Morgunblaðið - 23.01.1975, Page 14

Morgunblaðið - 23.01.1975, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1975 Eignarréttarmálið: Hæstiréttur staðfestir frávísun á máli ríkisins A ÞRIÐJUDAGINN var kveðinn upp í Ila'slarétti dómur í máli, sem fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs höfðaði á hendur nokkrum hreppum til viður- kenningar á eignarrétti ríkisins á ýmsum afréttum og almenning- um, en f stefnunni var þó viður- kenndur viss réttur „byggða- manna“ til afnota af umræddu landi. Var málið höfðað á auka- dómsþingi Rangárvallasýslu, en þar var komizt að þeirri niður- stöðu, að vfsa bæri málinu frá vegna þess, að sóknaraðili máls- ins, þ.e. ríkissjóður, tilgreindi ekki nógu vel hvaða réttindi hann telur sig eiga á umræddu svæði. Komst Hæstiréttur að sömu niðurstöðu, og heldur frávísunar- dómurinn því gildi sínu. Máls- kostnaður var felldur niður. Fjármálaráðherra höfðaði mál þetta árið 1971 fyrir aukadóms- þingi Rangárvallasýslu' f. h. ríkissjóðs gegn: hreppsnefndum Ásahrepps og Djúpárhrepps vegna hrepp- anna og eigendum og ábúend- um jarða í þeim hreppum, hreppsnefndum Holtahrepps og Landmannahrepps vegna hreppanna, eigendum og ábúendum jarða f þeim hrepp- um og eigendum jarðanna Næfurholts og Hóla í Rangár- vallahreppi, hreppsnefnd Skaftártungu- hrepps vegna hreppsins og eig- endum og ábúendum jarða f þeim hreppi, sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu vegna sýslunnar og hrepps- nefnd Saurbæjarhrepps vegna hreppsins og hreppsnefndum Bráðdæla- SVEN GILLSÁTER fyrirlestrar í Norræna húsinu: Fimmtudaginn 23. janúar kl. 20:30 Sista skriet frán vildmarken. Fyrirlestur með 120 litskugga- myndum. Laugardaginn 25. janúar kl. 16:00 frá Galapagos- eyjum. Frásögn með litskuggamyndum og kvik- mynd. Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ LANDVERND. NORRÍNAHU5IO POHjCXAN TAIO NORDENS HU5 ALLTAF FJOLCAR VOLKWM © ÞJÓMISM Við bjóðum yður fljóta og örugga viðgerðaþjónustu, framkvæmda af fag- mönnum með fullkomo- ustu tækjum og Volks- wagen varahlutum sem tryggir yður betri endingu og viðheldur verðgildi Volkswagen bilsins yðar. hrepps og Ljósavatnshrepps vegna hreppanna og eigendum og ábúendum jarða í þeim hreppum. í frumstefnunni krafðist rfkis- sjóður viðurkenningar á „eignar- rétti ríkisins að Þórisvatni og Holtamannaafrétti og almenning- um, til forna nefnt Þjórsártung- ur“. Hann kveðst þó viðurkenna „rétt byggðamanna til upp- rekstrar og annarra afréttarnota, sem hefð og venjur eru fyrir, svo langt sem þau koma til greina og með tilheyrandi skyldum og kvöðum“, en telja sig „eiganda (,,grunn“-eiganda) lands, vatna og vatnsbotna, með öllum verð- mætum (jarðefnum) í jörðu og á, þar á meðal vatnsréttinda allra á hinu umstefnda svæði". Er síðar í stefnunni lýst með talningu kennileita mörkum svæðis þess, sem krafizt er eignardóms fyrir. 1 greinargerð sóknaraðilja í héraði eru kröfur þessar itrekaðar og krafizt dóms um eignarrétt hans að landsvæði þessu „að undan- skildum hefð- og lögbundnum réttindum afréttarhafa". Ekki eru þau réttindi, sem sóknaraðili telur takmarka eignarrétt sinn, nánar skilgreind í greinargerð- inni. I framhaldsstefnu sóknar- Framhald á bls. 18 ÞORRABLOT Þessi unga stúlka var í óða önn að skera laufabrauð þegar við smelltum mynd af henni, en hún var ásamt fjölmörgum öðrum að undirbúa þorrablót Eyfirð- ingafélagsins í Reykjavík, sem verður haldið á Borg- inni n.k. laugardag með tilheyrandi látum og kræs- ingum og þar verður norólenzka iaufabrauðið ekki hvað sízt á boóstólum. Fréttabréf úr Breiðuvíkurhreppi: Harðduglegir viðgerðarmenn voru mestu aufúsugestir 19. janúar, 1975. TÍÐARFAR hefur verið rysjótt hér siðan um miðjan desember, fáir góðviðrisdagar. Mjög hefur verið stormasamt af öllum áttum, kait í veðri, snjókoma og hriðar- veður með köflum og um hátíð- arnar voru leiðindaveður. Snjó- létt hefur verið sökum þess að hvassviðrin hafa feykt snjónum I ■ jUi. Armúla 3-Slmar 38900 ■ ■ dWfc 38904 38907 ■ IWbílabúðiki Seljum í dag 1974 Scout II V8 sjálfskiptur með vökvastýri. 1974 Chevrolet Blazer V8 sjálf- skiptur með vökvastýri. 1974 Chevrolet Nova. 1974 Buick Apollo 6 cyl. sjálf- skiptur. 1974 Scout II 6 cyl. beinskiptur. 1973 Chevrolet Nova 4ra dyra sjálfskiptur. 1973 Vauxhall Viva De luxe. 1 973 Buick Century 1973 Mercury Comet sjálfskipt- ur, vökvastýri. 1973 Volkswagen Fastback TL 1600 Opel Record II. Opel Caravan. Vauxhall Viva. Volvo 144 De luxe. Chrysler 1 60. Volvo 1 64. burtu, þó eru skaflar í lægðum. Vegurinn um sveitina hefur oft- ast verið fær bilum, og vegurinn frá Hellnum fyrir Jökul til Hellis- sands hefur alltaf verið auður að kalla. Þetta hefur komið sér vel fyrir huldufólkið sem þarna býr og hefur þurft að ferðast og flytja sig um áramótin, og einnig hafa margir ferðamenn orðið fegnir að fara Útnesveg þegar þeir hafa ekki komizt Fróðáarheiði, en oft kemur fyrir að villandí fréttir koma í fjölmiðlum af ástandi Ut- nesvegar eða þá engar, og álít ég að hér þyrfti úr að bæta. Hér geisaði norðan hvassviðri með snjóhríð um siðustu helgi, og talsverðu frosti, sem komst í 10 stig. Þetta óveður sem byrjaði á laugardag 11. janúar stóð þar til aðfararnótt miðvikudags 15. janú- ar. Ofsaveður var með köflum og blindhrið. Raflinan slitnaði á stóru svæði og tveir staurar brotn- uðu í Breiðuvik. Allir bæir i Breiðuvikurhreppi urðu raf- magnslausir, en mislengi. Vestari hluti Breiðuvikur, Arnarstapi og Hellnar, fengu rafmagn frá Ólafs- vík á þriðjudag og hafði þá verið rafmagnslaust á þessu svæði frá þvi á sunnudagskvöld. Nýbúið var að tengja allan Breiðuvíkurhrepp við Andakílsárvirkjun. Ekki var komið rafmagn á alla bæi i sveit- inni fyrr en á fimmtudag. Rafvirkjar og aðrir sem unnu að viðgerð á linunni sýndu mik- inn dugnað og brutust áfram í ofsaveðri. Sem dæmi má nefna að á mánudag lögðu viðgerðarmenn frá Ólafsvík af stað og ætluðu suður í Breiðuvík, en urðu að snúa við þrisvar sinnum vegna veðurofsa og skafhríðar. Þeír voru lengi nætur að brjótast áfram í veðurhaminum, en næsta dag komust þeir alla leið í Breiðu- vik, þó varla gæti talizt þá ferða- veður vegna hvassviðris. Það má segja að fólkinu hér i sveit hafi hlýnað innanbrjósts þegar þessir góðu gestir frá Ölafs- vík voru komnir i sveitina, ekki sizt þeim sem urðu að búa við kulda og myrkur, en viðgerðar- mennirnir eiga þakkir skildar fyr- ir mikínn dugnað sem þeir sýndu í þessu veðri. 1 þessu veðri fuku átta járnplöt- ur af nýlegu fjárhúsi, gluggar brotnuðu í tveimur ibúðarhúsum og nokkrar járnplötur fuku af endurvarpsstöðinni i Axarhólum, en annað tjón varð ekki og má það teljast vel sloppið, þvi hér hefur ekki komið svona langvinnt norðanhvassvirði i mörg ár, en snjór fauk allur i burtu. Mjólkurbíllinn sem flytur mjólkina frá bændum i Borgarnes sótti mjólk á fimmtudag og voru þá liðnir 10 dagar frá því að sótt hafói verió mjólk og ekki hafði póstur borizt í jafn langan tíma enda flytur mjólkurbillinn póst- inn til okkar. Finnbogi G. Lárusson, fréltaritari. Hornafjörður: Ljósastaur á ferð og flugi Höfn í Hornafirði 22. janúar. OFSAVEÐUR af austri með míklu kófi skall á hér seint í nótt. Veðrið var svo mikið að það feykti um Ijósastaur og tvo bila fyrir framan ráðhúsið fennti i kaf á stuttum tima. Á nokkrum stöðum voru komnir meira en mann- hæðarháir skaflar við hús og menn voru i vandræðum með að komast út úr þeim. Rafmagns- skömmtun er þvi að Smyrlabjarg- arárvirkjun er óvirk og eingöngu disilvélar i gangi. Ekki er hægt að kanna ástandið í Smyrlabjargar- árvirkjun. — Elías.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.