Morgunblaðið - 16.03.1975, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.03.1975, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975 t pásu, — Pétur ásamt gömlum vini og samspilara Þórarni Olafssyni pfanóleikara. Svfinn Kjell Janson og Ole Kock Hansen frá Danmörku. hvergi afdrep að fá auk þess sem Pétur hafði aðeins hálftíma hlé frá spilamennskunni með Nord- jazz. Varð því að nokkurs konar samkomulagi milli Péturs og Slagsíðunnar að hann svaraði spurningunum í gegnum tromm- urnar enda lét Pétur að því liggja að sá háttur væri sér næst skapi. Af skiljanlegum ástæðum verða þau svör ekki túlkuð á prenti enda verða orð harla léttvæg í samanburði við það sem þar kom fram. Þeir sem heyrðu Pétur og sáu á tónleikum Nordjazz skilja sjálfsagt hvað Slagsíðan á við. Hinir verða að láta sér nægja að geta i eyðurnar og skoða með- fylgjandi myndir sem teknar voru í Tjarnarbúð umrætt kvöld. Að dómi Slagsíðunnar var heimsókn Nordjazz-kvintettsins afar ánægjuleg og kærkomin i fremur fábreytt tónlistarlíf hér á landi. Kvintettinn flutti með sér ferskleika og í leik þeirra félaga þóttist Slagsíðan greina ýmsa þá strauma sem leikið hafa um jazz- og popptónlist á Vesturlöndum á undanförnum árum. Það er leiður siður okkar íslendinga að vera i tíma og ótima að gera gæðaúttekt á einstaklingum sérstaklega í tón- list þar sem heildin skiptir ef til vill mestu máli. Slíkt gæðamat ætti að vera óþarft í sambandi við leik Nordjazz-kvintettsins þar sem valinn maður er í hverri Pétnr Östlund & \ordja/z Nils P. Noren frá Noregi. Pekka Pyory frá Finnlandi. stöðu. Þó getur Slagsíðan ekki orða bundist yfir bassaleikaran- um Kjell Janson frá Svíþjóð. Minnist Slagsíðan þess ekki að hafa nokkurn tíma heyrt eða séð snjallari mann á það hljóðfæri. En nóg um það, — þökk sé þeim félögum í Nordjazz fyrir heim- sóknina og N.O.M.U.S. fyrir að hafa gefið okkur kost á svo ágæt- um kvöldstundum sem tónleikar kvintettsins voru. sv.g. Tjan- ing á trommn- settið — „ ... Pétur Östlund kom inn f þetta ekki löngu seinna og hann hafði mjög þroskandi áhrif á okk- ur. Hann kenndi okkur t.d. að gera mun á góðri og slæmri mús- ík og ég tel mig hafa notið góðs af hans áhrifum allt fram á þennan dag...“ (Gunnar Þórðarson á Slagsíðunni 16.2. ’75) — „ ... sem tónlistarmaður hafði Pétur mikil áhrif á mig og ég iærði mikið af honum. Hann var á miklu breiðara sviði ... Öðmenn breyttust líka mikið eft- ir að hann kom, fengu mikiu meiri breidd og okkur fór mikið fram ...“ (Jóhann G. Jóhannsson á Slagsíðunni 4.8. ’74) Þessi ummæli segja ef til vill meíra um Pétur Östlund og þátt hans í íslensku tónlistarlífi en nokkuð annað. Þegar á unga aldri skipaði Pétur sér á bekk með fremstu tónlistarmönnum lands- ins, enda var honum tónlistin í blóð borin og hann hafði til að bera hæfileika sem fáum eru gefnir. En þótt flestir viður- kenndu hæfileika og kunnáttu Péturs á trommurnar fór það ein- hvern veginn svo, að hann naut sín aldrei fyliilega á meðan hann lék hér heima. Er það haft fyrir satt, að hann hafi á tímabili verið alvarlega að hugsa um að leggja hljóðfæraleik á hilluna og fara til sjós og segir það sína sögu um stöðu hljómlistarmanna hér á landi og er vissulega umhugsun- arefni út af fyrir sig. Leið Péturs hlaut að liggja út fyrir landstein- ana, úr danshúsaþjarkinu og hrepparígnum hér heima í um- hverfi sem gerði honum kleift að þroska hæfileika sína og leika þá tónlist sem hugur hans stefndi til. Þeim sem fylgst höfðu með ferli Péturs kom því ekkert á óvart er hann ákvað að halda utan til Sví- þjóðar i ágústmánuði 1969. Vafa- laust hefur Pétur átt góða daga í Svíþjóð, — innan um' tónlistar- menn með svipuð viðhorf til tón- listarinnar og hann sjálfur en auk þess að hafa starfað með þekktum jazzleikurum þar í landi hefur hann stundað kennslu við músík- akademíuna í Stokkhólmi. Eins og kunnugt er skipar Pét- ur sæti trommuleikara í Nordjazz- kvintettinum og er kvintettinn heimsótti landið nú nýverið hugð- ist Slagsíðan ná tali af kappanum enda viðbúið að hann hefði frá ýmsu að segja. Af viðtali gat þó ekki orðið og var það bæói, að tími Péturs var naumur og svo hitt, að hann kvaðst lítt vera hrif- inn af viðtölum yfirleitt. Slagsíð- unni tókst þó að fá Pétur til að mæla sér mót við sig i Tjarnarbúð þar sem lokatónleikar kvintetts- ins hér á landi voru haldnir. í Tjarnarbúð reyndist hins vegar enginn grundvöllur fyrir samræð- um, — húsið var yfirfullt og Tveir trommarar ræðast við, — Pétur og Engilbert Jensen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.