Morgunblaðið - 16.03.1975, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975
Franskar litografíur
Fyrir tæpu ári, opnuðu frakkar
bókasafn aó Laufásvegi 12 hér í
borg. Það er þvi ung stofnun og
varla hægt að segja, að hún hafi
slitið barnsskónum. Safnið hefur
samt sífellt verið að aukast að
bókakosti og ekki verður annað
sagt en að vel horfi, ef framhaldið
verður í samræmi vió byrjunina.
En það er meira en lesmálið, sem
fengíð hefur inni í þessari nýju
stofnun. Þarna hafa verið sýndar
kvikmyndir, fyrirlestrahald hefur
einníg átt sér þar stað, og nú
hefur verið opnuð þar önnur list-
sýning á frönskum litografíum.
Þótt hér sé um svo unga stofnun
að ræða, sem raun ber vitni, gera
þeir, sem þekkja til franskrar
menningar, sér vonir um, að nú sé
sú stund upprunnin, að vænta
megi nánari kynna og sambands
við franskar listir, bæði ritað mál
og myndlist, svo að aðeins tveir
þættir hennar séu nefndir. Eins
og flestir vita, er frönsk hefð i
listum ein af undirstöðum
menningar í Evrópu, og ég held,
að mér sé óhætt að fullyrða, að
því miður höfum við hér á Islandi
verið nokkuð afskiptir í kynnum
við þessa merkilegu þjóð. Það
hefur hingað til ekki verið mikið
gert af því að kynna það besta
sem frakkar eiga í fórum sinum,
og líklegast halda margir hér á
Islandi, aðkoníakiðog skuttogar
ar séu það einasta, er frakkar hafi
lagt heimsmenningunríi til. Það
má einnig til tíðinda teijast, að
fyrir ári var hér kvikmyndavika
frönsk og nú nýlega er lokió ann-
arri slikri, sem ég held, að margir
hafi haft ánægju af. Þar fengúm
við að sjá margt, sem varla hefði
komið fyrir okkar augu, ef ekki
Frá Tallin
Nú er skákmótinu mikla 1
Tallin lokið og þótt úrslitin
hafi þegar birzt f blööum ætla
ég að rekja þau hér: 1. Paul
Keres (Sovétr.) 10,5 V. 2.—3.
Friðrik Ólafsson og Boris
Spassky 9,5 v., 4.—5. D. Bron-
stein (Sovétr.) og V. Hort
(Tékkósl.) 9 v., 6. A. Gipslis
(Sovétr.) 8,5 v., 7.-9. W.
Lomhardy (U.S.A.) I Nei
(Sovétr.) og Marovic (Júgósl.)
8 v., 10.—11. M. Taimanov
(Sovétr.) ogEspig (A.-Þýzkal.)
7,5 v., 12.—13. L. Lengyel
(Ungv.l.) og Rytov (Sovétr.)
5,5, v., 14.—15. Rantanen
(Finnl.) og Kjarner (Sovétr.) 5
v. og 16. Hernandez (Kúba) 4 v.
Um frammistöðu Friðriks
eftir JON Þ. ÞOR
Ólafssonar í þessu móti hefur
svo margt verið rætt og ritað að
það væri að bera í bakkafullan
lækinn að fara að endurtaka
eitthvað af því hér. Ég vil hins
vegar ekki láta hjá líða að óska
Fríðriki til hamingju með
árangurinn og láta í ljós þá von,
að þetta sé aðeins upphafið að
öðru meira. Sigur Páls Keres
hlýtur að vekja aðdáun og gleði
allra sannra skákunnenda.
Keres hefur sýnt með þessu, að
hann er enn í fullu fjöri þótt
aldurinn færist yfir hann
nokkuð svo. Frammistaða
þeirra Spasskys, Bronsteins og
Hort kemur engan veginn á
óvart en aftur á móti er
árangur stórmeistarans Gipslis
mjög athyglisverður, en hann
hefur átt heldur erfitt upp-
dráttar um skeið. Sama er um
Nei að segja, fyrirfram hefði
maður áætlað að Taimanov
myndi verða fyrir ofan þá báða.
Taimanov er hins vegar aug-
ljóslega langt frá sínu bezta um
þessar mundir. Enn hefur mér
ekki tekizt að koma höndum
yfir neina af skákum Friðriks
frá mótinu, en hér kemur ein
skák frá Tallin.
Hvítt: D. Bronstein
Svart: Ju. Rantanen
Katalónsk byrjun
1. Rf3 — d5, 2. c4 — e6, 3. g3 —
Rf6, 4. Bg2 — Be7, 5. 0—0 —
0—0,
(Hér gat svartur brugðið sér út
í Rétibyrjun með 5. — d4, en
Rantanen kýs katalónska
byrjun).
6. d4 — Rbd7,
(Annar möguleiki var hér 6.
— dxc4, ásamt c5).
7. Dc2 — c6, 8. Bf4 — b6, 9.
Rbd2 — Bb7, 10. e4
(Hér er einnig Ieikið 10. e3).
10. — dxe4, 11. Rxe4 — Rxe4,
12. Dxe4 — Rf6,
(Til greina kom einnig 12. —
Dc8, ásamt c5).
13. De2 — c5, 14. Hadl — cxd4,
15. Rxd4 — Dc8, 16. b3 — Bxg2,
17. Kxg2 — Db7+, 18. Df3+. —
I)xf3, 19. Kxf3 — Hfc8,
(Hér var sennilega bezt að
leika 19. — Hfe8 og svara 20.
Rc6 með Bf8. Híns vegar mátti
svartur ékki leika 19. — Hfd8
vegna 20. Rc6 — He8, 21. g4).
20. g4!
(Góður leikur, sem tryggir
hvítum varanlega yfirburði.
Svartur lendir nú í mjög erfiðri
aðstöðu, þar sem menn hans ná
aldrei að vinna saman. Þetta
notfærir Bronstein sér á mjög
skemmtilegan hátt).
20. — a6, 21. g5 — Re8, 22. a4
— Ha7, 23. h4 — Hb7, 24. Hd3
— Hc5, 25. Hel — Hd7, 26.
Hedl — g6,
(Eftir 26. — e5, 27. Rf5 —
Hxd3 + , 28. Hxd3 — Bf8, 29.
Hd8 vinnur hvítur og sama
gildir um 28. — exf4, 29. Rxe7+
— Kf8 30. Rd5).
27. Re2! — Hxd3 + , 28. Hxd3 —
b5, 29. cxb5 — axb5, 30. a5
(Gegn þessu peði er svartur
varnarlaus).
30. — Hc6, 31. Hd7 — Kf8, 32.
Hb7 — b4, 33. Hb8 — Bc5, 34.
Rg3!
Nú getur ekkert hindrað
hvíta rtddarann í að komast til
f6 og þá er svartur varnarlaus.
Rantanen tók því þann kost að
gefast upp.
Mynd eftir E. Pignon (nr. 10).
hefði notið aðstoðar frá sendiráði
frakka hérlendis.
I bókasafninu við Laufásveg
getur nú að líta sýningu á verkum
47 þekktra listamanna, sem til-
heyra þeim hópi, er kallaður er á
fagmáli myndlistarmanna um all-
an heim „Parísarskólinn". Þetta
hugtak þýðir einfaldlega, að þeir
listamenn, sem falla undir þetta
heiti, hafi unnið í París að list
sinni um langan aldur, en ekki
hitt, að þeir séu endilega fæddir í
París eða hafi stundað þar nám.
Þannig eiga margir verk á þessari
sýningu, sem ekki eru franskir að
uppruna, en starfaó hafa og búið í
Frakklandi, flestir meginhluta
ævi sinnar. Þessi sýning er úrtak
af því, sem hefur verið aó gerast í
myndlist í Frakklandi, síðan síð-
ustu heimsstyrjöld lauk, og auð-
sjáanlega eru þessi verk til þess
valin, að sem breiðast yfirlit fáist,
en það skal tekið fram strax, að
hér er ekki um neina heildar-
mynd að ræða og ekki heldur sér-
stakt úrval. Er auðsjáanlega farin
sú leið að leitast við að gefa hug-
Myndllst
eftir VALTY
PÉTURSSON
mynd um hluta af því, sem einna
mesta athygli hefur vakió á þessu
sviði síðustu áratugi. „Parísar-
skólinn1' er svo merkilegt fyrir-
bæri, að ein sýning sem þessi
hefur enga möguleika á að gefa
heildarmynd af því sem þar hefur
gerst á úndanförnum áratugúm,
enda mun önnur sýning af líku
tagi vera i gangb og vonandi fáum
við að sjá hana, þegar þar að
kemur. Það skal því engan furða,
að á þessa sýningu vantar mikið
af listamönnum, sem vakið hafa
verulega athygli á þessu tímabili,
en ég held ég megi fullyrða, að
flestir þeir listámenn, sem þar
eiga verk séu þekktir um víða
veröld, og sumir þeírra teljast til
meistara vorra tíma, eins og t.d.
Coeteau, Dufy, Hayter, Lam,
Lurcat, Magnelli, Manessier, Ray,
Singier og Zadkine. Ég nefni
aðeins örfá nöfh, en það mætti
minnast á hérumbil alla sýnendur
og segja sitthvað um hvern og
einn. En aó mínu áliti hefur slik
upptalning enga þýðingu hér, og
sleppi ég henni þess vegna.
Ein eða tvær litografískar
myndir gefa að sjálfsögðu mjög
takmarkaða hugmynd um list
hvers og eins af þessum lista-
mönnum. En samt mætti segja, að
hér væri um einn þátt í listsköpun
þeirra að ræða. Allflest þessi verk
eru til orðin á hefðbundinn hátt,
hvað tækni viðvíkur, og það er
ekki laust við, að maður sakni
nokkuð, aó ekki skuli vera meira
um nýja tækni að ræða. En frakk-
ar eru vanafastir og skemmtilega
íhaldsamir og nútímalegir í senn,
eins og þessi sýning sannar. Per-
sónulega sakna ég þess að ekki
skuli vera á sýningunni fleiri
myndir eftir hvern listamann og
þar með sterkari mynd af því,
sem þessir menn hafa lagt til
mála.
Það er einn verulegur galli á
þessari sýningu, og það er, hve
leiðinlega er gengið frá sjálfum
verkunum. Bæði er, að innrömm-
un er langt frá því að sæma lista-
verkunum og eins, að sum þessara
verka eru orðin þvæld og jafnvel
óhrein. Þetta er hvergi gott og
dregur heildarsvipinn niður,
þannig að verkin fá hvergi notið
sín. Grafík er sérlega viðkvæm,
hvað þetta snertir, og ég er viss
um, að hið stóra ríki, Frakkland
hefur vel efni á að ganga betur
frá þessum annars ágætu lista-
verkum.
Mikill fengur er að fyrir okkur
hér á íslandi að fá slíkar sýningar
sem þessar, og ég fagna því, að nú
virðist það fara í vöxt, að stórveld-
in sendi okkur sýnishorn af
myndlist sinni. Ég hafði mikla
ánægju af að skoða þessi verk, og
það kom svolítið við mínar róman-
tísku taugar að sjá listaverk eftir
þá menn, sem einna mest komu
við sögu á þeim árum, er ég dvaldi
í París. En ég vil taka það mjög
skýrt fram, að þessi Sýning gefur
ekki nema mjög takmarkaða hug-
mynd um raunverulegt framlag
þess hóps, er hér á í hlut, til
þróunar myndlistar á vesturlönd-
um og jafnvel víðar seinustu ára-
tugi. Ég vonast til, að fólk notfæri
sér að kynnast þessum listamönn-
um, en bókasafnið er aðeins opið
frá kl. 16 daglega.
Þetta er góð byrjun við kynn-
ingu á franskri menningu, og ég
vona, að áframhald verði á því
merka starfi, sem hafið er.
Sembaltónleikar
Efnisskrá: Q Girolamo
Frescobaldi Toccata
settima Gagliarda, I—V
□ Francois Couperin
Sixieme Ordre Q J.S.
Bach Ensk svíta nr. 3 í
g-moll □ Domenico Scar-
latti Þrjár sónötur í D-
dúr
Rita mætti langt mál, bæði
um tónskáldin og þau verk sem
Helga Ingólfsdóttir lék með
miklum glæsibrag á tónleikum
Tónlistarfélagsins s.l. laugar-
dag (8. marz). Á sama tíma og
við Islendingar vorúm í óða önn,
að eta, skóbæta og sníða úr
skinnhandritaforða fyrri alda,
þá voru silkiklæddir menn og
konur í Evrópu að leika tóna-
flúr á skrautlega málaða sem-
bala, tónaflúr, sem yrði íslend-
ingum óskiljanlegt þar til þeir
lærðu að ganga á dönskum
skóm og þyrftu ekki að stela sér
snærisspotta. Nærri f jórum öld-
um seinna eignast Islendingar
sinn semballeikara, þessi
undarlega þjóð, sambland
höfðingjadjarfra beltara og
lítilþægra stórskálda, sem
nýverið hafa eignast snæri og
lært að ganga á dönskum skóm.
Án þess að skynja timamuninn
hlýðum við á hljómþýða og
skrautléga tónlist, sem fær sér-
stakt inntak I hraðfleygu og
hávaðasömu samfélagi nú-
tímans. Það fer vel á að vitna til
orða sem höfð eru eftir
Couperin í efnisskrá: „Ég unní
því meir sem snertir mig djúpt,
en hinu er vekur furðu mina."
Undirritaður var djúpt
snortinn en einnig undrandi á
Tónllst
eftir JON
ÁSGEIRSSON
tækni og þekkingu ein-
leikarans. Helga Ingólfsdóttir
er mikil listakona og gefum
gaum að starfi hennar í fram-
tíðinni.
Jón Asgeirsson