Morgunblaðið - 13.05.1975, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.05.1975, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAl 1975 Leikfélag Reykjavíkur: Fjölskyldan HÖFUNDUR: Claes And- erson □ Þýðing: Sam- vinna Leikfélagsmanna □ Leikstjórn: Pétur Ein- arsson Q Leikmynd: Jón Þórisson □ Tónlist: Gunnar Þórðarson □ Lýsing: Magnús Axelsson. Leikritið heitir á íslensku Fjöl- skyldan, mér hefði fundist réttara að hafa heitið óákveðið. Hér virð- ist mér vera um að ræða leikrit Lelkilst eftir ÞORVARÐ HELGASON um fólk almennt, um fjölskyldur almennt. Leikritið kemur fyrir sjónir sem sönnun (i stærðfræði- legum skilningi) á ákveðinni nið- urstöðu: fólk þarf á hvert öðru að halda, og það jafnvel þótt afstaða þess innbyrðis sé þannig að utan- frá séð mætti halda að best væri að það væri ekki í sambýli. Höfundurinn er geðlæknir og því má gera ráð fyrir að hann viti hvað hann er að tala um. Ef við færum sönnunina í fá orð þá gæti hún litið svona út: fjölskyldan ér aflsvið þar sem ýmsir kraftar tak- ast á, þrátt fyrir mikil átök og sífellda minni árekstra er með árunum komið ákveðið jafnvægi á sviðinu, ef það svo gerist að einn krafturinn breytist snögglega og það meira að segja þannig að ætla mætti að ástandið yrði betra á eftir, minni átök, færri árekstrar, fer samt allt úr skorðum, allt fer úr jafnvægi og riðlast meir en nokkru sinni fyrr svo það er best fyrir kraftinn að breytast aftur i sina fyrri mynd, gamla ófremdar- ástandið er betra en hið nýja. Það má vel vera að þetta sé oft rétt en dálítið finnst manni þetta bóklegt. Fjölskyldan samanstendur af hjónum og þrem börnum. Eigin- maðurinn er líttmenntaður skrif- stofumaður sem var í herþjónustu þegar hann hefði átt að menntast. Hann drakk þegar þau hjónin kynntust og drekkur enn, drekk- ur mikið, þar að auki langar hann til að læra ensku, mikið meira fáum við ekki að vita um hann. Helgi Skúlason leikur hann af- burða vel. Eiginkonan er líka hversdagsleg kona sem við fáum lítið að vita um. Sigriður Hagalin leikur hana prýðilega. Elsta barn- ið er Marta, vinnur í banka og er vergjörn með afbrigðum — að þvi sagt er, þess sjást engin merki í túlkun Hrannar Steingrímsdótt- ur. Leikkonan hefur ýmislegt til brunns að bera en nokkur viðbót- arþjálfun gæti bætt þar um, t.d. líkamsþjálfun, leikhreyfingar og raddbeiting. Strákurinn heitir Þórir og er hinn dæmigerði ungi menntamaður, í verkfræði og maókommi. Hlutverkið gefur ekki tilefni til mikils en Harald G. Haraldsson fer vel með það. Yngsta barnið erSúsannaí gagn- fræðaskóla, henni þykir ekki gaman í skólanum frekar en flest- um öðrum börnum á hennar aldri. Hún er leikin af Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, ólærðri ungri stúlku sem stendur sig samt mjög vel, hún er örugg, eðlileg með gott timaskyn og furðulega skýrt tján- ingarsvið. Sigurður Karlsson gef- ur góða mynd af geðlækni. Claes Anderson er ljóðskáld og stenst því ekki freistinguna að beita á efni sitt vinnubrögðum ljóðskálds og er trúðurinn látinn fara með þann texta. Guðrún Ás- mundsdóttir leikur trúðinn mjög fallega en búningurinn studdi ekki túlkunina. Eins og ég hef lýst hér að ofan verður ákveðin þróun í leikritinu: hinn drykkjusjúki eiginmaður hættir að drekka en það hefur mjög slæm áhrif á eiginkonuna svo hún verður að fara á geð- sjúkrahús og á meðan hún dvelst þar fer allt úr skorðum nema eig- inmaðurinn. Sá þáttur leikritsins er óljósastur, það óljós að það er erfitt að sætta sig við breyting- arnar, þ.e.a.s. að finnast þær trú- legar. Ég hef að vísu ekki séð frumtexta leikritsins og veit þvi ekki hvort er við einhvern annan að sakast, en trúlegt þykir mér að höfundurinn eigi hér einn hlut að máli. En hvað sem um þetja leikrit verður sagt þá er það skemmtileg- ur texti, aldrei leiðinlegt augna- blik og ýms viðhorf og afstöður okkur flestum nægilega kunn til að hafa sem kallað er „lúmskt gaman“ af þessu. Leikstjórinn Pétur Einarsson hefur líka lagt verkið rétt, hæfi- lega hratt og hressilegt, gert það eins lifandi og skemmtilegt og efni stóðu til. Þýðingarsamvinnan skilaði góðum árangri. Liklega á þessi íbúð að segja okkur sína sögu um ástand fjöl- skyldunnar, hún er ósæmilega lít- il fyrir allt þetta fólk. Leikmynd Jóns Þórissonar hæfði mjög vel, hún sýndi allt sem þurfti en ekk- ert meir, nákvæmlega eins óper- sónuleg og leikritið sjálft. Magnús Axelsson lýsti hana og einnig atriðið á geðdeildinni mjúklega og nákvæmlega hæfi- lega bjart og jafnt, tónn ljóssins er dekkri en maður sér oft hér en það er ekki á nokkurn hátt verra nema síður sé. Norræn myndlistarvika Grafik-mynd eftir Ottar Helge Johannessen (N). Ég tel rétt að vekja sérstaka athygli á sýningum er nú standa yfir í Listasafni Islands og Lista- safni ASl í tilefni norrænnar myndlistarviku. Sýningarvika þessi mun ná til meira en fimmtiu 'istasafna á Norðurlöndum og er meginregla að sýna verk frá frændþjóðunum, en síður eigin- myndir. Finnar kynna þannig ís- lenzka list og norska, Norðmenn danska og finnska og þar fram eftir götum. Ekki veit ég persónu- lega hvað Finnar hafa að kynna af íslenzkri list á söfnum sínum því að mér vitanlega hafa þeir ekki haft mikil umsvif varðandi kaup á islenzkri list frekar en önnur Norðurlönd. Á ferðalögum mín- um um Norðurlönd hef ég lítið séð af nýrri íslenzkri list en þeim mun meira af nýlist hinna Norð- urlandanna en þó er hvergi nærri gert nógu mikið af þvi að viða að söfnum góðu sýnishorni af list grannþjóðanna. Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn (rikislistasafnið) mun eiga flest- ar islenzkar myndir en það gefur hvergi nærri fullnægjandi mynd af íslenzkri myndlist á öldinni, síður en svo. Norræna listabanda- lagið á hugmyndina að þessari myndlistarviku og skipuleggur hana, en myndirnar eru allar úr geymslu safnanna sem halda sýn- ingarnar. Bandalagið hefur einnig leitast við að fá safnfólk til að skoða sýningar Norræna lista- bandalagsins, sem haidnar voru annað hvert ár i áratugi, en þeir vísu menn hafa litinn áhuga sýnt þessum sýningum og lítið keypt, ef þá nokkuð, og það hefur sjálf- sagt átt sinn þátt i minnkandi almennum áhuga á þessum sýn- ingum þannig að þær voru lagðar niður og var hin siðasta þeirra einmitt háldinTMyndlistarhúsinu á Miklatúnii sambandi við Listahátíðina 1972 svo sem margir munu muna. Hug- myndin að báki þessum sýn- ingum er sprottin af brýnni nauðsyn, þar sem norr ænum söfnumergjarnt að láta myndlist bræðraþjóðanna ryk- falla i geymslum, kjöllurum og hanabjálkalöftum, og ætti þvi þessi vika frekar að nefnast mán- uður því að ein vika er alltof stuttur timi. En allt á sitt upphaf og vonandi verður áframhald á slíkum listkynningum, og von- andi verða þær til þess að safn- fólki rennur blóðið til skyldunnar varðandimyndarleg innkaup á myndum. Ekki er hægt að ásaka Listasafn Islands varðandi inn- kaup á myndlist bræðraþjóðanna þar sem að fjárveitingar til þess eru mjög skornar við nögl þannig að listráð er nánast óstarfhæft vegna peningaleysis,auk þess eru húsakynni safnsins alls ekki sam- boðin þjóð er gerir tilkall til að nefnast menningarþjóð. Það er stutt síðan undirritaður tók saman yfirlit yfir stöðu is- lenzkra myndlistarmála fyrir blað Norræna listabandalagsins og hann verður að segja það hreint út að það er eitt dapurlegasta verk sem hann hefur tekið sér fyrir hendur frá því að hann hóf að skrifa um myndlistarmál. Það er mikil nauðsyn á því að kallað verði saman myndlistarþing og gerð úttekt á stöðu Listasafnsins og íslenzkrar myndlistar í heild og hvað hægt er að gera til bóta en það er vissulega margt. Svo vikið sé að sýningunum þá eru þær um margt mjög fróðlegar og æskilegter aðþeirsem áhuga hafa á myndlist fjölmenni á bæði söfnin. Gagnrýna má það að Lista- safnið var ekki allt tekið undir kynningu þessa því af nógu er að taka þar sem 335 verk og þar af 15 höggmyndir eru í eigu þess og af þeim hafa 65 verið valin á lista vikuna, en e.t.v. er það vegnaþess að geymslurými vantar og stöðugt fleiri herbergi safnsins eru lögð undir geymslur þannig að einn góðan veðurdag gæti svo farið að loka yrði safninu vegna þrengsla! Listasafn Islands á margt dýr- mætra mynda eftir norræna lista- Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON menn, svo sem J.L. Ring, Asger Jorn, Munch, Lundström o.fl. og í framtiðinni þarf gott úrtak norrænnar listar jafnan að hanga uppi i rúmgóðum salarkynnum „listasafns framtíðarinnar". Margt ágætra verka eru einnig á sýningunni í húsakynnum listasafns Alþýðusambands Is- lands og er þar eingöngu um grafísk verk að ræða, sem njóta sin vel á veggjum safnsins. Ég vil svo ljúka þessum pistli með því að minna áhugsama á að sýningunum lýkur í kvöld. Málverkió „Faðir og sonur“, eftir norska málarann Erling Enger (F. 1899).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.