonur og skal hér flutt hjartans kveðja og þakkir frá þeim fyrir allt sem hann var þeim. Ég veit það að Héðinn mun nú vera búinn að sjá sinn guð, eða ÁsgeirH.P. Hraundal. + Þökkum innilega öllum nær og fjær, sem auðsýnt hafa okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför, ÓLAFS EIRÍKSSONAR, vélstjóra, Mýrargötu 9, Neskaupstað. Lilja Þorleifsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Þorleifur Ólafsson, Kristrún Sigurðardóttir, Eiríkur Ólafsson, Guðrún Nielsdóttir, Guðbjörg Ólafsdóttir, barnabörn og systkini. + Alúðarþakkir fyrír auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, BJARNAJÓNSSONAR, skipstjóra, Seljavegi 5. Halldóra Sveinsdóttir, Jóna Bjarnadóttir, Olga Bjarnadóttir, Aðalheiður B. Rafnar, Anna Bjarnadóttir, Dóra Bjarnadóttir, Sveinn B. Bjarnason, Bjarni J. Bjarnason, Guðrún B. Ireland. Guðný B. Ryder, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.