Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.03.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975 15 Tónlistargaprýni - óvinnandi verk Margir lesend- ur Slagsídunnar hafa óskað eftir því, að teknir væru upp fastir dálkar með hljómplötugagn- rýni um innlend- ar og erlendar plötur. Telja þess- ir lesendur slíkar umsagnir um nýj- ar plötur nauð- synlegar, til þess að þeir eigi auð- veldara' með að velja sjálfir og hafna, þegar þeir leita í stórum stöflum nýrra platna að ein- hverju við sitt hæfi. Slíkir dálkar hafa ekki verið teknir upp á Slag- síðunni, en það er ekki vegna þess, að Slagsíðan sé mótfallin þeim, heldur vegna þess, að Slagsíðan hefur hingað til haft meira en nóg af hugmyndum í sambandi við efn- isval og á enn langt í land með að vinna úr þeim öllum. Vonandi kemur sá4 tími aldrei, að Slagsíð- an standi uppi steingeld að slík- um hugmyndum. En Slagsíðan hefur vegna þessa reynt að forðast að binda hendur sínar með föstum þáttum. Margir fastir þættir yrðu einungis til þess, að takmarka veru- lega það rými, sem nýta mætti fyrir hugmynd- irnar, sem Slag- síðan hefur haft. En það er líka önnur ástæða fyr- ir því, að Slagsíð- an hefur veigrað sér við að taka upp hljómplötu- gagnrýni eða umsagnir. Hún er sú, að undir niðri hafa -starfsmenn Slagsíðunnar fundið til van- máttar á þessu sviði, fundið, að þeir gætu ekki stundað slíka gagnrýni svo að vel færi. Þeir telja sig þó í sam- einingu ráða yfir sæmilegri þekk- ingu á popptón- listinni (hógværð er eitt af aðals- merkjum Slagsíð- unnar), þannig að þekkingarskortur er ekki megin- orsök vanmáttar- kenndarinnar. Fyrir nokkru rak á fjörur Slagsíóunnar grein eftir bandarísk- an „tónlistargagnrýn- anda“, Bruce Cook að nafni, og þar sem um- sögn hans um tón- listargagnrýni er eins og töluó út úr hjarta Slagsiðunnar, verður hér gerð grein fyrir innihaldi greinar hans. Bruce bydjar á því að benda á óleysanlegt grundvallarvandamál tónlistargagnrýn- innar: Að reyna aó koma á framfæri i einni tegund miðl- unar, rituðu máli, við- horfum og hugmynd- um um aðra tegund miðlunar, hljóðið. Þetta sé ógerningur. Tónlistarhugmyndum sé ekki hægt að miðla, eða jafnvel lýsa með orðum. Annar gagn- rýnandi, Robert Craft, hefur sagt: „Við lesum orð, hlustum á tónlist, horfum á myndlist.. .. og tölum um allt þrennt. En hvað tón- listina varðar, er slík umræða einungis vill- andi og óskynsamleg." Og enn annar Ned fjalli um popptónlist, séu ævisögur eða við- talsbækur, jafnvel bókarlöng viðtöl. Meira að segja hafi tónlistarblöð eins og t.d. Rolling Stone þróað með sér ástríðu- fulla trú á viðtölum sem bókmenntagrein og virðist líta á það sem syndsamlegt at- hæfi að stytta, fella úr eða túlka orð viómæl- endanna. Þau láti þá bara mala og mala stanzlaust, í samræmi við þá kenningu, að listamaðurinn eigi alltaf að eiga síðasta orðið í umræðum um list. Bruce bendir á nýút- komna bók sem gott dæmi um uppgjöf gagnvart því viðfangs- efni, sem tónlistar- gagnrýnin er. Bókin „Billion Dollar Baby“ eftirBob Green fjallar um hljómleikaferð Alice Cooper, það sem fyrir augu blaða- mannsins bar, dag eftir dag, stund eftir stund, næstum mínútu eftir mínútu. Þótt Bob Green hafi staðið sig með stakri prýði við ritun bókarinnar, hafi hann nánast alveg sleppt þvi að fjalla um tónlist Alice Cooper — sem sé raunar bara einföld rokktónlist og á engan hátt sérstæð. Hins vegar hafi athygli Bobs beinzt fyrst og fremst að þeirri „sýningu", sem Alice Cooper og félagar halda á hverj- Framhald á bls.45 Rorem, hefur sagt: „Gagnrýnendur orða nota orð. Gagnrýnend- ur tónlistar nota orð.“ — Þessi hálfgerða jafna fæst aldrei jöfn, sama hvaða reiknings- aðferðum er beitt. „En ef til vill erum við ekki raunsæ, er við veltum þessu fyrir okkur,“ segir Cook. „Enginn getur með sanngirni ætlazt til þess af gagnrýnanda, að hann fjalli öðruvisi um tónlist í orðum en að lýsa henni.“ En jafnvel þótt gagnrýnandinn reyni að lýsa tónlistinni, er hann samt í vanda, ef hann ætlar að fjalla um popptónlist og aðra þá tönlist, þar sem megináherzla er lögð á innblástur augnabliksins við flutning tónlistar- innar og á persónu- legan stíl listamanns- ins. Eins og bent var á i grein á Slagsíðunni fyrir nokkru er ekki hægt að ná kjarna popptónlistarinnar niður á nótnablöð, eins og hin sígilda tón- list býður upp á. Og í þessari sérstöðu felst mikill vandi fyrir gagnrýnandann. Ef dæmi er tekið af flutningi Janis Joplin á laginu „Me and Bobby McGhee“, þá væri ekki unnt aó bera flutning hennar á lag- inu saman við flutning þeirra Gordons Light- foot eða Charlies Pride á þessu sama lagi eða saman við ein-' hverja „fullkomna“ eða „rétta" túlkun, sem gagnrýnandinn hefði í höfðinu. Flutn- ing Janis Joplin á þessu lagi væri ein- ungis unnt að bera saman við önnur verk hennar. Spurningin, sem svara þyrfti, væri hvort eldurinn hefði logað eins glatt i henni og í þá tíð, er hún söng með Big Brother og the Holding Company. Raunar telur Bruce Cook, að bækur meó gagnrýni á popptónlist séu afar sjaldséðar — og flestar bækur, sem Poppjazzhliómsveit Gunnars í Tónabæ 0 I kvöld heldur Klúbb 32 og Demant h.f. poppjazzkvöld i Tónabæ, en skemmtanir klúbbsins hafa óneitanlega verið velþegin tilbreyting í reyk- vísku skemmtanalifi í vetur. i kvöld kemur fram Poppjazzhljómsveit Gunnars Þórðarsonar, sú sem gerði hvað mestu lukkuna á jazzhljómleikun- um á Hótel Sögu fyrir skömmu. Ávöxtur þeirra hljómleika varð sá, að sænskir jazzistar, sem þar voru viðstaddir, urðu svo hrifnir af leik hljóm- sveitarinnar að henni var boðið að taka þátt I múslkhátíð i Sviþjóð nú i þessum mánuði, og heldur hljómsveitin þangað á morgun, mánudag. Hljómsveitina skipa auk Gunnars, Ari Jónsson, Ásgeir Óskarsson, Pálmi Gunnarsson, Halldór Pálsson og Jakob Magnússon, sem gagngert kemur til Íslands frá London vegna þessa. Einnig er hugsanlegt að orðið geti jam-session i Tónabæ í kvöld, en ekki var vitað hverjir tækju þátt í henni. Ýmislegt fleira er á döfinni hjá klúbbnum, og m.a. er nú fullákveðið að Leonard Cohen komi til landsins, en óvist er enn hvenær af þvi getur orðið. Myndina tók Sv. Þörm. er hljómsveit Gunnars lék á Hótel Sögu. KKiAttKWAi Gniuii og Dóri á njrri plötn €t er komin ný tveggja laga hljómplata med Gunna og Dóra, sem fullu nafni heita Gunnar Friöþjófsson og Halldór Böðvarsson. Þeir félagar hafa sungið saman í tvö ár og flokkast söngur þeirra undir þjóðlagapopp. Bæði lögin á þessari plötu eru frumsamin, svo og textar. HB-stúdíó annaðist upptökuna, en henni stjórn- uðu Magnús Kjartansson og Gunnar Þórðarson. Við upptökuna aðstoðuðu liðsmenn Júdasar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.