Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1975 19 Búið er að moka upp 1500 þús. tonnum af ösku eftir gos. Mörg handtök það þótt vélar hafi unnið stóran hlutaþess. „Nœsta stórverkefni er að binda vikurfjandann ” Rabbað við Magnús H. Magnússon bœjarstjóra „ÞAÐ sem við höfum lagt mesta áherzlu á, bæjaryfirvöld." sagði Magnús H. Magnússon bæjar- stjóri i samtali við Morgunblaðið. „í viðreisninni hefur beinzt að þvi að leysa húsnæðisskortinn og gera byggingarsvæði íbúðarhæf. Þar hefur mest verið gert í sam- bandi við nýja byggingarsvæðið i vesturbænum þar sem við reikn- um með 700 nýjum ibúðum. Þá hefur einnig verið unnið að stækkun annarra byggingarsvæða sem var reyndar byrjað á fyrir gos. Unnið hefur verið að þvi að teikna og byggja götur, leggja skolp- leíðslur og aðrar lagnir og m.a. er gert ráð fyrir fjarhitun i nýja hverf- inu vestur i hrauni. Á hálfu ári höfum við lagt á fjórða km af skolplögnum i bænum. en veru- legur hluti af vinnu tæknideildar og áhaldahúss hefur farið i þessi mál. Þá hefur verið unnið við sjúkrahúsið. en það var tekið i notkun i haust, rafmagnsmálin eru heldur á eftir, þvi nýbyggingar eru svo dreifðar i bænum. en það er reynt að halda i horfinu. Þá hefur bærinn unnið m.a. i sam- bandi við elliheimilið. barna- heimilin og haldið verður áfram viðgerð á þeim skemmdum sem urðu i gosinu. annað hundrað hús i bænum. en um áramótin voru 115 hús i byggingu á vegum einstaklinga. Þá má minna á nýtt Eyjaskip, sem er i burðarliðnum og iþrótta- höll með sundlaug og iþróttasal, en verið er að ganga frá kaupum á þvi mannvirki frá Danmörku. Mögulegt er að bærinn sjái um byggingu einhvers hluta af grunni iþróttahallarinnar, en reiknað er með að sundhöllin verði tilbúin 1. okt. n.k. og iþróttasalurinn á miðju næsta ári." „Hvað hefur bærinn fengið miktar bætur frá Viðlagasjóði?" „Þau mál hafa ekki verið gerð upp ennþá. Bærinn hefur alls fengið um 300 millj. kr. frá Við- lagasjóði. en það er ekki allt bæt- ur. þvi bærinn hefur unnið mörg verkefni fyrir Viðlagasjóð og þau eru inni i þessari tölu. Meðal þeirra verkefna eru sáning, hreins- un. niðurrif húsa og fleira. Hins vegar gerðum við mjög lauslega áætlun árið 1973 um bætur sem við reiknuðum með að fá fyrir skemmdir i gosinu og þá var sú upphæð um milljarður króna ails. Auk þess á eftir að ræða tekjubæt- ur til bæjarsjóðs og fleira sem fellur undir heimildarákvæði en á meðan Viðlagasjóður hefur ekki Osku-OR tarauntungurnar i bsnum. Frá sáningu s.l. siunar. Svo ég viki aftur að rafmagninu i nýja hverfinu. þá er reiknað með að það verði hitað upp með raf- orku frá Búrfellsvirkjun þ.e.a.s. af- gangsraforku og við reiknum með að hún dugi okkur 70—80%. en afganginn fáum við með keyrslu disilvéla. íbúðamálin standa þannig að fólk býr i 54 teleskóphúsum, bráðabirgðahúsum og verið er að setja upp 20 dönsk bráðabirgða- hús. sem verða komin i gagnið í febr.—marz. Þá er bærinn að byggja 84 ibúðir i vesturbyggð- inni. en þar annast Breiðholt h.f. framkvæmdir. Þessum fram- kvæmdum hefur seinkað um 4 mánuði og nú hamlar veður. en við reiknum með að fyrstu ibúðirnar verði tilbúnar i marz og þær síðustu i september. Auk þess eru einstaklíngar að byggja á haft trygga tekjustofna til að mæta beinum lögmætum greiðslum. hefur hann ekki verið til viðtals um aðra þætti. Unnið er að þvi að meta ákveðnar eignir bæjarsjóðs og aðra þætti sem fóru i gosinu. hús. götur og fleira." „Hvað er það helzta fram- undan?" „Næst er að hreinsa meira i kring um bæinn. vikurfjandinn er það sem veldur mestum vandræð- um núna. Sáningin hefur ekki borið þann árangur, sem við vænt- um og það er Ijóst að það þarf að taka fastar á til að binda vikurinn. Liklega verður ráðist i að blanda hann mold í efstu lögum og sá siðan í, en þetta verk þarf að vinna bæði á undirlendi og i fjöll- um. Þá er unnið að hönnun á skolp- leiðslunni út úr höfninni og væntanlega verður hægt að byrja á þeirri framkvæmd i vor ef mann- skapur verður fyrir hendi. Safn- og höfuðleiðslu fyrir mestan hluta Framhald á bls. 18 Tvöár M gosinn íGyjum I DAG eru 2 ár liðin frá því að eldgosið varð í Vest- mannaeyjum og allir íbúar Vestmannacyja fóru til meginlandsins á einni nóttu vegna hættunnar. Einn þriðji hluti húsanna í bæn- um lentu undir hrauni og ösku, sem er víðast frá 40—200 m þykkt, eða alls um 400 hús og auk þess urðu feikilegar skemmdir á flest öllum mannvirkjum f Eyj- um og gróðurlendi. Allar stoðir Eyjabyggðar riðuðu til falls og bæjarfélagið var úr leik mánuðum saman og byggðin grafin f ösku. 1 dag eru liðlega 4000 manns aftur flutt til Eyja, en samkvæmt skrá eru þeir 3840. Hins veg- ar hefur reynslan sýnt að það eru ávalll um 200 fleiri, þvf það dregst að fólk láti skrá sig. Það eru fjölmörg vandamál sem enn blasa við f Eyjum, en mcstur er hús- næðisskorturinn. Við ra'dd- um f tilefni dagsins við þrjá Eyjamenn, þá Guðlaug al- þingismann, Magnús bæjar- stjóra og Harald fram- kvæmdastjóra. Fara viðtölin I „Mikill seinagangur í öllum framkvæmdum bæjarsjóðs vekur mikil vonbrigði” Rœtt við Guðlaug Gíslason alþingismann VIÐ spurðum Guðlaug Gíslason alþingismann einníg að því hvað hann hefði að segja í stuttu máli um þróunina og stöðuna i Eyjum tveimur árum eftir að gosið skall þará. „Ég tel," sagði Guðlaugur, „að uppbygging atvinnuveganna hafi gengið mjög vel og það ásamt því að bátaflotinn kom heim talsvert fyrr en maður hafði gert sér vonir um, hafi skapað mjög hagstæða þróun, því þegar atvinnufyrir- tækin voru klár á ný um áramótin 1973—1974 og bátaflotinn kom heim á ný, kom fólkið og fjolskyld urnar að sjálfsögðu í kjölfarið og þar með var stoðunum aftur skotið undir Eyjabyggð. Það má segja að það sé framar öllum vonum að um 4000 manns eru nó aftur komin í bæinn, en þó ætti staðan að vera mun betri ef fast og ákveðið hefði verið haldið um stjórntauminn i bæjarmálum. Starfræksla atvinnufyrirtækja og heimkoma báta og fólks hefur sýnt jákvæða og eðlilega þróun, en hins vegar tel ég að þessi stóra byggingaráætlun um byggingu allt að 650 ibúða, hafi valdið fólki verulegum vonbrigðum bæði vegna þess að uppbyggingunni hefur seinkað verulega og svo verður verð þessa húsnæðis mun hærra og meira en reiknað hafði verið með. Þetta hefur tafið fyrir heimflutningi og valdið Vest mannaeyingum heima og heiman miklum erfiðleikum og áhyggjum. Verulegur skriður er þó kominn á byggingar hjá einstaklingum og fyrir utan þessa byggingaráætlun leysir fólkið að mestu sjálft sinn vanda, þótt fyrirgreiðslan gæti og ætti að sjálfsögðu að vera meiri og betri. Varðandi það sem er framundan er almennt talið hér i Eyjum að það verði að leggja mikla áherzlu á að binda gjallið. Sandfok hefur verið mikið vestur í hrauni þar sem gjalli var komið fyrir á sínum tima og einnig á ýmsum öðrum stöðum i bænum. Þetta mál er mikið vandamál. Þá hefur það valdið bæjarbúum miklum von- brigðum hvað framkvæmdir bæjarsjóðs hafa verið í miklum seinagangi varðandi gatnamál, skolpleiðslu út úr höfninni og fleira og fleira sem kemur inn á framkvæmdaleysi einnig. Þó skal það tekið fram að unnið hefur verið af miklum krafti til þess að bæta iþrótta- og félagsaðstöðu i bænum með þvi að undirbúa kaup á íþróttahöll frá Danmörku. í höllinni eru bæði sundlaug og íþróttasalur, en fulltrúar íþrótta- hreyfingarinnar í bænum eiga stóran þátt i framgangi þess máls. Sundlaugin fór undir hraun eins og kunnugt er og það er þvi brýnt nauðsynjamál að þessi bygging rísi samkvæmt áætlun á þessu ári og Ijúki um mitt næsta ár. Þá má geta þess i sambandi við sam- göngur að nú er unnið að kaupum á nýju skipi til vöru- og fólksflutn- inga milli lands og Eyja og það mál er nú vonandi á komast á lokastig. Varðandi nýtt skip þarf að sjálf- sögðu að hafa tilbúna aðstöðu fyrir það þegar það kemur hingað, en segja má að höfnin sé mun betri eftir eldgosið þótt feikilega Framhald á bls. 18 r „Ovenjulega mikið fram- boð af fólki í frystihúsin” Rætt við Harald (iíslason framkvæmdastjóra „ÞAÐ ER óvenjulega mikið fram- boS af fólki til starfa í frysti- og fiskvinnsluhúsunum," sagði Har- aldur Gíslason framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar," en það er fremur i þjónustufyrirtækjunum, smiðj- unum og öðrum greinum, þar sem vantar ennþá fólk til starfa. í stöðvunum er nú kominn sami starfsmannafjöldi og var fyrir gos og sumar stöðvarnar hafa fengið Framhald á bls. 18 Hann mokaói í gosinu og mokar enn ef svo ber undir. Halldór Ingi kaupmaður ryóur viðskipfavinum sinum hraut. kyngiöflin drynja, ægieldur, elfa rjóð, austurbyggðir hrj nja. Ógnarstundir ýta hrjá öskuþakin foldin, vellur hraunið húsin á horfin gróðurmoldin. Berst og citur iðruni frá öllu lifi storkar, nienn þó eigi bregða brá berjast hetjuforkar. Byggja varnir vikri af vatni dæla á funa, storknar, kólnar klungurhaf kyrrist skelfidruna. Upp úr sorta aftur brýzt cyjan sárunt þakin, áður var af loguni lýst lifnar gróður, vakinn. Guðinundur II. Guðjónsson •lón Ragnar Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.