Morgunblaðið - 23.01.1975, Page 16

Morgunblaðið - 23.01.1975, Page 16
J0 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1975 hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ABalstræti 6, sfmi 10 100. ASalstraati 6, sfmi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuSi innanlands. f lausasölu 35,00 kr. eintakiS. Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiBsla Auglýsingar Fyrir nokkru hófust viðræður milli fulltrúa vinnuveitenda og Alþýóu- sambands íslands um gerð nýrra kjarasamninga, en sem kunnugt er sögðu verkalýðsfélögin upp samningum þeim sem gerð- ir voru fyrir tæpu ári í kjölfar gengislækkunar- innar sl. haust. Hinar nýju samningaviðræður fara fram við óvenjulega erfiðar aðstæður og þarf að leita aftur til erfiðleikaár- anna 1967—1969 til þess að finna sambærilegar aðstæður og nú eru til kjarasamninga. Frá því að kjarasamning- ar voru gerðir í lok febrúarmánaðar ásl.ári má segja, að verðfall á þorsk- blokk á Bandaríkjamark- aði hafi numið 32% og verðfall á loðnumjöli um 58%. Til viðbótar þessu verðfalli hafa komið sölu- erfiðleikar á útflutningsaf- urðum okkar á flestum mörkuðum, nú síðast á frystri loðnu í Japan en miklar vonir hafa verið bundnar við þann markað. Þjóðartekjur okkar fara minnkandi í fyrsta skipti í mörg ár. Verðbólgan á síð- asta ári varð slík, að er- lendir sérfræðingar teija vafasamt, að íslenzkt efna- hagslíf geti staðizt áfram- haldandi verðbólgu af þessu tagi. Hverjum manni má því ljóst vera, að þess er eng- inn kostur að bæta lífskjör almennings svo nokkru nemi um þessar mundir. Ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar hefur hins veg- ar lagt áherzlu á að verja láglaunafólkið verstu áföll- unum, vegna þeirrar kjara- skerðingar, sem fram- kvæmd hefur verið síðustu mánuði og var og er óhjá- kvæmileg, en kjaraskerð- ingin hefur komið fram með þeim hætti, að verð- hækkanir hafa ekki verið bættar með visitöluhækk- unum frá 1. júní sl., Lág- launafólk fékk hins vegar launajöfnunarbætur sl. haust og ljóst er, að frekari launajöfnunarbætur munu koma til útborgunar hinn 1. marz n.k. eða jafngildi þeirra þar sem vísitalan sýnist augljóslega fara fram yfir tilskilið mark hinn 1. febrúar n.k. Nú er ljóst, að almenn samstaða er milli allra stjórnmála- flokka, verkalýðsfélaga og vinnuveitenda um það, að leggja beri áherzlu á að bæta kjör þeirra, sem lægst hafa launin. En jafn- framt hyggst Alþýðusam- bandið bersýnilega stefna að einhverjum kjarabótum fyrir alla launþega innan vébanda þess. Þar sem við- urkennt er, að atvinnuveg- irnir eru ekki aflögufærir nema síður væri er hér við ramman reip að draga. I viðtali við Morgunblað- ið í gær virðist Björn Jóns- son, forseti Alþýðusam- bands íslands, hins vegar opna möguleika á að bæta kjör launþega án þess að um útgjaldaauka verði að ræöa fyrir atvinnuvegina er hann upplýsir, að Al- þýðusambandið muni meta skattalækkanir til jafns við kauphækkanir. M.ö.o. beiti ríkisstjórnin sér fyrir um- talsverðum skattalækkun- um á þessu ári muni ASl líta á þær sem jafngildi kauphækkana. Á milli áranna 1973 og 1974 urðu miklar sveiflur í tekjum manna og er talið, að þær hafi yfirleitt hækkað um 40—50% milli þessara ára. Augljóst er því, að beinir skattar munu hækka mjög verulega við álagningu á miðju ári og ríkisstjórnin hefur viður- kennt þá staðreynd, með því að hækka fyrirfram- greiðsluna úr 60% í tæp- lega 67% og hefði þó lík- lega orðið að hækka hana enn meira til þess að ná jöfnuði í skattgreiðslum milli fyrri hluta og seinni hluta ársins. Jafnframt greiðast stórhækkaðir skattar af tekjum síðasta árs af nánast óbreyttri krónutölu launa í ár frá síðari helming ársins 1974. Sýnt er því, að skattbyrðin í ár verður að óbreyttum aðstæðum mjög þung og þegar hún bætist við þá kjaraskerðingu, sem þegar er til staðar er hugsanlegt, að greiðslugeta margra launþega verið orðin býsna takmörkuð. Loks er á það að líta, að fjárlögin sem Alþingi samþykkti skömmu fyrir jól voru geysilega há, sem var óhjá- kvæmileg afleiðing þess, að verðbólgan á sl. ári nam yfir 50% og ný ríkisstjórn hafði takmarkaðan tíma til að taka í taumana. Eigi hins vegar að takast á við verðbólguna með nokkrum árangri á þessu ári hlýtur að vera nauðsynlegt að draga mjög saman seglin í útgjöldum ríkisins. Þannig hníga flest rök að því að stefna eigi að sam- komulagi á vinnumarkaðn- um með því að lækka beina skatta mjög verulega en það verður að sjálfsögðu ekki gert nema með því að skera niður útgjöld og framkvæmdir hins opin- bera. En með niðurskurði á ríkisútgjöldum og fram- kvæmdum og skattalækk- un, sem því nemur, vinnst þrennt: I fyrsta lagi eru tryggðar kjarabætur án kauphækkana og útgjalda- auka fyrir atvinnuvegina, kjarabætur, sem ASÍ tekur gildar. I öðru lagi er óhóf- legri skattbyrði létt af launþegum. í þriðja lagi er mörkuð stefna í fjármálum hins opinbera, sem er I meira samræmi við yfir- lýsta stefnu ríkisstjórnar- innar um baráttu gegn verðbólgunni en þau fjár- lög, sem samþykkt voru á Alþingi rétt fyrir jólin. Þess er að vænta, að sam- komulag geti tekizt milli allra viðkomandi aðila um þá skynsamlegu stefnu í launamálum, skattamálum og verðbólgumálum, sem hér hefur verið gerð aó umtalsefni. SKATTALÆKKANIR í STAÐ KAUPHÆKKANA Sögusagnir um „hinn sveltandi heim” Þaö virðist vera orðin almenn skoðun í hinum ríku löndum, að helmingur jarðarbúa eða jafnvel nær tveir þriðju hlutar þeirra svelti. Það gegnir furðu, að fólk, sem í öðrum efnum sýnir góða dómgreind og er gagnrýnið, skuli gleypa við slíkum fullyrðingum hugsunarlaust. Við nánari athugun hlýtur það að verða mönnum ljóst, að slík fullyrðing fær engan veginn stað- izt og verður að flokkast undir sögusagnir eða kennisetningar — trúaratriði, sem eru viðtekin gagnrýnislaust. Helmingur íbúa jarðarinnar eru i Evrópu, Norður- Ameríku, Sovétríkjunum og Kína, þar sem segja má almennt, að enginn svelti. Væri fullyrðing- in rétt, ættu því allir annars stað- ar í heiminum að svelta. Á matvælaráðstefnunni i Róm komu fram upplýsingar, sem sýna, um hve miklar ýkjur hér er að ræða. Þar var skýrt frá því, að um þessar mundir væru um 460 milljónir manna vannærðar, hvað snertir eggjahvítuefni. (Um 12% af íbúafjölda jarðar.) Dæmi- gert fyrir meðhöndlun upplýs- inga af þessu tagi er það, að í útvarpi, sjónvarpi og blöðum var frá því skýrt, að „460 milljónir manna svelti“. I rauninni hefur yfirgnæfandi meirihluti þ'essa fólks nægan mat til að borða sig satt. Upplýsingarnar gefa aðeins til kynna, að fæðan sé of einhliða jurtafæða til að geta skapað for- sendur góðrar heilsu og fullra starfskrafta. Það er reynt að gefa hugtakinu „sultur“ nýja merkingu, og þar sem „næringarskortur" er óljóst og ónákvæmt hugtak, er hægt að nota það alveg ’hömlulaust. Eins og hver næringarsérfræðingur veit, getur maður í þessari sér- stöku merkingu orðsins hæglega haldið því fram, að helmingur eða tveir þriðju hlutar sænsku þjóðar- innar svelti. Sultur og hungurs- neyð hafa fylgt mannkyninu frá upphafi. Eftir þvi sem sagnfræð- ingurinn B.M. Bhatia heldur fram, hafa hinir ýmsu hlutar Evr ópu orðið að þola 450 meiri hátt- ar hungursneyðir á tímabilinu 1100—1850 eða að meðaltali ann- Eftir Sven Rydenfelt að hvert ár. En eftir byltinguna í akuryrkju á fyrri hluta 19. aldar skópust forsendur til stóraukinn- ar matvælaframleiðslu. Þá varð hungurdauði æ sjaldgæfari. Mestu hungursneyðir í Evrópu fram að þessu urðu í Sovétríkjun- um 1923 og 1933, þegar að minnsta kosti 10 milljónir manna dóu af völdum hungurs. Hér var þó ekki náttúruhamförum um að kenna, heldur urðu hörmungar þessar af völdum sovétstjórnar- innar vegna stjórnmálalegra og búskaparlegra afskipta hennar af landbúnaðinum. Veikt atriði varðandi matvæla- öflun heimsins er einmitt land- búnáður hinna sósíalisku ríkja. Framleiðnin í landbúnaði þessara landa — þar með talin Sovétríkin og Kína — hefur verið svo lítil, að þau hafa ekki getað séð fyrir sér sjálf, hvað fæóu snertir. Það er aóeins hin mikla framleiðni land- búnaðar hinna kapitalisku landa og útflutningur matvöru í stórum stll frá löndum eins og t.d. Banda- ríkjunum, Kanada og Astraliu, sem hefur forðaó hungursneyð i sósialisku rikjunum. Hin vísindalega og tæknilega þróun, sem var forsenda landbún- aðar- og síðar iðnbyltingarinnar, hefur nú á þessum tímum í fyrsta sinn i veraldarsögunni bjargað stórum hluta íbúa jarðarinnar úr helgreipum hungursins. Vissulega dynja hörmungar yf- ir ýmsa hluta heims og þá fyhjt og fremst hinar fátæku þjóðir, en hér er um skýrt afmörkuð svæði að ræða og hin mikla athygli, sem þeim er veitt í fjölmiðlum okkar, sýnir, að i dag eru þær undan- tekningar. Ef það væri rétt, að helmingur eða tveir þriðju hlutar jarðarbúa þjáðust af stöðugu hungri, hlytu slíkar hörmungar að hafa i för með sér mikinn mannfelli og minnkandi íbúa- fjölda jarðar. Matarskortur er ekki aðeins ástæðan til hungur- dauða i bókstaflegum skilningi, heldur einnig til stóraukins manndauða vegna minnkandi mótstöðuafls gegn smitun og sjúk- dómum meðal hálfsveltandi og vannærðra þjóða. En talið um „hinn sveltandi heim“ fær ekki staðizt. Skýrslur yfir manndauða segja annað. Það benda allar staðreyndir til þess, að íbúafjöldi hinna fátæku þjóða fari hraðvaxandi. Það er óskiljanlegt, aö prédikarar heims- hungursins geti án þess að depla auga og í sömu andránni talað um sveltandi heim og offjölgun mannkynsins. Hér er um tvær ósamrýmanlegar fullyrðingar að ræða. Sé hin fyrri rétt, hlýtur hin síðari að vera röng og öfugt. Frá árinu 1945 hefur FAO reynt að safna skýrslum um mat- vælaframleiðslu heimsins, og nið- urstöðurnar hafa verið þær, að hún hefur aukizt hraðar en mann- fjöldinn. Sultartalið hefur átt við vanþróuðu löndin, enda þótt menn í þeim löndum hafi alls ekki skilið þessar fullyrðingar. Þeim finnst það hrein fjarstæða, að nær allir íbúar þessara landa svelti. Sultur getur átt sér staó, en þá aðeins timabundið og á af- mörkuðum svæðum. Af hverju halda svo margir fast við sultarhugmyndina i hinum riku löndum? Af hverju neita þessir hungurpostular svo ein- dregið að láta af trú sinni? Og af hverju verða þeir svo reiðir út í þá, sem leyfa sér aö efast? Eina skýringin hlýtur að vera sú, að þessi goðsögn fylli sterka og djúpa þörf í sálum vorum. Við trúum vegna þess, að við viljum trúa. I okkur býr sár sektartil- finning vegna nýlendustefnunnar og annarra „misgjörða feðranna“ gagnvart hinum fátæku þjóðum, og við reynum að deyfa þennan sársauka með þróunaraðstoð. Gildi þessarar hjálpar eykst í réttu hlutfalli við hörmungarnar. Framhald á bls. 21. Móðir og barn, bæði langt leidd af næringarskorti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.