Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.01.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1975 31 IMIWTTIR MORGOilABSIIIIS Séð fram á Ármannssigur, en Víkingur sneri taflinu við Stefán Halldórsson er nú oró- inn einn bezti maður Víkings- lidsins, bæói í sókn og vörn. Þessa mynd tók Friðþjófur Helgason í leik Víkings og Ar- manns í fyrrakvöld. Stefán hefur snúió á Ármenningana Hörð Harðarson og Kristinn Ingólfsson og skorar eitt marka sinna. Skarphéðinn Öskarsson 3, Einar Magnússon 3, Jón Sigurðsson 1, Páll Björgvinsson 1, Erlendur Hermannsson 1. Mörk Armanns: Björn Jó- hannesson 7, Hörður Harðarson 3, Jón Astvaldsson 3, Hörður Krist- insson 2, Pétur Ingólfsson 2, Jens Jensson 1, Kristinn Ingólfsson 1. Brottvlsanir af velli: Kristinn Ingólfsson og Jón Astvaldsson, i 2 min. Björn Jóhannesson í 2x2 min. Páll Björgvinsson og Skarp- héðinn Öskarsson, Víking i 2 mín. Misheppnuð vitaköst: Engin. Dómarar: Hannes Þ. Sigurðsson og Valur Benediktsson. Var dóm- gæzla þeirra ekki upp á það bezta — of mikil ónákvæmni. -stjl. Unglingasundmót UNGLINGASUNDMEISTARA- MÓT Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 26. janúar n.k. og hefst kl. 15.00. Sundgreinar verða samkvæmt reglugerð. Undanrásir fara fr§m deginum áður í þeim greinum sem þarf. Þátttaka til- kynnist Flosa Sigurðssyni. Sundknattleiksmeistaramót Reykjavíkur hefst 31. janúar í Sundhöll Reykjavikur. Unglingamót UNGLINGAMÖT í svigi verður haldið við Skíðaskálann i Hvera dölum n.k. laugardag 25. janúar. Nafnakall verður við skálann kl. 13.00. Þátttökutilkynningar send- ist til frú Ellen Sighvatsson, Antmannstig 2, fyrir fimmtu- dagskvöld 23. janúar., ásamt þátt- tökugjaldi kr. 200,00 fyrir kepp- anda. Keppl verður unt gla'sileg verðlaun, sent verða bikarar til eignar ásamt verðlaunapeningum fyrir hvert mót, en unglingamót- in i vetur ntunu verða þrjú. Sport- val h.f. gefur verðlaunabikarana. Mótið fer fram á vegum Skíða- félags Reykjavíkur. Ólafur, Gunnar og Pálmi í NM-lands- liðið BIRGIR Björnsson, landsliðs- þjálfari og landsliðseinr aldur í handknattleik hefur nú valið tvo markverði til keppni á Norður- landameistaramótinu. Voru það þeir Ólafur Benediktsson, \ al og Gunnar Einarsson úr Haukum sem fyrir valinu urðu. Þá hefur Birgir valið einn útileikmann til viðbótar þeim sem áóur höfðu verið valdir, og er það Pálmi Pálmason, Fram. Birgir sagði í viðtali við Morgunblaðið i gær. að hann væri ekki endanlega ákveðinn í því hvort hann veldi einn markvörð í viðbót til fararinnar, en hins veg- ar væri mjög sennilegt að einurn útileikmanni yrði bætt við. Myndi hann taka unt það ákvörðun fljót- lega. • ♦ Knattspyrnumót INNANHUSSMöT í knattspynut fer fram í lþróttahúsinu i Njarð- vikuni 26. janúar n.k. og hofst kl. 10.00. Þátttökulið í karlaflokki veröa Reynir, Viðir, Grindavik og IBK. og i kvennaflokki keppa lið frá Grindavik og IBK. Búast ntá við skemmtilegri keppni i báðum flokkum. TVEIR slæmir kaflar Armenn- inga f leik þeirra við Víkinga f 1. deildar keppni Islandsmótsins í handknattleik i Laugardalshöll- inni í fyrrakvöld, varð þess vald- andi, að þeir fengu hvorugt stigið sem þarna var um barizt. Eftir gangi leiksins hefði þó ekki verið nema sanngjarnt að þeir fengju a.m.k. annað, þar sem þeir voru öllu skárri aðilinn, ef gera á upp á milli liðanna. Þessir slæmu leikkaflar Armenninga komu báðir f seinni hálfleik. 1 byrjun hans hafði Ármann komist 4 mörkum yfir, en á skammri stundu tókst Víkingum að jafna, og þegar leið að lokum leiksins og staðan var jöfn, gerðu Armenn- ingarnir sig seka um röð af mis- tökum, sem færði Vfkingum tveggja marka forystu f leiknum. Hana tókst svo Ármenningum að vinna upp, en Víkingarnir áttu sfðasta orðið með mörkum Páls og Sigfúsar. Þess ber að geta, að þegar Ar- menningar misstu niður fjögurra marka forystu sína, voru þeir um tíma tveimur færri á vellinum. Orsakaðist það bæði af klaufaleg- um brotum Ieikmannanna og ákaflega ströngum dómum þeirra Hannesar Þ. Sigurðssonar og Vals Benediktssonar, sem voru ekki í essinu sinu í þessum leik, og gerðu jafnvel fleiri mistök en leikmenn liðanna. Leikurinn var annars heldur misjafn að gæðum. Öðru hverju náðu bæði liðin að sýna ágætan leik og skora gullfalleg mörk, en þess á milli, var sem um hreina byrjendur í handknattleiksíþrótt- inni væri að ræða. Er ekki óeðli- legt að slíkt komi fyrir, þegar tekið er tillit til þess, hve mikil spenna er orðin f 1. deildar keppninni, og er ekki ólíklegt að þeir leikir sem eftir eru í mótinu, kunni að bera keim af hinni æðis- legu stigabaráttu. Meðan Ármenningar voru sæmilega rólegir, höfðu þeir betur í leiknum. Þeir léku þá upp á að skora i sóknum sínum, og börðust vel i vörninni. Þrátt fyrir að sóknarlotur Ármanns væru nokkuð langar á meðan á þessu stóð, var alltaf í þeim töluverð ógnun, þannig að aldrei varð deyfðarsvipur á leiknum. Þegar svo Víkingar voru með knöttinn var ,,keyrt“ á fullri ferð, en Vík- ingar hafa tekið hraðann sem eitt af vopnum sínum í leikjunum og ber það greinilegan árangur, auk þess sem andstæðingum Vikinga virðist ákaflega erfitt að halda ró sinni, þegar mesti fyrirgangurinn er í þeim. Með hraðanum tókst Víkingum lika oft að opna vel Ármannsvörnina, og fékk t.d. Sig- fús Guðmundsson góð tækifæri i vinstra horninu, þegar Víkingum hafði heppnast að leika án niður- stungna fyrir framan vörnina, og sendu siðan snöggar sendingar út til hans. Sem fyrr greinir höfðu Ar- menningar lengst af forystu i leiknum, og léku vel, sérstaklega i fyrri hálfleiknum, er þeim tókst að nýta hinn mikla stökkkraft og skothörku hins unga leikmanns liðsins, Harðar Harðarsonar. Skoraði Hörður nokkur sérlega falleg mörk í hálfleiknum, — stökk upp fyrir utan punktalinu og sendi sannkölluð þrumuskot í markið. I seinni hálfleiknum tóku Víkingar Hörð úr umferð, og við það dofnaði mikið yfir Ármanns- liðinu, sennilega mest af því að þessi ráðstöfun Víkinga virtist koma þeim á óvart. Eftir að Vík- ingur hafði jafnað 14—14, hélzt leikurinn í jafnvægi til loka og var ■'íaðan t.d. 19—19, þegar aðeins ein minúta var til leiks- loka. Þá tókst Páli að skora fyrir Víking og Armenningar reyndu örvæntingarfullt að jafna, en misstu þá knöttinn, Víkingur náði hraðaupphlaupi og Sigfús innsigl- aði sigurinn. I STUTTU MÁLI: Islandsmótið 1. deild. Laugardalshöll 21. janúar URSLIT: Vikingur — Armann 21—19 (10—12) Gangur leiksins: 29. Sigfús 10:11 Mín. Víkingur Armann 30. 10:12 HörðurH. Hálfleikur M(n. Víkingur Árni ann . 3. Kinar 1:0 34. 10:13 Jón A. 4. 1:1 Pétur 36. 10:14 Hörður K. 5. 1:2 Björn 38. Stefán (v) 11:14 7. Kinar 2:2 39. Sigfús 12:14 8. 2:3 Pétur 41. Stefán (v) 13:14 9. 2:4 llörður II. 43. Stefán 14:14 9. Stefán 3:4 44. 14:15 Björn 10. 3:5 Björn 45. Sigfús 15:15 11. Sigfús 4:5 47. 15:16 Kristinn 13. 4:6 Jón 47. Jón S. 16:16 14. Stefán 5:6 48. 16:17 Björn 14. 5:7 Hörður II 52. Skarphéðinn 17:17 14- Skarphéðinn 6:7 54. Kinar 18:17 16. Krlendur 7:7 55. Stefán 19:17 17. 7:8 Björn 57. 19:18 Hörður K 18. Skarphéðinn 8:8 59. 19:19 Björn 21. 8:9 Jón 59. Páll 20:19 22. 8:10 Björn 60. Sigfús 21:19 24. 8:11 Jens Mörk Víkings : Stefán Halld( 27. Stefán 9:11 son 7, Sigfús Guðmundsson LIÐ VlKINGS: Rósmundur Jónsson 1, Magnús Guðmundsson 2, Jón Sigurðsson 2, Einar Magnússon 2, Skarphéðinn Öskarsson 2, Sigfús Guðmundsson 3, Páll Björgvinsson 2, Erlendur Hermannsson 1, Stefán Halldórsson 3, Þorbergur Aðalsteinsson 1, Ólafur Jónsson 1, Sigurgeir Sigurðsson 2. LIÐ Ármanns: Ragnar Gunnarsson 2, Olfert Naabye 1, Björn Jóhannesson 3, Hörður Harðarson 3, Pétur Ingólfsson 2, Jón Ast- valdsson 2, Jens Jensson 1, Hörður Kristinsson 3, Kristinn Ingólfs- son 2. Danir velja NM-lið sitt DANIR hafa nú valið landslið sitt fyrir Noróurlandameistaramótið í handknattleik, en Danirnir Ifta á mót þetta sem fyrsta verkefni landsliðsins i undirbúningi þess fyrir undankeppni næstu Olympfuleika. Liðið verður þannig skipað: Flemming Lauritzen, Kay Jörgensen, Anders Dahl, Uarsten Lund, Jörgen Frandsen, Lars Bock, Bent Larsen, Heine Sören- sen, Palle Jensen, Sven O. Schink, Arne Andersen, Ole Eliasen, Thor Munkager og Boy Sten- skjær. Þegar dönsku blöðin skýrðu frá vali liðsins, gátu þau þess jafn- framt, að tvisýnt yrði að teljast að Danir kæmust f úrslit i keppn- inni. Norðmennirnir gætu verið erfiðir, og það þyrfti að leika af miklu öryggi gegn þeim. Hins vegar væri ekkert vafamál hver kæmist í úrslit i „veikari" riðl- inum. Það yrðu Svíar, og sigruðu Danir Norðmennina ættu þeir nú að eiga góða möguleika á að sigra Svia. Svíar hafa einnig valið lið sitt fyrir keppnina, en þvi miður hefur ekki tekizt að fá uppgefin nöfn leikmannanna. Vitað er þó, að um helmingur leikmannanna eru nýliðar, þar sem liðið sent tekur þátt i Norðurlandamótinu á aó vera að mestu óbreytt fram ýfir næstu heimsmeistarakeppni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.