Morgunblaðið - 16.03.1975, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 16.03.1975, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1975 Piltur og stúlka hsæ og leit framan í Gróu, eins og hún ætlaði að sjá inn í brjóstið á henni, en gat ekki séð þar annað en einskæra trúmennsku og einlægni. Þú mátt reiða þig upp á mig, góöa min, því þó aldrei hefðir þú hlynnt neinu góðu að mér, sem þú oft og margfaldlega hefur gjört, þá á hann, sem nú liggur í gröfinni, það að mér, að,ég reyndist þér ekki verr en aðrir í því litla, sem ég megna, eða hvað er það, gæzkan mín? Það er að koma bréfinu því arna yfir að Hóli, svo lftið á beri, og taka við svarinu, og hérna er skild- ingur undir það. — Sigríður rétti þá að henni bréfió og spesíu með. Þaó er svo lítið, og sér er nú hver ósköpin! Þú hefur það af einhverjum þínum að vera svo smátæk, elskan mín! Þetta er nú of mikió, sagði Gróa og kyssti Sigríði stundarlöngum kossi. Ég þarf ekki að minna þig á að geta ekki um það við neinn hérna á heimilinu, Gróa mín. Ég! óekkí; ekki hún Gróa litla; vertu öldungis óhrædd um það, gæzkan mín! Ég er enginn skyn- skiptingur, og það, sem einu sinni er komið i hend- urnar á mér, það skal enginn þaðan draga, þó það væri kóngurinn; og þagað get ég yfir því, sem mér er trúað fyrir, þó ég sé kjöftug; ég held þaö varði engan um það, þótt eitthvað meinleysi sé á millum ykkar Indrióa, held ég; en þar er maðurinn. í þessu kom Ingveldur inn, og var Gróa fljót að stinga bréfinu á sig og sneri ræðunni allt í einu, eins og þær hefðu verió að tala um eitthvað annað. Gróa HÖGNI HREKKVÍSI Náðu í hjálp, bjálfi. dvaldi í Sigríðartungu fram eftir deginum, en þó skemur en hún átti venju til. Sigríður þóttist hafa komið vel ár sinni fyrir borð um bréfsendinguna; en svo liðu margir dagar, að ekkert svar fékk hún frá Ingibjörgu. Loksins kom Gróa aftur fram að Tungu, og spurði Sigríður hana, hvernig farið hefði um bréfið; kvaðst Gróa hafa farið með það daginn eftir og fengið Ingibjörgu það sjálfri i einrúmi; hefði hún lesið það og skellihlegið upp yfir sig og kastað því á búrhilluna, rétt eins og hún skeytti ekkert um það; og ekki hefði hún beðið sig að taka aftur neitt svar; sagðist hún þó hafa ámálgað það við hana. Þessar fréttir sagði Gróa Sigríði hálfgrátandi, og hafði Sigríður enga orsök til að efast um, að þær væru sannar; en óhlutvandir menn, sem lögðu þaó í vana sinn að færa allt á verri veg fyrir Gróu, mæltu það, að hún einhvern tíma löngu síðar hefði átt að sleppa því við góða kunningjakonu sína, að þegar þeir, sem Sagan af kóngsdóttur og svarta bola „Komi nú þokan, kolsvört og stríð, svo kóngssonur sjái ekki hvert ég ríð“. Aftur var hún öll á burtu, og ekki gat konungs- sonur vitað, hvað af henni hefói orðið, hann fór langar leiðir og spurðist fyrir um þetta land, sem hún hafði sagst vera frá en þegar enginn gat sagt honum hvar þaó var, varð hann að láta við svo búiö standa. Næsta sunnudag átti einhver að fara með greióu til kóngssonar. — Katrín bað um aö fá að fara, en hinar minntu hana á, hvernig farió hefði fyrir henni áöur, og snupruðu hana fyrir aó hún væri að reyna að koma sér í mjúkinn hjá konungssyni, eins svört og ljót og hún væri og í tréstakk. En hún lét sig ekki, fyrr en hún fékk að fara með greiðuna til konungs- sonarins. Þegar hún kom upp stigann, skrölti í tréstakknum, og konungssonur kom út, reif af Katrínu greiðuna og henti henni framan í hana öskuvondur. Síðan fór konungssonur til kirkjunnar, og Katrin bað líka um að fá aó fara, en aftur var hún spurð, hvaö hún vildi þar, svo óhrein og illa búin og hefði ekki föt, sem hún gæti látið nokkurn mann sjá sig í, það gæti vel verið að konungssonur og eitthvert annað stórmenni fengju að sjá hana þar við kirkj- una, og það yrði bara til þess að slíkt fólk reiddist og kæmist í illt skap, en Katrín sagði að svoleiðis fólk hefði sjálfsagt nóg að horfa á annað en sig, og ekki hætti hún aó biðja, fyrr en henni var leyft að fara. Nú fór það eins og í bæði skiftin áður, hún fór að ffta&tnorgunkoffinu Aldraðir fugla- vinir vekja athygii 1 smábæ einum á Bret- landi var fyrir 40 árum komið upp fuglaspítala fyrir villta fugla. Það voru tvær systur sem áttu hugmyndina, á sín- um tíma, að því að koma upp griólandi fyrir villta fugla sem urðu fyrir slysi eða óhappi. Seinna tóku svo við þessu félagssamtök sem komu upp þessum fuglaspítala. En nú er svo komið að fjárhagsvandræði eru að sigla fuglaspítalanum í strand. Spítali þessi kom mjög við sögu fyrir nokkrum árum er stórt olfuskip Torrey Canyon, strandaói við Bretlands- strendur. Þá drap olían frá þessu skipi mikinn fjölda sjófugla, — en miklum f jölda var einnig bjargað, og kom þessi fuglaspítali í góðar þarf- ir. Systurnar sem fyrir 40 árum áttu þessa hug- mynd eru nú komnar yfir áttrætt. Einhverjir hefðu talió ófært fyrir svo aldraðar konur að standa í þessu. En því er ekki til að dreifa. Þær hafa beitt sér fyrir því að fram fari almenn f jár- söfnun til þess að bjarga spítalanum og þær ætla ekki að hætta fyrr en 50.000 sterlingspunda markinu er náð. Hefur málefnið vakið athygli í Bretlandi og víóar herma blaðafregnir. Heyrðu! Það er ekki tengdamóðir þín sem er á dyrabjöllunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.