Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1975 29 “ Morö ö kvenréttindarööstefnu Jöharwa l KristjönsdöltirJ þýddi 23 skriftaföóur sínum og ráögjafa, gerir hann sér ljóst aö ástæöan er einfaldlega sú, að hann er eini karlmaðurinn sem er nærstaddur. Eva Gun hefur vísað henni ger- samlega á bug og hún er nú hjálp- arvana og ræöur ekki neitt viö neitt, þar sem enginn er til að vernda hana og enginn við hlið hennar til að taka við þeim högg- um sem að eru rétt. Christer hefur fyrr hitt slíkar konur og hann veit að þær eru vísar til að fremja alvarlega glæpi og búast siðan í barnaskap sínum og dekurð við því að einhver ann- ar taki sökina yfir á sig og leysi málin fyrir þær. Og nú er Robert ekki og þá er meira að segja hægt að leita til lögregluforingja. Hún horfir bænaraugum á hann og augun eru brún og tárvot eins og í hryggum og sorgmæddum hundi. — Góði bezti lögregluforingi, hvað á ÉG AÐ GERA? Eva Gun hvæsir á mig og Áse segir að ég skuli engar áhyggjur hafa af neinu, en hvernig á ég að geta verið áhyggjulaus þegar morgun- maturinn á að vera klukkan tíu og allar koma hingað til að borða? BORÐA! Hugsið yður það og Betti liggur dáin uppi í rúminu sínu! Mér finnst það... ósmekklegt og tilhugsunin hreint óþolandi og ég get ekki afborið slíkt á mínu heimili. En ég næ ekki i Robert og ég ræð ekkert við þær og hvað á ég... — Svona nú, segir Christer sef- andi. — Það verður auðvitað að borða þótt manneskja hafi dáið og ég býst við að Stenius Iæknir hafi sínar góðu og gildu ástæður til að vilja halda dauðsfallinu leyndu. — Sinar góðu og gildu ástæður! Louise gerir stút á munninn, og er full vandlætingar. — Hún vill ekkert umtal um málið, segir hún, það gæti skaðað klúbbinn. En það þarf ekki að verða neitt hneyksli úr þvi, þótt við segjum fulltrúum á ráðstefnunni hvað gerzt hefur og sendum svo eftir Karli Emil — sko, Karl Emil hann sér um allt svona, þegar fólk deyr hér I þorp- inu og hann er svo viðkunnanleg- ur og geðugur maður og ég er viss um hann segði ekki orð við blöð- in, ef maður bæði hann um það... — Ég held yður skjátlist í því frú Fagerman. Skyndilegt dauðs- fall á ráðstefnu á borð við þessa þætti vissulega blaðamatur, sér- staklega þar sem svona margar þekktar konur eru viðstaddar. Auk þess... , —Auk þess, hvaó? Hvers vegna eruð þér svona afskaplega alvöru- gefinn? Eg vona að. .. Þér eruð við morðdeildina, er það ekki rétt? — Jú. Honum til óblandinnar undrun- Hún ferðast með mér hvert sem er — þá slepp ég við að kyssa hana kveðjukossinn. ar kyngir hún þeim upplýsingum og hugsanlegum afleiðingum þeirra — með tilliti til Betti — án þess að fá nýtt grátkast. Hún fálmar hugsunarlaust út í loftið. Svo kinkar hún kolli. — Þér teljið sýnilega, frú Fag- erman, að það sé nærtækt að ætla að Betti Borg hafi verið myrt? Hún kinkar kolli og segir blátt áfram: — Já. Hún var... svo afar ill- gjörn manneskja. — Það eru nú margir fleiri og eru ekki myrtir vegna þess. — Já, en... hún var svo við- bjóðsleg. I nótt... ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það fyrir yður. En það var eins og hún nyti þess að vera grimm. Og þá... þá verður maður sjálfur grimmur Mig langaði allra mest til... Hún þagnar og virðist vera að velta vöngum, hallai^undir flatt og hrukkar ennið. Svo segir hún og örlar á undrun í röddinni: — Mig... mig langaði MEST til að berja hana. Eða kyrkja hana. Ef Eva Gun hefði ekki komið inn... — Það gerðist I nótt, sögðuð þér. Hvenær? — Þá voru allar komnar á her- bergin sín. Rétt fyrir klukkan eitt, held ég. Ég hafði verið að læsa öllum dyrum niðri, svo að ég fór á eftir hinum upp. En hún stóð og beið eftir mér í ganginum á þriðju hæó. Ég vissi ekki, hvaða erindi hún átti við mig, og ég var ákaflega þreytt, en ég bauð henni auðvitað að koma inn, af þvi að hún var greinilega að biða eftir mér. VELVAKAINIDI Velvakandi svarar í slma 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Fréttaflutningur og áróðursskrif — allt í grænum sjó í „blaðaheiminum“ eða réttara sagt ,,fjölmiðlaheiminum“ hér hefur Þjóðviljablaðamennska svokölluð lengi verið frægt fyrir- bæri. Þeir, sem láta sig blaða- og fréttamennsku einhverju skipta hafa ekki komizt hjá að undrast, næstum að segja daglega, yfir því makalausa háttalagi, sem löngu er orðið „norrnal" ástand hjá Þjöð- viljanum. Nýlega gerði Sighvatur Björgvinsson, ritstjóri Alþýðu- blaðsins Þjóðviljablaðamennsk- una að umræðuefni í blaði sínu, og tökum við okkur það bessaleyfi að birta hér kafla úr greininni: „Eitt það fyrsta, sem frétta- menn læra nú til dags, er að láta einkaskoðanir sinar á mönnum og málefnum ekki koma fram í al- mennum fréttaskrifum. Slíkt á heima í fréttaskýringum, grein- um og öðru af þvi tagi, þar sem greinilega kemur fram, að blaða- maðurinn er að setja fram skoð- anir en ekki að skýra sem réttast og hlutdrægnislausast frá atburð- um, eins og er aðall fréttamennsk- unnar. Flestöll islenzk blöð hafa þessa sjálfsögðu siðvenju blaóamennsk- unnar i heiðri — að einu blaði undanteknu: Þjóðviljanum. Fréttamenn Þjóðviljans skrifa fréttir sínar oftar en ekki þannig, að jafnframt atburðalýsingunni setja þeir fram í fréttinni sitt einkamat á mönnum og málefn- um. Gera þeir það gjarna þannig, að þeir annaðhvort uppnefna menn í „fréttunum", velja þeim samsafn af kersknisorðum eða sletta úr klaufunum á þá með öðrum hætti. 0 Erlendar fréttir í búningi Þjóðviljans Síðar I greininni segir: „Það er sjálfu sér ekkert við þvl að segja, ef þeim Þjóðviljamönn- um hefur ekki skilizt það enn, að komist þeir yfir frétt, sem þeir telja, að kunni að geta komið við kaunin á einhverjum andstæðing- um, þá er hún áhrifameiri, ef hún er sögð á látlausan og eðlilegan hátt, en lesendum jafnframt gefin gusa af skammaryrðum með, sem fær allt venjulegt fólk til þess að taka sjálfri fréttinni með varúð. Hitt er mun alvarlegra, þegar þeir Þjóðviljamenn umskrifa fréttir frá erlendum fréttastofum á þann veg að bæta inn í þær vömmum og skömmum og auðkenna þær svo með nafni hinnar erlendu frétta- stofu, líkt og illyrðin væru frá henni komin. 0 Reuter og Þjóðviljinn Þetta henti Þjóðviljann t.d. 1 gær, þegar hann sagði frá töku Þjóðfrelsisfylkingarinnar á bæn- um Phuoc Binh I S-Víetnam 1 frétt á baksíðu. I fréttinni segir m.a., að Thieu forseti hafi „skipað hyski sinu“ að leggjast á bæn eftir atburðinn, og önnur slík um- mæli er að finna i fréttinni. I lok fréttarinnar er hún svo auðkennd sem frétt frá Reuter- fréttastofunni, en Þjóðviljinn kaupir fréttaþjónustu af þeirri fréttastofu. Nú myndi engum fréttamanni Reuters detta það í lifandi hug að ræða um „hyski Thieus" í frétt- um, sem siðan eru sendar út um heim — m.a. til Þjóðviljans, — jafnvel þótt hann væri sjálfur þeirrar skoðunar, að um „hyski" væri að ræða. Reuter skrifar ekk- ert frekar um „hyski“ Thieus en fréttastofan myndi birta fregnir um „lýð“ Brésnefs, „rusl“ Kastrós eða „skepnur" Maós. Og það, sem meira væri. Ef yfirmenn frétta- stofunnar kæmust að því, að við- skiptavinir þeirra — blöð eða aðr- ir fjölmiðlar — umskrifuðu frétt- ir með þessum hætti og auð- kenndu þær svo með nafni frétta- stofunnar, þá myndu þeir um- svifalaust óska eftir því, að frek- ari viðskiptum yrði slitið. Það er hægt að skrifa blöð, sem líta fyrst og fremst á það sem hlutverk sitt að vera málgögn ákveðinna stjórnmálaflokka, með ýmsum hætti. En sá háttur, sem Þjóðviljinn hefur á fréttaskrifum sinum og hér hefur verið lýst, hefur löngu verið afsagður af öll- um blöðum og blaðamönnum, sem hafa snefil af sjálfsvirðingu til að bera. Svona voru blöð skrifuð fyr- ir 40 árum, en svona eru blöð ekki skrifuð lengur, og svona skrif stinga 1 augu — hvaða skoðanir sem menn kunna að hafa á þeim málum, sem verið er að fjalla um.“ % Mistekst siövæöing Þjóðviljans? Svo mörg voru þap orð, og er hér hreyft við máli, sem mikið hefur verið rætt meðal blaða- manna og annarra, sem við fjöl- miðla vinna og með þeim fylgjast. Því má bæta hér við, að Þjóðvilj- inn hafði vart orðið þess trausts verður að verða áskrifandi að Reuter, fyrr en hann birti baksiðufrétt, merkta Reuter, um árásarher Bandaríkjanna í Víetnam og fleira álíka, sem auð- sjáanlega gat ekki verið komið frá Reuter eða neinni hlutlausri og heiðarlegri fréttastofu. Menn vildu þó ekki vera að kæra Þjóð- viljann fyrir Reuter svona alveg I byrjun, enda var því haldið fram i blaðamannahópi að réttast væri að leyfa Þjóðviljanum að halda þjónustu Reuters, því að ekki væri að vita nema hann hefði smám saman gott af viðskiptun- um og siðbætti sig. — En það er nú raunar varla að sjá, þvi að nú er kornin nokkur reynsla á þessa siðvæóingartilraun, án þess að batamerki séu sjáanleg. Öaðskiljanlegur hluti Þjóðvilja- blaðamennskunnar er svo auðvit- að persónuníðið. Menn eru vanir því 1 Þjóðviljanum og búast við þvi þar, en verra er, þegar angi af pólitískum persónuofsóknum blaðsins sýnist hafa flutzt inn i Ríkisútvarpið, þar sem hlífiskildi virðist haldið yfir slíku athæfi af vissum mönnum, lausráðnum og fastráðnum. Hver gæti verið ástæða slíks? I 0 Afgreiösla tryggingabóta Vegna kvörtunar um afgreiðslu tryggingabóta hér í dálkunum ný- lega hefur svohljóðandi bréf borizt frá Guðrúnu Helgadóttur hjá Tryggingastofnun ríkisins: „Frá Félagsmála- og upp- lýsingadeild Tryggingastofnunar ríkisins: 1 dálkum yðar s.l. sunnudag er kvartað yfir seinvirkri afgreiðslu við afhendingu ellilifeyris. Telur bréfritari ótækt „að stefna öllum lífeyrisþegum borgarinnar á þennan eina stað“ og segist hafa orðið frá að hverfa i tvo daga vegna troðnings. Það er alveg rétt, að mikil ös er jafnan í greiðsludeild stofnunar- innar fyrstu tvo dagana eftir að greiðsla lifeyris hefst, og stofnun- in hefur gert ýmsar ráðstafanir til að koma i veg fyrir hana. Það er ekki rétt, að öllum lífeyrisþegum sé stefnt í Tryggingastofnun á sömu dögum. Greiðsla ellilifeyris hefst að jafnaði 10. hvers mánað- ar, en greiðsla örorkulífeyris 12. hvers mánaðar, og er siðan greitt til mánaðarloka. Þá geta allir Reykvíkingar, sem þess óska, fengið greiðslur sínar sendar i hvaða banka, bankaútibú, spari- sjóð eða póstgiróstofu sem er. Þurfa þeir aðeins að undirskrifa umboð i þeirri greiðslustofnun, sem þeir kjósa sér að skipta við en einnig má ganga frá þvi i Tryggingastofnun ríkisins. Menn fá þá peninga sina frá og með fyrsta greiðsludegi Trygginga- stofnunarinnar. Tryggingastofnun ríkisins vill hvetja menn til að notfæra sér þessa þjónustumöguleika, svo að viðskiptavinir hennar þurfi ekki að standa I biðröð til að fá bætur sínar greiddar. Virðingarfyllst, Félagsmála- og upplýsingadeild, Guðrún Helgadóttir, deildarstjóri." Tvær skákir frá Hastings Skákin, sem hér fer á eftir var tefld í 13. umferð Hastingsmóts- ins og þegar hún hófst var staða efstu manna sem hér segir: 1. — 2. Hort og Planinic 8 v., 3. — 4. Guðmundur og Beljavsky 7,5. Öll- um mátti vera ljóst, að til þess að hljóta stórmeistaratitilinn varð Guðmundur að fá a.m.k. 2,5 vinn- inga út úr þeim þrem skákum, sem eftir voru. Bandarikjamaður- inn Mark Diesen, sem Guðmund- ur tefldi við, er ungur og litt reyndur skákmaður. Hann kom mjög á óvart er hann sigraði i 2. flokki Hastingsmótsins i fyrra, en sigur I þeirri keppni veitir mönn- um sjálfkrafa rétt til keppni í efsta flokki árið eftir. I skákinni við Guðmund velur Diesen afbrigði, sem gjarnan hef- ur verið talið hagstætt hvítum, t.d. hefur Fischer oft teflt það með góðum árangri. Yfirleitt er talið, að möguleikar svarts byggist að miklu leyti á því, hve Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR vel honum t'ekst að sprengja upp miðborðið með d6 — d5. Upp- bygging Guðmundar virðist miða að þessu marki, en af einhverjum ástæðum notfærði hann sér aldrei þau tækifæri, sem buðust til þess að hrinda áætluninni i fram- kvæmd. Kannski hefur hann óttast að með því myndi taflið einfaldast of mikið. 1. miðtaflinu vann hvítur skiptamun, en eftir það fóru honum að verða á hver mistökin á fætur öðrum. 1 33. leik hefði hann t.d. vafalaust gert bet- ur með því að leika b4 — b5, og 36. leikur hans var mjög slæmur, þá var betra að leika g4, eða jafn- vel gxh4. Guðmundur notfærði sér mistök andstæðingsins mjög vel og vann endataflið örugglega. Hvftt: Diesen (U.S.A.) Svart: Guðmundur Sigurjónsson Sikileyjarvörn. 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rc6, 5. Rb5 — d6, 6. c4 — Rf6, 7. R5c3 — Be7, 8. Be2 — 0—0, 9. 0—0 — b6, 10. Bf4 — Bb7, 11. Rd2 — Hc8, 12. Hel — Hc7, 13. Bfl — Hd7, 14. Da4 — Da8, 15. Rf3 — Hfd8, 16. Hadl — h6, 17. b4 — Bf8, 18. a3 — Re7, 19. Dc2 — Rg6, 20. Bg3 — Rh5, 21. Rd4 — Rxg3, 22. hxg3 — Be7, 23. f4 — Bf6, 24. Rde2 — a6, 25. Dd3 — Hc7, 26. Rd4 — Hdc8, 27. De3 — h5, 28. Ra4 — Da7, 29. Rb3 — Hc6, 30. Ra5 — Bd8, 31. Rxc6 — Bxc6, 32. Rc3 — Db8, 33. Khl — b5, 34. c5 — dxc5, 35. bxc5 — h4, 36. e5 — hxg3, 37. Re4 — Bxe4, 38. Dxe4 — Hxc5, 39. Hcl — Bb6, 40. Df3 — Hxcl, 41. Hxcl — Bf2, 42. Dc6 — Kh7, 43. Dd7 — Rxf4, 44. Hc7 — Bb6, 45. Bd3+ — Rxd3, 47. Dxd3+ — Kh6, 47. Dd2+ — g5, 48. Hxf7 — Dxe5, 49. Dd3 — Dal + , 50. Dfl — Dxfl + . 51. Hxf 1 — Bd4, 52. Hf3 — Kg6, 53. Hxg3 — e5, 54. Hb3 — Kf5, 55. g3 — Ke4, 56. a4 — bxa4, 57. Ha3 — Bc5, 58. Hxa4+ — Kf3, 59. Ha5 — Bd4, 60. Hxa6 — Kxg3, 61. Ha3+ — Kf2, 62. Ha2+ — Kf3, 63. Hg2 — Be3, 64. Hg3+ — Kf4, 65. Hh3 — g4, 66. Hh7 — Kf3, 67. Hb7 — g3, 68. Hb2 — e4, 69. Hg2 — Bf2, 70. Hxg3+ — Bxg3 og hvítur gafst upp. Að lokum skulum við svo lita á styztu vinningsskák mótsins. Hvítt: R. Vaganjan (Sovétr.) Svart: G. Botterill (Engl.) Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 — Rf6, 2. Bg5 — g6, 3. Bxf6 — exf6, 4. e3 — Bg7, 5. Re2 — b6, 6. Rf4 — d5, 7. h4 — h5, 8. c4 — dxc4, 9. Bxc4 — Bb7, 10. Rc3 — Bh6. 11. Bxf7 + — Kxf7, 12. Db3 + — Ke8, 13. Rxg6 — Dd7, 14. Rxh8 — Dg7, 15. De6+ — Kf8, 16. Rd5 — Rd7,17. Re7 og svartur gaf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.