Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAl 1975 27 — Þingfréttir Framhald af bls. 26 veróa starfi svo aö fullnægjandi sé. 0 Samþykktar þingsályktanir. Sl. miðvikudag voru sam- hljóða samþykktar 3 þings- ályktunartillögur: um nefndar- skipan um áfengis- mál (flutningsmaður Helgi F. Seljan), um öryggisbúnað flug- valla (flutningsmaður Friðjón Þórðarson) og um land- mælingastjórn rlkisins (flutningsmaður Ölafur G. Einarsson). % Frumvarp um „Stofnunina“. Gylfi Þ. Gfslason o.fl. hafa lagt fram frumvarp um Fram- kvæmdastofnun rlkisins. Er þar lögð til sú skipan, að rlkis- stjórnin skipi framkvæmda- stjóra stofnunarinnar, er annist daglegan rekstur hennar og myndi, ásamt forstöðumönnum deilda, framkvæmdaráð stofn- unarinnar. 0 Skákfrumvarpi vel tekið. Frumvarpi Gylfa Þ. Gfslason- ar um skákkennslu Islenzkra stórmeistara var vel tekið á Al- þingi, er það kom til fyrstu um- ræðu. Þingmennirnir Pétur Sigurðsson (S), Sverrir Berg- mann (F) Tómas Árnason (F) og Garðar Sigurðsson (K) mæltu allir eindregið með því en enginn i móti. Fréttahréf úr Rauðasandshreppi SUMARIÐ er komið og heldur góður vetur liðinn, snjóþungur að vfsu um 3ja mánaða skeið, eink- um á fjöllum er hann yfir 400 m hæð, en frekar snjólétt i byggð. Allur snjór er horfinn I byggð, nema einn og einn skafl I lautum, klaki þó nokkuð i jörðu. Nú á dögunum komu tvær ær og einn hrútur til byggða eftir útigöngu veturlangt i Látrabjargi og Saxagjá, en það er annar úti- gönguveturinn annarrar ærinnar, en þær eru systur. Móðir þeirra er enn i Saxagjá og er það fjórði útigönguvetur hennar, og eru nú sennilega borin. Báðar ærnar sem heim komu eru fengnar og hnaus- feitar, einnig hrúturinn, sem er lamb undan annarri frá í fyrra. Mikill hugur er nú í mönnum með hrognkelsaútgerð og sumir þegar byrjaðir, en veiði er sára- treg. Aðal útgerðarstaðurinn eru Gjögrar i Örlygshöfn, þar er bryggja og öll aðstaða í húsum Sláturf. Örlygs. Fyrir nokkru er byrjað að vinna við raflínuna og vonandi verður því verki lokið í sumar. Grænar gróðurnálar eru farnar að skjóta upp kollinum og vorhug- ur kominn í fólkið, en við vonum að vorið sé í alvöru komið. Gleðilegt sumar. Látrum á sumardaginn fyrsta 1975. Þórður Jónsson. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir aprílmánuð er 1 5. maí 1975. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þrí- riti. Fjármálaráðuneytið 12. maí 1975. Óbreytt álagning á allar vörur til 17. maí Opið til 10 föstudagskvöld Vörumarkaðurinn hf. Armúla 1A Húsgagna og heimilisd S-86 112 Matvorudeild S 86 1 1 1 Vefnaðarv d S 86 113 v. .7 Það er alveg sama hvernig litið er á Golf-inn, þá er hann óvenjulegur bíll. Þó hann sé aðeins 3.70 m. á lengú, þá er hann rúmgóður fimm manna bíll. Þetta er mögulegt vegna þess, að hjólhaf jð er langt og vélin er stað- sett þversum. Ennfremur vegna þess, að Golf-inn er óvenjulega breiður eða 1.60 m. Golf er fáanlegur þriggja eða fimm dyra, að meðtalinni stórri aftur- hurð. 350 lítra farangursrými, sem er hægt að stækka í 698 lítra með einu handtaki. Það er ekki einungis í farþega- og farangursrými sem Golf-inn býður upp á óvenjulega kosti heldur einnig undir vélarlokinu. Þar er vélin sem liggur þversum með yfirliggjandi kambás, tvær stærðir 50 ha — eða 70 ha. sem eyðir 8 iítrum á 100 km. Aflið sem vélin framleiðir svo auð- veldlega kemur að fullum notum í akstri. Golf hefur óvenjulega mikla spor- vídd og hjólhaf. Hann er fram- hjóladrifinn. Óvenjulega stórar dyr. Óvenjulega örugg og aflmikil vél. Óvenjulegt rými inni. Óvenjuleg sporvídd og hjólhaf. Óvenjulega hagkvæmur í rekstri. yOv Óvenjulega vel fjaðrandi. Óvenjulega auðveldur í hleðslu og afhleðslu. ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN Golf ÓVENJULEGA ÓVENJULEGUR HEKLAH.F. fAUGAVEGI 170—172 — SÍMI 21240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.