Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1975
Spáin er fyrir daginn I dag
Hrúturinn
21. marz.—19. apríl
Þú skait byrja daginn snemma, vinna af
krafti fram yfir hádegi og sídan jafnt og
þétt til kvölds. Athugadu vel hverskonar
tækifæri sem þér bjóðast f dag og
mundu, að ekki er allt gull sem glóir.
Faróu varlega í fjármálum.
Nautið
20. aprfl — 20. maí
Nú neyðist þú til að bera sjálfan þig og
verk þín vió það sem bezt gerist. Ef þú
ferð að öllu með skynsemi, ættirðu að
geta staðið hverjum sem er á sporði.
Láttu það eftir þér að njóta þeirra and-
legu átaka, sem þessu fylgir, — og
mundu að þau geta verið ábatasöm þó
síðar verði.
Tvíburarnir
21. maí — 20. júní
Það lftur út fyrir, að þú fáir tækifæri til
að bæta aðstöðu þfna allverulega í dag og
það til langframa. Ifafðu augun hjá þér
og láttu ekki tækifærin ganga þér úr
greipum.
|Æfe; Krabbinn
21.júní — 22. júli
Það þýðir ekkert að láta gömul axarsköft
angra sig. Þú getur ekkert annað gert en
heita sjálfum þér að endurtaka þau ekki,
— síðan er að haida áfram beint af
augum og gera nýjar áætlanir. Byggðu
þær á staðreyndum og raunsæi.
Ljónið
23. júlí —
22. ágúst
Það er fyrir neðan virðingu Ijónsins að
beita þvingunum eða hótunum til að fá
vilja sínum framgengt. Þú kemst miklu
lengra með lagni og vingjarnlegri fram-
komu. Sýndu sanngirni í hvfvetna.
Mærin
23. ágúsl — 22. sept.
Láttu ekki glepjast um of af glæsilegum
tilboðum og gættu þess að varpa ekki
fyrir boró gömlum verðmætum og sið-
ferðilegu gildismati, sem er þér sýnu
eiginlegra, fyrir nýjar hugmyndir, þó
þær þyki meira f takt við tímann.
Vogin
W/iTTÁ 23. sept. — 22. okl.
Notfærðu þér hagstæða afstöðu stjarn-
anna til þfn í dag. Ihugaðu hvaða leiðir
þú getur farið fram á við og hikaðu ekki
við að fara þær, sem þú hyggur vænleg-
astar til frambúðar, þó það kosti að fara
þrönga veginn.
Drekinn
23. okt. — 21. nóv.
Áhugi þinn, vinnugleði og giaðværð ættu
að koma sér vel um þessar mundir. Þú
færð mörg ný tækifæri, það er bara að
koma auga á þau og velja það rétta Settu
markið hátt og hvikaðu ekki frá því.
Bogamaðurinn
22. nóv. — 21. des.
Þér finnst sennilega gaman að fást við
vandamál —og þau láta ekki á sér standa
á næstunni. Mættu þeim með hugrekki
og sjálfstrausti og þér mun vel farnast.
Láttu ekki glepjast — á stund erfiðleik-
anna — til að gera eitthvað sem er þér í
raun og veru ógeðfellt og ólíkt.
Steingeitin
22. des. — 19. jan.
Það er öilum hollt að reyna á sig, bæði
andlega og líkamlega. Hafðu hemil á
tilhneigingu þinni til að láta auglýsinga-
brellur villa þér sýn og trúðu skjalli
annarra varlega. Að baki kann að búa
tilraun til að rýra álit þitt út á við, og
grafa undan öryggi þfnu.
Vatpsberinn
20. jan. — 18. ftb.
Þér er heppilegast að leggja mikla
áherzlu á góða samvinnu við þá, sem þú
býrð eða starfar með. Ljúktu af þeim
störfum, sem hafa hlaðizt upp, áður en
þú byrjar á nýju.
*■* Fiskarnir
19. feb. — 20.
ma
Margvíslegir hæfileikar þínir ættu að
njóta sfn vel þessa dagana —sérstaklega
eru stjörnurnar hliðhollar þeim, sem vel
eru til skipulagningar hæfir. Látlu ekki
á Þig fá, þó aðrir kunni að sjá ofsjónum
yfir velgengni þinni.
TIIMIMI
-...-----
Nokkrar mótbárur. hr. Spahr 9
Nei, Hr. Carretdas, en «
éa bara huqsaoi....
Hver stqir, aðþú eiqtrai
huqsa ? Þú ait bara ao hlvaa'.
/-------- " ~ ------------------------------------------- ,"1-1 " 1-------------------------------------------------------
Þetta er ákaf/ega e/skulegt af þér hr.
Carre/c/as ,en vi& vi/jum ómbguleqa...
XoNéz Fr^r "i
/m 111' fyt/ney með
f/uqrás púmer f/V, aerið
Si/o ve/ að safpaitvio
h/id númer 3...
éq veri fyrsta!
aSvora
ifffann f
x-a
....
3A...
RtVNDAR
StTTU LPXN.
AftNlR EKKI
þETTA
SKII-TI —
þú V£/SrHVAC) STyTTAN
af xotuchal e’r
MIKILS N/IROI- (=*«> VERÐUR AO TRVS&JA
AO PAREZ GBTI EKKI eWDURHElMT
HANA '
A mtÍan.,J
ER PAREZ
SVO SJÚKUR
AÐ HANN pO
UOSKA
r.
. UFF- • HVJI. IKUR HI Tl
I DAG -- EG HLAKKA
TIL AOKOM-
AST { BAO!
© Buil's
TAKÉ, F0R IN5TANŒ TH£
6REAT MOHENT THAT 15
C0MIN6 UP RI6HT NOliL.
Gerirðu þér grein fyrir hve
mörg stórkostleg augnablik
fara til spillis?
Hugsaðu þér til dæmis stórkost-
lega augnablikið, sem er að
komanúna!
BANG! ÞAÐ ER FARIÐ! Þú
ert búinn að sóa því til einskis!
Meira hvað þú ert skemmtileg!