Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 18
1 g MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1975 — Seinagangur Framhald af bls. 19 margt þurfi að gera í henni til úrbóta bæði vegna gossins og annars. Þá má að lokum nefna tilraunirnar með hitaveitu úr nýja hrauninu. Tilraunir í því efni verður að gera til hlítar áður en til framkvæmda er hægt að hugsa, en í flestu því sem þarf að gera er hægt að ganga beint til verks ef stjórn er á málunum." — Óveðrið Framhald af bls. 32 Skemindisl bifreióin talsvert á hlió og á þaki, en hafnaði þó í snjóskafli. Vegna vikurstorms í Eyjum hefur orðið talsvert tjón á glerjum i húsum og á bílum. I fyrrinótt slitnuðu nokkrir bátar upp í Vestmannaeyjahöín, en ekkert alvarlegt varð að. Lögreglan í Reykjavík hafði í gærkveldi fengið 17 tilkynningar um þakplötuíok og var það um alla borgina. Að öðru leyti var ekki kunnugt um neinar meiri háttar skemmdir af vöidum veðursins en víða varð lögreglan að aðstoða börn á leið heim úr skólum. Skólahaldi var víða aflýst úti á landi, svo sem t.d. í Vest- mannaeyjum og er það mjög óalgengt þar. — Fjarskyggni Framhald af bls. 13 Það mun hafa verið hollenzka konungsfjölskyldan eóa áhrif hennar sem öðru fremur mun hafa gert þeim Croiset og Ten- haeff prófessor það kleift að haida uppi merki ntiðilsgáfunnar í Hollandi yfir erfitt tímabil, og á sú fjölskylda heiður og þakkir skildar fyrir. Það er staðreynd, að þá fyrst, þegar leitað hafði verið til Croi- sets, fór að komast skriður á hið svoneínda Geirfinnsmál, en skömmu áður hafði verið sagt að það væri með öllu staðnað. Það mun enginn stafur vera til í lög- um sem banni rikisstarfsmönnum að notfæra sér hæfileika rniðla. Árásir á lögregluslarfsmenn fyrir þær sakir eru því marklausar. Þorsteinn Guðjónsson. — Norðmenn Framhald af bls. 1 sambandi við þessa samninga hefur verið Norðmönnum í óhag og nú verðum við að manna okkur upp í að færa landhelgina út í 50 mílur eins fljótt og hægt er. Ég hef ekki trú á samningaleiðinni í því sambandi. Afstaða t.d. Breta í nýafstöðnum samningaumleit- unum hefur verið augljós. Við þá þýðir ekki að reyna að semja um 50 mílna landhelgi að mínu áliti,“ sagði Birger Olsen. Johann T. Toft, formaður í landssamtökum norskra fiski- manna, sagði hins vegar að aðalatriðið væri að Norðmenn hefðu náð þeim áfanga að strandþjóð gæti friðað viss veiðisvæði þegar mest á riði. Toft er þó óánægður með hversu mikið Norðmenn urðu að slá af kröfum sínum en segir það jákvætt að togurum skuli hafa verið bannaðar veiðar á þessum svæðum yfir dimmasta tíma vetrarins, en einmitt þann árstima hafi flestir árekstrar orðið á milli togaranna og báta með línu og net. Tryggve Nilsen formaður i Fiskimannasambandinu i Tromsö segist óttast að togar- arnir verði nú enn ágengari á þeim svæðum sem ekki eru innan bannsvæðanna. — „Það á örugglega eftir að kveða við hjá togaramönnum að friðuðu svæðin séu fyrir bátana með línu og innan þeirra eigi þeir að halda sig. Ég er hræddur um að með þessum samningi fækki ekki árekstrum á milli togara- sjómanna og þeirra sem fiska með línu og net, heldur verði þetta samkomúlag aðeins til þess að árekstrarnir færist úr einu svæði á annað,“ sagði Tryggve Nilsen. Þingmaðurinn Willy Wold sem jafnframt á sæti í fiskveiði- nefnd norska stórþingsins segir að það sé mikið áhyggjuefni að í máli sem þessu skuli Norð- menn hafa mætt svo mikilli mótstöðu frá Bretum og Frökk- um, þjóðum sem ættu að hafa sama áhuga og hagsmuni og Norðmenn, hvað varðar vernd- un fiskstofnanna. Þá er enn eitt atriði sem valdið hefur miklum urg meðal þeirra sem um þetta mál hafa fjallað hér í Noregi. Það er að Norðmenn skuli ekki hafa heimild til að refsa þeim sem gerast brotlegir við hið nýja samkomulag, heldur verði þeim sem brotlegir gerast hegnt í sínu heimalandi. Willy Wold sagði um þetta atriði að Norð- menn yrðu innan þriggja til fjögurra mánaða aó sjá svo um að það yrðu Norðmenn, sem ekki aðeins fylgdust með því hvort samkomulagið yrði brotið, heldur einnig refsuðu þeim brotlegu. 1 forsíðufyrirsögn sagði blaðið Verdens gang í dag að Norðmenn hefðu með sam- komulaginu í London bjargað eigin skinni. I leiðara sagði sama blað svo m.a. „Fyrir fiski- mennina í N-Noregi er sam- komulagið mikil vonbrigði og búast má við hörðum umræðum um það i Stórþinginu. Stað- reyndin er sú að við náðurn því sem við gátum gert okkur vonir um að ná með samningaleiðinni — með ævintýrapólitik og ein- hliða aðgerðum hefði hags- munum Noregs ekki verið þjón- að. 0 REUTER: Jens Evensen flaug til Brússel i dag til að ræða við fulltrúa Efnahags- bandalags Evrópu um sam- komulagió sem gert var í London. Hefjast þær viðræður á morgun, fimmtudag, en að þeim loknum fer Evensen aftur til Öslóar. — Hæstiréttur Framhald af bls. 14 aðilja 26. október 1973 er mörkum landsvæðis þess, sem krafa er gerð til, lýst með talningu kenni- leita og þau mörkuð á landabréf. Krefst sóknaraðili þar viður- kenningar á eignarrétti sinum að landsvæði því, sem á landabréfið er markað, ásamt „vötnum og vatnsbotnum, með öllum verð- mætum og jarðefnum, í jörðu og á, svo og vatnsréttindum, en að viðurkenndum rétti bænda (lög- býla) til venjulegra og hefðbund- inna afréttarnota svo langt sem þau koma til greina, ásamt til- heyrandi skyldum og kvöðum“. Kröfur þessar eru ítrekaðar í greinargerð framhaldssakar. Dómur var uppkveðinn í hér- aðsdómi 24. apríl 1974 með þeim rökum sem fyrr greinir. Þetta mat héraðsdóms var staðfest af Hæstarétti, og segir svo 1 rök- stuðningi hæstaréttar: Það er grundvallarregla íslensks réttar að sá, sem krefst réttinda sér til handa 1 dómsmáli, verði að gera skýra grein fyrir þeim. 1 máli þessu hefur sóknar- aðili ekki greint skýrlega hver séu fasteignaréttindi þau, sem hann telur sig eiga, en skorta formlegar heimildir um. Meðal annars brestur alveg skilgrein- ingu á, hver afnotaréttindi, kvaðir og önnur óbein eignarrétt- indi hann viðurkenni, að aðrir aðiljar eigi á landsvæði því, er hann telur eign sína. Svo sem sakarefni er markað I máli þessu, bendir margt til þess, að landsvæði þau, er málssóknin varðar, teljist til fleiri en eins lögsagnarumdæmis. Er þá athug- unarefni, hvort varnarþing sé rétt, eins og á stendur, sbr. 216. og 220. gr. laga nr. 85/1936. Sakar- efni er eigi afmarkað landfræði- lega með þeim hætti, að gerlegt sé að fjalla um þessa hlið málsins. Eins og lýst hefur verið hér að framan, er málssókn þessi haldin slikum megingöllum að vísa ber málinu frá héraðsdómi. Sam- kvæmt þessu verður staðfest niðurstaða hins kærða dóms um frávísun málsins, ákvörðun máls- kostnaðar og gjafvarnarkostn- aðar. Magnús Þ. Torfason hæsta- réttardómari skilaði sératkvæði, þar sem hann kemst að sömu niðurstöðu og meirihluti réttar- ins, en beitir að nokkru leyti öðr- um rökurn. — Stór verkefni Framhald af bls. 19 bæjarins ætti að vera hægt að Ijúka við á þessu ári. en hún verður lögð norður fyrir Eiði. Þá er eftir að byggja dælustöðvar fyrir neðsta hluta bæjarins og fisk- vinnsluhúsin, en byggðin vestur í hrauni hefur fengið nýja skolplögn nú þegar og er hún vestur af Eyjunni. Þá eru talsverðar fram- kvæmdir framundan við höfnina. Þar þarf að Ijúka hreinsun vikurs úr höfninni, en það verk er um það bil hálfnað. malbika þarf Bása- skersbryggju og Friðarhafnar- bryggju. koma upp aðstöðu fyrir nýja Eyjaskipið, undirbúa upp- setningu skipalyftunnar inni í Botni og þannig mætti lengi tina til, en þetta er það helzta." — Mikið framboð Framhald af bls. 19 verulegan hluta af sínu gamla starfsfólki aftur. Það er einnig mikið af nýju fólki i stöðvunum og það tekur nokkurn tima að þjálfa það upp, en það horfir vel. Það er allt tilbúið hjá atvinnufyrirtækj- unum núna undir vertíð og báta- flotinn er að tygja sig til veiða. Stöðugt er unnið að endurupp- byggingu fyrirtækjanna. ísfélagið er nú að reisa nýtt salthús á grunni þess sem fór undir hraun og er búið að byggja fyrstu hæð- ina, þá er nýtt þurrkhús að komast í gagnið i stað þess sem fór undir hraun og von er á nýrri þurrksam- stæðu frá Noregi i mailok, en allt i þessu nýja húsi verður upp á það fullkomnasta. Ekki verður byrjað á viðgerð Fiskiðjunnar fyrr en i vor, en sá hluti sem skemmdist hindrar ekki eðlilegt starf i frystihúsinu. Þá er einnig búið að gera við mjölskemmu Einars Sigurðssonar, en hraun lagðist yfir hluta hennar og braut niður. Verið er að koma enn stærra þróarrými undir þak hjá Gúanóinu þannig að nú er hægt að landa þar 13 þús. tonnum af loðnu í lokaðar þrær, en alls er þróarrými fyrir 1 7 þús. tonn. Togarinn Vestmannaey er nú farinn að landa reglulega hér heima og tryggir hann mjög vinnu i frystihúsunum. Til dæmis var stór hluti vinnunnar s.l. haust bundinn aflanum sem Vestmanna- ey landaði. Segja má að varlega sé farið i allar framkvæmdir hjá frystihús- unum vegna ástandsins i fjármál- um landsmanna, en þó er reynt að halda i horfinu. Um 1000 manns vinna nú hjá fiskvinnslufyrirtækjunum 6 og vinnubrögð og skipulagning eru að færast i sitt gamla horf, sem reyndist mjög vel. Við megum þvi vera bjartsýn. en samt sem áður sjáum við verkefni fyrir höndum hvar sem litið er." Viðtal við Guðnýju Sigurðardóttur Framhald af bls. 3 alveg hræðilegur. Ég fór ekkert út fyrir hússins dyr fyrstu þrjár vikurnar nema einu sinni að ég fór til Reykjavíkur að hitta brezka konu, miðil, sem hér var stödd. Það var hálfum mánuði eftir að Geiri hvarf og hún sagði, að hann væri á lífi. Hún gat sagt mér ýmislegt um mína hagi, t.d. að ég ætti 10 ára gamlan son og að Geirfinnur hefði verið á sjónum fyrir 10 árum síðan. Það kom heim og saman því Geiri fór þá einn túr á sjóinn. Mér létti svolítið við þetta. Kvöldið eftir kom séra Björn í heimsókn (sr. Björn Jónsson sóknarprestur Keflvík- inga), og hann sagði mér, að ég skyldi fara út. Ég sagðist ekki treysta mér ti! þess en hann hætti ekki fyrr en hunn hafði fengið mig til að fara út. Það varð úr daginn eftir, að ég tók engar róandi töflur og skrapp i smá ökuferð á bílnum okkar. Það fyrsta sem ég varð að gera var að stoppa fyrir þremur konum við gangbraut og hleypa þeim yfir. Þegar þær voru staddar beint fyrir framan bíl- inn stoppuðu þær skyndilega og horfðu á mig forvitnis- augum. Mér varð svo mikið um þetta að ég ók rakleitt heim og hreyfði mig ekki út fyrir húss- ins dyr fyrst á eftir. Svo kom séra Björn aftur í heimsókn og ég sagði honum frá því hvað komið hafói fyrir mig. Og þá sagði hann: „Farðu alveg óhrædd út, í búóina og hvert sem er, og ef þér finnst fölkið horfa á þig þá skaltu bara horfa á móti þangað til það lítur undan.“ Og þetta hef ég gert og mér finnst fólkið mikið til hætt þessu núna. Aft- ur á móti hafa börnin sloppið að mestu við þetta t.d. Sigurð- ur, sem gengur í skóla. Skóla- stjórinn og kennararnir voru strax beðnir að tala við börnin og skýra þetta fyrir þeim. Krakkarnir tóku þessu ákaf- lega vel, og í aðeins einu tilfelli var veitzt að Sigurði ög það kom líka í ljós að sá piltur hafði ekki verið í skólanum þegar talað var við krakkana." • — Nú hefur þetta mál verið óvenju mikið umrætt í blöð- unum, alls konar sögusagnir gengið og ógeðfellt slúður dafn- að. Hefur þetta ekki komið fyrir þín augu og eyru og hvornig hefur þetta verkað á þi.!'’’ „1 fyrstu var ég alveg miður min vegna allra sögusagnanna og slúðursins. En síðan hef ég jafnað mig á þessu og hugsað með mér: „Fyrst fólk hefur ekki annað þarfara að gera í skammdeginu en skálda og bera út sögusagnir og slúður þá er ekkert við því að gera." Þá reyndi ég að halda blöðunum eins og ég gat frá börnunum. En Sigurður gat lesið þau og hann spurði mig oft: „Mamma, af hverju eru blöðin alltaf að tala um að verið sé að leita að líki Geirfinns Einarssonar." Þetta var meðan við héidum dauðahaldi í þá von að hann væri á lífi. En því má heldur ekki gleyma, að margir hafa verið okkur ákaflega hjálp- legir. Mamma var hjá mér fyrstu vikuna og fyrrverandi mágkona mín hefur verið hjá mér allan tímann og veitt mér ómetanlega hjálp. Ég hef t.d. ekki þorað að sofa ein í íbúð- inni síðan Geirfinnur hvarf.“ TVEIR DRAUMAR — Þú segir „meðan við héld- um dauðahaldi í þá von að hann væri á lífi“. Heldur þú ekki lengur í þá von? „Nei, ég held að það sé ekki raunhæft, það virðist flest benda til hins gagnstæða. Og ég er byrjuð að haga lífi mínu í samræmi við það. Ég get tekið sem dæmi tvo atburði, sem komið hafa fyrir mig og fyrr- verandi mágkonu mína, sem býr hjá mér. Hún sefur i hjóna- herberginu hjá mér og nokkru eftir að Geiri hvarf vaknar hún við það, að henni finnst sem horft sé á sig mjög fast. Hún heldur því fram að þetta sé ekki draumur. Hún sezt upp í rúminu og sér.Geira standa hjá sér. Hann er í úlpunni sem hann var í þegar hann fór að heiman um kvöldið og hann er með hettuna á höfðinu. Henni fannst hann allur vera svo blár á hörund. Hún spurði fleiri en einn hvað þetta gæti hugsan- lega verið. Hún spurði sérstak- lega um það hvernig fólk yrði þegar það fengi hjartaáföll og þegar það drukknaði. I báðum tilvikunum getur fólk orðið blátt á hörund, var henni tjáð. Svo var það fyrir hálfum mánuði, að mig dreymdi Geira. Mig dreymdi að ég kæmi hingað inn i stofuna. Þar er þá Geiri staddur og er að setja upp ný húsgögn. Það fyrsta sem ég sé er svart sófaborð og svart smáborð og nýjar Hansa-hillur á einum veggnum. Eg gekk að sófaborðinu og sagði: „Hvar hefur þú verið allan þennan tíma.“ Og hann svarar: „Ég má ekki segja það.“ Ég gekk að' sófaborðinu og fannst það al- sett einhverjum gylltum röndum. Þá fannst mér Geiri segja: „Ég kom líka með hús- gögn í svefnherbergið." Lengri varð draumurinn ekki, en ég man að hann var ekki blár á hörund i draumnum." — Þú minnist á það að framan, að þið leituðuð til brezks miðils. Hafið þið leitað til fleiri miðla? „Já, það var leitað til Haf- steins, en hann sagðist ekki vilja skipta sér af þessu strax, enda kæmi það aldrei fram fyrr en seinna. Þá hefur verið leitað til konu, sem oft hefur hjálpað fólki og hefur hún reynt að hugsa sterkt til mín. Loks má nefna, að frænka fyrrverandi mágkonu minnar átti upphaf- lega hugmyndina að því að leita til hollenzka sjáandans Croiset. Hann tók málaleitaninni ákaf- lega vel, en sagði að sér þætti eitthvað dimmt yfir þessu, en benti þó á ákveðinn stað, en leit þar hefur engan árangur borið því miður, eins og fram hefur komið í blöðunum.” FJARHAGSLEGA ILLASTÖDD — Nú, þegar þú hefur misst fyrirvinnuna með þessum hætti, hver er þín fjárhagslega staða? „Hún er ákaflega slæm. Ég vann ekki úti og ég gifti mig það ung, að ég hef engin próf. Ég er því tekjulaus og fæ ekkert út úr tryggingunum á meðan ekki þykir sannað hvort Geirfinnur er lífs eða liðinn. Við vorum búin að eiga þessa íbúð í tvö ár og afborganirnar verða á þessu ári samtals á þriðja hundrað þúsund krónur. Einu aurarnir, sem ég hef fengið, eru frá vinnuveitanda Geirfinns, sem greiddi mér laun án þess að ég ætti þau inni og vinnufélagar Geira, sem færðu mér 56 þúsund krónur fyrir jólin. Til að kljúfa afborg- anirnar af húsinu verð ég að selja bílinn. Það er mín von, að málið fari brátt að upplýsast, hvað raunverulega hefur gerzt. Ekkert í athöfnum Geirfinns gaf mér minnsta tilefni fil að gruna, að hann væri flæktur í eitthvað óheiðarlegt. Og hug- myndina um að hann hafi stokkið af landi brott tel ég alveg fráleita. Og þegar málið er óupplýst þjakar óvissan mann. Einn daginn finnst manni að Geiri sé á lifi og annan daginn að hann sé dáinn, og þá er maður alveg niðurbrot- in.“ AÐ BYRJA NÝTT LlF, ÁNGEIRFINNS — Hvað tekur nú við hjá þér Guðný? „Ég hef leigt ibúðina í næstu fjóra mánuði og fer þá norður á land til systur minnar, sem hefur haft litlu dóttur mina hjá sér frá jólum. Síðan flyzt ég væntanlega aftur til Keflavikur og þá verð ég að hefja nýtt líf með börnunum minum, en án Geirfinns." Guðný Sigurðardóttir vildi að lokum koma á framfæri þakk- læti til þeirra mörgu, sem rétt hafa henni hjálparhönd og þá sérstaklega til Ellerts Skúla- sonar, vinnuveitanda Geir- finns, vinnufélaga Geirfinns, sr. Björns Jónssonar, Kiwanis- klúbbsins Keilis og allra þeirra, sem tekið hafa þátt í leitinni að Geirfinni Einarssyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.