Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975 Hlutur olíu hverf- andi í orkuvinnslu Landsvirkiunnar Arin 1972—73 var rennsli Sogs og Þjórsár sem næst meðalrennsli og árin tiltölulega góð vatnsár, segir í nýútkominni skýrslu Landsvirkjunar um þessi ár. Skerðing á orkuframleiðslu vegna ísa var Iftil 1972, en nokkur i desemberkuldanum 1973. Olíunotkun var nokkur 1972 vegna turnbrots við Hvítá og með meira móti 1973 vegna rennslis- truflana. Raforkuframleiðsla til almenningsþarfa jókst um 8.12% á árinu 1972 og 9,23% á árinu 1973. Á árinu 1972 má segja að þáttaskil hafi orðið i virkjunar- íramkvæmdum Landsvirkjunar því um mitt það ár lauk Lands- virkjun síðari áfanga Búrfells- virkjunar og voru þá teknar í rekstur 5. og 6. vélasamstæða í Búrfellsstöð. Jafnframt lauk ISAL þá við síðari áfanga ál- bræðslunnar í Straumsvik að afli 60 MW og á árinu 1973 var lokið framkvæmdum Landsvirkjunar við 1000 G1 miðlun í Þórisvatni. Samkvæmt verksamningi við verktaka er gert ráð fyrir að fyrsta vélasamstæða Sigölduvirkj- unar (50MW) verði tekin í rekst- ur 15. júní 1976, önnur (50 MW) 15. sept. 1976 og þriðja (50 MW) 15. des. 1976. Heildarorkuvinnsla Landsvirkj- unar árin 1972 og 1973 var sam- tals um 3465 GWh, en rafmagns- vinnsla með olíu alls um 10,8 GWh og olíunotkun á kWh því 370 g. Olíunotkun í gasstöð og gufustöð var á árinu 1972 1.641 tonn, en 1973 2338 tonn eða sam- tals 3.979 tonn. Hlutur oliu i orku- vinnslunni var því hverfandi. Námskeið í hlaðaútgáfu Fyrir forgöngu Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákveðið að gangast fyrir nám- skeiði í blaðaútgáfu. — Námskeið þetta er einkum ætiað að- standendum dreifbýlisblaðanna svo og öllum þeim sem áhuga hafa á að kynnast blaðaútgáfu. — Námskeiðið verður haldið f Reykjavfk dagana 5. og 6. apríl n.k. Dagskrá námskeiðsins verður í stórum dráttum sem hér segir: I. Dagur: Fyrirlestrar. 1. Hver er tilgangurinn með blaðaútgáfu á Islandi? 2. Hvernig verður blað til? a) Fréttir b) Greinar c) Stjórnmálahlið blaðsins, c. 1.) fyrir kosningar c. 2.) milli kosninga c. 3.) ritun stjórnmálagreina c. 4.) tengsl blaðsins við þing- menn viðkomandi kjördæma. 3. Aðbúnaður á ritstjórn smá- blaðs. (leiðsögn í meðferð mynda- véla, segulbanda, handbóka, rit- véla, skjalasafna o.fl.). 4. Auglýsingar og auglýsinga- söfnun. 5. Utlitsteiknun. 6. Rekstur blaðs sem fyrirtækis. Síðan verður þátttakendum skipt í hópa sem starfa sjálfstætt að ýmsum verkefnum. II. Dagur: 1. Störf hópanna rædd. 2. Val mynda við efni. 3. Utlitsteiknun á efni. 4. Prentun — prentunaraðferð- ir kynntar — frágangur efnis til prentsmiðju og almenn viðskipti við prentsmiðjur. — Prófarka- lestur. 5. Umræður og fyrirspurnir. 6. Heimsóknir i prentsmiðjur og prentmyndagerð. Með námskeiði þessu er stefnt að því, að gera ritstjórum og öðr- um aðstandendum hinna ýmsu málgagna Sjálfstæðisflokksins auðveldara fyrir með að valda verkefnum sinum, svo og að kynna áhugafólki þessi mál. Námskeiðsstjóri verður Sigrún Stefánsdóttir, ritstjóri islendings á Akureyri. Auk hennar vinna að undirbúningi námskeiðsins Ingvi Hrafn Jónsson, blaðamaður, Friðrik Sophusson og Markús Örn Antonsson. Starfsmaður nám- skeiðsins verður Jón Ormur Halldórsson, framkvæmdastjóri S.U.S. Á föstudaginn var efnt til mótmælafundar gegn fyrirhugaðri málmblendisverksmiðju í Hvalfirði. Eins og sést á þessari mynd var fundurinn fámennur. Þegar Ijósmyndari Mbl. var við myndatöku á Lækjartorgi þegar fundurinn fór fram, vék sér að honum gömul kona, sem þar átti leið um og spurði hvað um væri að ræða. Það er mótmælafundur, svaraði ljósmyndarinn. Hverju er nú verið að mótmæla, spurði konan. Málmblendisverksmiðju f Hvalfirði, svaraði Ijósm. — Nú, já, er verið að mótmæla helv... verksmiðjunni, sem hann Magnús Kjartansson er að reyna að koma yfir okkur, sagði gamla konan og gekk á braut. Mínni þátttaka ferðum en oft Fámennur mótmælafundur Ljósmynd Ól.K.M. SVO virðist, sem minni þátttaka verði f páskaferðum að þessu sinni en oft áður, og er þá einkum átt við ferðir, sem er beint suður á bóginn. Nú verður t.d. aðeins ein ferð til Mallorca um páskana og engin ferð til Costa del Sol. Eflaust hefur það einhver áhrif, að páskarnir eru mjög snemma að þessu sinni og fólk treystir því ekki, að hlýtt sé orðið á Spáni. Aðalstraumurinn virðist beinast til Kanarfeyja og þar verða um páskana hátt i 500 manns á vegum Flugleiða og eitthvað álíka á vegum Ferðaskrifstof- unnar Sunnu. Þá verða einnig sérstakar ferðir innalands eins og til Akureyrar og Húsavíkur, en það eru skfða- og skemmtiferðir. Við höfðum samband við ferða- skrifstofurnar fyrir helgina og spurðumst fyrir um páskaferð- irnar. Guðni Þórðarson hjá Sunnu sagði, að hjá þeim beindist straumurinn til Kanaríeyja og sérstök ferð yrði farin þangað þann 22. marz, en auk þess er Sunna með fastar Kanaríeyja- Sveinn Benediktsson: Dylgjur 1 garð yfirvalda, banka og fram- leiðenda vegna verðlags loðnuafurða MEIRI rangfærslur um verðlag á loðnumjöli og loðnulýsi hafa verið hafðar í frammi að undan- förnu, en nokkurn tima áður og er þá langt til jafnað. Á siðustu þremur árum hafa orðið meiri og sneggri breytingar á verðlagi loðnuafurðanna en áður. Hafa þessar sveiflur haft mjög óheillavænlegar afleiðingar hér á landi, sökum þess hve loðn- an og vinnsla hennar er orðin mikilvæg fyrir afkomu landsins, einkum þegar haft er í huga að flestir aðrir fiskstofnar hér við land hafa i mörg ár farið hrað- minnkandi vegna ofveiði. Allt of margir hafa gengið upp í þeirri dul, að unnt væri að nota ,,hagnaðinn“ af mikilli skamm- vinnri verðhækkun á þessum vör- um til hverskonar framkvæmda og eyðslu, löngu eftir að verðið er fallið og orðið um geigvænlegan hallarekstur að ræða. Verð á loðnumjöli Þjóðhagsstofnunin taldi i skýrslu sinni dags. 16. febrúar s.l. að búið væri að selja 37.000 lestir af loðnumjöli á $ 4,24 fyrir eggja- hvítueiningu í tonni cif. Gert er ráð fyrir framleiðslu á 25.500 tonnum til þessa tíma og sé því búið að selja um 11.500 af fram- leiðslunni eftir 16. febrúar 1975, en áætluð framleiðsla frá 16. febrúar sé 39.500 tonn á $ 3,85—4,08 fyrir eggjahvítuein- ingu í tonni. Verðið á loðnumjöli hefur enn farið hríðlækkandi frá því að skýrsla Þjóðhagsstofnunarinnar var samin. Síðustu sölur á loðnu- mjöli hafa farið niður í $ 3,40—3,50 einingin til Finnlands með afhendingu i júní — ágúst í sumar meó greiðslu upp i 67% eggjahvítu. Til Póllands hafa verið seld 5000 tonn fob á $ 3,10 einingin greitt upp í 67% og til Þýskalands 3000 tonn á $ 3,25 einingin cif greitt upp í 68%. Ur Norglobal hefur tvisvar sinnum verió selt loðnumjöl cif Hamborg, i fyrra skiptió 8000 tonn á $ 3,77 fyrir eggjahvítuein- inguna greiðanlegt upp í 67% og í síðara sinnið 4000 tonn á $ 3,21 fyrir eininguna. Þá skal þess getið að á árinu 1973 komst eggjahvítueiningin i mjölinu upp í $ 10,20. Verðlagsráð sjávarútvegsins áætlaói við verðákvörðun 20. jan. 1974, að fást myndu $ 9,50 fyrir tonnið, þótt komið væri í ljós, að aðal- markaðslandið, Pólland, vildi þá ekki greiða hærra verð fyrir ein- inguna en $ 6,50—7,50. Verðið kolféll siðar á árinu 1974 og náði ekki helming þess sem Verðlags- ráð sjávarútvegsins hafði áætlað það 20. jan. 1974. Vegna stóraukins tilkostnaðar við vinnsluna, sem fylgdi í kjölfar olíukreppunnar, hækkunar á loðnuverðinu til bræðslu, stór- hækkaðs kaupgjalds, viðhalds- kostnaðar og annarra reksturs- vara, urðu flestar verksmiójurnar fyrir svo miklu tapi, að þær höfðu ekki bolmagn til þess að mæta þeim skuldum sem á þeim hvíldu. Meðal annarra skulda verksmiðj- anna s.l. haust voru skuldir vegna ferskloðnunnar. Námu þessar skuldir við útgerðarmenn eina saman þá um 60 milljónum króna og eru þær ennþá ógreiddar að verulegu leyti. Fyrir viku seldu Perúmenn til Vestur-Þýzkalands um 100.000 tonn af ansjóvetumjöli til afhend- ingar cif Hamborg á $ 3,08 eggja- hvitueininguna. Afskipun hefst í apríl n.k. og varir til marz 1976. Verö á loðnulýsi Samkvæmt fyrrgreindri skýrslu Þjóðhagsstofnunarinnar námu fyrirframsölur á loðnulýsi, vegna vertíðarinnar 1975, 14.750 tonnum og meóaltalsverð á tonni $510. Áætlar stofnunin, að fram- leiðslan fram til 15. febrúar nemi 10.500 tonnum. Frá 16. febr. áætlar hún að framleidd verði 11.150 tonn og verðið muni verða $ 454 _ 473 á þeim 6.900 tonnum, ! sem eftir sé að selja. í þessum 1 mánuði (marz) hefur verið selt frá verksmiðjunum um 2.700 tonn á $340—360 tonnið cif og auk þess 750 tonn frá Norglobal á $ 350 tonnið cif. Afhending á þessu lýsi fer fram, að mestu leyti, í þessum mánuði. Vegna hins lága verðs á loðnu- afurðunum var ákveðið að fórna allri væntanlegri áætlaðri inn- stæðu f verðjöfnunarsjóði loðnu- mjöls og loðnulýsis, að upphæð rúmum 300 milljónum króna, f því skyni að hækka verðið svo að unnt yrði að stunda veiðarnar. Framhald á bls. 47. 2—3 milljón króna tjón á loðnunót Faxaborgar LOÐNUNÖT loðnuskipsins Faxa- borgar varð fyrir miklum skemmdum s.l. miðvikudag er nótin festist f hraunbotni eftir að óklárt varð á spilí skipsins. Fest- ist hún 1 botni á tæplega 40 faðma dýpi og ekki reyndist unnt að snurpa eðlilega. Er hér um að ræða 2—3 millj. kr. tjón að sögn Ingólfs Theódórssonar netagerð- armeistara f Vestmannaeyjum, en nótin er nú f viðgerð hjá Neta- gerð Ingólfs. Þetta átti sér stað inn og vestur af Eyjum, en Ingólfur kvað þetta með stærri óhöppum í sambandi við rifriidi nóta. Netagerðin Ingólfur lánaði Faxaborginni nót á meðan viðgerð fer fram, en áætlað er að henni ljúku nú um helgina. „Við reynum aó lána nætur á meðan stórviðgerðir fara fram,“ sagði Ingólfur, „ef þeir vilja þiggja það, en það gerum við til þess að þeir þurfi ekki að liggja í landi á meðan viðgerð fer fram. Við gerum eins og við get- um fyrir flotann." ípáska áður ferðir. — Það verða eitthvaó á þriðja hundrað manns frá okkur á Kanaríeyjum um páskana. Hann sagði, að minni eftirspurn væri eftir ferðum til Mallorca og Spánar en oft áður, sennilega vegna þess að páskarnir væru óvenjulega snemma í ár. Ekki verða þó flugvélar Air Viking verkefnalausar um páskana, því önnur vél félagsins fer í leiguflug fyrir danska Vestur-Indíafélagið til Karabíska hafsins. Örn Steinsen hjá Utsýn lét okkur í té þær upplýsingar, að þar væri búið aó selja 50—100 sæti í báðar ferðir Flugleiða til Kanarí- eyja. Þá yrði einnig páskaferð til Kenya, sem að vísu væri ekki fjöl- sótt. Utsýn hefur nú tekið upp þá nýjung að efna til skíðaferðar til Húsavíkur um páskana. Er hér um 5 daga ferð að ræða og kostar hún aðeins 12 þúsund kr. Dvalið verður á nýja hótelinu á Húsavík, en þaðan eru aðeins 200 metrar að skíðalyftunni. Ýmsar skemmtanir verða á Húsavik um páskana. Gyða Sveinsdóttir hjá Ferða- miðstöðinni sagði þegar við rædd- um við hana, að ferð færi frá þeim til Túnis þann 26. marz og væri það 18 daga ferð, um London. Ekki væri enn vitað með vissu hve margir tækju þátt í þessari ferð. Þá seldi Ferðamið- stöðin í ferðir Flugleiða til Kanaríeyja um páskana og nú væri uppselt í þær ferðir. Enn- fremur væri skíðaferð til Kitz- búhl í Austurriki á dagskrá. Þá sagði hún, aó því væri ekki að neita, að eftirspurn eftir utan- landsferðum væri miklu dræmari heldur en i fyrra. Hjá Ferðafélagi íslands fengum við þær upplýsingar, að á vegum félagsins yrði farnar tvær ferðir í Þórsmörk um páskana, önnur í 5 daga, hin í þrjá. Þegar Kafa 30 manns pantað pláss í lengri ferð- i.na, en eitthvað færri i þá styttri. Þá verður Ferðafélagið með 6 eins dags ferðir um páskana. Urval verður með sérstaka ferð til Mallorca um páskana, sagði Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.