Morgunblaðið - 23.01.1975, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 23.01.1975, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1975 Norsk æfintýri P. Chr. Asbjörnsen og Moe: Smiðurinn, sem kölski þorði ekki að hýsa Jens Benedikts- son íslenzkaði EINIJ sinni á þeim dögum, þegar Drottinn og Sankti Pétur gengu um kring niðri á jörðunni, komu þeir til járnsmiðs nokkurs. Þessi smióur hafði samið um það vió kölska að hann ætti hann eftir sjö ár, ef hann væri allan þann tíma leiknastur af öllum smiðum í iðninni og bæði smiðurinn og sá gamli höfðu ritað nöfn sín undir samninginn. Þess vegna hafði smiðurinn látið rita yfir smiðjudyrnar: „Hér býr meistari allra meistara.“ Þegar Drottinn kom og sá þetta, gekk hann inn. „Hver ert þú?“ sagði hann við smiðinn. „Lestu það sem stendur yfir dyrunum,“ svaraði smiðurinn, en kannski þú kunnir ekki að lesa skrift, og þá verðurðu að bíða, þangað til einhver kemur, sem getur hjálpað þér.“ Áður en Drottinn hafði svarað, kom maður með hest og bað smiðinn um að járna hann fyrir sig. „Mætti ég ekki járna þennan hest?“ spurði drott- inn. „Reynt geturðu það,“ sagði smiðurinn. „Ekki geturðu gert það verr en svo, að ég geti lagað það aftur. Drottinn gekk þá út og tók einn fótinn af hestin- um, lagöi hann í eldinn og gerði skeifuna glóandi, því næst hvessti hann naglana, negldi þá í og setti svo fótinn á hestinn aftur, síðan fór hann eins með hina fæturna, uns hann hafði járnað hestinn. Smiðurinn stóð og horfði á hann. „Þú ert alls ekki svo lélegur smiður,“ sagði hann. „Finnst þér það,“ sagði Drottinn. Skömmu síðar kom móðir smiðsins í smiðjuna, hún var orðin afgömul, kengbogin af elli og hrukk- ótt í framan og gat rétt staulast áfram. „Taktu nú eftir því sem þú sérð,“ sagði Drottinn, hann tók gömlu konuna og lagði hana á eldinn og smíðaði unga yndislega stúlku úr henni. „Ég segi aftur, það sem ég sagói áðan.“ sagði smiðurinn. „þú ert alls ekki svo slakur smiður. Og þó aó yfir dyrunum hjá mér standi: „Hér býr meistari allra meistara, — ja, maður lærir. meðan Sitt sýnist hverjum eftir James Reeves „Ég er feit, hávaxin, lágvaxin, stór, lítil stúlka," sagöi Kristín. HÖGNI HREKKVÍSI Nei, heyrðu, einn enn? Seinni hluti „Þú ert mögur,“ sagöi svínið og hrein. „Gott og vel,“ sagði Kristín. Þá kom fugl fljúgandi og settist á grein við götutroðninginn. „Hver ert þú?“ spurði fuglinn. „Ég er mögur, feit, hávaxin, lágvaxin, stór litil stúlka," sagói Kristín. Henni var farið að verða nóg um, hvað hún var margt í senn. „Þú ert hægfara,“ sagði fuglinn. „Á MEÐAN ÞÚ VARST AÐ GANGA GÖTUNA ÞÁ ARNA, FLAUG ÉG ÞRISVAR SINNUM I KRING UM JÖRÐINA.“ Það var reyndar ekki satt. Hann hafði farið bara einu sinni. „Vertu sæll,“ sagði Kristín og skildi við fuglinn á greininni. Loks varð skjaldbaka á vegi hennar. „Hver ert þú?“ spurði skjaldbakan með andköf- um, þvi hún var móð af hlaupum. „Ég er hægfara, feit, hávaxin, lágvaxin, stór, lítil stúlka,“ sagði Kristín. „Og ég veit, hvað þú ætlar að segja. Þú ætlar að segja að ég sé snör í snúningum." „Nei, það ætlaði ég ekki aö segja,“ sagði skjald- bakan þurrum, skrækum rómi sínum. „Ég er búin að gleyma því, hvað ég ætlaði að segja og það er þér að kenna.“ „Geturðu þá ekki sagt mér, hvernig ég get verið þetta allt í senn?“ spurði Kristín. „Láttu skoðanir annarra ekki skipta þig máli,“ sagði skjaldbakan. „Þú ert bara það sem þér sjálfri finnst þú vera, en ekki það sem aðrir segja að þú sért. Líttu á mig til dæmis. Mér er sagt að ég sé sein í svifum en stundum finnst mér ég vera með afbrigðum snör. Þegar ég er á göngu með afa mín um, sem er 173 ára, segir hann að mig beri allt of hratt yfir. Og vertu nú sæl.“ Kristín ákvað að skunda heim og láta sér fátt um ruglingslegar skoðanir annarra finnast. ÍVIe6imoi<|unkoffimi Á síðustu og verstu tímum Þessi litla saga, sem hér veróur sögð, þykir af ýmsum vera mjög tákn- ræn fyrir hina síðustu og verstu tíma. Þetta gerð- ist vestur í Kaliforníu fyrir skemmstu. Kona, sem var ein í bíl, ók fram af kletti. Hún hlaut veruleg meiðsli, en gat skriðið út úr bíl sínum. Er hún hafði legið þarna í fjóra daga og kallað á hjálp, heyrðu neyðaróp hennar tveir drengir. Þeir björguðu lífi konunnar. Á sjúkrahús- inu skýrði konan frá því, að er hún hafði legið bjargarlaus í tvo daga kom til hennar maður, sem hefði neitað að kalla á vegalögregluna vegna þess, að hann vildi ekki láta blanda sér inn í þetta mál. Nei, nei — hjólaskaut- inn. Dabbi! Vallar- bann sett á þá gömlu I sambandi við fót- bolta í landi fótboltans, hefur það gerzt nú ný- lega, að sextug kona hef- ur verið sett í bann. Þetta bann nær til hennar á þann hátt, að hún fær ekki aðgang að fótboltaleikjunum í heimabæ sínum. Leikur sá, sem hér um ræðir, fór fram um jólin og kom þá til átaka, tveir leikmenn urðu fyrir bar- smíðum og þótti sannað, að gamla konan hefói átt sinn þátt í ólátunum, sem hófust eftir að leik- tíminn var úti. Gamla konan mótmælti, en þau voru ekki tekin til greina. Gamla konan hefur verið mikil áhuga- kona um knattspyrnu í yfir 30 ár. Hún á upp- komin börn og er amma oróin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.