Morgunblaðið - 16.03.1975, Side 20

Morgunblaðið - 16.03.1975, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975 Eiginkonur frægra stjórnmálamanna Fyrir tveim vikum birtist í bók- menntadeild blaðsins „Manchest er Guardian" umsögn um bók um skipskaða. Hin 400 orða langa grein var undirrituð með nafninu Mary Wilson. Þar sem Mary Wil- son er álfka algengt nafn og Sig- rfður eða Guðrún Jónsdóttir hér á landi, vakti nafnið ekki neina athygli út af fyrir sig. Það var fyrst, þegar lesandi, sem ætlaði að skrifa þessari Mary Wilson, spurðist fyrir um heimilisfang hennar hjá ritstjórn blaðsins, að skýrt var frá þvf, að „þessi kona býr f nr. 10 við Downing Street." Á þennan hátt kom f ljós, að kona enska forsætisráðherrans væri komin f hóp gagnrýnenda bókmennta. Meira að segja hafði aðalritstjóra „Guardians", Alist- air Hetherington, sézt yfir, hversu háttsetta konu hann hefði fengið til starfa hjá blaðinu. Fyr- ir framlag hennar var greitt ná- kvæmlega jafnmikið í ritlaun og öðrum er greitt fyrir greinar þessarar tegundar: þrjú og hálft pund fyrir hver 100 orð. Þegar blaðamaður hringdi til hennar og bað hana segja álit sitt, sagði því hún var barn, hefur hún feng- izt við að yrkja. Eiginkona fyrrverandi ráð- herra benti mér á eitt ljóða henn- ar, sem bar vott um þróað fegurð- ar- og formskyn hannar. Hún sagði: „Gagnstætt þvf, sem er um hinn harðsvíraða raunsæismann við hlið hennar, þá er Mary Wil- son rómantísk sál. Það fyrsta, sem hún er vön að lesa í blaði, er ^stjörnuspáin. Henni þykir mjög gaman að geimferðar-ævintýrum í sjónvarpinu, ballettum eftir Margot Fonteyn og þá sérstaklega að skrauti og viðhöfn konung- Iegra skrúðgangna, sem maður hennar kann alls ekki að meta.“ 1 rauninni er Mary eins og flest- ar enskar konur af hennar kyn- slóð eindreginn konungssinni. Einn af draumum hennar var að mega bera ennishlað hertogafrú- ar. Sem kona forsætisráðherrans, hefur hún jafnmikinn rétt til þess eins og frú Churchill á sínum tíma. Fyrir eina hirðveizluna kynnti hún sér þess vegna nýlega, t . i Mary og Harold Wilson. komizt svo vel áfram í lifinu. Þeim er það ráðgáta, að jafnólíkar skapgerðir geti hafa orðið svo samrýnd í hjónabandi. Meðan Mary stundaði sin listrænu áhugamál, var Harold á timabil- inu 1970—74 ekkert annað en stjórnmálamaður. Dægrastytting- ar hans voru aðeins lestur leyni- lögreglusagna, golfleikur endrum og eins og svolítil garðyrkjuvinna á landareigninni. Það kom alltaf betur og betur í ljós, að þegar allt kemur til alls, er kona hans hon- um meiri andlega séð. HÚN ÞEGIR UM WILLIAMS- MALIÐ 1 fyrravor gerðust atburðir, sem urðu til þess að vekja nýjar efa- semdir manna um samband þeirra hjóna. Hin fagra Marcia Williams, einkaritari Wilsons, var bendluð við hneyksli í sambandi við fasteignabrask. Þótt ekki væri hægt að sanna á hana neitt ólög- legt, neru blöðin „Daily Mail“ og „Daily Express“ henni því um nasir, að hún hefði auðgazt um 65 hún: „Jú, ég skrifa annað veifiö svona greinar. Ég hef þegar skrif- að umsagnir um aðrar bækur, og þá fyrst og fremst um bækur, sem fjalla um Scilly-eyjarnar, þar sem við eigum sumarbústað. Er eitthvaó merkilegt við það?“ Skáldkonan á nr. 10 Fyrir Englendinga væri ekkert frekar um það að segja, ef þessi framkvæmdasemi hefði fallið inn í þá mynd, sem þeir hingað til hafa gert sér af forsætisráð- herrafrúnni. Flestir þeirra litu þannig á, að hún væri ekki annað en góð húsfreyja, sem um fram allt fylgdist vel með verðlaginu á grænmeti. Þetta almenningsálit byggist aðallega á því, að hún hefur aldrei tekið þátt í kosninga- baráttu manns síns né haldið neina pólitíska ræðu. Og þar sem hún þvi nær aldrei opnaði munn- inn, var fólk komið að þeirri nið- urstöðu, að hún hefði ekkert að segja. Þeir sem nánar þekkja til, vita, hversu rangur dómur þetta er. Ein af beztu vinkonum henn- ar, kona sjónvarpsrithöfundarins Rupert Davies, sagði nýlega i þröngum hópi: „Hvernig ætti maður í alvöru að trúa því, að maður eins og Harold Wilson færi að kvænast andlegu núlli? Sann- leikurinn er sá, að Mary er stór- gáfuð kona. Maður hennar metur skoðanir hennar svo mikils, að hann gerir henni á hverjum degi grein fyrir hugmyndum sinum við morgunverðinn. Hún hlustar alltaf á með þolinmæði og bendir honum siðan á þau atriði í máli hans, sem almenningur gæti túlk- að ranglega.“ „En af hverju heldur hún sig svona algerlega frá flokksbarátt- unni?“ spurði einhver. „Einfald- lega af því að hún er ekki alltaf á sömu skoðun og Harold,“ var svarið. „Mary var alin upp í frjáls- lyndum anda, og hefur verið sannfæringu sinni trú.“ Þar að auki finnst Mary Wilson, að lifið hafi fleiri víddir en póli- tik. Þannig safnar hún til dæmis gömlum úrum, postulíni frá Victoríu-tímabilinu og alls kon .r skrani, sem hún finnur á ferðum sínum um forngripaverzlanir Lundúna. Einnig kann hún að meta sígilda hljómlist, og áður fyrr söng hún oft með sinni fögru alt-rödd með skólakór sonar sins, Giles. Aðaláhugamál hennar er þó enskar bókmenntir. Eftirlætishöf- undar hennar eru Tennyson, Keats, Jane Austen og Bronte- systurnar. Og einnig fæst hún sjálf við að skrifa. HUN skrifar dagbök Hún skrifar dagbók, sem ef til vill mun siðar verða gefin út. Frá hvað „svoleiðis hlutur“ myndi kosta. Hún varð alveg dolfallin, þegar hún frétti, að slíkt höfuð- djásn myndi að minnsta kosti kosta yfir eina milljón króna, og hún kaus heldur að fá lánað djásn hjá vinkonu sinni, þótt það væri ekki alveg ekta. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því, hvaða stétt í þjóðfélag- inu frú Wilson tilheyrir. Þegar þessi granna kona með gáfulegu, bláu augun fer i búðarferðir, i verzlunarhverfinu í Westminster, virðist hún vera imynd millistétt- arinnar í London. En þegar hún kemur til hirðveizlu í Bucking- hamhöll, gæti hún alveg eins ver- ið ein hinna 27 hertogafrúa í Eng- landi. Glady Mary Baldwin fæddist ár- -ið 1915 í Norfolk. Faðir hennar var prestur í ensku hákirkjunni. Það var aldrei mikið um peninga á heimilinu og Mary var send í heimavistarskóla 1 Sussex, af því að þar var sérstaklega ódýrt fyrir prestsdætur að vera. Ein af kennslukonunum þar segir: „Hún var blíðlynd stúlka, ekki neitt gáfnaljós, en mjög samvizkusöm." 19 ára gömul fékk hún starf hjá sápufyrirtæki, Lever Brothers í Port Sunlight, sem vélritunar'- stúlka. Hún kynntist Harold Wil- son í tennisklúbbi í Port Sunlight. Þremur vikum síðar bað hann hennar. Þar sem þau voru jafn- aldrar, hikaði hún um stund, því að í hennar fjölskyldu þótti ald- ursmunur milli hjóna eiga að vera fimm til tiu ár. En að lokum galt hún jáyrði sitt. Hún segir svo frá: „Hjónavlgslan fór fram á nýárs- dag 1940 i kapellu Mansfield Coll- ege í Oxford. Það var mánudagur, — byrjun vikunnar, byrjun mán- aðarins, byrjun ársins, byrjun áratugarins, og byrjunin hjá okk- ur.“ Hún hlýtur þá að hafa verið framúrskarandi lagleg. Á brúð- kaupsmynd er hún I hvítum knipplingakjól við hliðina á alvar- legum ungum manni í svartri síð- hempu, embættisbúningi rektors í Oxford. Hann hafði þá nýlega lokið námi sínu og flutti fyrir- lestra í þjóðhagfræði sem aðstoð- arkennari Beveridge lávarðar. „Ég hélt, að ég væri að giftast háskólamanni," segir frú Wilson. „Um stjórnmál var þá enn ekki að ræða.“ Á stríðsárunum fór maður hennar inn á embættismanna- brautina. Hann komst brátt í háa stöðu í eldsneytis-ráðuneytinu og hlaut orðu brezka alríkisins fyrir frábæra þjónustu 1945. (The Ord- er of the Britixh Empire.) 1 júlí sama ár var hann kjörinn á þing og varð þegar einn af ráðherrum hinnar nýju stjórnar verka- mannaflokksins. Þá hafði hin unga kona hans þegar alið honum son, Robin. Fjölskyldan fluttist í hús með fjórum svefnherbergjum í Hamp- stead í Norður-London. Húsið kostaði um fjórar milljónir króna, en 90% af upphæðinni fengu þau að láni. 1949 eignaðist hún annan son, Giles. Meðan eiginmaóurinn þræddi framabraut stjórnmál- anna, helgaði hún sig nær ein- vörðungu uppeldi barnanna. Sem kona sósíalistlsks þingmanns sá hún enga ástæðu til þess að breyta um umhverfi. Hún hélt tryggð við sínar gömlu vinkonur og eignaðist engar nýjar meðal eiginkvenna stjórnmálamann- anna. Meira að segja gat frú Hugh Gaitskel, ekkja hins mikla leið- toga verkamannaflokksins, aðeins sagt sem svo um Mary Wilson: „Hreinskilnislega sagt þekki ég hana ekki vel, en hún er sögð vera sérlega geðþekk kona.“ Þegar þessir úthverfisbúar fluttu í fyrsta skipti inn í Down- ing Street nr. 10 í nóvember 1964, hreifst hún stórlega, eins og von var, af rauðu dreglunum, þiljuðu veggjunum og málverkunum af forsætisráðherrunum fyrrver- andi. „Ég fann andblæ sögunn- ar,“ segir hún, „og hugsunin um, að ég myndi verða hluti af henni, gagntók mig.“ Það breytti henni sjálfri alls ekki neitt. Eitt af því fyrsta, sem hún gerði, var að segja upp yfirmanni eldhúss bú- staðarins. Hún vildi ráða því sjálf eíns og hingað til, hvað væri á borðum, og hóf síðan að sjá um hið stóra hús með aðstoó hrein- gerr.ingakonu, sem kom þrisvar í viku til að hjálpa henni að strauja og ryksuga. Meira að segja flokksbræður manns hennar urðu furðu lostnir yfir þessu yfirlætisleysi, en Mary lét það ekki á sig fá. Hún náói líka í sínar eigin innanhússskreyting- ar frá Hampstead og kom þeim fyrir i Downing Street. Þar að auki gerði frú Wilson annað, sem fyrirrennarar hennar hefðu aldrei leyft: Hún sýndi blaðakonum einkaherbergi sín. Hún róaði þjóninn með þessum orðum: „Þá hafa stúlkurnar að minnsta kosti eitthvað að skrifa um.“ Þegar synir hennar báðir voru sendir í menntaskóla, fékk hún meiri tíma fyrir sjálfa sig. Hún fylgdi manni sínum á ferðum hans til Washington, Ottawa og Moskvu, og sjóndeildarhringur hennar vikkaði. 1 Moskvu var henni sýndur heiður, sem engri konu frá Vesturlöndum, sem þangað hefur komið i heimsókn, hefur áður hlotnazt: Eitt af kvæð- um hennar vart birt i rússneska blaðinu „lswestija“ undir heitinu „Epilog" (eftirmáli). Kvæðið, sem nú hangir innrammað á vegg í Downing Street, sýndi, að vélrit- unarstúlkan fyrrverandi var orð- in alvarlega þenkjandi kona, sem velti fyrir sér framtíð mannkyns- ins. I dag er Mary Wilson, hvort sem hún ber höfuðdjásn eða ekki, kona þeirrar reisnar, að hún stendur jafnfætis hverjum sem er í hinni ensku yfirstétt. Efnahagur hennar hefur einnig tekið mikl- um stakkaskiptum... . Þegar Wil- son-hjónin urðu að láta pipar- sveininum Edward Heath eftir húsnæðið að Downing Street árið 1970, fluttu þau ekki aftur til Hampstead. 1 stað þess keyptu þau glæsilegt hús í Lord North Street ekki langt frá þinghúsinu fyrir nær 10 milljónir króna, en nú mun það hafa tvöfaldazt í verði. Auk þess keyptu þau fyrir aðrar 10 milljónir þriggja hektara landareign í Great Misenden, sem er þorp í Buckinghamshire. Mark- aðsverð þeirrar eignar hefur meira en tvöfaldazt síðan. Ennþá velta margir Englend- ingar fyrir sér ýmsum spurning- um varðandi þessi hjón, sem hafa milljónir króna á fasteignabraski með bróður sínum. Þessar stað- hæfingar voru þeim mun óþægi- legri fyrir forsætisráðherrann, sem verkamannaflokkurinn hafði þá einmitt nýlega hafið mikla her- ferð gegn jarðeignabraski. Starfsbræðrum Wilsons til mik- illar undrunar tók hann þegar málstað Marciu Williams og kvað hana fórnarlamb pólitískra of- sókna. Hann varði hana með svo miklum ákafa, að áberandi var, hve þingmenn neðri deildar þings ins urðu undrandi á svipinn. Skömmu síðar gekk hann enn lengra. 9. júní aðlaði hann Marciu, en að vísu „að launum fyrir dygga þjónustu í 21 ár“. Sem þingmaður lávarðadeildarinnar hefur hún eins og allir lávarðar rétt á að öólast sokkabandsorð- una, en kjöroró hennar er: „Honi soit qui mal y pense“. (Skömm sé þeim, sem hugsar illa um þetta.) Þetta var aðferð Wilsons til að snoppunga andstæðinga sína. Mary Wilson sagði aldrei orð um þetta mál. Henni finnst, að slík mál geti ekki lengur skaðað hjónaband hennar. 1. janúar 1975 héldu þau brúð kaupsafmæli sitt hátiðlegt. 1 hennar augum er það bezta sönn- unin fyrir farsælu hjónabandi þeirra. „Það var gæfa, að við Ilar- old skyldum vera svo ólík,“ segir hún. „Þannig höfum við alltaf getað bætt hvort annað upp.“ Elzti sonur hennar, Robin, er þegar kvæntur. Hann er prófess- or í stærðfræði í Oxford, og kona hans, Joy, er tungumálakennari. Hinn sonurinn, Giles, er sagður afburða líffræðingur. Það er eins og allt þetta sé ekki nóg, þvi að nú er Mary að skrifa fyrstu skáld- sögu sína. Fyrir konu, sem full- yrðir, að hún, „sé laus við alla persónulega metnaðargirnd", verður ekki annað séð, en að hún hafi komizt langt. Ef hún heldur þannig áfram, segja margir Eng- lendingar, getur svo farið að nafn hennar, Mary Wilson, lifi lengur en nafn eiginmannsins. Ur „Welt am Sonntag“ eftir George W. Herald. — svá þýddi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.