Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.05.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. MAl 1975 Mínar innilegustu þakkir ti/ allra þeirra félaga- samtaka og annarra vina minna sem heiðruðu mig á margvíslegan hátt á 100 ára afmælisdegi mínum 8. maí s.l. Guð blessi ykkur öll. JónA. Ó/afsson, fyrrv. húsgagnasmiður. Til sölu SAAB 99 árgerð 1970 bifreiðin hefur verið í góðri umhirðu og litur þar af leiðandi vel út. Upplýsingar i síma 25850 kl. 9—1 7 eftir kl. 1 7 í síma 27925. LÆRIÐ VELRITUN Ný námskeið eru að hefjast. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar Engin heimavinna. Innritun og upplýsingar i simum 41311 og 21719. Vélritunarskólinn. Suðurlandsbraut 20, Þórunn H. Felixdóttir Ibúðir og hús Höfum á söluskrá ýmsar stærðir fasteigna í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Hafnar- firði. Komið og kynnið ykkur sölulistann. Tök- um íbúðir á sölulista alla daga. Verðmetum samdægurs, ef óskað er. SKIPA & FASTEIGNA- MARKAÐURINN Mjlstrzti 9 Midbzjarmarkjdinum simí 17215 heimasimi 82457 Fyrirliggjandi: Viðarþiljur og loftaklæðing: Palisander, gullálmur, hvitt mahogni, birki og fura Panelkrossviður: Gullálmur, eik hnota og palisander Heinola vegg- og loftplötur: Undir málningu, fasaðar og nótaðar. PÁLL ÞORGEIRSSON & CO. Ármúla 27 — Símar 86-100 og 34-100. NYTT — NYTT Þýskt patent Megrunarfötin sem grenna yður á þægilegan hátt UFSTYKKJABUÐIN Laugaveg 4. Jörundur Gestsson á Hellu — 75 ára I dag er 75 ára einn af forystu- mönnum Strandamanna, Jörundur Gestsson á Hellu. Hann er fæddur á Hafnarhólmi í Kald- rananeshreppi 13. maí árió 1900. Þar i sveit hefir hann aliö aldur sinn. Hann var bóndi á Hellu á Selströnd frá 1921 þar til hann fyrir nokkrum árum brá búi og Ragnar sonur hans tók viö jörð- inni. En enn á hann heima á Hellu og enn vinnur hannþarað bátasmíði, sem hann stundaði alla tið með búskapnum. Jörundur á Hellu er úr þeim efnivið búinn, að á hann hafa fallið mörg störf í þágu sveitung- anna. Hann er hreppstjóri í Kald- rananeshreppi frá 1950 og for- maður sjúkrasamlagsins þar I sveit frá 1955 svo að eitthvað sé nefnt. Hann er áhugamaður mik- ill um allt, er horfir til framfara og hagsældar heimabyggó sinni. Hann er hjálpfús og hollráður og vill hvers manns vanda leysa. | Margra leiðir hafa því legið að En Jörundur á Hellu er ekki staðbundinn við heimabyggðina í áhugamálum sínum og athöfn- um. Hann hefir látið þjóð- málin til sin taka og verið i baráttusveit sjálfstæðismanna i Strandasýslu i blíðu og stríðu. Þannig bar fundum okkar Jörundar saman. Ég sá hann fyrst á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 1953. Mér er minnisstæður maðurinn á málflutningur hans á þeim fundi. Þar fór saman sú glettni og alvara, sem mér hefir síðan fundist vera svo samtvinnað í skapgerð og persónuleika Jörundar á Hellu. Enginn er tryggari hugsjónum sjálfstæðisstefnunnar en Jör- undur á Hellu. Skoðanir hans standa á traustum mál- efnagrundvelli. Málefni eru met- in að verðleikum og menn eftir manngildi, hvar í flokki sem þeir standa. Þegar Strandamenn kvöddu alþingismann sinn Hermann Jónasson, fyrrv. forsætisráðherra „að loknu starfi fyrir Strandamenn á þingi“ var það Jörundur á Hellu, sem flutti honum kveðju Strandamanna í ljóði. Jörundi er margt til lista lagt og kannski er hann fyrst og fremst listamaður. Bátasmiði hans hefir ekki einungis verið listasmiði heldur er hann og skáld gott. Arið 1955 gaf hann út ljóðabók, Fjaðra- fok, Ijósprentað handrit, skraut- ritað af höfundi. Þar fór saman efni og handbragð listaskrifarans. Jörundur Gestsson er gæfu- maður. Hann á góða konu og mannvænleg börn. Hann kvæntist Elínu Lárusdóttur árið 1921. Hún hefir búið manni sínum heimilið á Hellu, sem ber vott um mikla smekkvísi og listhneigð og er alrómað fyrir gestrisni við þá mörgu, sem þar hafa boðið að garði fyrr og siðar. Jörundur á Hellu er traustur og tryggur vinum sínum. Þess hefi ég notið. Ég er einn þeirra mörgu vina, sem færa honum þakkir og heilla- og hamingjuóskir á afmæl- inu i dag. Þorv. Garðar Kristjánsson. — Sólon Framhald af bls. 29 S.I.B. og J. Riuttamaki og Krist- ján Thorlacíus gáfu fána sam- banda sinna. Á Kjarvalsstöðum þáðu gestir veitingar. Auk þess voru sögu- sýningar af 200 skyggnum er sýndu starfsemi samtakanna undanfarin 40 ár. Fimmtudaginn 24. aprll var fundur I stjórn Norræna banka- mannasambandsins. I því sam- bandi komu til landsins 27 bankamenn frá norðurlöndum. M.a. sem samþykkt var á fund- inum f Reykjavík var að NBU stæði fyrir könnun á stöðu kon- unnar á vinnumarkaðnum á norðurlöndum. I 29. þingi S.I.B. voru sam- þykktar nokkrar ályktanir og fjölluðu þær um kjarasamn- ingamál, kjaramál, jafnréttis- mál, fjárhagsár og atvinnulýð- ræði. JHorgtmbTaMfc ^ « mORCFRLDRR mÖCULEIKR VÐRR Hellu. Hjartans þakklæti til allra, sem glöddu mig á sjötíu ára afmæli minu 9. maí. Guð blessi ykkur Kristín María Kristins- dóttir, Hringbraut 112. Skaftfellingar Mjög áríðandi fundur verður haldinn i Skaftfellingafélaginu fimmtudag- inn 15. mai kl. 20:30 i félagsheimili Hreyfils. Gengið upp frá Grensásvegi. Tekin verður ákvörðun um kaup á húsnæði fyrir félagið. Stjórnin. Leiguíbúð óskast Óska eftir 4ra—5 herb. ibúð æskilegt að bilskúr fylgi. Helzt i austurbænum t.d. í Hliðarhverfi. Há leiga i boði og fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Upplýsingar i sima 26085 frá 1 1—12 og 19—20 næstu daga. Tilboð sendist Mbl. merkt: „sem fyrst — 6893". Nýleg traktorsgrafa til sölu. Uppl. í síma 74870. Nýtt fiskiskip til sölu 142 lesta byggt 1974. 207 lesta byggt 1 964. 105 lesta byggt 1 967. Mjög gott togskip. 101 lesta byggt 1960. Austur-þýzkur. 75 lesta með nýrri vél. Eikarbátar: 103 lesta byggður 1963. 75 lesta endurbyggður 1971 30 lesta byggður 1973. 20 lesta byggður 1971, 12 lesta byggður 1972. Plankabyggður. 1 1 lesta Bátalónsbátur 1971. Austurstræti 14, 3. haað, , sími 22475 heimasími 13742. Edda, Kópavogi Bingó Bingó Sjálfstæðiskvennafélagið Edda, Kópavogi, heldur bingó i Sjálf- stæðishúsinu við Borgarholtsbraut, miðvikudaginn 14. mai n.k. kl. 20.30. Glæsilegir vinningar svo sem flugferð fyrir tvo yfir Reykjavik og nágrenni. Símastóll o.m.fl. Allt sjálfstæðis- fólk velkomið. Stjórnin. FISKISKIP Félagslff A Farfuglar — Ferðafólk 17 —19 mai hvitasunnuferð í Þórsmörk. Brottfararstaður bilastæðið við Arnarhvol, laugardag kl. 9.30. Farfugladeild Reykjavikur, Laufásveg 41, simi 24950.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.