Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975 3 SIGURBJQRN EINARSSON BISKUP: Fórn á föstu Fasta er fornt og nýtt heiti á þeim árstíma, sem nú stenduryfir. Flestir vita, að þetta nafn á vikunum sjö fyrir páska er dregið af venjum, sem menn tömdu sér á þessum tíma áður fyrri. Menn neituðu sér um eitt og annað, drógu úr neyzlu sinni, lögðu á sig nokkra sjálfsafneitun. Þetta er gamalt í kirkjunni og á rætur í Biblíunni. Jesús fastaði á stundum, þ.e. neytti lítils eða einskis matar. Hann gerði ráð fyrir, að lærisveinar hans gerðu hið sama, er svo bæri undir Hann tengir saman bæn og föstu, bendir m.ö.o. á það, sem margir fleiri hafa vitað og reynt, að einbeitt íhugun og bæn á góða og holla samleið með bindindissemi, föstu. Tíminn frá öskudegi til páska er sérstaklega helgaður minningunni um píslarferil frelsarans. Þegar kristn- ir menn hugleiða þaðefni, spyrja þeir sjálfa sig, hvað þeir leggi á sig hans vegna, hvers þeir meti sitt eigið lif og aðra menn i Ijósi þess, sem hann lagði á sig í kærleika sínum. Það er fjarri því að vera langsótt að minna sig á þessa spurningu m.a. með því að gangast af frjálsum vilja undir nokkurn sjálfsaga, breyta t.d. eitt- hvaðtil um neyzluvenjur. Lífiðer meira en fæðan. Og allur þroski krefst þess, að menn hafi vald á hneigðum sinum. Hver íþróttamaður veit, að hann geturekki náðárangri nema hann „leiki líkama sinn hart og geri hann að þræli sínum", eins og Páll postuli kemst að orði. Listamenn vita þetta líka. Trúmönnum er hið sama Ijóst, þó að þeir séu ekki að keppa eftir „forgengilegum sigursveig", svo aftur sé vitnað í Pál, sem tók líkingar af keppni manna i leik og list, þegar hann var að benda á hina æðstu Íþrótt og dýrustu list, ræktun hugar- farsins í fylgd með Kristi og í sam- félagi við hann. Föstuhald á forna visu hefur horfið. En hugsunin að baki er í gildi. Og gildi hennar hefur orðið mörgum Ijós- ara á síðari árum en áður. í fyrsta lagi er það orðið Ijóst, að nægtirnar, svo þakkar verðar sem þæreru, reynast því aðeins heilnæmar, að menn kunni sér hóf. Þau hin sterku bein, sem þarf til þess að þola góða daga, eru sá veigur viljans, sá innri styrkur, sem leggur hollar hömlur á lífskröfur og lífsvenjur. Menn hafa uppgötvaðað það eru til velmegunarsjúkdómar, bæði líkamlegir og andlegir. Læknar verða oft að gefa ströng fyrirmæli um mataræði og margir þurfa að leggja harðar hömlur á sig til þess að varð- veita heilsu sína eða vinna upp heilsutap vegna ógætilegrar neyzlu. í öðru lagi — og það er ennþá þyngra á metum — er það orðið öllum bert, að nægtirnar, sem vér njótum, hafa að baki dimman skugga. Aðrir líða skort. Við þann veg framfara, hagvaxtar, batnandi lífs- kjara, sem vér höfum gengið að undanförnu, er krökkt af hungruðum mönnum, vannærðum, vanheilum, börnum og fullorðnum, sem eiga sér veika bjargarvon eða enga, ef ekki berst hjálp úr heimi nægtanna. Þessi skuggi dylst ekki. Má ekki dyljast. Því síður sem hann kann að birta mynd- ina af því, sem vor eigin börn gætu átt í vændum, ef mannkyn lætursér ekki skiljast, að það verður sameigin- lega að snúast við þessari ógn, saman að axla þær byrðar, sem skort- urinn veldur. Þessi staðreynd hefur á síðustu árum vakið menn til umhugsunar um tímabært erindi föstunnar. Kristin kirkja gengur hvarvetna fram fyrir skjöldu í því að vekja og hvetja til virkra aðgerða, samstilltra átaka til þess að forð'a þvf að hungrið breiðist út. Hún gengst fyrir margháttaðri aðstoð við vanþróaðar þjóðir. Og hún er jafnan á verði og reiðubúin til hjálpar, þegar neyð dynur yfir. Þetta er líknarstarf að sjálfsögðtfrunnið í því skyni að grynna einhvers staðar djúp hörmunganna. En þessi starfsemi er líka hugsuðsem áminning: Þú, sem ert mettur, mundu þá, sem svelta. Hjálparstofnun íslenzku kirkjunnar á þessu tvíþætta hlutverki að gegna með vorri þjóð. Þjóðin hefur metið tilveru hennar og viðleitni og sýnt henni tiltrú. Frá fyrsta fari hefur Hjálparstofnun kirkjunnar talið eðli- legt, að menn minntust þess sérstak- lega á föstunni, að sultur sverfur að svo mörgum á þeirri jörð, sem allir eiga saman. Einnig að þessu sinni er eftir því leitað, að menn fórni fáeinum munnbitum af eigin borði til þess að létta nauðir einhvers, sem býr við algera örbirgð. Og ofurlítill afsláttur af munaði nokkurn tima gæti bjargað mörgum, sem svelta hálfu og heilu hungri, ef andvirðinu væri varið til þess. Um það býður Hjálparstofnun kirkjunnar meðalgöngu sína. Ein vikan í sjöviknaföstu hefur hlotið nafnið fórnarvika. Fórn er stórt orð. Þeir menn hafa verið til, sem hafa fórnað eigin hag, þægindum, áliti, lífinu sjálfu fyrir aðra menn, af kærleika til Krists, hans, sem færði fórnina mestu og lagði þyngstu áherzlu á það, að hann líður sjálfur í öllum þeim, sem eiga bágt. Þeir eru líka til, sem fórna miklu fyrir lítið: Góðri samvizku fyrir lítinn ávinning, friði við Guð og menn fyrir metnaðar sakir, heilsu sinni og lífsláni fyrir skammvinna nautn. Fórnarvikan fer ekki fram á stórar fórnir. En þess er vænzt, að hún skírskoti til margra um þaðað leggja fram einhvern skerf til þess að seðja hungraða. Og yfirskrift hennar er nú semáðurorð Biblíunnar (Jes. 58): „Sú fasta, sem Guði likar, er að leysa fjötra rangsleitninnar, láta rakna bönd oksins, gefa frjálsa hina hrjáðu og sundurbrjóta sérhvert ok. Það er, að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, hælis- lausa menn." Sigurbjorn Einarsson. Þau syngja í Messías Einsöngvararnir, sem koma fram meö Pólyfónkórn- um og kammerhljómsveit undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar vegna flutnings óratóríunnar „Messías“ eftir G.F. Hándel, eru ekki valdir af lakari endan- um. Þrjú þeirra koma frá Bret- landi einungis til aó taka þátt i þessum flutningi og njóta þau öll mikils álits og viðurkenning- ar i heimalandi sinu og víðs vegar á meginlandi Evrópu, þar sem þau hafa hlotið lofsamlega dóma. Fjórði einsöngvarinn er einnig brezkur að uppruna, hin góðkunna söngkona, Ruth L. Magnússon, sem tónleikagest- um hér er að góðu kunn fyrir- þátttöku sina í flutningi fjölda meiri háttar tónverka hér á seinni árum, meðal annars með Pólyfónkórnum, og mun óþarfi að kynna hana hér nánar. Sópranaríurnar i ,,Messíasi“ eru meðal hins fegursta, sem samið hefur verið fyrir sópran- rödd, t.d hin þekkta aría „I know that my redeemer Framhald á bls. 16 Neil Mackie Janet Price. Glynn Davenport. Fe rða skrif stof a n FERÐAAÆTLUN KOMIN KENYA SKIÐAFERÐ 5 daga ferð til HÚSAVÍKUR 26 marz, flugferðir, gisting m/morgunverði á einu bezta hóteli landsins, HÓTEL HÚSAVÍK 1. flokks aðstaða, fríar skíðalyftur, frí skíðakennsla, kvöldvökur. Verð aðeins kr. 12.000,- Kaupmannah ÓDÝRAR FERÐIR PÁSKAFERO Vika Safari Vika við Indlandshaf 2 dagar í Nairobi Fyrstaflokks aðbúnaður Brottför 22. marz. HANNOVER SÝNINGIN LONDON Ódýrar vikuferðir: Marz: 16 22 April 5. 12 19 26 Mai: 10. 24 Verðfrá kr. 30.400.- með viku gistingu og morgunverði. ÓDÝRAR FERÐIR 15. marz „19th Scandinavian Fashion week '75'' 22. og 26. marz Flug, gisting og morg- unverður. Verð frá kr. 33.700. Brottför 1 5. april 6 dagar. AUKAFERO 25. marz (1 vika) TJÆREBORG EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI AMERICAN EXPRESS EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI COSTA r GULLNA COSTA DEL SOL STRÖNDIN BRAVA TORREMOLINOS BENALMADENA LIGNANO LLORET DE MAR Fyrsta brottför: FUENGIROLA Fyrsta brottför: 2. júní Fýrsta brottför: 1 7. mai Verð frá 1 8 mai Verð með 1. kr 34.500. Verð með 1 flokks gistingu 2 vikur í ibúð flokks gistingu í 1 9 daga frá Hótel m/fullu í 2 vikur, frá kr 39.500 - fæði verð frá kr 38.500,- kr 41.000. V J J T-. ■ - V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.