Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1975 3 „Einn dagínn finnst mér að hann sé á lífi - annan daginn að hann sé dáinn” Guðný Sigurðardðttir ásamt syni sfnum Sigurði Jóhanni. Myndin var tekin á heimili þeirra I Keflavfk. Ljósm. Mbl. Ol.K.Mag. Viðtal við Guðnýju Sigurðardóttur, eiginkonu Geirfinns Einarssonar t MORGUNBLAÐINU í dag birtist áskorun frá sr. Birni Jónssyni presti í Keflavík um fjárhags- legan stuðning við Guð- nýju Sigurðardóttur, eiginkonu Geirfinns Einarssonar, sem hvarf fyrir rúmum tveimur mánuðum, og börn þeirra. t tilefni af þessari hjálparbeiðni óskaði Morgunblaðið eftir við- tali við Guðnýju um hagi hennar og þá lífsreynslu, sem hún hefur orðið fyrir. Að höfðu samráði við sr. Björn Jónsson féllst hún á það, og ræddi Sigtryggur Sigtryggsson blaðamaður Morgun- blaðsins við hana s.l. mánudag, en hann hefur einkum skrifað fréttir Morgunblaðsins um GeirfinnSmálið. Sam- talið fer hér á eftir: — Gætir þú í upphafi þessa samtals skýrt frá því hvernig þió Geirfinnur kynntust? „Já, við Geirfinnur kynnt- umst áriö 1962, er ég var nýorð- in 14 ára gömul en Geirfinnur var þá tvltugur. Ég var ættuð úr Reykjavik en átti þá heima i Keflavík en Geirfinnur var að austan. Bæði unnum við á ver- tíð i Keflavík. Við giftum okkur tveimur árum siðar, er ég var 16 ára gömul og við höfum allan okkar búskap átt heima i Keflavik. Arið 1964 fæddist okkur sonur, Sigurður Jóhann, og árið 1970 fæddist okkur dótt- ir, Anna Birgitta. Geirfinnur vann fyrstu árin í fiski, en siðan vann hann mest á vinnu- vélum. Hann vann við höfnina í Njarðvíkum og við Búrfell en síðan hjá EUert Skúlasyni verk- taka. Á hans vegum var hann sendur til vinnu fjarri heim- ilinu alltaf annað slagið, til Búrfells, upp að Þórisósi og Sig- öldu. Þegar hann var að vinna svona fjarri heimilinu kom hann ekki heim nema á hálfs mánaðar fresti og stanzaði þá stutt. Þetta fyrirkomulag var auðvitað ákaflega þreytandi fyrir mig og börnin og þá ekki síður fyrir Geirfinn sjálfan. Vió töluðum mikið um þetta í fyrra- sumar og urðum ásátt um, að Geirfinnur reyndi að fá sér fasta vinnu heima. Hann hafói jafnvel orð á því, að hann lang- „GEIRFINNSMÁL1Г þarf ekki að kynna. Það er á vörum og vitorði alþjóðar. En það er ekki vist, að menn hafi al- mennt gert sér grein fyrir þeim aðstæðum, sem nánustu ástvinir Geirfinns Einars- sonar, eiginkona hans og tvö ung börn, eiga við að búa hvað fjárhagslega aðstöðu snertir. Miðað við að hvarf Geirfinns upplýsist ekki, verður Guóný lifandi manns ekkja í 2 ár frá hvarfi hans. Það þýðir, að á þeim tíma nýtur hún engra aði að fá sér pláss á bát hér í Keflavik og vera á honum yfir vertiðina. Geirfinnur var dug- legur til vinnu og hann vantaði aldrei i vinnu nema þá vegna veikinda. Þetta hefur Ellert vinnuveitandi hans vottað í samtölum i blöðum.“ HJÁLPSAMUR og GÓÐUR EIGINMAÐUR — Getur þú lýst Geirfinni sem eiginmanni og heimilisföð- ur? „Hann var mjög rólegur, mjög góður maður, aldrei upp- stökkur. Hann var mér hjálp- samur og góður við börnin, þött hann hafi ekki haft mikið út- hald til að leika við þau.“ — Var að þinu mati eitthvað i fari Geirfinns, sem gæti hugs- anlega skýrt hvarf hans, og hvað telur þú að hafi raunveru- lega gerzt? „Eg hef hugsað um þetta aftur og aftur, og það eina sem mér dettur i hug er, að hann hafi vitað eitthvað. Og ef hann vissi eitthvað eða einhver treysti honum fyrir einhverju þá fékk ég ekki einu sinni að bóta úr tryggingum og hefur enga fyrirvinnu. Eins og kemur skýrt fram í því viðtali við hana, sem birtist á þessari sömu síðu Morgunblaðsins i dag, stendur fjárhagur hennar mjög höllum fæti. Þvi er það einlæg tilmæli mín, fram borin af þeirri stað- reynd, að þörfin er jafnvel enn meira knýjandi en Guóný sjálf vill vera láta, að allir þeir, sem vilja leggja henni og börnum hennar lið í þeim sáru erfið- leikum, sameinist i að sýna vita það. Hann var alveg lok- aður, það var alveg hægt að treysta honum fyrir hlutum og hann þagði yfir þeim. En hvað raunverulega hefur gerzt hef ég enga hugmynd um frekar en hver annar.“ — Hið örlagaríka kvöld, 19. nóvember, kvöldið sem hann hverfur, Viltu lýsa því fyrir okkur? „Ég skrapp í bókasafnið um kvöldið til að fá mér bækur að lesa. Þegar ég kem heim klukk- an rúmlega niu er Doddi kominn i heimsókn (Þórður Ingimarsson, vinnufélagi Geir- finns). Þeir sitja og ræða saman og rétt fyrir tiu segist Geiri (GSeirfinnur) þurfa að skreppa út með Dodda. „Má ég fara með,“ sagði þá Sigurður litli en faðir hans kvað nei við. Geíri kom svo heim aftur en hafði aðeins verið stutt inni þegar síminn hringir, og hefur þá klukkan verið rétt um hálf ellefu. Sigurður fer i simann og karlmannsrödd spyr orðrétt: „Er Geirfinnur heima,“ en ekki „er Geiri heima“ eins og flestir kunningjar Geirfinns kölluðu hann eða „er pabbi þinn I I I I I I I vilja sinn í verki meó þvi að leggja fram litinn skerf til . hjálpar. Morgunblaðið hefur góðfús- lega lofað að taka á móti fjár- framlögum i þessu skyni. Enn- • fremur má snúa sér til Hjálp- | arstofnunar kirkjunnar, giró- ■ reikningur 20.000. Þá mun Sparisjóðurinn í Keflavík taka I á móti gjöfum og að sjálfsögðu | er einnig hægt að snúa sér til undirritaðs í sama tilgangi. Björn Jónsson, prestur, Skólavegi 28, Keflavík. Anna Birgitta, dóttir Guðnýjar og Geirfinns. Hún dvelur nú hjá systur Guðnýjar á Akur- eyri. heima", sem lika væri eðlilegt ef þar talaði maður sem Geir- finnur þekkti. Hann fór i simann og ég heyrði inn i svefn- herbergi, þar sem ég lá og las, að þetta var stutt símtal og Geiri sagði aðeins „já ég kom, ég kem“, eða eitthvað í þá átt- in?.. Ég tók ekki greinilega eftir þessu þar sem ég var með hug- ann við bókina. Geiri fór þvi næst inn i stofu og tók pípuna og tóbakið og fór að ferðbúast. Bæði ég og Sigurður spurðum hann hvert hann væri að fara og hann svaraði þá aðeins: ..Ég þarf bara að skreppa aðeins út.“ Mér þótti þetta heldur stuttaralegt svar en gerði þó enga athugasemd. Ekki gat ég merkt að Geiri væri neitt óró- legur vegna þessa stefnumóts. sem hann var að fara á.“ FÓR AÐ VERÐA HRÆDD — Ilvenær fórst þú að fá grunsemdir um að ekki væri allt með felldu? „Ég var að lesa fram til klukkan tvö um nóttina og þegar Geiri var ekki kominn, datt mér fyrst i hug að hann hefði skroppið til kunningja síns og jafnvel fengið sér glas. En þegar ég fór að hugsa um það fannst mér það alveg frá- leitt. Hann hafði aldrei gert neitt slikt í miðri viku þótt hann smakkaði það endrum og eins um helgar og aldrei látið sig vanta i vinnu. Eg sofnaði kiukkan tvö um nóttina en vaknaði aftur klukkan fjögur þótt venjulega sofi ég mjög fast og I einum dúr til morguns. Þegar Geiri var ekki kominn klukkan fjögur fór ég að verða hrædd. Um morguninn kom Doddi til að sækja Geira og spurði ég hann þá hvort hann vissi hvert Geiri ætlaði að fara. Doddi vissi ekkert um það og þennan dag vann hann verk Geira. Doddi sagði mér seinna, að hann hefði helzt haldið að Geiri hefði bara dottið í það þarna um kvöldið, þótt það væri alls ekki vani hans að gera slíkt, og hann myndi skila sér heim. Um ellefuleytið um morgun- inn var ég orðinn alvarlega hrædd og hringdi niður á lög- reglustöð og spurði hvort eitt- hvert slys hefði orðið eða ein- hver tekinn ölvaður við akstur, eða eitthvað svoleiðis. En ekkert slíkt hafði gerzt. Þá reyndi ég að hringja I Ellert vinnuveitanda Geira og ætlaði að spyrja hann hvort Geiri hefði kannski mætt beint i vinnuna til Sandgerðis, en þar voru þeir að vinna með gröfuna við höfnina. Éllert kom ekki heim fyrr en um kvöldmat, og þá hafði Geiri ekki komið til vinnu og ekki komið á verk- stæðið. Ellert fór þá beint niður á lögreglustöð og ég með honum og þá um kvöldið fannst billinn og þá var byrjað að leita.“ — Hvernig var þér svo innan- brjósts þessa fyrstu daga? „Mér og börnunum leið alveg hræðilega. Ég fékk taugatöflur lánaðar hjá fyrrverandi mág- konu minni fyrsta daginn, en þær verkuðu ekkert á mig, ég gekk bara um gólf. Ég svaf ekkert fyrstu tvo sólarhringana og sofnaði ekki fyrr en ég hafði fengið sprautu hjá lækninum. Ég fékk líka taugatöflur hjá lækninum og einnig Sigurður litli, sem tók þetta ákaflega nærri sér. Aftur á móti áttaði Anna litla sig ekki alveg á þessu, Geiri var oft i burtu frá heimilinu vegna vinnu og hún hélt að hann hefði bara farið að vinna. Þegar bfllinn fannst um kvöldið við sjóinn og maður fór að imynda sér hið versta sagði ég börnunum frá þessu og þá grét hún þegar hún sá okkur Sigurð gráta. Og ég hef heyrt hana tala við krakkana og segja, að það sé verst að pabbi skuli vera týndur. því þá geti hún aldrei talað við hann. Annars toguðust á í manni þessi nagandi ótti urn að eitt- hvað hefði kornið fyrir og svo vonin um að hann myndi skila sér heill á húfi." FYRSTI MANUÐURINN HRÆÐILEGUR — Nú eru liðnir rúmir tveir mánuðir frá hvarfi Geirfinns og ekkert hefur til hans spurzt. Hvernig hafa þessir tnánuðir verið? „Fyrsti niánuðurinn var Framhald á bls. 18 Sr. Björn Jónsson, Keflavík: HJÁLPARBEIÐNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.