Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1975 23 öllu heldur að standa frammi fyrir því almætti, sem hann trúði svo einlæglega að stjórnaði lífi okkar hér á jörð og einnig eftir dauðann. Ég veit lika og trúi að honum munu nú ljós ýmis sann- indi sem hann leitaði eftir hér í heimi, en hann var mikill leitandi á sviði guðspekinnar. Og ekki mun hann hafa verið óviðbúinn þegar hann var kallaður burt. Engum einum manni eigum við hjónin og börnin okkar eins mikið að þakka og Héðni mági og „frænda“. Og ég trúi því staðfast- lega að á því tilverusviði, sem sál hans dvelur nú, skynji hann hjartans þakklæti okkar allra fyrir ógleymanlega, trausta vin- áttu og bróðurþel i gegnum árin. Góður Guð styrki nú eiginkonu hans, son og tengdadóttur, barna- börn, systkini og alia aðra ástvini hans. Mágkona. Kveðja frá starfsfélögum. Okkur setti hljóða á skrifstofu Fasteignamats rikisins, miðviku- dagsmorguninn 15. þ.m., þegar okkur barst fregnin um andlát starfsbróður okkar, Héðins Friðrikssonar, sem andaðist á heimili sínu að Goðatúni 21 í Garðahreppi að kvöldi þess 14. þ.m. á fimmtugasta aldursári. Það var að vísu á allra vitorði að Héðinn hafði ekki gengið heill til skógar nokkur liðin ár. En engu að síður finnst okkur að brottför hans nú úr þessum heimi hafi borið svo brátt að, að við eigum erfitt með að trúa. Engu að síður liggur staðreynd- in fyrir, stóllinn hans Héðins er auður. Hlýju handtökin hans verða ekki fleiri að þessu sinni. Blómin sem hann færði okkur úr garðin- um heiman frá sér úr Goðatúninu eru fölnuð og við getum ekki vænzt fleiri að sumri. Viðkunnan- lega og velviljaða brosið hans mætir okkur ekki oftar. Allt þetta eru staðreyndir, sem við eigum bágt með að sætta okkur við, en ekki verða umflúnar. Við höfum séð á bak starfs- félaga, sem við söknum. En eftir situr þó minningin um góðan dreng og hún verður ekki frá okkur tekin. Við sendum konunni hans, syni og öðru venzlafólki okkar dýpstu samúðarkveójur og biðjum Guð að styrkja þau i djúpri sorg. Útsala Karlmannaföt frá kr. 3.500.-. Stakir jakkar frá kr. 1.975.-. Terelynebuxur frá kr. 1.375.-. Úlpur frá kr. 2.000.-. Sokkar kr. 80.-. Skyrtur o.fl. Karlmannaföt nýkomin, glæsilegt skandin- avískt snið kr. 8.990. — Andres, Skólavörðustíg22. Pípuorgel til sölu Til sölu er orgel Fíladelfíukirkjunnar í Reykjavík. Orgelið hefur 5 raddir og er frá Orgelverksmiðj- unni Steinmeyer & Co í Vestur Þýskalandi. Nánari upplýsingar veitir Orgelleikari safnaðar- ins Árni Arinbjarnason, sími 23702. Ævintýraheimur húsmæðra Kryddhúsið í verzl. okkar í Aðalstræti 9. Dröfn Farestveit leiðbeinir um notkun hinna ýmsu kryddtegunda kl 2—6 í dag. Verið velkomin. Matardeildin, Aöalstræti 9. m Matarpeningamir ná lengra í Kaupgarði Libby's tómatsósa ................ Kr. 119,- Ritz kex .......................... — 78,- Jacob'stekex ....................... — 73,- Molasykur ........................ — 214,- Hveiti 5 Ibs........................ — 178,- Hveiti 10 Ibs....................... — 359,- Saltkjöt í 2 og 4 kg. plastfötum. Saltað folaldakjöt. Úrval kjötvöru Opið í dag: 9 — 1 2 og 1 3 —18. Á morgun: 9 — 1 2 og 1 3 — 22. Laugardag: 9 —12. Kaupgardur Smiöjuvegi 9 Kópavogi MÓÖAKVÖLD STJORNUSALUR Franskur kvöldverður í kvöld Menu Matseðill Le feuilletté de crevettes Nantua Bakaðar rækjur í smjördeigi La darne de saumon á l 'auragaise /nnbakaður lax 0 Le filet de renne á l armagnac et porto Hreindýrafillet 0 Les paupiettes de veau Arlésienne Fylltar kálfakjötsneiðar 0 Fromages et fruits assortis Úrval íslenskra osta — ávextir 0 Le vacherin glace á l'orange Appelsínu — ísterta 0 Les crépes flambées au Grand Marnier Logandi pönnukökur é Jónas Þórisson við orgelið. Borðapantanir í sima 25033. BtJTASALA - ÚTSALA allt á ‘2 virði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.